Færsluflokkur: Samgöngur
24.4.2012 | 23:40
Stórfenglegt! Ótrúlega flott!
Það getur verið gaman að dvelja í þessari kanadísku byggingu að vetri til, svona upp á úrsýni og stemmningu að gera. Hins vegar er varasamt að hafa börn í lausagöngu um nágrennið. Að minnsta kosti ef þau eru á sleipum skóm og glannast.
Salerni er í risi á 5. hæð. Í gegnum þunna glerplötu á gólfi baðherbergisins sér alla leið ofan í kjallara. Stranglega er bannað að fjölmenna inn á gólf. Sömuleiðis er betra að hafa vara á ef fólk er í mikilli yfirvigt. Að auki er bannað að stökkva inn á gólf á skóm með pinnahæl úr járni. Það er ekkert gaman að pompa niður í kjallara innan um glerbrot.
Samgöngur | Breytt 25.4.2012 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.3.2012 | 23:26
Tími húsbílsins er genginn í garð
Samkvæmt grátkórnum stefnir hraðbyr í að þorp landsins breytist í gettó (þau eru það reyndar þegar ef mark er takandi á jarmandi vælusöngvum þar um). Fiskvinnslufólk og sjómenn hætta að fá borguð laun fyrir sína vinnu. Þess í stað mun þetta fólk borga með sér til að fá að vinna. Það mun togast á um hvert starf og yfirbjóða hvert annað til að fá að vinna. Hvaðan fólkið fær pening til að borga háar upphæðir með sér er hulin ráðgáta. Hitt er ljóst að fólkið mun ferðast frá þorpi til þorps, úr einu gettói í annað eftir því hvar fólkið fær að borga með sér til að fá vinnu.
Þá er runnin upp sú stund að jarðfast húsnæði er vondur kostur. Tími húsbílsins er genginn í garð.
Best er að byrja ódýrum húsbíl.
Það getur komið sér vel að hafa smá verönd á húsbílnum, þægilega eldunaraðstöðu og snúru til að hengja vinnugallann til þerris.
Miklu skiptir að hafa gott þak yfir höfuðið til að verjast íslenskum vindum og regni. Og nýta rýmið vel. Þegar fram í sækir verður húsbíllinn stöðutákn. Þannig er þróunin. Hún verður ekki stöðvuð.
Býr til gettó á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 27.3.2012 kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2012 | 22:25
Sérkennilega lagt í bílastæði
Það er ekki öllum gefið að leggja í bílastæði. Sumum er algjörlega ómögulegt að leggja í stæði. Aðrir geta lagt í hvaða stæði sem er. Sama hversu lítið plássið er.
Sumir þurfa ekki einu sinni bílastæði til að leggja bílnum snyrtilega við erfiðustu skilyrði.
Heimakærum þykir notalegt að leggja bílnum sem næst svefnherberginu sínu.
Til er fólk sem nennir ekki að ganga stysta spöl. Þegar það langar niður að sjó þá ekur það eins nálægt sjónum og hægt er og leggur bílnum nánast á yfirborði vatnsins.
Samgöngur | Breytt 21.3.2012 kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.3.2012 | 21:15
Furðulegir rangalar póstsins
Rekstur Póstsins er i tómu veseni. Fyrirtækið tapar allt að hálfu öðru hundraði milljónum króna á ári. Það er óskemmtilegt til lengdar. Það eru ekki margir kostir í stöðunni. Þrautalendingin er sú að útibúum er lokað og gamalreyndu starfsfólki sagt upp. Fólki sem hefur fikrast upp launastigann í áratuganna rás. Þá fer oft eitthvað í rugl. En unga starfsfólkið gerir sitt besta. Ég hef ekki undan neinu að kvarta. Þetta er allt yndælis fólk, jákvætt og glaðlegt með ríka þjónustulund.
Þróunin hefur tekið á sig ýmsar myndir. Til að mynda er nánast flókið að koma pósti til DV. Fyrst þarf að finna einhvern sporléttan sem getur lagt land undir fót. Hann þarf að leita uppi samviskusaman lektor í Háskóla Íslands. Flestir treysta best Ársæli Valfells. Það er heppilegast að ná á honum heima við seint að kvöldi og afhenda honum póstinn. Til að ekkert fari úrskeiðis verður að merkja póstinn í bak og fyrir með nafni einhvers núverandi eða áður hátt setts embættismanns Fjármálaeftirlitsins. Til að mynda Gunnars Andersen. Lektorinn hringir þá í Gunnar til að fá staðfest að pósturinn eigi að skila sér til DV. Bingó! Ársæll skilar póstinum til DV ekki síðar en næsta dag.
Vandamálið við þessa aðferð er sú að Pósturinn fær ekkert póstgjald. Það er ein af ástæðunum fyrir rekstrarhallanum. Þanngi bítur þetta allt í skottið hvert á öðru.
Ársæll fyrir utan höfuðstöðvar DV við Tryggvagötu.
Það fer ekki framhjá gestum og gangandi á Tryggvagötu þegar Ársæll mætir á svæðið eldsnemma að morgni. Hann blastar á útopnu fjörlegum Bítlalögum og tekur hraustlega undir í viðlagi. Stígur jafnvel nokkur dansspor í leiðinni.
Samgöngur | Breytt 16.3.2012 kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
3.3.2012 | 11:08
Veitingahússumsögn
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
18.2.2012 | 04:46
Kossaherbergi á flugvöllum
Eftir að Íslendingar tóku upp á því að flytja í þúsundatali til Noregs - í kjölfar bankahrunsins - hefur kossaflens farið úr böndum á norskum flugvöllum. Íslensku nýbúarnir í Noregi skjótast einn og einn í stuttar heimsóknir til Íslands. Makinn fylgir viðkomandi út á flugvöll. Þegar komið er að kveðjukossi skiptir engum togum að fólkið missir sig í áköfum sleik, káfi og dónaskap.
Þetta endurtekur sig þegar viðkomandi kemur frá Íslandi á ný. Svo rammt kveður að þessu að það er orðið vandamál. Þegar fjöldi Íslendinga er í sleik út um alla flugstöð, aðallega við innritunarborð og útgöngudyr, truflar það vinnu starfsfólks og stíflar eðlilegt flæði gangandi gesta.
Nú er verið að setja upp í flugstöðinni í Stafangri í Noregi sérstakt afdrep fyrir kossasjúka Íslendinga. Til að lokka Íslendingana inn í kossaherbergið er það haft rómantískt: Bleikur litur í hólf og gólf, rauð ljós sem varpa mildri birtu og rómantísk músík spiluð.
Vondu fréttirnar: Það er bannað að stunda kynlíf í kossaafdrepinu (nema kannski smá munnmök á hátíðisdögum. Kannski).
Því er spáð að innan skamms verði svona kossaherbergi sett upp á öðrum norskum flugvöllum sem bjóða upp á beint flug til Íslands.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.1.2012 | 21:05
Pottþétt hálkuvörn
Margir detta á hausinn þessa dagana. Það er fljúgandi hált á blautu svellinu. Það er vont að detta. Ennþá verra er að beinbrotna. Það þarf samt ekki að fara svo. Það er í raun afskaplega einfalt að verjast falli á hálu svelli. Besta aðferðin er að fara ekki úr húsi. En sumir þurfa þess samt vegna vinnu eða skóla eða annars.
Þá er röðin komin að næst bestu aðferðinni. Hún er sú að fara í hnausþykkustu sokkana sína utan yfir skóna. Sokkarnir eru svo stamir að það er auðvelt að ganga á svellinu hnarreistur og öruggur á eðlilegum hraða.
Allt að 11 stiga hiti um helgina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.1.2012 | 04:32
Skroppið til Finnlands
Ég brá mér til Finnlands. Ákvað skyndilega að hjálpa Finnum að takast á við jólin og aðstoða þá við að komast yfir áramótin. Það heppnaðist hið besta. Finnar voru sáttir. Það skiptir máli. Ég hafði bækistöðvar á eyju sem tilheyrir eyjaklasanum Suomenlinna. Hann gegnir einnig nafninu Viapori. Svíar og Íslendingar kalla hann Sveaborg.
Mér taldist til að eyjarnar væru 4. Þær eru samt 6. Ég veit ekki hvar þessar 2 eru sem mér yfirsást. En fallegt er þarna. Afskaplega. Og allt í gömlum stíl: Hús jafnt sem brýr, virkisveggir, fallbyssur og annað. Það er góð skemmtun að rölta þarna um.
Eyjarnar tilheyra Helsinki. Ferja gengur á milli eyjanna og miðborgar Helsinki á klukkutíma fresti nema á milli klukkan 2 og 6 á morgnana. Þá sefur áhöfnin. Mér þykir það líklegt. Siglingin tekur um korter. Farið kostar 2 evrur (320 kall). Hægt er að kaupa 7 daga kort. Ég man ekki verðið en þá er hægt að flakka á milli í hverri ferð.
Fyrst þegar ég tók ferjuna vissi ég ekki að það þarf að kaupa farmiða í sjálfsala í skúr á hafnarbakkanum. Ég fór miðalaus um borð. Það var ekki gerð nein athugasemd við það. Mér tókst ekki að venja mig af miðaleysinu. Einhvers staðar rakst ég á auglýsingu sem innihélt hótun um sekt upp á 80 evrur (tæpan 13 þúsund kall) á hendur miðalausum. Ekki veit ég hvernig sektin er innheimt hjá útlendingum sem þykjast vera án greiðslukorts og eiga aðeins 5 eða 10 evrur.
Þetta var fyrsta heimsókn mín til Finnlands. Byggingastíll og fleira í Helsinki er meira í a-evrópskum stíl en við eigum að venjast í borgum hinna norðurlandanna. Sömuleiðis fer minna fyrir bandarískum skyndibitakeðjum í Helsinki. Þó eru McDonalds, Burger King og Subway þarna ef vel er leitað. Á síðast nefnda staðnum kostar lítill bátur dagsins 620 kall (3,90 evrur). Á Íslandi kostar hann 419 krónur. Fyrir fall íslensku krónunnar og bankahrunið er næsta víst að báturinn hafi verið á svipuðu verði, um 300 kall, í báðum löndunum. Að öðru leyti er matvælaverð nokkuð áþekkt í Reykjavík og Helsinki í dag.
Í Ósló eru um eða yfir 90% viðskiptavina McDonalds hörundsdökkir. Í Helsinki er hlutfallið lægra. Engu að síður er þá fáu hörundsökku í Helsinki helst að finna í McDonalds. Hvers vegna sækja hörundsdökkir svona stíft í McDonalds fremur en til að mynda sjávarréttastaði og salatbari. Hérlendis eru ekki nógu margir blökkumenn til að halda uppi McDonalds.
Hér fyrir neðan er myndband með finnsku "stuðmönnum", Leningrad Cowboys.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 09:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
19.12.2011 | 17:22
Fésbókin virkar! Stolinn bíll fannst með hraði!
Í nótt fletti ég upp á Fésbókinni. Mér lék forvitni á að vita hvað Fésbókarvinir væru að skrifa þar, pósta inn myndböndum eða öðru. Þar sá ég að Guðmundur Benediktsson, hress og nýrekinn frá útvarpinu, var að deila ljósmynd af stolnum bíl. Í gærkvöldi hafði óprúttinn stolið bíl í eigu Agnars Más Magnússonar.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.12.2011 | 00:54
Einkennileg uppákoma leigubílstjóra
Ég fékk karöflu í skóinn í morgun. Það lagðist frekar illa í mig. Ég taldi mig hafa hagað mér vel. En svo tók ég gleði mína á ný þegar ég fór að fá mér matarbita á Umferðarmiðstöðinni. Í anddyrinu mættust tveir vel fullorðnir eldri leigubílstjórar í góðum holdum. Annar sagði: "Ég var að frétta af því að þú hafir setið undir gamalli konu í gær á tröppum í Hlíðunum."
Hinn: "Helvítið hann Guðmundur. Ég sagði honum þetta í trúnaði. Hann er búinn að kjafta þessu út um allt."
Leigubílstjóri #1: "Hvað var í gangi?"
Hinn: "Ég var að hjálpa fótafúinni gamalli og feitri kellingu út úr bílnum. Svo datt ég aftur fyrir mig með hana í fanginu á tröppurnar. Ég er sjálfur svo slæmur til fótanna að ég gat mig hvergi hreyft. Gamla konan ekki heldur. Ég sat þess vegna með hana í fanginu á tröppunum í töluverðan tíma þangað til að gangandi vegfarandi hjálpaði okkur á fætur. Þetta var afskaplega vandræðalegt og ekkert til að gera grín að."
Samgöngur | Breytt 3.2.2013 kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)