Færsluflokkur: Samgöngur
5.9.2012 | 00:11
Íslenskir þingmenn sluppu fyrir horn
Samkvæmt frétt á mbl.is lentu fjórir íslenskir þingmenn í hrakningum er þeir ætluðu að taka þátt í fundi Vestnorræna ráðsins í Þórshöfn í Færeyjum. Lending flugvélarinnar sem þeir voru í gat ekki lent í Þórshöfn vegna veðurs, samkvæmt fréttinni. Flugvélin neyddist til að lenda í Haugasundi í Noregi í staðinn.
Út af fyrir sig var það gæfa að flugvélin reyndi ekki lendingu í Þórshöfn. Þar eru engin skilyrði fyrir flugvél að lenda. Hvorki vegna veðurs né annarra lendingaraðstæðna. Færeyingar hafa til fjölda ára varið yfir 1000 milljónum í leit að flugvelli utan Voga. Án árangurs. Eini flugvöllurinn í Færeyjum er í Vogum. Þaðan þurfa farþegar að koma sér frá og til flugvallar í rútu, leigubíl eða í bílaleigubíl (orðið bílaleigubíll er dálítið skrítið) ef þeir eiga erindi til Þórshafnar á annarri eyju, Straumey. Það hefði endað með ósköpum ef reynt hefði verið að lenda flugvél í Þórshöfn.
Ætluðu til Færeyja en enduðu í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.9.2012 | 00:01
Wow sló í gegn
Ég skrapp til Parísar í Frakklandi. Fyrst og fremst til að gera úttekt á Wow flugfélaginu. Í stuttu máli þá sló Wow í gegn hjá mér. Ég hef ekki áður skemmt mér jafn vel í millilandaflugi. Flugfreyjurnar hjá Wow fóru á kostum. Stemmningin um borð var ólík því sem maður á að venjast.
Öll þekkjum við flugáhöfn í svörtum og blásvörtum klæðnaði, virðugheit, alvörugefnar upplýsingar frá flugstjóra og flugáhöfn. Mónótónískar upplýsingar í hátalarakerfi um öryggisbúnað, flughæð, veður á áfangastað og annað í þeim dúr.
Þið þekkið þetta: "Það er flugstjórinn sem talar. Við fljúgum í 30 þúsund feta hæð. Veður í París er 25 stiga hiti, sól og bla, bla, bla."
Farþeginn lokar eyrum fyrir svona og les dagblöð, fer að ráða krossgátur og eða sofnar.
Flugfreyjur Wow voru í öðrum gír. Þær voru ærslafullar og "bulluðu" í jákvæðri merkingu. Lásu ekki upp þurran texta af blaði heldur mæltu af munni fram galsafengnar lýsingar. Þær lýsingar eru kannski ekki fyndnar í endursögn. En þær voru verulega fyndnar í því andrúmslofti sem ríkti um borð. Þetta voru ekki staðlaðir brandarar heldur spunninn texti á staðnum. Brandararnir voru ekki þeir sömu á flugleið frá Íslandi til Parísar né á leið frá París til Íslands. Ekki heldur voru brandarar endurteknir í texta á íslensku og á ensku.
Flugfreyjurnar voru í fanta stuði. Dæmi: Þegar lagt var af stað frá París oftaldi flugfreyja farþega. Tala hennar passaði ekki við farþegalista. Þá voru tvær flugfreyjur látnar endurtelja. Að talningu lokinni passaði tala þeirra saman og passaði við farþegalista. Viðbrögð flugfreyjanna voru að stökkva í loft upp og slá saman lófum í hárri fimmu (high five).
Á leiðinni út til Parísar þuldi flugþjónn upp þessar helstu vanalegu upplýsingar um flugferðina. Hann nefndi að flugtíminn væri 2 klukkustundir og 10 mínútur og bætti við: "Ég hef aldrei á ævinni heyrt um jafn stuttan flugtíma til Parísar."
Á bakaleiðinni frá París var galsinn ennþá meiri. Það hljómaði líkt og verið væri að kynna Bítlana á svið þegar flugfreyja tilkynnti með tilþrifum: "Og nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir: Við förum yfir öryggisbúnað um borð!"
Við tóku upplýsingar um björgunarvesti, súrefnisgrímur og það allt. Þegar upp var talið hvað gerist ef flugvélin hrapar var nefnt að súrefnisgrímur falli ofan í sætin, Það var útlistað þannig: "Þá skaltu hætta að öskra og setja á þig grímuna. Síðan aðstoðar þú börn þín við að setja á þau grímur." Í ensku upplýsingunum var bætt við: "Þegar þú hefur komið grímunni fyrir á þér og börnunum skaltu aðstoða ósjálfbjarga eiginmanninn við að koma grímunni á hann!"
Þannig var öllum upplýsingum komið á framfæri af gáska. Stundum jaðraði textinn við bull en í samhengi við alvörugefnar upplýsingar var þetta verulega fyndið. "Ef við stöndum ykkur að því að tala í farsíma eða reykja um borð eruð þið í verulega vondum málum. Nei, ég segi nú bara si sona. Þetta er smá grín."
Í upptalningu á öllu sem er bannað um borð (farsímanotkun, reykingar...) slæddist með: "Það er bannað að reyna að fella okkur í gólfið!"
Þetta hljómaði verulega spaugilegt þegar það var fléttað inn í alvörugefnar upplýsingar en er ekki fyndið í þessum skrifaða texta mínum. Það var þetta skemmtilega andrúmsloft og kátína sem skapaði góða stemmningu um borð.
Flugfreyjurnar voru allar ungar (sem svo sem skiptir ekki máli) og klæddar smart fjólubláum klæðnaði. Á flugvellinum í París skáru fjólubláar merkingar á flugvél Wow sig frá öðrum flugvélum. Hressilegar og áberandi. Nafnið Wow er sérkennilegt og óhátíðlegt. Allt í stíl. Fjörlegum stíl.
Tímasetningar stóðust upp á mínútu. Það var pínulítið sérkennilegt að flugvél Iceland Express fór í loftið örfáum mínútum á undan flugvél Wow. Það færi betur á að möguleiki væri á að velja á milli flugs að degi til annars vegar og kvöldflugi hinsvegar. Kannski er eitthvað hagkvæmt við að vera svo gott sem í samfloti. Það getur verið hagkvæmt þegar um strætisvagna er að ræða í slæmri færð. En varla í flugi. Þó veit ég ekki með það.
Ég gef Wow hæstu einkunn. Frábærar flugfreyjur og sérlega fyndnar. 100% tímaáætlun. Frábær stemmning um borð. Galsi út í eitt. Góð tilbreyting frá formlegheitum og alvörugefnum upplýsingum. Það var góð skemmtun að fljúga með Wow. Tekið skal fram að ég þekki engan persónulega sem vinnur hjá Wow eða tengist því fyrirtæki.
WOW air flýgur frá Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 26.3.2019 kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.8.2012 | 00:46
Merkilegar upplýsingar um mótorhjólafólk
Þetta eru niðurstöður úr samantekt bresks tryggingarfélags. Ég veit ekki hvað má heimafæra margar af þessu upplýsingum yfir á íslenska mótorhjólagarpa. Reyndar snúa margir af þessum punktum ekki að breskum mótorhjólamönnum. Þetta er forvitnileg samantekt frá ýmsum heimshornum.
- Flestir sem gera kröfu á hendur breskra tryggingarfélaga vegna mótorhjólaóhappa bera nafnið Davíð. Næstir koma Páll (Paul) og Andrés (Andrew).
- Að meðaltali verða 78 mótorhjólaóhöpp í Bretlandi dag hvern.
- Á Deili á Indlandi eru konur á mótorhjóli undanþegnar því að bera hjálm.
- Sá sem tekinn hefur verið fyrir glannalegasta hraðakstur á mótorhjóli í Bretlandi var á 175 km hraða. Mig minnir að ég hafi heyrt um meiri hraða hérlendis.
- Sá sem fer út í umferðina á mótorhjóli er 50 sinnum líklegri til að lenda í lífshættulegu umferðaróhappi en sá sem er í bíl.
- 2009 mótmæltu mótorhjólamenn í Nigeríu nýjum lögum sem skylduðu þá til að vera með hjálm. Mótmælendur báru hjálma sem voru búnir til úr graskerum. Dálítið kjánalegt.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 16:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
16.8.2012 | 01:24
Af ókurteisi og skapofsaköstum gistihússeiganda
Í gær skrifaði ég bloggfærslu um verulega dónalegan eiganda gistiheimilisins Travel-Inn á Sóleyjargötu 31 í Reykjavík. Bloggfærslan vakti mikla athygli. Hún var lesin upp í útvarpi og henni var deilt út og suðar á fésbók. Margir lögðu orð í belg. Ýmsir könnuðust við kauða og allar umsagnir voru á einn veg: Þarna er stórt vandamál á ferð.
Bloggfærsluna frá í gær má lesa með því að smella á: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1253128/
Meðal þeirra sem tjáðu sig um vandamálið var Dr. Gunni. Hann hafði þetta um málið að segja:
"Þegar ég var að skrifa ferðahandbókina Top 10 Reykjavík & Iceland hringdi ég einmitt í þetta gistiheimili til að spyrja um prísana og karlinn svoleiðis ærðist og sagði að mér kæmi það ekki við. Greinilega algjör Mr. Fawlty á hestasterum hér á ferð."
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2012 | 20:59
Ruddaleg ógestrisni og grófur dónaskapur
Nýverið átti kanadískur tónlistarmaður leið um Ísland. Það er engin frétt út af fyrir sig. Þessi maður hefur í hálfan annan áratug ferðast þvers og kruss um heiminn. Hann hefur ekki tölu á gististöðunum sem hafa hýst hann. Þeir nema fjögurra stafa tölu.
Þessi kanadíski er afskaplega þægilegur og kurteis. Einstaklega þægilegur og kurteis. Hann gerir ekki kröfur til gististaða. Aðbúnaður skiptir hann litlu sem engu máli. Hann er hvort sem er sofandi þegar hann sefur og á meðan ómeðvitaður um umhverfið.
Hingað kom hann að nóttu til og fór snemma að morgni þar næsta dags. Fyrir utan svefntíma var hann aðeins í nokkra klukkutíma á gistiheimili í Reykjavík fyrri hluta dags. Gistiheimilið, Travel-Inn, varð fyrir valinu vegna góðrar staðsetningar. Það er alveg við Umferðarmiðstöðina. Aðeins örfáa metra til og frá flugrútunni.
Maðurinn átti tvívegis erindi við eiganda Travel-Inn. Í annað skipti leitaði hann eftir því hvort möguleiki væri á að komast í síma. Aðeins til að láta sækja sig á staðinn. Í hitt skiptið spurði hann um lykilnúmer fyrir þráðlausa netið. Viðbrögð eigandans voru óvænt. Sá, eldri maður, hellti sér yfir þann kanadíska. Ávarpaði hann "Kanaskrattinn þinn" (you bloody American). Sagði honum að snáfa til sendiráðs síns til að komast í síma. Bölv og ragn fylgdu með. Erindinu um þráðlausa netið var svarað á svipaðan hátt. Og aftur ávarpaði eigandinn þann kanadíska með orðunum "Kanaskrattinn þinn".
Tónlistarmanninum var verulega brugðið við ruddalega og ofsafengna framkomu eigandans. Hann var miður sín. Hann hefur aldrei á sínu flakki um heiminn kynnst öðrum eins dónaskap.
Þarna er eitthvað stórt vandamál á ferðinni. Ekki aðeins á eigandi Travel-Inn við stórt vandamál að stríða. Vandamál hans er einnig stórt vandamál fyrir íslenska ferðamannaþjónustu. Framkoma hans er skaðleg fyrir ímynd Íslands. Hann er Íslendingum til skammar.
Greiða engan virðisaukaskatt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt 15.8.2012 kl. 13:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
1.8.2012 | 21:51
Bráðskemmtileg hjólhýsi og áríðandi ábendingar
Hjólhýsi og húsbílar eru í tísku hjá Íslendingum. Það er sprengisala í þessum fyrirbærum. Hún nær hámarki núna fyrir verslunarmannahelgina. Yfir köldustu og snjóþyngstu vetrarmánuðina er dræm sala í hjólhýsum, húsbílum og fellihýsum. Sala á fellihýsum er reyndar dræm allt árið. Hjólhýsi og húsbílar eru málið.
Fellihýsi er hallærisleg. Þau eru ljót, óstöðug í roki og það er fyrirhöfn að setja þau upp og taka þau niður. Það er út í hött að vera með fellihýsi þegar hægt er að fá glæsileg hjólhýsi fyrir 7 milljónir og varla það. Húsbílar kosta aðeins örfáum milljónum meira.
Margir byrjendur og fúskarar halda að munurinn á húsbíl og hjólhýsi sé sá að húsbíllinn sé blanda af bíl og húsi en hjólhýsið blanda af reiðhjóli og húsi. Þessi munur þarf ekki að vera svona. Hjólhýsi getur verið húsvagn. Það er að segja yfirbyggður vagn á hjólum. Algengast er að hjólhýsið sé fest aftan á bíl. En það má líka draga það á fjórhjóli, traktor og ýmsu öðru - ef fjölskyldunni liggur ekkert á.
Fjölmennar fjölskyldur þurfa 2ja hæða hjólhýsi.
Hjólhýsin eru flottust og náttúrulegust eftir því sem þau eru nettari, timbrið fær að njóta sín betur og þau falla að landslaginu.
Þegar ferðast er með hænur er gott að hafa nettan stiga fyrir þær með í för. Hænur eiga erfitt með flug en þeim gengur vel að rölta.
Mikilvægt er að skorða hjólhýsi vel þegar það er ekki í notkun.
Íslendingar velja hjólhýsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.7.2012 | 19:43
Bjargaðu lífi þínu með því að vita þetta
Viðbragðsteymi vegna landgöngu hvítabjarnar í Húnavatnssýslu var kallað saman í morgun. Í teyminu eru sérfræðingar og fulltrúar Landhelgisgæslunnar, Ríkislögreglustjóraembættisins, Matvælastofnunar og Umhverfisstofnunar. Í samráði við lögregluna á Blönduósi og sýslumannsembættið í Húnavatnssýslu lét viðbragðsteymið hanna og teikna upp spjald með nauðsynlegustu upplýsingum sem geta bjargað lífi þess sem kemur auga á ísbjörn. Hjálparsveitin hefur dreift þessu spjaldi á bæi í sýslunni í allan dag, ásamt því sem spjaldinu hefur verið dreift á Fésbók.
Ísbjörninn hefur ekki fundist þrátt fyrir víðtæka leit. Hins vegar fundust tveir Ítalir. Þeir eru taldir vera hættulausir.
Á meðan ísbjörninn er týndur er áríðandi að þú skoðir þetta spjald gaumgæfilega, leggir það á minnið og sýnir síðan öðrum spjaldið.
Búið að finna Ítalina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.6.2012 | 19:21
Stigar geta verið góð skemmtun
Stigar eru leiðinlegir. Þeir eru ekki til óþurftar en þeir eru til leiðinda. Hver hefur ekki dottið niður stiga og verið allur lurkum laminn á eftir? Jafnvel hrasað alveg efst í stiga og rúllað niður hann allan og langt út á gólf og rekið þar hausinn í hillustæðu. Góðu fréttirnar eru þær að auðvelt er að hafa stiga í þannig útfærslu að þeir veiti góða skemmtun. Einkum þegar farið er af efri hæði niður á neðri hæð. Þá er fjör og þá er gaman. Þetta sparar einnig tíma. Mikinn tíma til lengri tíma litið.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 19:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.6.2012 | 02:27
Andartaki áður en árabáturinn lagðist á hliðina
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.4.2012 | 09:23
Furðulegt samtal
Ég átti erindi í banka. Ég skokkaði léttfættur til gjaldkera (þegar röðin kom að mér, vel að merkja) og tók til máls. Hátt, skýrt og ákveðið: Nú þarf ég að kaupa nokkrar evrur vegna þess að útlöndin kalla."
Gjaldkerinn fletti upp í tölvunni sinni og svaraði afsakandi: Þú ert þegar búinn að fara til útlanda í þessum mánuði.
Vissulega kannaðist ég við það og játaði undanbragðalaust að hafa skroppið til Skotlands um páskana.
- Það má bara fara einu sinni í mánuði til útlanda, upplýsti gjaldkerinn.
- Ha?
- Þannig eru gjaldeyrislögin. Þú mátt fara einu sinni í mánuði til útlanda. Það er gjaldeyrisskortur í landinu.
- Má ég fara 12 sinnum á ári til útlanda, einu sinni í hverjum mánuði? En ekki tvisvar á ári í einum og sama mánuði?
- Það er rétt skilið. Þannig eru lögin.
- Ég er búinn að kaupa flugmiða og gistingu. Ég get farið til útlanda og tekið þar út evrur í næsta hraðbanka.
- Ja, þá ertu eiginlega að fara á svig við gjaldeyrishöftin. Það er ekki gott.
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)