Færsluflokkur: Samgöngur

Ævintýralegar glæsikerrur

torinoinntorinóinn Atórinóinn 2torinoinn C

  Sem unglingur var ég með netta bíladellu.  Ég átti Ford Torino GT Super Sport.  Hann var ´71 módel,  búinn ýmsu sem þá þótti nýstárlegt og framandi en varð síðar algengt í bílum.  Til að mynda rafdrifnar rúður,  stefnuljós sem blikkuðu þrjú í röð í þá átt sem beygja átti.  Framljós sáust ekki fyrr en kveikt var á þeim.  Þá opnaðist "grillið" eins og augnlok.  Á hliðum hans var sjálflýsandi rönd.  Það gerði bílinn dálítið flottan þegar skyggni var lélegt. 

  Á þriðju efstu myndinni hér fyrir ofan er ég lengst til vinstri.  Því næst Viðar Júlí Ingólfsson á Reyðarfirði,  trommari í Frostmarki og Jörlum.  Margir sjá sterkan svip með honum og Andra Frey á rás 2.  Þeir eru feðgar. Svo er það Stebbi bróðir,  trommari í Hljómsveit Svanhildar.  Lengst til hægri er Guðmundur Rúnar Ásmundsson (Bauni),  eigandi Benzins.  Benzinn endaði sína daga þegar Guðmundur ók honum ölvaður á góðri ferð fram af bryggja í Nauthólsvík.  Bíllinn sveif glæsilega fram af bryggjunni og mölbrotnaði á grjóti í fjörunni.  Guðmundur vatt sér út úr bílnum og kallaði til okkar sem horfðum á í forundran:  "Allir út að ýta!"  En bíllinn var í klessu og ekki hægt að ýta í neina átt.  Andlát þessa bíls kom í fréttum dagblaða. 

  Á fjórðu myndinni er Viðar lengst til vinstri.  Sigurður H. Einarsson þar fyrir framan.  Stebbi fyrir aftan.  Ég og Guðmundur lengst til hægri.

  Tórinóinn minn vakti mikla athygli og var af sumum (kannski aðallega mér) talinn flottasti bíll landsins á þeim tíma.  En það eru til fleiri flottir bílar:

bíll 1

  Þetta er ekki lengsti skráður fólksbíll.  En assgoti flottur:  Með skyggðum hliðarrúðum og hurðum sem opnast upp.

bíll 2

  Þessi er skráður í heimsmetabók Guinnes sem lengsti fólksbíllinn (vörubílar með tengivagna eru ekki taldir með).  Bílastæðismál eru honum erfið.  Sem og snarpari beygjur. 

bíll 3

  Þetta er einn bíll.  Rauði fólksbíllinn er ljósmynd límd á þann svarta.

bíll 4

  Hér er um að ræða tilþrifamikla túlkun á sjávarfangi og sjóstemmningu.

bíll 5

  Hér er ennþá lengra gengið í að því tengja sjávarstemmnginu við bílinn.

bíll 6

  Humarhúsið toppar. 


Gífurleg eyðilegging og tjón í Færeyjum. Svakalegar myndir

óveður í Færeyjum - fjárhús

  Þarna fór fjárhús í klessu.  Ekki fylgir sögunni hvað varð um rollurnar.  En næsta víst er að þær hafa orðið hissa.  Tryggingafélögum hafa borist á annað þúsund tilkynningar um tjón.  Og sér hvergi fyrir enda á.  Símkerfi tryggingafélaganna hafa verið rauðglóandi í allan dag.  Vegna þess var haldið áfram að svara í síma fram eftir kvöldi (í stað þess að loka á auglýstum lokunartíma).  Jafnframt verður, aldrei þessa vant, opið á morgun. 

  Færeysk tryggingafélög eru frábrugðin þeim íslensku.  Meðal annars að því leyti að þau færeysku leitast við að bæta tjón og eigendur þeirra ræna ekki bótasjóð. 

óveður í Færeyjum - fokin veðurstöðóveðrið í Færeyjum - mastur rásar 2

Það er kaldhæðnislegt að veðurmælingastöðvar voru á meðal þess sem fauk út um mela og móa.  Einnig fauk útvarpsmastur Rásar 2,  annarri tveggja útvarpsstöðva í einkaeigu (hin er kristilega stöðin Lindin).

óveður í Fælreyjum Aóveðrið í Færeyjum Lóveðrið í Færeyjum O 

  Allra handa hús, skúrar, hjallar og kofar fuku á haf út eða út í móa.

óveður í Færeyjum Bóveður í Færeyjum C

  Vegvísar,  umferðarmerki,  vegrið og þess háttar lögðust á hlið eða færðust lengra úr stað. 

óveður í Færeyjum Dóveðrið í Færeyjum G

  Bátar slitnuðu frá bryggju og sumir þeirra ráku upp á land.  Neðri myndin sýnir betur veðurhaminn og sjólagið.

óveðrið í Færeyjum Eóveðrið í Færeyjum Jóveðrið í Færeyjum Kóveðrið í Færeyjum Nóveður í Færeyjum T

  Þök rifnuðu upp af húsum.  Sum fuku út í buskann.  Í verstu tilfellunum rústuðust húsin.

óveðrið í Færeyjum F

  Bílar fuku út um allt;  fuku hver á annan og ýmislegt dót fauk á og skemmdi bílana.

óveðrið í Færeyjum H

  Fiskikör fuku út um holt og hæðir eða hlóðust upp í kös í húsaskotum.

óveðrið í Færeyjum I

  Vörubílstengivagn rúllaði um svæðið.  Hér er hann á hlið.

óveðrið í Flæreyjum M

  Sólskálar smölluðust.

óveðrið í Færeyjum P

  Veðurhamurinn lék gervigrasavelli illa.

óveðrið í Færeyjum Q

  Gámar voru á meðal þess sem fór í sjó.

óveður í Færeyjum S

  Tré brotnuðu og liggja eins og hráviður um allt.  Á ferðalagi þeirra um eyjarnar beygluðu þau handrið og brutu hitt og þetta.


mbl.is Þök fuku og bátar losnuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Broslegar og frumlegar merkingar á rútum

 

rúta A

  Þessar ljósmyndir eru ekki unnar í fótósjopp.  Þær sýna raunverulegar merkingar / myndskreytingar á rútum.  Þarna er stærð og lögun bílsins nýtt til hins ýtrasta.  Djörf og frumleg hugsun hönnuða fær að leika lausum hala þannig að útkoman er bráðskemmtileg.  Á rútunni hér fyrir ofan er verið að auglýsa dýragarð.  Á næstu mynd eru rafhlöður auglýstar.  Það er eins og rútan gangi fyrir tveimur stórum batteríum:

rúta Brúta C

  Ég veit ekki hvað er verið að auglýsa þarna.  En hjólin eru í hlutverki augna í þessari útfærslu.

rúta Drúta E

  Hér er vakin athygli á því að rútan sé vistvæn.  Bakhliðin er eins og sjái aftan á ruslabíl.

rúta Frúta G

  Púströrið á rútunni er í hlutverki logandi vindils sem verið er að púa.  Þetta er auglýsing fyrir nikótíntyggjó.

rúta H

  Hér er 5 daga harmónikkuhátíð auglýst.  Liðmót liðvagnsins eru í hlutverki físibelgs harmónikkunnar.


Hvað er hægt að gefa stefnuljós í margar áttir?

  Í meðfylgjandi frétt er ökumaður sagður hafa gefið stefnuljós í allar áttir.  Hvað er hægt að gefa stefnuljós í margar áttir?  Á mínum bíl er aðeins hægt að gefa stefnuljós til hægri eða vinstri.  En það er ekkert að marka.  Ég ek á gömlum bíl.  Ég þekki ekki til nýjustu bíla. 

bíll


mbl.is Gaf stefnuljós í allar áttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegur metnaður hjá Iceland Express

flugvél -IE

  Það er gott að flugfélagið Iceland Express bjóði upp á flug til útlanda.  Og stundum til baka líka.  Það veitir Icelandair aðhald.  Heldur því flugfélagi á tánum.  Vonandi með þeim árangri að verð á flugmiðum sé eins lágt og hægt er.  Þess vegna er ástæða til að ferðast með Iceland Express (og einstaka sinnum með Icelandair til að það fari ekki heldur á hausinn).  Ég veit ekki hverjir eiga þessi flugfélög í dag.  Vonandi eru það ekki (miklir) glæpamenn.  

  Hitt veit ég:  Það er gríðarlegur metnaður í gangi hjá Iceland Express þessa dagana.  Talsmenn flugfélagsins hafa tilkynnt um nýja kappsfulla stefnu.  Hún gengur út á það að í nánustu framtíð verði flugvélar fyrirtækisins á eftir áætlun í 25% tilfella. 

  Samskonar stefnu ætti að taka víðar upp.  Til að mynda hjá strætisvögnum og öðrum áætlunarferðum.  Þetta er alvöru áskorun fyrir starfsfólkið.  Og fyrir viðskiptavini er þetta eins og gestaþraut.  Eða kannski rússnesk rúlletta öllu heldur:  Að vita aldrei hvaða ferðir verða á eftir áætlun en vita að líkurnar séu 1 á móti 4.


Þegar ég slapp naumlega frá ísbirni á Grænlandi

  Fyrir áratug eða svo átti ég einu sinni sem oftar erindi til Grænlands.  Þegar ég var þar aleinn á rölti í mesta sakleysi vissi ég ekki fyrr en fyrir framan mig stóð skyndilega stærðar ísbjörn,  eða hvítabjörn eins og réttara er að kalla dýrið.  Hann var ekki nema um það bil 4 metra frá mér.  Við horfðumst í augu og virtum hvorn annan fyrir okkur.  Ég rifjaði eldsnöggt upp allt sem ég hafði heyrt um það hvernig best væri að bregðast við í svona aðstæðum.  Það var ekki um annað að ræða en fylgja þeim leiðbeiningum út í hörgul.  Það er vonlaust að hlaupa undan hvítabirni.  Hann nær 100 metrunum á 5 sek eða eitthvað álíka.  Þar fyrir utan skilgreinir hvítabjörninn hlaupandi manneskju á flótta sem bráð.  Skemmtilega bráð sem gaman er að elta uppi og ná.  Það er leikur í þessum kvikindum.

 . Það sem ég gerði var að horfa eins blíðlega og mér var unnt í augu bjarnarins.  Reiðilegt eða hræðslulegt augnráð túlkar björninn sem ögrun.  Jafnframt rétti ég hendur eins hátt upp fyrir höfuð og hægt var og tyllti mér á tær.  Hvítabirnir meta styrk andstæðingsins eftir hæð hans.  Þeir þekkja það af samskiptum sínum við aðra hvítabirni að sá stærri sigrar alltaf í átökum.  Hvítabirnir berjast með því að standa í afturlappirnar og berja andstæðinginn með framfótunum (hrömmunum).  Stærðarmunur á skepnunum kemur vel fram undir þeim kringumstæðum.
.
  Hvítabjörninn greinir ekki á milli þess hvar höfuð andstæðingsins er staðsett í uppréttri stöðu og hver raunveruleg hæð hans er.  Hvítabjörninn metur hæðina aðeins eftir hæsta punkti andstæðingsins óháð því hvort þar er um að ræða fingurgóma á uppréttum höndum eða höfuð.  Björninn þekkir ekki þann möguleika að hægt sé að lyfta höndum upp fyrir höfuð.  Þess vegna metur hann manneskju með hendur upp í loft sem stóra og óárennilega skepnu.  Metur hana sér sterkari.  Mjög svangur björn getur þó látið reyna á hvort matið sé rétt.  Björninn telur sig ekki leggja annað undir en að tapa viðureigninni og forða sér síðan.  Hann þekkir ekki að önnur dýr éti hann þó hann tapi viðureigninni.  Né fari illa með hann að öðru leyti. 
..
  Það sem mestu máli skiptir í þessari stöðu er að syngja einnig kröftuglega.  Sérfróðir um hegðun hvítabjarna telja (þetta er ósannað) að syngjandi manneskja veki upp einhverskonar meðaumkun hjá birninum.  Söngrödd mannsins svipi til ámáttlegs hljóðs sem húnar gefa frá sér þegar þeir væla.  Víða erlendis þar sem fólk röltir um bjarnaslóðir (þetta á líka við um skógarbirni) syngja göngugarpar og er þá óhætt á meðan.
  Ég brá því á það ráð að syngja hátt og snjallt "Undir bláhimni blíðsumars nætur".  Um leið bakkaði ég ofurhægt frá birninum.  Björninn fylgdi ekki á eftir.  Hann gat það ekki.  Hann var uppstoppaður.  Og ég slapp óskaddaður frá þessum hildarleik.  Hjúkk!  Þarna munaði mjóu.    
. 
hvítabirnir

Óvenjulegt töfrabragð

  Ég kom við í Melabúðinni í dag til að kaupa mér Malt.  Þegar ég yfirgaf búðina stóð háaldraður maður aleinn með staf á gangstéttinni og virtist eiga erindi yfir Hofsvallagötuna.  Hann stóð við gangbrautina.  Bílaumferð var þung í báðar áttir.  Enda hádegistími.  Sá gamli skipaði höstuglega með hásri og kraftlítilli gamalmannsröddu:  "Stoppið!  Leggið bílunum!  Hleypið mér yfir götuna!  Stoppið!  Leggið bílunum!  Ég krefst þess að þið stoppið þegar í stað!  Leggið bílunum,  segi ég!"
  Það var eins og við manninn mælt.  Þó bílstjórarnir í bílunum hafi áreiðanlega ekki heyrt í þeim gamla þá stoppuðu þeir.  Allir sem einn.  Þetta voru töfrabrögð.
  Kannski hjálpaði að þarna eru umferðarljós sem skiptu um lit í sama mund.  Að minnsta kosti virtist það ekki skemma fyrir.  

Ótrúlega kurteisir og þolinmóðir Svíar

  Þegar komið er til Svíþjóðar vekur strax athygli hvað allir eru kurteisir og tillitssamir.  Hvergi sést troðningur eða annarskonar frekjuleg framkoma.  Þess í stað mega engir tveir koma á sama stað í sömu erindagjörðum á sama tíma án þess að mynda röð.  Báðir aðilar leggja sig þá fram um að bjóða hinum að vera á undan sér í röðinni.  Það hefur stundum leitt til stimpinga og jafnvel slagsmála.

  Sá sem endar aftar í röðinni gætir þess síðan vandlega að sýna engin merki um óþolinmæði og haggast hvergi fyrr en sá framar í röðinni hefur örugglega lokið sínu erindi og horfið á braut.  Þetta er ekki síst áberandi meðal hunda í Svíþjóð.

sænskir hundar


Spennandi te-leginn ufsi

15_punda_ufsiufsi

  Fyrir nokkrum dögum birti ég hér uppskrift af grænlenskum rækjupönnukökum.  Það vakti mikla gleði og hamingju.  Einkum meðal þeirra sem prófuðu uppskriftina.  Þó að grænlensku pönnukökurnar séu sælgæti er hætta á að þær verði leiðigjarnar þegar þær eru snæddar í öll mál alla daga.  Nú er svo komið að fólk er farið að biðja um aðra uppskrift til að fá æskilega fjölbreytni í mataræðið.  Þá er upplagt að fá sér færeyskan te-leginn ufsa.

  Það sem til þarf er 211 gr ufsaflak,  roðlaust og beinlaust.  Síðan er blandað saman 7 og hálfri matskeiðum af salti,  3 af sykri og 1 og hálfri af Earl Gray te-i (ekki í tepoka).  Blöndunni er nuddað vel á allt ufsaflakið.  Afganginum er stráð á fat sem rúmar flakið.  Flakið er lagt þar ofan á.  Því næst er sellofón-plastfilma strengd yfir fatið.  Það er látið standa óhreyft í ísskáp í 14 klukkutíma og 7 mínútur.  Þá er flakið skorið í þunnar sneiðar og notað sem álegg ofan á brauð.  Það er gott að setja smávegis af graflaxsósu með.  Ufsinn bragðast nefnilega glettilega í humátt að graflaxi.   

  Einnig er við hæfi að setja með á brauðið salatblöndu úr gulum baunum,  kjúklingabaunum,  papriku og púrrulauk.

ufsi


Gott ráð fyrir fólk í dreifbýlinu

  Undanfarna áratugi hef ég ferðast eins og jó-jó (nei, ekki söngvarinn sem spilar á gítar í Kolaportinu) þvers og kruss um landið.  Það er gaman.  En það er ekki eins gaman að fylgjast með íbúafækkun í hinum ýmsu þorpum og sveitum.  Einkum er dapurlegt þegar brottfluttir þurfa að yfirgefa verðlaus hús sín sem standa síðan auð.  Að vísu eru þessi hús börnum til skemmtunar.  Þau grýta steinum í rúðurnar og skríða síðar inn í húsið til að reykja marijúana.
 
  Það kostar marga peninga,  svita og tár að byggja hús.  Það er gríðarmikið fjárhagslegt tjón fyrir húseiganda að yfirgefa óselt hús.  Auð hús setja ljótan blett á litlu þorpin. 
  Við þessu er til ráð.  Ráðið felst í því að fólk úti á landi hætti að byggja jarðföst hús. Þess í stað fái það sér hjólhýsi eða annarskonar færanlegt hús.  Þegar kvótinn er seldur úr þorpinu þá er minnsta mál í heimi að grípa húsið með sér þangað sem atvinnu er að fá.  Fjármögnun á nýju húsi á nýjum stað er úr sögunni.  Líka að pakka niður búslóðinni.  Hún er á sínum stað inni í húsinu.  Meira að segja mjólkurfernan í ísskápnum.  
  Annar kostur við færanleg hús er þegar hætta er á snjóflóði,  grjótskriðu eða öðrum náttúruhamförum:  Þá er bara að hóa krökkunum í götunni saman til að halda á húsinu í öruggt skjól.  Þeir hafa gaman að því.  Það þarf einungis að gefa þeim brjóstsykur eða kandísmola fyrir.
húsflutningar 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband