Færsluflokkur: Samgöngur

Gestir farnir að streyma í sólina á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri

  Þó dagskrá Færeyskra fjölskyldudaga á Stokkseyri hefjist ekki fyrr en klukkan 20.00 í kvöld er fólk farið að streyma til Stokkseyrar.  Þegar hafa á annað hundrað manns komið sér fyrir á góðu tjaldstæði staðarins og bætist stöðugt við.  Enda veður einstaklega gott á Stokkseyri.  Sól,  logn og þurrt. 

  Sjálfur er ég og minn kunningjahópur svo spenntur fyrir færeysku dagskránni að okkur halda engin bönd.  Þrátt fyrir annir í bænum verður því slegið upp í kæruleysi og brunað til Stokkseyrar á næstum því löglegum hraða. 

  Um dagskrána í kvöld má lesa hér:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1081185/ . 

  Dagskráin í heild er hér:  http://www.stokkseyri.is/web/news.php?nid=4934&view=one .   


Hverjir valda umferðaróhöppum?

  Að undanförnu hefur verið - og er um þessar mundir - í gangi herferð gegn ölvunarakstri.  Það er hið besta mál.  Aldeilis ágætt að koma af stað umræðu og vangaveltum um hvaðeina sem má verða til þess að draga úr umferðaróhöppum.  Það er óhrekjanleg staðreynd að ölvaðir ökumenn hafa valdið umferðaróhöppum.  

  Hinu má ekki gleyma:  Að langflestir sem valda umferðaróhöppum eru edrú.  Það þarf að taka á því vandamáli af festu.  Koma því liði úr umferðinni.  


mbl.is Kona kennir vampýru um bílslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er til ráða?

  Vítt og breitt um land gráta menn (og nokkrar konur) fögrum tárum yfir því að geta ekki kosið annað en fjórflokkinn.  Fólkinu svíður þetta óréttlæti.  Það er í uppnámi og veit ekki sitt rjúkandi ráð.  Sumir íhuga að mæta ekki á kjörstað.  Aðrir íhuga að skila auðu.  Ég hef hvatt þetta fólk til hleypa andanum á skeið og setja saman vísu.  Það má vera hvort sem er staka eða limra.  Vísuna skal rita á kjörseðilinn.  Þannig má koma skilaboðum á framfæri skýrar en með því að skila auðu eða sitja á gólfinu heima hjá sér.

  Reykvíkingar eru lausir við þetta vandamál.  Hér stendur valið á milli þriggja álitlegra framboða:  H-lista,  framboð um heiðarleika og almannahagsmuni;  F-lista Frjálslynda flokksins;  og Ælist-a Jóns Gnarrs og félaga.

  Leiðtogi H-lista,  framboðs um heiðarleika og almannahagsmuni,  Ólafur F. Magnússon,  hefur fyrir löngu síðan sannað að hann er gegnheill hugsjónamaður.  Hann hefur aldrei þegið féboð (mútur).  Spilling er eitur í hans beinum.  Hann hefur barist eins og ljón fyrir áframhaldandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri.   Hann hefur staðið einarður gegn því að eigur og auðlindir almennings lendi í höndum fégráðugra siðblindra braskara.  Bara svo fátt eitt sé nefnt.  Þar fyrir utan er Ólafur skemmtilegur og litríkur stjórnmálamaður sem hefur oft lífgað hressilega upp á sjórnmálaumræðuna.  Til að mynda er hann mælti af munni fram á borgarstjórnarfundi á dögunum þetta kvæði um borgarfulltrúa Björgólfsfeðga,  Hönnu Birnu:

Gírug í ferðir,  gráðug í fé

grandvör hvorki er hún né 

gætir hófs í gerðum sínum

gjafir fær frá banka fínum

Auðmjúk er við auðvalds fætur

ávallt að þess vilja lætur

Velferð viljug niður sker

víða hnífinn fína ber

sjaldnast nálægt sjálfri sér

sárt í annars bakið fer

Laugaveg,  flugvöll láttu kjurrt

lata Hanna farðu burt

í Valhöll heim að vefja þráð

með vinum þínum í síð og bráð

 

  Það getur verið hollt að rifja upp hvernig umræðan var fyrir tveimur árum:  


mbl.is Kjörstaðir opnaðir klukkan 9
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjálpið! Nú verða allir að leggjast á eitt!

  Næstu daga mun öskuský þekja Bretland.  Það eru góðar fréttir fyrir Sigurð Einarsson flóttamann.  Það auðveldar honum að felast í öskugráu skýinu.  Hann getur sett á sig lambhúshettu og rykgrímu til að þekkjast ekki.  Í skýfallinu vekur það enga tortryggni.  Þegar öskustróknum frá Eyjafjallajökli slotar eftir nokkra daga þarf flóttamaðurinn að finna aðrar leiðir til að dulbúast.  Það er brýnt að maðurinn finnist hið fyrsta og verði látinn svara til saka og upplýsa undanbragðalaust um skjalafals,  markaðsmisnotkun,  sýndarviðskipti og annað slíkt.  Nú verða allir að hjálpast að og skima eftir durgnum;  velta við hverjum steini og gá undir hverja þúfu.

  Til að auðvelda leitina hef ég tekið saman helstu búninga sem kauði mun fela sig í.  Hans aðal sérkenni eru hálflokuð augun.  Því er sýnt að hann þarf að fela þau ásamt hársverðinum sem einkennist af dökkri eyju fyrir ofan ennið.  Svona gæti hann litið út kominn með ljósa hárkollu og búinn að setja upp sólgleraugu.  Látið vita ef þið rekist á mann í þessari múnderingu:

se

  Delinn er einnig líklegur til að fela hársvörðinn undir hatti og þekja andlitið með skósvertu.  Þá heldur fólk að þetta sé blökkumaður.  Trixið er að setja upp gleraugu og teikna á þau uppglennt augu.  Þá fattar enginn að þar fer eftirlýstur píreygður fölhvítur flóttamaður.

se3

  Svo er það búrka.  Þá heldur fólk að hann sé kona.

se4

  Það er hugsanlegt að flóttamaðurinn hylji sig ennþá betur - til að augun komi ekki upp um hann.

se5

  Ef heitt er í veðri er svartur felubúningur óþægilegur.  Þá skiptir gaurinn yfir í hvítan búning og þykist vera draugur.

se7

  Trúðabúningur virkar alltaf.  Og klæðir Sigurð einstaklega vel. 

se9

  Það virkar sömuleiðis oft vel að þykjast vera hermaður.  Þá er trixið að halda byssunni fyrir andlitinu til að flóttalegt augnráðið sjáist ekki.  Loka meira að segja öðru auga eða báðum og láta sem verið sé að miða á hryðjuverkamann.  Það felast engin dulin skilaboð í því að maðurinn er á asna. 

se12

  Svei mér þá,  er þetta ekki Sigurður Einarsson sjálfur í uppáhalds Batman búningnum sínum?

se14

  Annars er ekki víst að alveg sé að marka þetta.  Maðurinn er sagður geta brugðið sér í allra kvikinda líki.  Þess vegna gæti hann litið svona út.  Það er líklegt. 

se1


mbl.is Heathrow og Gatwick lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gífurlegur ávinningur af eldgosinu

  Einhverra hluta vegna hefur verið ólund í mörgum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli.  Svokallaðir farþegar á flugvöllum hérlendis,  erlendis og víðar hafa vælt eins og bandarískir hnefaleikarar undan eldgosinu.

  Stjórnmálamenn og hagsmunafólk í túrhestaiðnaði hafa vælt undan því að forseti Íslands svari spurningum erlendra fréttamanna um eldgos á Íslandi án þess að ljúga einhverju sniðugu í anda 2007.  Annað eftir því. 

  Það sem gleymst hefur í umræðunni um eldgosið er góða hliðin á málinu.  Út frá umhverfisverndarsjónarmiði er eldgosið happdrættisvinningur.  Flugvélar eru einhver mesti skaðvaldur gagnvart ósonlaginu rétt fyrir neðan himininn og gróðurhúsaáhrifin eru flugvélum að kenna.  Þær menga svo svakalega.  Að auki eru þær frekar á takmarkaðar bensínbirgðir heimsins.

  Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur kyrrsett flugvélarnar þvers og kruss um heim dögum og vikum saman.  Þannig hefur eldgosið dregið stórlega úr mengun,  bensínbruðli og allskonar.  Betra gerist það ekki.

eldgos-22

.


mbl.is Sami gangur í gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamli einbúinn - páskasaga

hús í snjó1

  Gamli einbúinn á afskekkta afdalabýlinu er einn.  Alltaf einn.  Það eru næstum fjórir áratugir síðan hann bauð eiginkonu sinni og börnum síðast í heimsókn.  Hann hefur ekkert heyrt frá þeim síðan.  Reyndar heyrði hann ekki í þeim þá.  Hann var uppi á fjöllum að eltast við ísbirni allan tímann sem þau voru í heimsókn.  Hann fann engan ísbjörn og engin merki þess að ísbjörn hafi verið uppi á fjöllum.

  Allir aðrir en gamli einbúinn eru fluttir burtu úr sveitinni fyrir löngu.  Það liggur ekki almennilegur vegur til afdalabýlisins.  Bara hlykkjóttur hestatroðningur.  Þess vegna kemur aldrei neinn lengur í heimsókn.  Einbúinn fer aldrei lengur af bæ.  Hann á ekkert erindi annað.  Á afdalabýlinu hefur hann allt til alls.  Hann er með kindur,  kýr,  hænur, hesta,  hund, kött og innrammaða ljósmynd af Davíð Oddssyni klippta út úr Morgunblaðinu.  Meira þarf hann ekki.
  Póstur hefur ekki verið borinn út í sveitinni eftir að sveitungarnir fluttu burtu.  Einbúinn saknar þess ekki.  Hann fékk aldrei annan póst en rukkanir.  Það er gott að vera laus við þær.
.
  Einbúinn lætur fara vel um sig í myrkrinu.  Hann liggur undir heyhrúgu og malar eins og köttur.  Úti gnauðar norðangarri.  Stórhríðin fyllir upp í hverja glufu.  Það er brunagaddur.  Lífið er yndislegt.  Gæti ekki verið betra.
  En hvað er þetta?  Það heyrist dauft vélarhljóð í fjarska.  Gamli einbúinn trúir ekki sínum eigin eyrum.  Hann slær þéttingsfast á eyrun til að eyða þessari ofheyrn.  Mótorhljóðið þagnar ekki.  Þvert á móti.  Það færist ört nær og verður háværra.  Þetta er undarlegt.  Brátt bregður fyrir birtu á hélaðar rúðurnar.  Einbúinn sprettur upp eins og stálfjöður og rýnir út um gluggann.  Í þann mund leggur stór snjóbíll á beltum fyrir utan.  Stórir ljóskastarar lýsa upp hlaðið.  Út úr bílnum snarast hópur einkennsiklæddra kappdúðaðra manna.  Einn er með járnkarl sem hann lemur kröftuglega ofan í frosna jörðina nokkrum sinnum.  Annar er með vel yddaðan tréstaur sem hann stingur ofan í holuna eftir járnkarlinn.  Sá þriðji lemur með sleggju ofan á staurinn uns staurinn er pikkfastur í jörðinni.  Fjórði maðurinn spennir með járnhring póstkassa á staurinn.  Fimmti maðurinn stingur stóru umslagi ofan í póstkassann.  Síðan stökkva mennirnir aftur upp í snjóbílinn.  Um leið og bílnum er ekið á brott í stórri sveigju á hlaðinu fer hann yfir hænsnakofann.  Kofinn brotnar í smátt undir bílnum.  
  Gamli einbúinn getur ekki varist hlátri.  Hann kallar á hundinn:  "Kisi,  nú eru hænurnar hissa.  Þær vita ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar þær fjúka yfir holt og hæðir.  Best gæti ég trúað að þær snúist eins og vindhanar og séu ringlaðar.  Kisi minn,  svona ævintýri lenda hænurnar ekki í á hverjum degi."
  Gamli einbúinn fær hóstakast.  Það eru mörg ár síðan hann hefur hlegið.  Hann er ryðgaður í því hvernig á að hlæja.  Hann er vanari að hósta.  Hann hóstar eins og unglamb.
.
  Gamla einbúanum verður hugsað til póstkassans.  Hvað ætli sé í umslaginu?  Gamli einbúinn er harðákveðinn í að sækja umslagið einhvern daginn.  Jafnvel opna það.  Gamla einbúanum líður vel eftir að hafa tekið þessa ákvörðun.  Hann er sáttur við sjálfan sig.  Reyndar þykist hann vita hvað sé í umslaginu.  Það getur ekki verið annað en ástarbréf.  Það er enginn friður fyrir stelpunum,  hugsar gamli einbúinn og hristir hausinn hneykslaður.  Ekki hausinn á sér heldur hausinn á hundinum.
.
  Tíminn líður hratt á gervihnattaöld.  Vikur og mánuðir líða.  Ekkert ber til tíðinda.  Gamli einbúinn gjóar stundum augum til póstkassans.  Einkum þegar hann saknar þess sárast að geta ekki fengið sér hrátt egg í matinn síðan hænurnar fuku út í buskann.  
  Um haustið lætur Gamli einbúinn til skarar skríða.  Hann tekur umslagið úr póstkassanum.  Nafn hans og heimilsfang er prentað á framhlið umslagsins.  Á bakhliðinni stendur:  "Sendandi:  Jón Jónsson,  Hökuskarði 526,  Hólum í Hjaltadal,  Skagafirði."  Póststimpillinn er skýr og greinilegur.  Þar stendur dagsetningin 29. febrúar 2152.  Dagsetningin vekur undrun gamla einbúans.  Forvitni hellist yfir hann.  Hann strengir þess heit að skoða innihald umslagsins sem fyrst.  Ekki síðar en um áramótin.  Gamli einbúinn stingur umslaginu undir dautt lamb sem hann notar fyrir kodda og sefur á því næstu mánuði.       
  Áramótin líða.  Gamli einbúinn er búinn að gleyma umslaginu.  Um vorið ákveður hann að snúa dauða lambinu við því það er morkið og komið hausfar í það.  Þá rekst hann á umslagið.  Nú dugir ekkert hangs.  Gamli einbúinn kallar á hundinn sinn:  "Kisi,  komdu hérna og opnaðu umslagið."   Hundurinn svarar engu.  Hann þykist ekki heyra í gamla einbúanum.  Það er grundvallarregla hjá hundinum að hunsa hvern þann sem kallar hann Kisa.  Þetta er ekkert persónulegt gagnvart gamla einbúanum.  Reglan á við um alla.
  Fleira gerist ekki þennan dag.  Morguninn eftir sækir gamli einbúinn skóflu.  Fyrir aftan húsið grefur hann upp forláta sveðju.  Þar gróf hann sveðjuna fyrir nokkrum árum til að enginn myndi meiða sig á flugbeittri egg sveðjunnar.  Gamli einbúinn leggur umslagið á viðarbút.  Svo heggur hann með sveðjunni bláendann af því.  Því næst grefur hann sveðjuna niður aftur.  Stutt frá grefur hann niður uppáhaldsbein hundsins.  Það er hrekkur.  
  Eftir þetta leggur gamli einbúinn sig.  Hann er dauðþreyttur.  Hálftíma síðar vaknar hann upp við að hundurinn pissar framan í hann.  Kannski mýkir þetta húðina og varðveitir æskuljóma minn,  hugsar gamli einbúinn jákvæður og hress.  Hann er í svo góðu stuði að hann kíkir ofan í umslagið.  Þar blasir bréf við.  Gamli einbúinn fiskar það upp úr umslaginu eins og vanur veiðimaður.  Það stendur ekkert á bréfinu.  Það er skjannahvítt.  Enginn texti.  Engin mynd   Ekkert.  
  Þetta er kjánalegt,  hugsar gamli einbúinn.  Öll þessi fyrirhöfn út af óskrifaðri og óprentaðri pappírsörk.  Gamli einbúinn hendir pappírsörkinni frá sér.  Það hvarflar að honum að spretta á fætur og sparka í hundinn.  Til að gera eitthvað.  Í þann mund sér hann pappírsörkina snúast við áður en hún lendir á gólfinu.  Þá blasir prentaður texti við.  Gamli einbúinn áttar sig strax á því að hann hafði horft vitlausu megin á pappírsörkina áður en hann henti henni frá sér.  Hann teygir sig í bréfið og les það sem í því stendur:
.
  Hólum 29. febrúar 2152
  Kæri langalangalangalang-afi.
  Við vorum að fá nýjan tímaflakkara í skólann.  Mér datt í hug að það gæti verið gaman að skrifast á við þig.  Láttu mig vita hvort þú hefur fengið þetta bréf.  Það gerir þú með því að grafa snyrtilega X í einn fermetra á hlaðinu hjá þér.  Í X-ið raðar þú steinum.  Þetta X get ég séð í gegnum gervihnattarhnit.  Ef þú mokar yfir X-ið þannig að ekkert sjáist verður ekki hróflað við X-inu næstu aldir.  Þá skal ég póstsenda þér upplýsingar um ættingja þína.  Hvað á daga þeirra hefur drifið eftir að þú er allur. Ég sé í ættarskránni að þú varst bóndi.  Ég hlakka til að senda þér fleiri póstbréf.
  Jón Jónsson
.
  Gamli einbúinn horfir undrandi á bréfið.  Hann les það aftur.  Svo klippir hann bréfið í þrjá jafn stóra strimla.  Hann teygir sig í gamalt kökubox og dregur þaðan upp væna tuggu af hassi.  Hassinu skiptir hann á milli strimlanna.  Hann vefur strimlana vönum handtökum upp í vindlinga.  Hann kveikir í einum og sýgur þykkan reykinn ofan í lungun.  Gamli einbúinn kumrar af hamingju.  Mikið er ég alltaf heppinn,  hugsar hann.  Einmitt þegar mig vantaði bréf kom það í pósti.  Um leið og gamli einbúinn berst við að halda reyknum ofan í lungunum færist fyrirlitningarsvipur yfir andlitið.  Hann hugsar:  Jón Jónsson.  Þvílíkt rugl.  Það hefur aldrei verið neinn Jón í minni ætt.
                        
---------------------------------
 Fleiri smásögur og leikrit:
 - Saga af systrum
.
 - Jólasaga
.
- Á rjúpnaveiðum:
.
- Ólétta nunnan:
.
- Gullfiskur:
.
- Flugvélamódel:
.
- Miðaldra maður:
.
- Leyndarmál stráks:
.

Suzuki bílar - ekki fyrir Íslendinga

suzuki1 

 Að undanförnu hef ég legið í vangaveltum.  Þær hafa meðal annars snúist um hvaða bíl ég eigi að kaupa mér.  Nú er rétti tíminn til að kaupa bíl,  eins og margt annað.  Eftir töluverða rannsóknarvinnu var ég kominn langleiðina með að kaupa Suzuki.  Þegar það var svo gott sem afráðið fór ég að skoða heimasíðu Suzuki umboðsins.  Þá komst ég að því að slóðin er Suzuki bilar (www.suzukibilar.is).  Þetta hafði ég ekki áður hugleitt:  Að Suzuki sé bílinn sem bilar.  Ég brá við skjótt og ætlaði að hringja í umboðið til að spyrjast frekar um þetta vandamál með Suzuki.  Hvort bilanir í Suzuki snúi að mótornum,  ljósabúnaði eða hvort stöðug vandamál sé með dekkjabúnaðinn,  spindla eða legur. 

  Í þann mund sem ég var að slá símanúmeri umboðsins inn heyrði ég hljóma í auglýsingatíma í útvarpinu:  "Suzuki bílar - fyrir skynsamt fólk."  Þetta tók af allan vafa:  Suzuki er ekki fyrir Íslendinga.     


Lögreglan verður að taka á þessu. Svona má alls ekki leggja bílnum

bíl lagt 1bíl lagt 8

  Það er hörmung að sjá hvernig sumir leggja bílnum sínum,  eins og glöggt sést á meðfylgjandi myndum.  Það er ekkert tillit tekið til annarra bíla.  Menn - eða kannski aðallega konur? - leggja alveg hiklaust sínum bíl utan í bíl annarra.  Jafnvel þannig að erfitt sé fyrir eiganda þess bíls að komast inn í hann.  Eða þá að bílum er lagt þannig að ómögulegt er fyrir aðra bílstjóra að komast leiðar sinnar.  Lögreglan verður að fara að taka á svona framkomu af röggsemi.  Á meðan það er ekki gert færa bílstjórar sig stöðugt upp á skaftið. 

  Bílstjórinn á neðstu myndinni má eiga það að hann beið í bílnum á meðan konan hans skrapp inn í sjoppu.  Hann var frekar snöggur að færa bílinn ef aðrir bílstjórar þurftu að komast framhjá.

bíl lagt 7bíl lagt 5bíl lagt 2bíl lagt 4bíl lagt 3bíl lagt 6bíl lagt 10bíl lagt 9


mbl.is Lögreglumaður sýknaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílar framtíðarinnar

smart bíll

  Þrátt fyrir tímabundna verðlækkun á olíu af og til hækkar hún og hækkar í verði til lengri tíma litið.  Bílaframleiðendur eru hver á fætur öðrum farnir að laga sig að kröfum markaðarins.  Bílarnir eru að færast hratt í það form sem kallast "smart":  Sparneytnir, litlir og liprir í stórborgarumferð þar sem stöðugt erfiðara er að finna laus bílastæði. 

  Hér eru nokkrar tegundir sem verið er að kynna á markað næstu ára.  Fyrst er það Smorvette: 

smart - smorvette

Smaudi A3 AWD:

smart - smaudi A3 AWD

Smamboghini:

smart - smamborghini

 Smerrari:

smart - smerrari

 Smorche:

smart - smorsche

 Smustang:

smart - smustang

 Þessi ferðamáti er að verða æ sjaldgæfari í Reykjavík og víðar.  Mun algengara er að einungis ein einangruð manneskja sé í hverjum bíl.

vörubíll hlaðinn fólki


mbl.is Olía lækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af hverju leggja konur bílnum sínum svona?

kona_undir_styri_3.jpgkona_undir_styri_7.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Einhverra hluta vegna leggja sumar konur bílnum sínum allt öðru vísi en annað fólk.  Og skilja ekkert í því að fólki þyki bílnum einkennilega lagt.  Þessar konur standa í þeirri trú að þeirra bíl sé lagt alveg eins og öðrum bílum.  kona_undir_styri_1_948172.jpgkona_undir_styri_9.jpgkona_undir_styri_10.jpgkona_undir_styri_8_948175.jpgkona_undir_styri_6_948180.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband