Færsluflokkur: Samgöngur

Áhugaverðar gestabókarfærslur

  Í síðustu viku var ég veðurtepptur vestur á fjörðum í nokkra daga.  Það var bara gaman.  Kafaldsbylur og "kósý".  Að vísu var ekki margt hægt að gera undir þeim kringumstæðum.  Ég hélt mig innan dyra á notalegu gistiheimili;  hlustaði á útvarp,  horfði á sjónvarp,  sötraði kakó og las gestabók.  Það er gaman að lesa gestabækur á gistiheimilum landsins. 

  Miðaldra og eldra íslenskt ferðafólk er duglegt að skrá hvernig veðrið var er það mætti á staðinn;  hvernig veðrið var á meðan á dvöl stóð og hvernig veðrið var daginn sem það hélt á brott.  Svona gestabækur eru gullnáma fyrir áhugasama um veður síðustu ára.  Fyrir aðra eru þannig gestabókarfærslur einhæfar.  Það er yfirleitt frekar kalt og snjór yfir vetrartímann.  Á sumrin skín sól á milli þess sem rignir.

  Þetta sama fólk kvittar fyrir að gistihúsið sé notalegt,  hreint og snyrtilegt.  Það er gott að fá staðfest að manns eigin skynjun á gistihúsinu rími við upplifun annarra.

  Miðaldra og eldri útlendir túrhestar láta sig veðrið varða,  eins og þeir íslensku.  En aðallega virðast þeir undrast kuldann.  Hér eru dæmigerð sýnishorn:

  "I didn´t really expect this coldness in Iceland."

    Yuko from Japan

   "I give a lot of props to Icelanders for coping with the weather and driving condition."

    Benny,  Canada

   "Iceland sure is cold (+ windy)."

   Maggie & Will,  Detroit,  Michigan,  USA

  Gestabókarfærslur ungra ferðalanga eru skemmtilega frábrugðnar.  Þeir virðast hugsa um eitthvað allt annað en veðrið og ástand gistihússins.  Hér eru 3 sýnishorn:

  "Þetta reddast eftir að okkur var hent út af hótelinu."

    Jón M. Jónsson 050884-xxxx 

  "I was thrilled by the state of the women in Icefjord.  They are wild.  I´m no longer a virgin."

    Nick Sullenberger

 "We´ve just arrived here 4 girls.  We´ve discovered in "the only one club" from here that in Iceland only exist a lot of sheeps and some boys and the 4 of us."

    Clara,  Barcelona

 


Æðislegur lögreglubíll

  Ítalska lögreglan var að springa úr spenningi eftir að hún fékk heimild til að kaupa og taka í notkun glæsilegustu bifreið sem sést hefur í bílaflota ítölsku lögreglunnar frá upphafi vega.  Það var stór dagur þegar bíllinn var afhjúpaður við hátíðlega athöfn.  

ítalski löggub A

  Hann var ljósmyndaður í bak og fyrir undir háværum hrifningarandköfum lögregluþjónanna.

ítalski löggub Bítalski löggub Cítalski löggub Dítalski löggub Eítalski löggub Fítalski löggub G

  Æðislegur lögreglubíll.  Með öllum búnaði kostaði hann 46 milljónir ísl. kr.  Allir vildu fá að vera fyrstir til að keyra bílinn á sinni vakt.  Málið var leyst með því að dregið var um það.  En ekki reyndist öllum gefið að ráða við lang kraftmesta lögreglubílinn.  Bíllinn entist ekki fram að morgunkaffinu.  Vegna þess hvað húddið er lágt og sporöskjulaga tókst að smeygja bílnum - á ofsahraða - undir jeppa.

ítalski löggub Iítalski löggub J   


Þess vegna er saksóknari sérstakur

ólafur þór hauksson

   Margir hafa velt því fyrir sér hvers vegna saksóknarinn Ólafur Þór Hauksson sé jafnan kallaður sérstakur þegar nafn hans ber á góma.  Í blöðum og útvarpi er hann iðulega kynntur til sögunnar sem sérstakur saksóknari.  Þetta hefur stundum verið útskýrt með getgátu um að aðrir saksóknarar séu ekkert "spes".  Jafnvel hálfgerðir aular.

 . Þarna er um misskilning að ræða.  Ástæðan fyrir því að þeir sem umgangast Ólaf dags daglega kalla hann sérstakan er sú að hann víkur aldrei framhjá hindrunum.  Sama hvort þær eru grindverk,  auglýsingatrönur,  reiðhjól,  bílar eða annað sem á vegi hans verður:  Hann skríður undir þessar hindranir,  klifrar yfir þær eða treður sér lipurlega í gegnum þær.  Nágrönnum og öðrum til undrunar og kátínu.  Ekki síst þeim sem vinna nálægt skrifstofu saksóknarans. Það eru til sögur af honum að klífa þverhnípta veggi eins og fjallageit. 
.
 olispes

Bráðskemmtilegar tillögur um öðruvísi sumarfrí

  Nú er sá tími runninn upp að fólk fer að velta fyrir sér hvert eigi að fara og hvað skuli gera í sumarfríinu.  Eða páskafríinu.  Það er ekkert gaman að gera alltaf nákvæmlega það sama.  Hér eru nokkrar tillögur um smá öðruvísi upplifun í fríinu:

ferðanýjung-A

  Það er rosalega hressandi að sofa utan í þverhníptum hamri í 2ja - 3ja kílómetra hæð yfir jörðu og anda að sér fersku og súrefnisríku fjallalofti.  Við þessar aðstæður er hræðsla óþörf við að vakna upp með svöng og grimm rándýr að éta mann um miðja nótt.  Engir úlfar.  Engir ísbirnir.  Það eina sem þarf að passa upp á er að velta sér ekki um of í svefni.  Það gæti orðið slæm bylta.

ferðanýjung-B

  Nú er byrjað að framleiða kajaka á Íslandi.  Vandamálið er að íslenskir fossar eru ekki nógu reisulegir fyrir þetta ævintýri:  Að stökkva í kajaka fram af klettasnös ofan í freyðandi fosshylinn.  Til að þetta sé virkilega gaman þarf stökkið að vera minnsta kosti 500 metrar.

ferðanýjung-D

  Það er eitthvað rosalega heillandi við að trítla upp eftir snjórönd sem nær nokkurra kílómetra hæð.  Kikkið fær maður af því að þræða sjálfa snjóröndina þannig að útsýni sé gott yfir báðar hliðar.  Það er upplagt að byrja daginn á þessu.  Fara svo í kajak um kvöldið og sofa í hengirúminu á nóttunni. 

ferðanýjung-C

  Það þarf að vera með þokkalega jafnvægistilfinningu til að klifra upp þessa steinahrúgu.  Ef klaufalega er að farið veltur hún á hliðina.  Þannig er hún ekki eins tignarleg.  En það er skemmtileg áskorun að halda jafnvægi á henni eins og hún er þarna.

ferðanýjung-E

  Þegar tvær manneskjur ferðast saman er sanngjarnt að þær þrengi ekki hvor að annarri.  Gefi gott olnbogarými og sýni fyllstu tillitssemi í hvívetna.

 


Jólafrí í Kaupmannahöfn

.

  Ég dvaldi í snjó og frosti í kóngsins Kaupmannahöfn yfir jól og áramót.  Fram til þessa hef ég gist á eða við göngugötuna Strikið þegar leið hefur legið á þessar slóðir.  Að þessu sinni ákvað ég að prófa að gista í jaðri Kastrup flugvallar.  Það var gott uppátæki.  Gistiheimilið heitir Copenhagen Airport Hostel.  Þetta er ódýrt, skemmtilegt og vel staðsett farfuglaheimili.  Nóttin kostar 15 evrur (x 155 íslenskar krónur =  2325).  Það er þægilegt að geta gengið út úr flugstöðinni og rölt að CAH gistiheimilinu án þess að blanda leigubíl í málið.
.
  Skáhalt gegn CAH er "súpermarkaður",  svipaður Hagkaupi eða Nóatúni.  Hann er opinn alla daga ársins.  Skáhalt á móti CAH er einnig ítalskur veitingastaður með fjölbreytt úrval af pizzum,  allskonar steikum,  hamborgurum og fleiru.  Fram til klukkan 4 eftir hádegi eru þar í boði ýmis hádegisverðartilboð á 49 DKR (x 22 íslenskar krónur = 1078) með aðalrétti + frönskum kartöflum og gosdrykk.  Fyrir þá sem vakna ekki svona svakalega snemma eru þessir réttir frá 65 DKR (1430 ísl. kr.).  Um það bil 50 metrum lengra er annar ítalskur veitingastaður með svipað verðlag.  Þessir staðir hafa bearnasie sósu (einnig þekkt sem hollensk sósa) með flestum réttum.  Það er einhver ofmetnasta og ómerkilegasta sósa sem til er.  Að uppistöðu til bara fita.  En allt annað sem þarna er á borð borið er ljómandi gott.
.
  Örfáum húsum frá CAH er barinn Graceland.  Þar er Elvis Presley og upphafsárum rokksins gert hátt undir höfði.  Nafn staðarins er tengt nafni eigandarins,  konu að nafni Grace.  Í Gracelandi er billjard-borð og fleira til skemmtunar.  Þetta er vel sóttur og "kósý" staður.  Örstutt þar frá er bensínstöð með ágætu úrvali af matvöru,  mjólkurvörum,  bjór,  brauðmeti og allskonar.  Einnig er þar boðið upp á heita rétti á borð við pylsur,  hamborgara og einhverskonar pizzu afbrigðum.
.
  Á þeim 10 dögum sem ég var Kaupmannahöfn gerði ég mér aðeins einu sinni ferð í miðbæinn.  Þar greip ég upp nokkra diska með norsku rokkurunum í Dimmu Borgum,  bresku rokkurunum Judas Priest,  danska djass-bassasnillingnum Niels Henning Örsted Pedersen og einhverjum slíkum en ekki öllum jafn flottum.  Til að mynda keypti ég samlokuplötu (2ja platna) með dönsku Tussu-drengjunum (Töse drengene).  Mig minnti að þeir hafi pönkað og spilað reggí í árdaga.  Sennilega misminnti mig með pönkið.  Á plötunum er bara leiðinda létt popp en slatti af þokkalegu reggíi.  Þeir drengir (og söngkona) fá plús fyrir að syngja einungis á dönsku. 
  Ég setti mér þá reglu að kaupa enga plötu sem kostaði meira en 50 DKR (1100 ísl. kr.).  Nýjar plötur eru yfirleitt á 3300 ísl. kr.  Plötusafnið mitt fitnaði aðeins um 10 diska.
.
  Almennt verðlag á Strikinu er hærra en í nágrenni Kastrup.  Það skipti mig ekki máli.  Ég er ekkert fyrir búðarölt.  Kaupi mér aldrei neitt á ferðalögum erlendis nema daglegar nauðsynjavörur og geisladiska.  Hægt er að taka strætisvagn númer 30 beint frá CAH til miðbæjar Kaupmannahafnar.  Ég veit ekki hvort nýlega hafi orðið breyting á strætisvagnaleiðum eða hvað olli því að ítrekað varð ég var við að fólk tók strætisvagn númer 35 og þurfti að skipta um vagn á miðri leið.  Sem er svo sem ekkert vandamál.  En mun einfaldara er að taka vagn númer 30.   
.
  Mér skilst að það gangi strætó beint frá CAH til fríríkisins Kristjaníu.  Mér þykir ekkert varið í hass-vímu svo ég lét ekki reyna á það.  Hinsvegar fóru sumir þangað og undruðust úrvalið í sölubásunum.  Fyrir tveimur árum eða svo bannaði danska ríkisstjórnin sölu á hassi í Kristjaníu.  Leikar fóru þannig að lögreglan gafst upp á að gera söluborðin upptæk.  Í hvert sinn sem löggan gerði rassíu spruttu upp ennþá fleiri söluborð en áður.  Óopinbera afstaðan er sú að hass-salan í Kristjaníu sé illskárri en hrekja hasssöluna í fangið á herskáum vopnuðum glæpagengjum mótorhjólabófa sem selja sterkara dóp og hika ekki við að beita morðum til að vernda sölusvæði sín.  Í Kristjaníu taka hipparnir engum vettlingatökum þá sem þar reyna að selja eitthvað annað en kannabis-afurðir.         
.
  Verð á helstu dönskum bjórtegundum,  Tuborg og Carlsberg,  í 330 ml flöskum er 2,83 DKR (62,3 ísl. kr.).  Að vísu þarf þá að kaupa 30 flösku kassa (84,95 DKR = 1869 ísl. kr.).  Sem er ekkert nema hið besta mál.  Þá þarf ekki að fara út í búð nema í hæsta lagi einu sinni á dag. 
  Ég sá í dagblöðum bjórkassann auglýstan á 79 DKR (1738 ísl. kr.).  Ég veit ekki hvar þær verslanir eru staðsettar og sá ekki ástæðu til að fjárfesta í leigubíl til að eltast við þau tilboð.
  Eigandi CAH á íslenska móður.  Svo skemmtilega vill til að afi hans er vinur minn,  Guðmundur "Papa Jazz" Steingrímsson trommuleikari.  Ég vissi ekki af þessu þegar ég bókaði gistingu á CAH.  Það var ekki fyrr en Dennis fór að spjalla á fésbók við móðurbróður sinn,  Steingrím trommara Milljónamæringanna,   sem þetta kom í ljós. Ég hannaði fyrir Steingrím umslag á plötu með þáverandi hljómsveit hans, Súld.  Dennis er hress og glaðvær eins og afi hans.  Glaðværð Dennis og starfsfólks hans á sinn þátt í því hvað andrúmsloftið á gistiheimilinu er vinalegt og þægilegt.  Ég mæli eindregið með þessu gistiheimili,  Cobenhagen Airport Hostel.
 
 

Það er svo auðvelt að búa til ódýran og flottan sportbíl

  Sumir halda að það sé meiriháttar mál að búa til glæsilegan og að þvi er virðist dýran sportbíl.  Það er samt svo lítið mál að það er broslegt.  Og kostar svo lítið.  Hér er þetta sýnt stig af stigi.  Þetta er svo einfalt og auðvelt að við getum flokkað það undir sparnaðarráð.  Vindum okkur í þetta:

.  bílasmíði 1

  Það þarf aðstöðu í bílskúr eða bílakjallara fjölbýlishúss.  Eða þokkalega rúmgóða stofu með stórum útkeyrsludyrum.  Þetta gengur ekki upp í kjallara með venjulegum 60 cm breiðum dyrum.

bílasmíði2

  Einföldustu útgáfu af bílagrind og sætum.

bílasmíði 3 

  Dekk undan reiðhjólunum.

bílasmíði 4

  Létta grind.

bílasmíði 5

  Skera niður pappa til að átta sig á útlínum bílsins.

bílasmíði 6

  Það er gott að hafa fyrirmynd til að átta sig á hlutföllum.

bílasmíði 7

bílasmíði 8 bílasmíði 9bílasmíði 10 

  "Boddý-ið" er búið til úr fisléttum og sveigjanlegum plaströrum.  Það er síðan þakið með venjulegu brúnu innpökkunarlímbandi.

bílasmíði 11

  Ljósin þurfa að vera að sínum stað.  Það skiptir máli.

bílasmíði 12bílasmíði 14bílasmíði 15bílasmíði 16

  Þetta er dáldið flott.  Bíllinn kominn á götuna með númeri.

bílasmíði 17

  Þá er bara að bjóða farþega í bíltúr.

bílasmíði 18

  Flottasti bíllinn í umferðinni.  Samsettur úr reiðhjóladekkjum og innpökkunarlímbandi.

 


Hver þarf sendibíl ef hann á hjól?

  Þegar flytja þarf eitthvað á milli staða,  eitthvað sem er stærra en lítill innkaupapoki úr matvöruverslun,  þá dettur fólki yfirleitt aldrei annað í hug en að hringja á sendibíl.  Helst með lyftu og trillu.  Þetta þekki ég vegna þess að ég ek um á sendibíl.  Staðreyndin er þó sú að það er miklu þægilegra að selflytja vörur á litlu og lipru hjóli.       

hver þarf vörubíl --------hver þarf vörubíl ---------hver þarf vörubíl -------hver þarf vörubíl Ahver þarf vörubíl Bhver þarf vörubíl ----

  Í fljótu bragði er ekki auðséð hvað hér er á ferð.  Við nánari skoðun kemur í ljós að þarna er verið að ferja stóran og glæsilegan spegil.


Sparnaðarráð

margir í bíl A

  Það er rosalega dýrt að keyra um Ísland.  Bara stuttur rúntur fram og til baka á milli Reykjavíkur og Egilsstaða getur kostað 20 þúsund kall eða meira.  Þegar manneskja ferðast ein er eðlilegast og ódýrast að ferðast á puttanum.  Það er aðeins snúnara þegar stórfjölskyldan ferðast saman:  Mamma,  pabbi,  amma,  afi,  börn,  barnabörn og bíll.  En það er engin ástæða til að leggja árar í bát.

  Til að spara bensínkostnað undir þessum kringumstæðum þarf aðeins að komast yfir kaðalspotta.  Síðan er drekkhlöðnum bílnum lagt úti í kanti,  rétt við bæjarmörkin.  Næsti bíll sem á leið hjá er stoppaður.  Við bílstjóra þess bíls er sagt:  "Hann drap á sér hjá mér.  Ertu til í að leyfa honum að hanga spölkorn aftan í þínum bíl?  Ég er ekki að fara langt."

  Trixið er að framlengja stöðugt hvert ferð er heitið.  Miklu skiptir að vera kurteis.  Segja:  "Það er bara aðeins lengra,  vinurinn.  Við erum alveg að verða komnir."

  Á ársgrundvelli getur þessi aðferð sparað hundruð þúsunda. 

-------------------------------------

Fleiri sparnaðarráð:

 http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1099543/

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1031748/

     


Öðruvísi flugfélag - með húmor

kulula 2kulula 5kulula 6kulula 7kulula 8

  Í Suður-Afríku er vinsælt flugfélag sem heitir Kululat.  Þar ráða grínarar ferð.  Þetta er flugfélag sem líkja má við "Besta flokkinn".  Merkingar á flugvélum Kululat ganga út á grínið.  Sami grallaragangur einkennir ávarp flugfreyja og flugþjóna.  Dæmi:  "Við lendingu eru farþegar beðnir um að taka með sér farangur en mega þó skilja eftir eitthvað sem flugáhöfn getur gert sér gott úr."

  Í hátalarakerfi flugvélarinnar hefur meðal annars verið tilkynnt:  "Það eru 50 leiðir til að yfirgefa kærustuna/kærastann.  En hér eru aðeins 4 útgöngudyr."

  Í ókyrrð í lofti komu þessi skilaboð:  "Setjið fyrst á ykkur súrefnisgrímur áður en þið bjargið börnum ykkar.  Ef ókyrrðin gengur ekki yfir þá vinsamlegast veljið uppáhalds barnið ykkar til að bjarga."

  Önnur tilkynning frá flugstjóra:  "Ef þið viljið reykja þá vinsamlegast gerið það úti á flugvængnum. - Ef ykkur tekst að kveikja í sígarettunni þar."

  Eftir ókyrrð í lofti sagði flugstjórinn:  "Þið ættuð að sjá hér.  Kaffið helltist yfir mig þegar flugvélin hrapaði í loftleysi.  Ég er löðrandi í kaffi að framan."

  Farþegi með húmor hrópaði á móti:  "Það er ekkert miðað við buxurnar mínar að aftanverðu!"  


Hryðjuverkahellt flugfélag

  Hver er ekki hræddur við að fljúga á milli landa og landsvæða?  Hræddur vegna hættunnar á að illgjarnir hryðjuverkamenn leynist meðal flugfarþega og bíði færis til að sprengja flugvélina í loft upp skömmu eftir flugtak.  Þetta er ástæðan fyrir því að við þurfum að undirgangast gegnumlýsingu og leit að vopnum fyrir flugtak.  Meira að segja í sakleysislegu flugi innanlands og til Færeyja eða Grænlands. 

  Nú hefur nýtt flugfélag í Bandaríkjum Norður-Ameríku,  TPA (Terrorsist-Proof Airlines),  fundið upp aðferð til að bjóða upp á hryðjuverkahellt flug.  Aðferðin er einföld.  Farþegar þurfa aðeins að berhátta sig fyrir flug og föt þeirra koma með næsta flugi,  sem er yfirleitt strax daginn eftir.  Þar með sleppur enginn inn í flugvélina með skammbyssur,  sprengjur í skóm,  hnífa eða neitt slíkt.  Mér skilst að Flugvélag Íslands ætli að taka þessa aðferð upp.  Og enginn þarf þá að vera hræddur í flugi til Egilsstaða eða Akureyrar.

nektarflug


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband