Færsluflokkur: Samgöngur

Einfalt og ódýrt að laga gallað malbik

  Vegagerðin og allskonar lið er í rosalegum vandræðum með ýmsa dularfulla hluti sem hrjá stundum vegi víða um land.  Það veit enginn hvernig þetta gerist.  Ennþá síður vita menn hvað skal til ráða.  Þetta er mjög vandræðalegt ástand.  Það lýsir sér þannig að það er eins og vegunum blæði eða þeir gráti.  Eitthvað losnar af vegunum og eltir bíla langar leiðir.  Jafnvel þó aðeins sé skroppið stutta leið.  Í verstu tilfellum er eins og smáar og snyrtilegar rifur myndist í malbikinu. 

  Það er til ráð.  Þökk sé íslenska flugdólgnum að ráðið fannst.  Vegagerðir erlendis eru þegar farnar að nota grípa til þess með góðum árangri.  Það eina sem þarf að gera er að líma veginn saman með pökkunarlímbandi.

limt_malbik.jpg  


mbl.is Dularfullar blæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kynnisferðir með óvænt útspil

rúta-2 

  Fyrir nokkrum dögum kom ég í flugvél frá útlandinu.  Óvenju fáir farþegar voru í flugvélinni.  Kannski tíu eða fimmtán eða eitthvað svoleiðis.  Eftir að hafa skoðað mig um í Fríhöfninni og freistast til að kaupa þar eitt og annað skokkaði ég léttilega út í Flugrútuna.  Aðrir farþegar fóru út í sinn eigin bíl eða í aðra bíla sem biðu þeirra.  Ég var sá eini sem fór í Flugrútuna.

  Bílstjóri rútunnar spurði mig að því hvort ég væri á hraðferð.  Þetta var um miðja nótt og ég ekkert að flýta mér neitt.  Þá sagði bílstjórinn:  "Það var önnur flugvél að lenda.  Ef ég hinkra eftir farþegum úr henni þá leggjum við af stað eftir 20 - 30 mínútur.  Til að vega upp á móti þeirri bið get ég skutlað þér heim í hlað þar sem þú býrð.  Þú þarft þá ekki að eltast við leigubíla og sparar þér leigubílakostnaðinn.  Að auki sleppi ég þér við að borga 2000 króna fargjald með rútunni.  Ef þig hinsvegar langar til að við brunum strax í bæinn þá get ég lagt af stað núna.  Þá tekur rútan þarna hina farþegana.  Þú bara ræður og segir til."

  Ég valdi fyrri kostinn.  Það var notalegt að vera skutlað heim að dyrum.  Það var líka góð tilfinning að spara rútukostnað og leigubílakostnað.  Gott ef það var ekki líka góð tilfinning að spara Flugrútunni kostnað við það að keyra með aðeins einn farþega til Reykjavíkur.

  Út af fyrir sig hefði bílstjórinn ekkert þurft að semja við mig.  Hann hefði getað látið duga að tilkynna mér að rútan legði af stað eftir 20 - 30 mínútur.  Kannski hefði ég orðið smá óhress.  En ég var ekki í sterkri samningsstöðu til að mótmæla því.  Það var til fyrirmyndar að bjóða mér þennan höfðinglega kost.  Kynnisferðir eru að standa sig.  Viðskiptavild fyrirtækisins hjá mér er mun stærri í ár en áður. 

  Ljósmyndin frábæra er birt með leyfi höfundar,  Kristjáns Jóhanns Bjarnasonar.      


Getur komið sér vel að vita

harðfiskur og smjör 

  Margir Íslendingar senda ættingjum sínum og vinum,  búsettum erlendis,  harðfisk,  hangikjöt,  kæsta skötu,  kæstan hákarl og súrsaða hrútspunga.  Aðallega ber á þessu um eða fyrir sólrisuhátíðina,  jólin, ár hvert.  En líka á Þorra.  Vandamálið er að embættismenn á tollpóstsstofu í viðtökulandinu kunna þessu misjafnlega vel eða illa.  Þeir telja sig þurfa að vernda þjóð sína gegn þessum hugsanlega stórhættulegu matvælum.  Þeir þefa af matnum.  Lyktin staðfestir ranglega gruninn um skemmdan og skaðlegan mat.  Þá er ekki um annað að ræða en farga óþverranum samkvæmt kúnstarinnar reglum undir eftirliti.

  Viðtakandi jólapakkans fær svo loks í hendur heldur rýran kost.  Stundum með athugasemdum um að pósthúsið lykti ennþá til mikilla óþæginda fyrir starfsfólk.

  Það er til einfalt ráð til að koma hátíðargóðgætinu á áfangastað.  Það þarf einungis að merkja matvælin rækilega - og fylgiskjöl með pakkanum - sem kattafóður.  Reglur um dýrafóður eru mun rýmri en reglur um matvæli til manneldis.  

  Þetta skal einnig hafa í huga þegar íslenskur ferðamaður tekur áðurnefnd matvæli með sér í ferðatösku til útlanda.  


Skammarlega illa lagt. Broslegar / neyðarlegar myndir

  Fyrir nokkrum dögum velti ég vöngum - hér á þessum vettvangi - yfir framförum Íslendinga í umferðinni og á fleiri sviðum.  Ennþá eiga Íslendingar samt margt ólært.  Þar á meðal að leggja ekki í bílastæði fyrir hreyfihamlaða.  Það er að segja að bílstjórar með óskerta hreyfigetu virði þessi stæði og láti þau í friði.  Annað vandamál er hvað margir leggja bílum sínum illa og af tillitsleysi gagnvart öðrum.  Það er óskemmtilegt að koma að bíl sínum þegar öðrum bíl hefur verið lagt þétt upp við hurðina bílstjóramegin.  Þá þarf að klöngrast inn í bílinn farþegamegin eða bíða eftir því að bílstjóri hins bílsins komi og aki á brott.

  Svo er það þetta lið sem leggur bílnum að hálfu yfir í næsta bílastæði.  Það er lítið gaman að aka um bílastæðissvæði,  finna hvergi laust stæði en sjá einn eða fleiri bíla sem nota eitt og hálft stæði.  Annar bílstjóri getur ekki nýtt hálfa stæðið. 

  Það er undarlegt en satt að sumstaðar í útlöndum er til fólk sem leggur bílum sínum eins og kjánalegustu og frekustu Íslendingar.

illa lagt - ég var á undan

  Stundum koma upp erfið mál þegar togast er á um það hvorn bílstjórann bar fyrr að garði og eigi þar með einskonar frumburðarrétt.

illa lagt í stæði-1

  Þarna vildi ein frekjan endilega leggja á bakvið húsið þó að það væri enginn akvegur þangað og í raun alltof þröngt fyrir bíl að troðast þangað.

illa lagt í drullufor

  Sumir láta ekki smá drullufor aftra sér frá því að leggja þar sem þeir vilja.

illa lagt í stæði F

  Lögreglan er ekki alltaf til fyrirmyndar þegar kemur að því að leggja bíl snyrtilega í stæði.  Einkum þegar mikið liggur á að gægjast inn um glugga hjá grunuðum.

illa lagt í stæði H

  Þrátt fyrir allt:  Þó að illa gangi að leggja bíl á réttri hlið í stæði þá skiptir máli að hárið sé vel greitt.  Það er engin reisn yfir því að standa með úfið og illa greitt hár fyrir utan dældaðan bíl. Það er sérstaklega neyðarlegt ef rúður bílsins hafa brotnað.


Íslendingar sýna framfarir

lagt á milli stæða fyrir fatlaða 

  Íslendingar eru allir að koma til,  hægt og bítandi,  á mörgum sviðum.  Við erum farnir að taka tillit til annarra í vaxandi mæli - með grófum undantekningum, eins og gengur. 

  Fyrir 20 - 30 árum kunnum við ekki að aka á götum þar sem tvær eða fleiri akreinar liggja í sömu átt.  Það tók okkur, almennt,  mörg mörg ár að átta okkur á því að þeir sem kjósa að keyra hægt eigi að halda sig á akrein lengst til hægri.  Hinir,  sem kjósa meiri hraða en aðrir,  halda sig á á akrein lengst til vinstri.  

  Ennþá er algengt að sjá einstaka ökumann dóla sér löturhægt á vinstri akrein.  En þeim fækkar.

  Íslendingum gengur hinsvegar illa að heimfæra þessa reglu yfir á rúllustiga og aðra stiga.  Við tökum eftir því erlendis að þeir sem eru ekkert að flýta sér standa lengst til hægri í stiganum.  Hinir,  þessir sem eru að flýta sér,  hraða sér eftir vinstri hluta stigans.  

  Þegar ekið er um borgina kemur fyrir að gangandi vegfarendur standa við gangbraut og bíða eftir að komast yfir.  Því fer fjarri að allir ökumenn stöðvi og hleypi viðkomandi yfir götuna.  Ég hef vanið mig á að sýna lipurð hvað þetta varðar.  Það einkennilega er að börn sýna þakklæti með því að veifa.  Fullorðnir gera það aftur á móti fæstir.  

  Í fyrravor varð starfsfólk í stórmörkuðum vart við að Íslendingar fóru að apa eftir útlendingum:  Að setja á færibandið statíf sem aðgreinir innkaup viðskiptavinanna.  Áður þurfti afgreiðslufólkið að greina innkaupahrúgur viðskipta vina að með þessu statífi.  En nú hafa íslenskir viðskiptavinir lært að gera þetta sjálfir.  Það er eiginlega að verða algilt.  Fyrir bragðið er hægt að raða þéttar á færibandið (kúnninn losnar þá við að halda á innkaupadóti sínu þangað til færibandið er orðið autt).  

   Næst þurfa Íslendingar að læra á stefnuljós og hætta að leggja í stæði fyrir hreyfihamlaða.  Það verður erfitt.

illa_lagt_i_stae_i_vi_holagar.jpg


mbl.is „Virðingarleysið er algjört“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Varúð! Ekki fyrir lofthrædda

ekkifyrirlofthrædda

  Það er frískandi að sofa úti og anda að sér fersku fjallaloftinu;  glugga í bók áður en draumheimar kalla og horfa yfir skógi vaxnar fjallahlíðarnar.  Við þessar aðstæður getur verið varasamt að lenda á fylleríi.  Líka getur verið varasamt að velta sér mikið og brölta um í svefni.

ekki-fyrir-lofthræ

  Fögur er hlíðin.  Eða gilið.  Maðurinn sem stendur efst til hægri stendur ekki nógu framarlega á klettabrúninni til að njóta stórbrotins útsýnisins til fulls.  Þetta er ragmenni.  Það er alveg hægt að standa næstum metra framar án þess að detta fram af. 

ekki-fyrir-lofthr.

  Þetta er útsýnispallur í Kína.  Kosturinn við svona útsýnispall er að hægt er að njóta útsýnis betur og lofthræðsla er ekki alveg rökrétt.

ekki fyrir lofthrædda-í fallhlíf

  Þessi mynd er EKKI fótósjoppuð.  Það hefur ekkert verið átt við myndina.  Þetta gerðist í alvörunni.

ekki fyrir lofthrædda-Preikestolen-Noregi

  Þetta er frægur útsýnispallur í Noregi.  Hann heitir Preikistolen.

  Á myndinni hér þarnæst fyrir ofan - af manninum sem hangir neðan í flugdreka:  Maðurinn er svokallaður ofurhugi.  Hann kom sér viljandi í þessar aðstæður.  Ég las um þessa mynd fyrir margt löngu.  Maðurinn er þekktur í "stunt-bransanum".  Ég man ekki hvert tilefni þessa áhættuatriðis var.  Hvort það var sýningaratriði fyrir sjónvarp eða sett upp fyrir auglýsingu.  Kannski fyrir kvikmynd.  Þegar ég rakst á myndina aftur nýverið þá var ég búinn að gleyma tilefninu.  En þetta er ekki til eftirbreytni fyrir lofthrædda.


Það má öfunda

það er töff að keyra á blæjulausum kagga

  Allt bíladellufólk þekkir tilfinninguna.  Hún er dásamleg:  Að aka um í kraftmiklum blæjulausum bíl í sól og sumaryl;  finna milda og hlýja gjóluna kyssa kinn.  Þessir gaurar eru ekki að leika sér á rúntinum.  Þeir fá borgað fyrir að rúnta um á þessum sportbíl.  Þeir eru í vinnunni. Ég veit að öfundin blossar upp í ykkur við að sjá þetta.  En ég stóðst ekki mátið.     


Þegar menn urðu að leggja töluvert á sig til að redda hlutunum

þarf að fara út og snúa flugvélina í gang

  Sumum þótti þetta all svakalega glæfralegt.  Enda mátti fátt út af bera til að illa færi.  Virkilega illa.  Öðrum þótti þetta spennandi og ævintýralegt.  Það fékk líkamann til að framleiða vænan skammt af adrenalíni sem leiddi til langvarandi vellíðunnar.  Það sem skipti samt mestu máli er að það varð að gera þetta þegar flugvélin drap á sér á flugi.  Það var ekki um annað að ræða en klifra út á hjólastellið, ná góðu taki á hreyfilblaði og snúa vélina í gang áður en hún tapaði of mikilli flughæð og myndi kollsteypast.

   Þegar svona henti þótti kostur ef veður var gott. 


Hættulegir jeppabílstjórar

 

  Það er eitthvað sem gerist í hausnum á sumum bílstjórum um leið og þeir setjast undir stýri á jeppa.   Ekki öllum.  Alls ekki.  Bara sumum.  Það er eins og einhverskonar frekjukast hellist yfir þá,  ásamt streitukasti á háu stigi.  Það er eins og þeir upplifi sig sem kónga er eigi að njóta sérstaks forgangs í umferðinni.  Aðrir í umferðinni séu aðeins að þvælast fyrir þeim.  Jeppakarlarnir eru snöggir að leggjast á flautuna,  steyta hnefa og senda öðrum ökumönnum fingurinn.  Það má einnig sjá að jeppagaurarnir eru að hrópa eitthvað.  Enginn veit hvað þeir hrópa en svipurinn lýsir ofsabræði.

  Það eru þessir sömu jeppabílstjórar sem leggja í merkt stæði fyrir fatlaða.  Ekki vegna þess að þeir hafi merki sem heimilar slíkt heldur vegna þess að það eru bestu stæðin.  Reyndar er það fötlun út af fyrir sig að vera jeppabílstjóri með þetta hegðunarmynstur.  En hún er ekki þess eðlis að jeppabílstjórar fái skírteini út á það.

  Þegar þröngt er á þingi vegna einhvers viðburðar;  fótboltaleiks,  hljómleika og þess háttar þá bregst ekki að jeppum er lagt upp á gangstéttir,  umferðareyjar og út um allt nema í almenn bílastæði.

  Þegar jeppakallar sleppa út fyrir höfuðborgina eru þeir friðlausir þangað til þeir hafa ekið utanvegar og spænt upp viðkvæman jarðveg.  

  


mbl.is „Mátti engu muna að það yrði stórslys“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snúast um sjálfa sig á góðum launum

  Þessi flugvöllur minnir á sitthvað í íslenskri stjórnsýslu - þó að hann sé í útlöndum.  En þetta er eitthvað svo íslenskt.  Flugvöllurinn er dálítið einangraður.  Einu samskipti íbúanna á þessari flugvallareyju við umheiminn eru í gegnum flugsamgöngur.  Íbúarnir eru rétt um tuttugu.  Þeir vinna eingöngu við að þjónusta flugið til og frá eyjunni.  Eru á fínu kaupi við það.  Enda í góðri samningsstöðu þar sem ekki er til annarra að leita.  Svo fá þeir vistir og aðrar nauðsynjar með flugi.  Og njóta ýmissa hlunninda í sárabætur fyrir að vera svona afskekktir og þjónusta mikilvægar flugsamgöngur.

  Flugið er fyrir íbúana og íbúarnir eru fyrir flugið.

flugvöllur 


mbl.is Tímakaupið meira en tvöfaldast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.