Fćrsluflokkur: Útvarp

Bestu plötur allra tíma?

  Breska útvarpsstöđin Absolute Radio leitađi til hlustenda sinna um val á bestu plötum popp- og rokksögunnar.  Ţeir brugđust vel viđ.  Niđurstađan kemur kannski ekki mjög á óvart.  En litast pínulítiđ af músíklínu stöđvarinnar (lauflétt "háskólapopp";  Brit-popp, Coldplay, Keane, Kings of Leon, Muse...),  eins og viđ mátti búast.  Samt er útkoman ekki alveg út í hött.  Hlustendur hafa reynt ađ leita út fyrir "playlista" stöđvarinnar.  Svona smá.  Fyrst og fremst er ţetta samt ađeins skemmtilegur samkvćmisleikur en ekki fullgildur dómur. 

  Ţessar plötur verma efstu sćti:

1   Pink Floyd - Dark Side Of The Moon

2   Oasis - (What´s the Story) Morning Glory

3   U2 - The Joshua Tree

4   Keane - Hopes And Fears

5   The Stone Roses - Stone Roses

6   Led Zeppelin - Led Zeppelin IV

7   David Bowie - The Rise And Fall Of Ziggy Stardust

8   Queen - A Night At The Opera

9   The Beatles - Sgt. Pepper´s Lonely Hearts Club Band

10  Guns N´Roses - Appetite For Destructin

  Ţađ segir nokkra sögu ađ plöturnar í 9 efstu sćtunum eru breskar.  Útvarpsstöđin er, jú, bresk og töluvert á bresku línunni.

11  Meatloaf - Bat Out Of Hell

12  AC/DC - Back In Black

13  The Beatles - Abbey Road

14  Fleetwood Mac - Rumours

15  Nirvana - Nevermind

16  Radiohead - OK Computer

17  The Clash - London Calling

18  Depeche Mode - Violator

19  The Smiths - The Queen Is Dead

20  Oasis - Definitely


Ólöf Arnalds vinsćl í Skotlandi

  Ég veit ekki hvort ađ ég er heppinn eđa óheppinn međ ţađ ađ hafa 0% áhuga á búđarrápi.  Sama hvort er hérlendis eđa erlendis.  Á dögunum brá ég mér til Glasgow í Skotlandi.  Keypti ţar ekki neitt nema nokkra geisladiska.  Á flugvellinum á leiđinni heim voru ađrir Íslendingar međ ţetta 3 - 4 stórar úttrođnar ferđatöskur eftir helgarinnkaup.  Ţađ var broslegt ađ bera saman rađir fólks sem var ađ innrita sig hjá öđrum flugfélögum til annarra landa.  Í ţeim röđum var fólk ýmist međ eina litla ferđatösku eđa bara handfarangur.

  Einu búđirnar sem ég heimsćki í útlöndum eru  plötubúđir.  Ţar skođa ég hverja einustu plötu.  Í Skotlandi keypti ég um 20 diska.  Eitt af ţví sem mér ţykir gaman ađ kanna í útlendum plötubúđum er hvađ ţar er á bođstólum af íslenskum plötum.  Ég fór í 3 plötubúđir í Glasgow.  Í einni ţeirra var Brúsi frćndi (Bruce Springsteen,  samanber Uncle Sam) tónlistarmađur mánađarins.  Sérstakur rekki var undir allar hans plötur á tilbođsverđi.  Alveg eins uppstilling var á plötum Bjarkar (og Sykurmolanna) en ekki međ yfirskriftinni "Artist of the month". 

  Ţađ er ađ vísu ekki eins gaman ađ skođa plötubúđir í dag eins og var fyrir 15 - 20 árum.  Núna er ađeins ađ finna í plötubúđum plötur međ ţekktum nöfnum.  Mađur finnur ekki lengur í plötubúđum plötur međ lítiđ ţekktum nöfnum.

  Ţeim mun meira gaman var ađ uppgötva ađ í skoskum plötubúđum er til sölu 5 laga diskur međ Ólöfu Arnalds,  Ólöf Sings.  Ég spurđi afgreiđslumann út í plötuna án ţess ađ geta ţjóđernis.  Hann svarađi:  "Hún er ekki mega hit og ekkert lík Björk ţó ađ ţćr séu báđar frá Íslandi.  Ólöf er "folk". Ţú getur tékkađ á henni á allmusic.com og play.com.  Hún fćr góđa dóma."

  Ég fletti Ólöfu upp á allmusic.com og platan  Innundir skinni  fćr ţar 4 stjörnur (af 5).  En sú plata fćst ekki í plötubúđunum sem ég heimsótti.  Bara platan  Ólöf Sings.  Ég sló einnig upp play.com.  Ţar fćr platan  Viđ og viđ  5 stjörnur (af 5).  Sú plata er ekki heldur til sölu í skosku plötubúđunum.  En ađ  Ólöf Sings  sé til sölu í skosku plötunum stađfestir ađ Ólöf er nafn í Skotlandi.

  Plötur Sigur Rósar og Jónsa eru einnig til sölu í skoskum plötubúđum.   Ţar međ eru íslenskar plötur í skoskum plötubúđum upp taldar.


Minnismerki um dćgurlagatexta

  Frćgt tónlistarfólk vegur ţungt í ferđamannaiđnađi heimsins.  Bćđi beint og óbeint.  Ađdáendurnir sćkja í ćskuslóđir poppstjarnanna.  Ţeir,  en einnig ađrir,  lesa viđtöl viđ poppstjörnurnar eđa heyra viđtöl viđ ţćr í útvarpi og sjónvarpi.  Ţar bera ćskuslóđirnar iđulega á góma.  Og jafnan í jákvćđu samhengi.  Poppstjarnan hljómar eins og ferđamálaauglýsing.  Vekur upp löngun hjá ţeim er á hlýđir ađ heimsćkja stađinn.

  Ţetta vita ferđamálayfirvöld víđa og nýta sér.  Hafnarborgin Liverpool í Englandi er undirlögđ einu og öđru sem tengist vanmetnustu hljómsveit rokksögunnar,  Bítlunum.  Meira ađ segja flugvöllurinn ber nafn forsprakkans og heitir John Lennon flugvöllur.  Flugvöllurinn í Varsjá í Póllandi og sitthvađ fleira ţar ber nafn Chopins.

  Á Karíbahafi gerir eyjan Jamaíka út á Bob Marley.  Ţar ber m.a. heill garđur nafn hans.  Í 13 ţúsund manna smábćnum Nomsus í Noregi er stór stytta af rokk- og vísnasöngvaranum Age Aleksandersen.  Í 3000 manna smábćnum Okemah í Oklahóma er vatnsgeymir og fleira merkt vísnasöngvaranum Woody Guthrie.  Ţannig mćtti áfram telja.

  Víkur ţá sögu ađ skoska 12 ţúsund manna smábćnum Galashiels.  Ţar hafa yfirvöld nú samţykkt ađ láta reisa heilmikiđ minnismerki um sönglagiđ  Kayleigh  međ hljómsveitinni Marillion.  Langur texti lagsins verđur greyptur međ stórum stöfum í merkiđ. 

  Ástćđan fyrir ţessu uppátćki er sú ađ í textanum fjallar skoski söngvarinn Fiskur um gamla kćrustu frá Galashiels.  Fiskur sagđi henni fautalega upp á sínum tíma og afsakar ţađ í textanum.  Hann rifjar upp ýmsa nafngreinda stađi í Galashields.  Ţar á međal kirsuberjatré á Markađstorginu.  Minnisvarđanum er einmitt ćtluđ stađsetning á Markađstorginu.  Einhverjar gagnrýnisraddir eru uppi um ţađ ađ kirsuberjatrén hafa veriđ fjarlćgđ af torginu til ađ minnisvarđinn njóti sín.

  Til marks um vinsćldir lagsins má nefna ađ fyrir útgáfudag ţess var nafniđ Kayleigh ekki ađ finna á lista yfir 100 algengustu kvenmannsnöfn í Skotlandi.  Nokkrum árum síđar var ţađ orđiđ eitt af 30 algengustu nöfnunum. 

  Fiskur hóf söngferil sinn í Galashilds.  Bćrinn er honum kćr.  Honum ţykir vćnt um söngtextann  Kayleigh  og ađ honum verđi reistur ţessi minnisvarđi á Markađstorginu.

  Kayleigh  er ţekktasta lagiđ frá Marillion.  Ţađ náđi 2. sćti breska vinsćldalistans og hefur öđlast langlífi.  Er til ađ mynda ađ finna á ótal safnplötum sem innihalda vinsćlustu lög frá níunda áratugnum. 

Market Square í Galashiels A

  Markađstorgiđ í Galashiels.  Ţarna mun minnisvarđinn tróna og lađa ferđamenn ađ bćnum.

  Ég er ekkert fyrir minnisvarđa og styttur.  Aftur á móti finnst mér upplagt ađ götur í Reykjavík verđi kenndar viđ Björk,  Sykurmolana,  Mezzoforte,  Of Monsters and Men,  Mínus og fleiri.

  Í Mosó er upplagt ađ kenna götur viđ Sigur Rós,  Ólaf Arnalds og fleiri.  Í Bolungarvík skal kenna  götu viđ rokkkónginn Mugison. 

Okemah-StreetSignjla-logo


Andri Freyr er frábćr! Hann er sá flottasti í útvarpi og sjónvarpi!

andri

  Eiđur Guđnason,  fyrrverandi sendiherra,  fyrrverandi alţingismađur,  fyrrverandi sjónvarpsstjarna og eitthvađ fleira fyrrverandi,  heldur úti áhugaverđu bloggi um málfar og miđla.  Yfirskriftin er "Molar um málfar og miđla".  Ţađ má hafa gagn og gaman af vangaveltum hans og athugasemdum. 

  Suma gagnrýnir Eiđur oftar en ađra.  Eins og gengur.  Á dögunum skrifađi Eiđur ţetta um ástsćlasta útvarps- og sjónvarpsmann landsins:

  "Ţađ er alveg séríslenskt sjónvarpssiđferđi ţegar umsjónarmađur hins sjálfhverfa vikulega Andralandsţáttar leikur ađalhlutverk í langri kaffiauglýsingu sem sýnd var rétt fyrir fréttir (19.03.2012) í Ríkissjónvarpinu. Raunar verđur ekki betur séđ en ţetta sé skýrt brot á ţeim siđareglum sem Ríkisútvarpiđ hefur sjálft sett. En til ţess eru reglur ađ brjóta ţćr , ekki satt? Sá hinn sami hefur fastan ţátt í morgunútvarpi Rásar tvö. Ţar er talađ um hljóstir, ekki hljómsveitir og biđ í síma heitir ađ hanga á hóldinu. Til hvers er Ríkisútvarpiđ međ málfarsráđunaut? Svo les mađur í Fréttablađinu (21.03.2012) ađ Ríkissjónvarpiđ ćtli ađ gera ţennan starfsmann sinn út af örkinni til ađ gera sjónvarpsţćtti á slóđum Vestur-Íslendinga ţar sem hann segist eiga skyldmenni. Hann segir orđrétt í Fréttablađinu um skyldmenni sín vestra: ,Pabbi segir ađ ţau séu ógeđsleg en amma segir ađ ţau séu fín. Ţađ er engin ástćđa til ađ greiđendur nauđungaráskriftar Ríkisútvarpsins kosti ferđalag piltsins vestur um haf til ađ heimsćkja ćttmenni sín. Sjónvarpiđ ćtti hinsvegar sjá sóma sinn í ađ gera alvöru heimildaţćtti um Vestur-Íslendinga eđa Kanadamenn sem eru af íslensku bergi brotnir. Til ţess er ţessi dagskrárgerđarmađur ekki rétti mađurinn, sé horft til ţess sem hann hefur frá sér sent bćđi í sjónvarpi og útvarpi. Getur hann ekki bara haldiđ áfram ađ gera ţćtti um sjálfan sig á Íslandi? Eru ţeir sem stjórna dagskrárgerđinni í Efstaleiti búnir ađ tapa áttum og algjörlega heillum horfnir? Hvers eiga frćndur okkar og vinir vestra ađ gjalda? Hversvegna á ađ kasta takmörkuđu dagskrárfé á glć međ ţessum hćtti ? Óskiljanlegt."

  Ég hef ekki heyrt Andra Frey tala um hljóstir.  Hinsvegar hef ég oft heyrt hann tala um hljómsveitir.  Enda hefur Andri veriđ í vinsćlum hljómsveitum á borđ viđ Bisund,  Botnleđju og Fidel. 

  Ţađ er fagnađarefni ađ Ríkissjónvarpiđ ćtli ađ gera Andra Frey út af örkinni til ađ gera ţćtti um Vestur-Íslendinga.  Enginn er betur til ţess fallinn.  Ţađ hafa veriđ gerđir margir hundleiđinlegir og uppskrúfađir útvarps- og sjónvarpsţćttir um Vestur-Íslendinga.  Nú er röđin komin ađ skemmtilegum ţáttum um Vestur-Íslendinga.   Sjónvarpiđ fćr stóran plús í kladdann fyrir ţćttina Andri á flandri og Andraland.  Sömuleiđis fyrir ađ senda kappann vestur um haf til ađ gera ţćtti um Vestur-Íslendinga. 

  Ţađ er engin tilviljun ađ sjónvarps- og útvarpsţćttir Andra Freys tróni ítrekađ í toppsćti yfir vinsćlustu ţćtti.  Drengurinn er bráđskemmtilegur og orđheppinn.  Hann tekur sig ekki hátíđlega.  Honum er eđlislćgt ađ vera skemmtilegur.  Ţađ er ekkert óskiljanlegt viđ ađ stjórnendur Ríkisútvarpsins nýti ţennan frábćra "talent" sem mest má vera.  Ţjóđin elskar Andra Frey.  Hann var og er hvalreki á fjörur dagskrárgerđar fyrirtćkisins. 

  Vitaskuld er Andri Freyr ekki yfir gagnrýni hafinn.  Hann talar hinsvegar tungumál sem ţjóđin skilur.  Og elskar ađ hlusta á.  Hann er flottastur!   

 


Bestu lög sjötta áratugarins

  New Musical Express  heitir vinsćlasta breska tónlistarblađiđ.  Ţađ mokselst víđa um Evrópu og í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Er söluhćsta tónlistarvikurit heims.  Í höfuđstöđvum New Musical Express hefur veriđ tekinn saman listi yfir bestu og merkustu lög sjötta áratugarins.  Svona listar vekja alltaf upp léttvćgar deilur.  Sitt sýnist hverjum.  Ađ ţessu sinni virđist mér ţó sem allt ađ ţví einhugur ríki um niđurstöđuna.

  Svo skemmtilega vill til ađ Presley,  Jerry Lee og Little Richard krákuđu (cover song) allir  Johnny B Good.  Eins og Jimi Hendrix,  Peter Tosh og ótal ađrir.

  Tilvitnanirnar (rökin) eru NME: 

1  Chuck Berry - Johnny B Good

  "Gítar-riffiđ,  píanóiđ,  viđlagiđ:  Allur pakkinn er klassískt rokk og ról.  Krákađ (covered) í hundrađa vís af allt frá BB King til hljóđrásar kvikmyndarinnar  Back To The Future."

2  Elvis Presley - Hound Dog

  "Blús-kráka sem Presley breytti í rúllandi trommutakt og gítarţunga sem lagđi grunn ađ unglinga uppreisn."

3  Jerry Lee Lewis - Great Balls Of Fire

  "Eitt besta rokklag sögunnar.  Orkumikiđ rokk og brútal píanóleikur."

  John Lennon hélt ţví fram ađ ţetta vćri fullkomnast allra rokklaga.

4  Little Richard - Tutti Frutti

  "Besta lag Little Richards var byltingarkennd mótun á rokki og róli.  Ekki ađeins í sjálfri músíkinni heldur einnig í tvírćđni."

5  Howlin Wolf - Smokestack Lightnin´

  "Hugsađu um blús og ţú hugsar Howlin Wolf og Smokestack Lightnin'"


Spennandi fćreyskir hljómleikar í kvöld (Ţórsdag) og nćstu daga

 

   Fyrir nokkrum árum naut fćreyski tónlistarmađurinn Högni Restrup vinsćlda hérlendis.  Lag hans,  Besame Mucho,  var oft og tíđum spilađ í útvarpinu.  Fyrst og fremst rás 2.  Ţađ var á jómfrúarplötu Högna.  Nýveriđ sendi kappinn frá sér ţriđju plötuna,  Samröđur viđ framtíđina.  Dúndur góđa plötu,  eins og fyrri plötur hans tvćr.  Danska poppblađiđ Gaffa hefur stađfest ţađ.  Janus í Bloodgroup vann plötuna međ Högna.

  Í tilefni af nýju plötunni heldur Högni,  ásamt hljómsveit sinni,  ţrenna hljómleika á Íslandi.  Fyrstu hljómleikarnir eru á Grćna hattinum á Akureyri í kvöld (Ţórsdag,  1. mars).  Ţeir hefjast klukkan 9 (síđdegis).

  Nćstu hljómleikar verđa á Gauki á Stöng í Reykjavík annađ kvöld (Freyjudag,  2. mars).  Ţeir hefjast klukkan 11 (síđdegis).

  Lokahljómleikarnir verđa á Kex Hostel í Reykjavík á laugardaginn (3ja mars).  Ţeir hefjast klukkan 9 (síđdegis).

  Annar frábćr fćreyskur tónlistarmađur,  Guđríđ Hansdóttir,  verđur međ í för.  Guđríđ hefur sömuleiđis sent frá sér ţrjár plötur.  Sú nýjasta,  Bayond The Grey,  var á lista Morgunblađsins yfir bestu plötur ársins 2011.  Gott er ađ vita ađ nafniđ Guđríđ er framboriđ Gúrí. 


Vandađ og skilmerkilegt kort yfir rokkáhuga ţjóđa heimsins

ţungarokk

  Harđvítugar deilur um ţađ hvađa ţjóđir eru virkastar í rokkdeildinni og óvirkastar hafa hleypt upp ófáum fjölskyldubođum,  ćttarmótum,  fermingarveislum,  saumaklúbbum,  hestamannamótum og jarđarförum.  Deilurnar hafa klofiđ heilu og hálfu fjölskyldurnar í herđar niđur,  eitrađ ţorp,  sveitafélög og einstök hverfi á höfuđborgarsvćđinu. 

  Til ađ afstýra ţví ađ óvildin,  heiftin og illindin vaxi upp í almenna upplausn í ţjóđfélögum heims og endi í milliríkjadeilum og heimsstyrjöld hafa bandaríska leyniţjónustan,  CIA, og virkir ţungarokksunnendur heimsins tekiđ höndum saman og unniđ upp nákvćmt kort.  Á kortinu sést skýrt og skilmerkilega hvađa ţjóđir eru ađ ţungarokka og hverjar ekki.  Nú ţarf enginn ađ deila lengur.  Bara yfirleitt ekki um neitt.

  Ég vissi ţetta allt áđur.  Nema ekki hvađ samfélagiđ á Svalbarđa er hart í ţungarokkinu.  Ţar gengur allt út á djöflarokkiđ. 


Alvöru rokk á landsbyggđinni

solstafir01

  Rokksveitirnar Sólstafir og Dimma leggja af stađ í stutta hljómleikaferđ um Ísland í dag (Ţórsdag 23. febrúar). Fyrstu hljómleikarnir verđa á Hvanneyri, ađrir á Akureyri og ţeir ţriđju á Egilsstöđum.

“Viđ höfum útvegađ langferđarbíl og erum klárir í slaginn”, segir Sćţór Maríus, gítarleikari Sólstafa. “Ţađ er heilmikiđ rokk úti á landi og alltaf gaman ađ halda tónleika ţar”, bćtir hann viđ. Sólstafir eru í góđu tónleikaformi eftir stífar ćfingar fyrir annasamt sumar.  Ţađ sama er hćgt ađ segja um Dimmu sem eru ađ undirbúa útgáfu sinnar ţriđju plötu.  Hún verđur ţeirra fyrsta útgáfa eftir ađ Stefán Jakobsson söngvari og trymbill Birgir Jónsson gengu til liđs viđ ţá brćđur Ingó og Silla Geirdal.

  Fyrstu tónleikarnir verđa Ţórsdaginn 23. febrúar á Kollubar á Hvanneyri. Ţeir nćstu á Grćna Hattinum á Akureyri ţann 24. febrúar.  Síđustu hljómleikarnir ađ ţessu sinni verđa í Valaskjálf á Egilsstöđum  25. febrúar. Hljómsveitin Gruesome Glory spilar međ ţeim á Akureyri og hljómsveitin Oni spilar međ ţeim á Egilsstöđum.

  Sólstafir áttu eina bestu rokkplötu heims á síđasta ári,  Svartir sandar.  Hljómsveitin er vel kynnt erlendis og platan náđi inn á finnska vinsćldalistann.  Ţegar ég var í Finnlandi um jólin og áramót blasti platan viđ í öllum plötubúđum.

Solstafir_Dimma_Veggspjald


Farsćlasti lagahöfundur sögunnar - Bítlarnir eftir upplausn Bítlanna

 

. Paul McCartney hefur oftar en ađrir átt lög og plötur í 1. sćti vinsćldalista.  Hann er söluhćsti tónlistarmađur sögunnar.  Hann er höfundur ţess lags sem oftast hefur veriđ krákađ (cover song) og sér ekki fyrir enda á ţví.  Ţegar  Yesterday  hafđi komiđ út á plötu međ 1000 flytjendum var ţađ langt fyrir ofan nćstu lög.  Í dag er ţađ til í flutningi yfir 2200 flytjenda.  Paul er farsćlasti lagahöfundur heims.

  Ţegar sólóferill hans er borinn saman viđ hina Bítlana er hann áberandi afkastamestur.  Enda ofvirkur.  Hann hefur jafnframt veriđ ţeirra lang ötulastur viđ hljómleikahald.  Kallinn er hamhleypa.  Ekki síđur viđ reykingar. 
  Áskrift Pauls ađ 1. sćti vinsćldalista vegur drjúgt í ađ varđveita orđspor Bítlanna - ásamt stöđugu hljómleikahaldi hans.  Ţar eru Bítlalög eđlilega áberandi á prógramminu.  Hann hefur einnig haft lög eftir Lennon á prógramminu.   Oftast Give Peace A Chance.  Lennon söng líka og spilađi á gítar  I Saw Her Standing There  eftir Paul inn á plötu međ Elton John.  Tók nokkuđ flott gítarsóló.  Ţetta var í síđasta skipti sem Lennon kom fram opinberlega á sviđi.  John kynnti lagiđ:  "Eftir minn gamla fyrrverandi kćrasta."  Lennon var blindfullur,  eins og nćstu ár á undan, og búinn ađ steingleyma illindum á milli ţeirra fóstbrćđra.  Paul heimsótti John nokkrum sinnum eftir ţetta og ţeir dópuđu og djömmuđu međal annars saman međ Stevie Wonder.  Samt slettist líka upp á milli ţeirra inn á milli.  Ţeir spjölluđu stundum saman í síma.  Símtölin enduđu nokkrum sinnum međ ţví ađ annar skellti á hinn.  Oftar var ţađ Lennon sem skellti á Paul.  Enda Lennon skapofsamađur fram á dauđadag.  En Paul ţekkti sinn ćskufélaga og vissi ađ ţađ rauk jafn harđan úr honum.  Nćst ţegar Paul hringdi í fóstbróđur sinn var Lennon búinn ađ steingleyma nćsta símtali á undan.     
.
.
  Paul er óţreytandi ađ gefa sér tíma til ađ rćđa viđ fjölmiđla,  óháđ ţví hvort ađ fjölmiđilinn er smásnepill eđa stóru blöđin.  Kallinn er alltaf í stuđi fyrir spjall.
.
  Ađrir Bítlar hafa lagt nokkuđ af mörkum viđ ađ halda orđspori Bítlanna á lofti.  Fyrstu tvćr sólóplötur Lennons skora jafnan hátt á lista yfir bestu plötur.  Lennon var valinn "Tónlistarmađur síđustu aldar" í aldamótauppgjöri helstu fjölmiđla. 
  Eins og fram kemur í ćviágripi Pauls á allmusic.com ţá er Lennon hćrra skrifađur hjá gagnrýnendum.  Ţađ var ekki alltaf svo.  Fyrstu sólóplötu Lennons,  Plastic Ono Band,  var á sínum tíma slátrađ af gagnrýnendum sem óklárađu hráu demó dćmi.  Síđar hlaut sú plata uppreista ćru.
  Lennon var í náđ hjá pönkurum á pönk- og nýrokksárunum.  Pönkararnir krákuđu hans lög á sama tíma og ţeir drulluđu yfir flestar "poppstjörnur".  Ţar naut Lennon ţess ađ hafa kúplađ sig út úr músíkbransanum til margra ára eftir ađ hafa veriđ blindfullur í tvö ár og skandalaserađ út og suđur.  Sem og ţess hvađ platan  Plastic Ono Band  var hrá og einföld.
.
.
  Er gruggbylgjan (grunge) skall á upp úr 1990 var Lennon hampađ af gruggurunum.  Ţeir tóku upp á ţví ađ kráka hans lög.  Ótal safnplötur hafa komiđ út međ Lennon krákum. 
.
.
  Ţegar komiđ er til Bandaríkjanna verđur mađur strax var viđ ađ George Harrison er hćrra skrifađur ţar en í Evrópu.  Ekki ađeins sem liđsmanns Travelling Wilburys heldur löngu áđur en ţađ dćmi kom til. 
.
.
  Ţađ er gaman ađ skođa og bera saman hvađa lög og plötur Bítlarnir komu í 1. sćti eftir upplausn Bítlanna (USA = Bandaríski vinsćldalistinn.  UK = Breski vinsćldalistinn): 
    
McCartney
1970
McCartney (plata) USA
1971
Ram (plata) UK
Uncle Albert (lag) USA
1973
My Love (lag) USA
Red Rose Speedway (plata) USA
1973
Band On The Run (plata) USA + UK
1974 
Band On The Run (lag) USA
1975
Listen To What The Man said (lag) USA
Venus And Mars (plata) USA + UK
1976
At The Speed Of Sound (plata) USA
Silly Love Song (lag) USA
1977
Wing Over America (plata)  USA
Mull Of Kintyre (lag) UK
1978
With A Little Luck (lag) USA
1980
Coming Up (lag) USA
McCartney II (plata) UK
1982
Ebony And Ivory (lag) USA + UK
Tug Of War (plata) USA + UK
1983
Say Say Say (lag) USA
Pipes Of Peace (lag) UK
1984
Give Me Regards To Broad Street (plata) UK
Lennon
1971
Imagine (plata) USA + UK
1974
Whatever Gets You Through The Night (lag) USA
Walls And Bridges (plata) USA
1980
Just Like Starting Over (lag) USA + UK
Double Fantasy (plata) USA + UK
1981
Woman (lag) UK
1982
Collection (plata) UK
Harrison
1970
All Things Must Pass (plata) USA
1970/71
My Sweet Lord  (lag) USA + UK
1972
The Concert For Bangla Desh (plata) UK
1973
Give Me Love (lag) USA
Living In The Material World (plata) USA
1987
Got My Mind Set On You (lag) USA
Ringo Starr
1973
Photograph (lag)
.
.
  Ég hef aldrei gert upp á milli Pauls McCartneys og Johns Lennons.  Né heldur vanmetiđ George Harrison sem allt ađ ţví ţeirra jafningja.  Ţannig lagađ.  Harrison átti mörg af flottustu lögum Bítlanna og lagđi sitt af mörkum viđ ađ gera Bítlana ađ ţeirri stórkostlegu hljómsveit sem hún var.  Ringo átti sömuleiđis góđa spretti međ Bítlunum. 
.
.
  Margir hafa ranghugmyndir um Bítlana af ţeim lögum Bítlanna sem oftast eru spiluđ í útvarpi.  Vissulega afgreiddu Bítlarnir ofur létt popplög - allt ađ ţví barnagćlur - á fćribandi.  En Bítlaplöturnar geyma sömuleiđis gullkorn sem ekki heyrast í útvarpi dags daglega.

Gaman ađ rifja upp

  Söngvarinn og söngvahöfundurinn Ţórđur Bogason var áberandi í íslensku tónlistarlífi á níunda og tíunda áratug síđustu aldar.  Eđa reyndar fyrr ţví ađ hann var rótari hjá hljómsveitum Péturs heitins Kristjánssonar á áttunda áratugnum,  hvort sem ţćr hétu Paradís eđa Póker eđa Pícassó eđa eitthvađ annađ.  Svo stofnađi Ţórđur ţungarokkshljómsveitina Ţrek,  sem naut töluverđra vinsćlda en sendi aldrei frá sér lag á plötu.

  Á einhverjum tímapunkti breyttist Ţrek í hljómsveitina Ţrym.  Eflaust var ţađ í kjölfar einhverra mannabreytinga í hljómsveitinni.  Ţrymur sendi frá sér lagiđ  Tunglskin.  Ţađ getur ađ heyra í myndbandinu hér fyrir ofan.  Ţađ kom út á safnplötu sem ég man ekki hvađ heitir.  Á henni voru einnig lög međ Grafík,  Tappa tíkarrassi og Sverri Stormsker.

  Auk söngvarans Ţórđar voru í Ţrymi ţeir  Halldór Erlendsson gítarleikari, Ţórđur Guđmundsson bassaleikari, Kjartan Valdimarsson hljómborđsleikari og Pétur Einarsson trommari.

  Ţekktasta hljómsveit Ţórđar Bogasonar er sennilega Foringjarnir.  Ţeir komu laginu  Komdu í partý á vinsćldalista.  Myndbandiđ viđ ţađ var spilađ grimmt í sjónvarpinu.  Af öđrum hljómsveitum sem Ţórđur hefur sungiđ í má nefna Skytturnar,  Warning,  Rickshow,  DBD,  Rokkhljómsveit Íslands og Mazza. 

  Hér fyrir neđan er skemmtilegt jólalag sem Ţórđur samdi og söng međ hljómsveitinni F (kannski ekki alveg rétti árstíminn fyrir ţetta lag.  En samt gaman ađ rifja upp): 

  Hljómsveitirnar Kiss og Foringjarnir spiluđu eitthvađ saman.  Foringjarnir voru áberandi miklu betri hljómsveit.  Hér eru söngvarar ţessara hljómsveita,  Paul Stanley og Ţórđur Bogason,  ađ fara yfir málin:

Paul-Stanley-Thordur-Bogason


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband