Fćrsluflokkur: Útvarp
1.6.2011 | 11:49
Eivör heiđruđ
Kammerkórinn Ísold hefur komiđ nýr og ferskur inn í íslensku tónlistarflóruna. Hann skipa söngkonur á aldrinum 17 - 25 ára. Lagavaliđ er ţess vegna "svalara" en hjá söngkórum aldrađra. Í stađ ţess ađ syngja Brenniđ ţiđ vitar og Hraustir menn ţá afgreiđir Ísold međ glćsibrag lög eftir Bítlana (The Beatles) og Eivöru. Ţađ er einmitt lag Eivarar, Trees in the Wind, sem slegiđ hefur rćkilega í gegn á hljómleikum Ísoldar undanfarna daga.
Nú bíđur fólk spennt eftir ţví ađ Ísold taki lagiđ upp í hljóđveri og gefi út á plötu. Sem allra fyrst. Ţetta er svo spennandi. Ţangađ til má hlusta flutning Ísoldar á laginu hér:
Ţađ er líka alltaf gaman ađ heyra lagiđ flutt af Eivöru sjálfri. Hún kann fćreysku og syngur ţađ ţess vegna á fćreysku. Ţá heitir lagiđ Livandi trö.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 11:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.5.2011 | 22:20
Af hverju lýgur Viđskiptablađiđ upp á Útvarp Sögu?
Međal mest lesnu frétta á netmiđlum um helgina var endurskrifuđ lygafrétt Viđskiptablađsins um Útvarp Sögu. Í Viđskiptablađinu var eftirfarandi haldiđ fram: Björn Valur, ţingmađur VG, mćtti í viđtal á ÚS. Í lok viđtalsins tók Pétur Gunnlaugsson skapofsakast, sópađi öllu af borđi hljóđstofunnar og gekk í skrokk á Birni Vali.
Vissulega var ţetta stórfrétt. Ef rétt hefđi veriđ. Hver netmiđillinn á fćtur öđrum endurómađi fréttina. Hiđ rétta er ađ ţetta var lygafrétt. Viđbrögđ netmiđlanna var eđlileg. Nema hvađ ađ ţeir hefđu mátt leita eftir sannleiksgildi fréttarinnar. Ţađ hefđi veriđ góđ fréttamennska.
Í fyrsta lagi: Pétur Gunnlaugsson, lögfrćđingur og stjórnlagaţingmađur, er ljúfmenni. Hann getur alveg veriđ ađgangsharđur spyrill. Ţađ er hans ađall. En skapofsamađur. Nei. Ţađ ţekkir hann enginn af slíku.
Í öđru lagi: Ađ sópa öllu af borđinu í hljóđstofu nćr yfir tölvur, heyrnartól, pappíra, ritföng, kaffikönnur og ţess háttar.
Í 3ja lagi: Viđstaddir í hljóđstofu voru, auk Péturs og Björns Vals, Arnţrúđur Karlsdóttir, tćknimađurinn Jóhann Kristjánsson og fréttamađurinn Haukur Hólm. Enginn ţeirra kannast viđ atburđarrás líkri ţeirri sem fréttin í Viđskiptablađinu greindi frá.
Lygafréttin í Viđskiptablađinu byggir ekki á frásögn neinna viđstaddra. Hún er upplogin. Ţađ hefđi veriđ hćgđarleikur hjá Viđskiptablađinu ađ hafa samband viđ einhvern ofantaldra til ađ ganga úr skugga um ađ enginn fótur var fyrir sögunni. Lygafréttin var greinilega skrifuđ og birt gegn betri vitund. Ćtlađ ađ skađa Útvarp Sögu og trúverđugleika ţeirrar útvarpsstöđvar.
Nćsta skref er sennilega ţađ ađ birta svo lítiđ beri á smávćgilega "leiđréttingu" í nćsta tölublađi. Í millitíđinni hafa allir helstu netmiđlar japlađ á fréttinni ásamt nafnleysingjum á bloggi og fésbók. Allur hópurinn hefur fariđ mikinn í ađ leggja út af lygafréttinni.
Ţađ er alveg sjálfsagt og eđlilegt ađ fólk hafi skiptar skođanir á ÚS. Eigendur og dagskrárgerđarmenn hafa sterkar skođanir á mönnum og málefnum. Og liggja ekki á ţeim. Ţađ er kostur. Sjálfur er ég ekkert alltaf sammála öllu sem ţar er haldiđ fram. Fremur en allir sem ţar viđra sínar skođanir. En ţađ er ósanngjörn ófrćgingarherferđ í gangi geng ÚS. Eins og ţessi lygafrétt í Viđskiptablađinu er gott dćmi um.
Á tímabili fóru mikinn nafnleysingjar sem héldu ţví fram ađ úrslitum í daglegum skođanakönnunum ÚS vćri hagrćtt. Ţađ var út í hött. Bara svo eitt dćmi af mörgu furđulegum sé dregiđ fram.
Vissulega er íslenski fjölmiđlamarkađurinn harđur. Eftir bankahruniđ er togast á um auglýsingar. Hagsmunaađilar fara hamförum. Grátkór LÍÚ hefur fjárfest í dagblađi, sjónvarpsstöđ og öllum međölum er beitt. Lygafréttin í Viđskiptablađinu er lágkúrulegasta útspiliđ til ţessa.
Ég er ekkert vel ađ mér um hvernig kaupin gerast á Eyrinni. Getur veriđ ađ ritstjóri LÍÚ-Morgunblađsins sé eigandi Viđskiptablađsins? Ég spyr vegna ţess ađ héđan í frá er ekki hćgt ađ trúa orđi af ţví sem stendur í Viđskiptablađinu.
Útvarp | Breytt 17.5.2011 kl. 13:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
7.5.2011 | 03:37
Eivör í 1. sćti danska vinsćldalistans
Ţađ gekk eftir sem danskir poppfrćđingar höfđu spáđ: Ađ platan Engler Eller Dćmoner myndi fljúga í efsta sćti danska metsölulistans strax í útgáfuvikunni. Ójá. Ţetta er í fyrsta skipti sem fćreyskur söngtexti heyrist á 1. sćtis plötu í Danmörku. Á plötunni blandar rappdúettinn Nik & Jay lagi Eivarar, Tröllabundin, saman viđ ađal lag plötunnar.
Fyrir útgáfudag plötunnar voru tvenn kynningarmyndbönd sett inn á ţútúpuna. Ţau gerđu bćđi út á lagiđ međ Eivöru. Ţetta má sjá og heyra međ ţví ađ smella lipurlega á ţessa hlekki:
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1162435/
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1160978/
![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() | ![]() |
|
Útvarp | Breytt s.d. kl. 03:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2011 | 03:18
Kynningarmyndbandiđ međ Eivöru, Nik & Jay
Í síđustu viku upplýsti ég kátur og hress á ţessum vettvangi ađ vinsćlustu rapparar Danmerkur, Nik & Jay, hafi óskađ eftir liđsinni fćreysku álfadrottningarinnar, Eivöru, viđ gerđ titillags vćntanlegrar plötu dúettsins. Ţá fćrslu má lesa međ ţví ađ smella á ţessa slóđ: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1160277/
Nú er komiđ á Ţútúpuna kynningarmyndband fyrir plötuna. Ţar má heyra hvernig lag Eivarar, Tröllabundin, er fléttađ saman viđ lag Niks & Jay, Engle eller Dćmoner. Poppfrćđingar í Danaveldi reikna međ ţví ađ lagiđ fái gríđargóđa útvarpsspilun og platan fari á topp danska vinsćldalistans. Gangi ţađ eftir verđur ţađ í fyrsta skipti sem fćreyska hljómar á metsöluplötu í Danmörku.
Hér er kynningarmyndbandiđ:
Útvarp | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
17.4.2011 | 00:22
Skúbb! Eivör á rappplötu
Síđustu árin hefur dúettinn Nik & Jay veriđ stćrsta nafniđ í dönsku rappsenunni. Og reyndar eitt stćrsta nafniđ í dönsku músíkflórunni í ţađ heila, ásamt rokksveitinni Nephew. Nik & Jay hafa átt fjölda laga og platna í efstu sćtum danska vinsćldalistans og fariđ heim međ verđlaunagripi frá Dönsku tónlistarverđlaununum. Alveg eins og fćreyska álfadrottningin Eivör. Ţađ er skemmtileg tilviljun. Fyrir mánuđi fékk Eivör nefnilega beiđni um ađ gera lag međ Nik & Jay. Um er ađ rćđa titillag nćstu plötu drengjanna, Engle eller Dćmoner.
Ekki nóg međ ţađ. Hugmyndin er ađ flétta lagi Eivarar, Tröllabundin, inn í Engle eller Dćmoner. Samstarfiđ verđur á jafnréttisgrundvelli. Eivör hefur jafn mikiđ ađ segja um útfćrsluna og drengirnir. Ţetta er samvinnuverkefni fremur en ađ Eivör sé gestasöngvari í lagi hjá Nik & Jay.
Eivör tók erindi Nik & Jay vel. Ţegar hefur veriđ ákveđiđ ađ fara lengra međ samstarfiđ. Til ađ mynda er áhugi fyrir ţví ađ Eivör taki ţátt í hljómleikum Niks & Jays í sumar.
Í fyrra kom Eivör fram á fjölda hljómleika vinsćlustu hljómsveitar Danmerkur, Nephew, og einnig vinsćlustu vísnahljómsveit Noregs, Vamp. Ađ auki söng Eivör á plötu Vamp. Hvorutveggja vakti mikla athygli og var góđ kynning fyrir Eivöru. Nćsta víst er ađ svo mun einnig verđa međ samstarf hennar og Niks & Jays.
Útvarp | Breytt 20.4.2011 kl. 03:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2010 | 21:38
Eigulegur mynddiskur
Titill: Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni
Undirtitill: Ný spor á íslenskri tungu - "Svarađu"
Flytjendur: Herbert Guđmundsson og 14 manna sveit hljóđfćraleikara og bakraddasöngvara
Útgefandi og framleiđandi: HG hljómplötur
Einkunn: ****1/2 (af 5)
Ţađ er fengur ađ ţessum nýja mynddiski međ Herberti Guđmundssyni. Diskurinn er vel heppnađur í nánast alla stađi. Ţarna er bođiđ upp á 14 lög frá hljómleikum Herberts í Íslensku óperunni ásamt sérunnum myndböndum viđ 5 vinsćlustu lög hans.
Hljómleikalögin eru flest af plötunni Ný spor á íslenskri tungu. Einnig eru ofursmellirnir Can´t Walk Away og Hollywood fluttir í mögnuđum hátíđarútsetningum. Fyrrnefnda lagiđ er flutt í ljúfum einsöngsstíl viđ píanóundirleik Ţóris Úlfarssonar. Lagiđ stendur sterkt í ţessum látlausa búningi. Stundum hafa heyrst ţćr raddir ađ ástćđan fyrir ţví ađ Can´t Walk Away hefur lifađ betur og lengur öllum öđrum "80´s" lögum sé sú ađ ţrátt fyrir "80´s" hljóđheim lagsins hafi útsetning lagsins jafnframt hitt á einhvern töfrandi sí-nútímalegan tónblć. Flutningurinn á hljómleikunum í Íslensku óperunni tekur af allan vafa um ađ laglínan er svo flott ađ hún spjarar sig ekkert síđur í einföldustu útfrćslu.
Hollywood er sömuleiđis glćsilegt lag viđ undirleik strengjasveitar og fallegra bakradda.
Önnur lög frá hljómleikunum eru flest fallegar ballöđur. Sumar falla undir ţađ sem kallast kraft-ballöđur (power ballads = ţegar herđir á og rafmagnađir gítarhljómar ágerast í viđlagi og / eđa er líđur á lagiđ). Í sumum lögum örlar á soul- og vćgum gospel-keim.
Ţeir sem ţekkja tónlist Herberts ađeins af vinsćlustu lögunum í útvarpi vita ekki ađ Hebbi er rokkari inn viđ bein. Á sínum tíma var hann ţekktur fyrir ađ vera sá íslenskur söngvari sem átti auđveldast međ ađ syngja eins og Robert Plant (Led Zeppelin). Röddin er há og björt og hann á auđvelt međ ađ gefa í, líka á hćstu tónum. Ţarna eru einnig hressileg rokklög. Ţađ er ekki á allra vitorđi ađ á sínum tíma spiluđu Utangarđsmenn međ honum inn á plötu í nokkrum lögum. Í rólegri lögum er stundum nettur Lennon í röddinni. Nćst ţegar blásiđ er til Lennon-hljómleika mćtti hafa í huga ađ enginn syngur Imagine Lennon-legra en Hebbi.
Herbert er góđur lagahöfundur, afbragđs söngvari og líflegur á sviđi. Í hljómsveitinni á hljómleikunum í Íslensku óperunni er einvalaliđ hljóđfćraleikara og bakraddasöngvara. Hebbi kynnir Jóhann Ásmundsson sem besta bassaleikara landsins og Ingólf Sigurđsson sem besta trommuleikara landsins. Ég bćti viđ ađ ţarna eru einnig tveir af bestu gítarleikurum landsins: Tryggvi Hübbner og Jón Elvar. Allir fara hljóđfćraleikararnir á kostum: Trana sér hvergi međ stćlum heldur afgreiđa sitt hlutverk af smekkvísi, gefa af sér og spila af innlifun án session-yfirbragđs. Enda hafa sumir ţeirra spilađ lengi međ Hebba. Bćđi í hljómsveitum og inn á sólóplötur.
Upptaka á hljómleikunum er góđ. "Sándiđ" er tćrt en ţétt.
Auk hljómleikalaganna eru á mynddisknum sérunnin vönduđ myndbönd viđ 5 lög frá 1985 (Can´t Walk Away) til 2010 (Time). Allt eđal "stöff" sem ţegar er klassík. Ţađ er gaman ađ bera saman hljómleikaupptökurnar og myndböndin viđ Can´t Walk Away og Hollywood. Útsetningarnar eruskemmtilega ólíkar.
Herbert Guđmundsson í Íslensku óperunni er mynddiskur sem allir ađdáendur Hebba verđa ađ gefa sjálfum sér í jólagjöf. Diskurinn er sömuleiđis jólagjöfin í ár handa vinum og vandamönnum. Ţađ er upplagt fyrir fyrirtćki ađ gleđja viđskiptavini sína (innan og utan lands) og starfsfólk međ honum í jólapakkann.
Útvarp | Breytt 20.12.2010 kl. 23:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
16.12.2010 | 00:49
Bestu plötur ársins 2010 - IV. hluti
Síđustu dagana hef ég birt hér nokkra bandaríska lista yfir bestu plötur ársins 2010. Ţeir eru úr poppmúsíktímaritunum Rolling Stone og Spin, svo og netsíđunni amazon.com. Ţá lista má sjá hér örlítiđ neđar á bloggsíđunni. Nú er röđin komin ađ einum breskum lista. Ţađ er áramótalisti ritstjórnar BBC. Ţar á bć hafa menn tekiđ saman marga lista yfir bestu plötur hinna ýmsu músíkflokka: Klassíska músík, djass, ţjóđlagamúsík og svo framvegis. Ţessi listi hér er í flokknum "indie og rokk". En ćtti kannski ađ vera undir flokki sem héti "rapp og rokk". Innan sviga er stađa sömu plötu á bandarísku listunum. Fremsti sviginn sýnir stöđu plötunnar á lista Rolling Stone. Sá nćsti er stađan hjá Spin. Sá aftasti er stađan hjá amazon.com.
Deftones - Diamond Eyes (-) (-) (-)
The Roots - How I Got Over
Big Boi - Sir Lucious Left Foot: The Son of Chico Dusty (21) (-) (-)
Kanye West - My Beautiful Dark Twisted Fantasy
Útvarp | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.11.2010 | 00:38
Bestu lög Bítlanna
Í síđustu fćrslu birti ég lista yfir vinsćlustu lög Bítlanna. Sá listi sýndi ţau lög Bítlanna sem flestir keyptu á iTunes í vikunni. Nú er bandaríska poppblađiđ Rolling Stone ađ senda frá sér sérblađ yfir 100 bestu lög Bítlanna. Ég veit ekki hvernig sá listi er unninn. Hvort ţar liggur ađ baki álit ritstjórnar Rolling Stone eđa hvort sá listi er unninn í samvinnu viđ ţekktustu lagahöfunda rokksins.
Rolling Stone er söluhćsta poppblađ heims. Selst í um 2 milljónum eintaka og er prentađ á ţýsku og frönsku og kannski fleiri tungumálum. Ţetta er virt tímarit, vandađ ađ virđingu sinni og alveg ástćđa til ađ líta á ţađ sem marktćkt. Til gamans má geta ađ blađamenn Rolling Stone hafa á síđustu árum fylgst náiđ međ íslenskri músík. Ţeir sćkja Iceland Airwaves og fleiri íslenska músíkviđburđi.
Á netsíđu RS hefur veriđ gefinn upp listi yfir ţau lög Bítlanna sem rađast í 10 efstu sćti yfir bestu lög Bítlanna. Hann lítur ţannig út:
Útvarp | Breytt s.d. kl. 00:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
6.11.2010 | 22:47
Rás 2 til fyrirmyndar
Ţađ er afskaplega aulalegt ţegar dagskrárgerđarmenn útvarpsstöđva tala um "cover song", "coverlag", ábreiđulag, ábreiđu, mottu, tökulag eđa endurvinnslu ţegar rćtt er um lag flutt af öđrum en höfundinum og / eđa frumflytjanda lagsins. Í morgunútvarpi rásar 2, Virkir morgnar, er dagskrárliđur sem heitir Bítlakrákan. Ţetta er til fyrirmyndar. Ţar er um ađ rćđa flutning hinna ýmsu tónlistarmanna á lögum eftir Bítlana.
Útvarp | Breytt 7.11.2010 kl. 21:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
1.11.2010 | 23:18
Mikilvćgt ađ leiđrétta
Einn allra skemmtilegasti og fróđlegasti útvarpsţáttur heitir "Nei hćttu nú alveg". Hann er á dagskrá rásar 2 á milli klukkan 15.00 og 16.00 á sunnudögum. Ţar fer stjórnandinn, Villi "Naglbítur", á kostum ásamt gestum. Í síđasta ţćtti varpađi Villi fram spurningu um ţađ hvenćr bandaríski söngvarinn Elvis Presley hafi falliđ frá. Rétt svar var 1977. Í inngangi ađ spurningunni sagđi Villi hann Elvis kallinn hafa veriđ góđan lagahöfund.
Máliđ er ađ Elvis var ekki lagahöfundur. Eftir hann liggur ekki eitt einasta lag. Ţađ breytir ţó engu um ađ Elvis var frá söngvari, frábćr túlkandi, međ frábćra sviđsframkomu og frábćr um margt annađ. En hann var ekki lagahöfundur.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)