Fćrsluflokkur: Útvarp

Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni í dag

   
.
  Sunnudagshugvekjan á Nálinni fm 101,5 var í loftinu á milli klukkan 19.00 til 21.00 í kvöld viđ dúndurgóđar undirtektir áheyrenda.  Ţađ er ekki einleikiđ hvađ ţessi ţáttur leggst vel í hlustendur.  Ţeir kumra af ánćgju undir honum.  Sigvaldi Búi Ţórarinsson sá um hugvekjuna á móti mér.  Ţannig verđur ţađ í framtíđinni.  Viđ vissum ekkert af lagavali hvors annars fyrir útsendingu.  Ţađ fléttađist ljúflega saman.  Ţessi lög voru afgreidd í ţćttinum:  
.
1   Kynningarlag ţáttarins:  The Clash:  Time is Tight 
2   Led Zeppelin:  Living Loving Maid (She´s Just A Woman)
3   Jimi Hendrix:  Crosstown Traffic
4   Hindu Love Gods: Battleship Chaines
5   The Byrds:  Mr. Tambourine Man
6   Flying Burrito Brothers:  Lazy Days 
The Beach Boys:  Sloop John B
101ers:  Lets a get a bit a rockin´
9   Soul-lag dagsins:  Percy Sledge:  Try A Little Tenderness
10  Pönk-klassíkin:  The Skids:  Into The Valley
11  Neil Young:  Harvest Moon 
12  Reggí-lag ţáttarins:  Johnny Clarke: Freedom Blues
13  Eric Clapton:  Layla 
14  Óđmenn:  Ţađ kallast ađ koma sér áfram
15  Dikta:  Warnings
16  Eddy Mitchell frá Frakklandi:  C´est un rocker
17  Bubbi:  Jón pönkari  
18  Áge Aleksandersen frá Noregi:  Levva Livet
19  Bjartmar og Bergrisarnir:  Sagan
20  Gildran:  Nútímakonan
21  Dikta:  Let´s Go
22  Das Kapital:  Lili Marlene
23  Megas:  Ég á mig sjálf
24  Högni Lisberg frá Fćreyjum:  Learn to Ride on Waves 
.
  Ţátturinn er endurfluttur nćsta föstudag klukkan 19.00 á Nálinni fm 101,5.  Einnig á netinu:   http://media.vortex.is/nalinfm 
.
  Lagalisti ţáttarins fyrir viku er hér:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083677/
.
  Gaman vćri ađ heyra frá ykkur "komment" á ţáttinn;  ábendingar um ţađ sem betur má fara,  kvitt fyrir ţađ sem vel hefur tekist,  uppástungur um lög eđa annađ sem ykkur dettur í hug.  Uppástungur um lög ţurfa helst ađ falla ađ ţeim ramma sem ţćttinum er settur:  Klassískt rokk frá sjöunda og áttunda áratugnum (60´s og 70´s),  íslenskt rokk og heimspopp (helst sungiđ á móđurmáli flytjandans).
.

Rómantíski hálftíminn

Jóhann-kristjánsson-útv.

  Í kvöld,  nánar tiltekiđ klukkan 22.00,  fer í loftiđ ţátturinn  Rómantíski hálftíminn.  Ţađ er ţáttur međ búfrćđingnum Jóhanni Kristjánssyni á Nálinni fm 101,5.  Ţrátt fyrir nafniđ á ţćttinum,  Rómantíski hálftíminn,  verđur hann í loftinu til klukkan 1.00 eftir miđnćtti.  Í ţađ minnsta. 

  Mánađarlega verđur Jóhann međ gest í ţćttinum,  frćga rokkstjörnu,  sem kemur međ uppáhaldslögin sín undir hendinni og leyfir hlustendum Nálarinnar ađ heyra.  Ađ öđru leyti hef ég ekki hugmynd um hvađ annađ verđur undir nálinni hjá Jóhanni. 

  Svo ég skjóti blint út í loftiđ ţá giska ég á eitthvađ ljúft međ Iron Maiden,  Black Sabbath og / eđa The Prodigy.  Hćgt er ađ hlusta á ţáttinn á netinu:   http://media.vortex.is/nalinfm 


Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni á Nálinni

  Gríđarleg stemmning var fyrir Sunnudagshugvekjunni á Nálinni 101,5 í gćr (á milli klukkan 19.00 og 21.00).  Eftir ţáttinn rigndi yfir mig úr öllum áttum spurningum um flytjendur hinna ýmsu laga.  Til ađ einfalda málin og gera mönnum tilveruna auđveldari birti ég hér heildarlista yfir lögin sem voru kynnt og spiluđ í ţćttinum.  Eins og sést á lagalistanum var ţátturinn tvískiptur:  Í fyrri hlutanum voru spiluđ ţekkt lög úr klassísku rokkdeildinni.  Í seinni hlutanum voru spiluđ lög frá flytjendum utan engilsaxneska málsvćđisins.  Rík áhersla var lögđ á ađ ţeir flytjendur syngi á móđurmáli sínu,  hvort sem ţeir eru íslenskir eđa tyrkneskir.  Óvíst er ađ sú regla standi til frambúđar fremur en margt annađ varđandi ţáttinn. 

  Ţannig var lagalistinn:

1   Kynningarlag ţáttarins:  The Clash:  Time is Tight
2   Gerogia Satallites:  Hippy Hippy Shake
3   Uriah Heep:  Easy Livin´
4   Deep Purple:  Black Night
5   John Lennon:  Peggy Sue
6   Paul McCartney:  Run Devil Run 
7   The Byrds:  Fido 
8   Spencer Davis Group:  Keep on Running
9   Richard & Linda Thompson:  I Want To See The Bright Light Tonight
10  Dave Edmunds:  I Hear you Knocking
11  The Animals:  Bring it on Home to Me
12  Pönk-klassíkin:  Buzzcocks:  What Do I Get
13  Reggílag dagsins: U-Roy:  Rivers of Babylon
14  Trúbrot:  Ţú skalt mig fá
15  Týr frá Fćreyjum:  Ormurinn langi
16  Utangarđsmenn:  Sigurđur var sjómađur
17  Iris frá Portúgal:  Oh Máe!
18  Ţursaflokkurinn:  Jón var krćfur karl og hraustur
19  Kim Larsen frá Danmörku:  Jakob den glade
20  Megas:  Klörukviđa
21  Mariina frá Grćnlandi:  Issumaangaa
22 Flowers:  Slappađu af
23  Nina Hagen frá Ţýskalandi:  My Way
24  Kamarorghestar:  Samviskubit
25  Pentagram frá Tyrklandi:  oo
26  Maggi Mix:  Snabby í Krókódílalandi
27  Afkynningarlag ţáttarins:  The Clash:  Time is Tight

 

  Ţátturinn lagđist vel í ţá sem hafa tjáđ sig um hann viđ mig.  Örfáir hnökrar voru á honum.  Eins og gengur.  Viđ ţáttastjórnendurnir,  ég og Sigvaldi Búi Ţórarinsson,  hittumst í fyrsta skipti 2 mínútum fyrir útsendingu.  Viđ lćrđum nöfn hvors annars í beinni útsendingu og gekk ţađ misvel.  Sigvaldi er vanur tćknimađur af Ađalstöđinni en var ađ sjá tćkjabúnađinn á Nálinni í fyrsta skipti.  Hann tók ađ sér tćknimálin.  Tćkniborđ á svona útvarpsstöđ er hlađiđ tugum takka,  sleđa og allskonar.  Ţađ var mesta furđa hvađ fátt var um mistök.  Engin stórvćgileg.  Ađeins örfá smáatriđi sem fćstir hafa tekiđ eftir.

  Lagavaliđ í ţessum fyrsta ţćtti var í mínum höndum.  Í nćstu ţáttum velur Sigvaldi helming laga á móti mér.  Af föstum liđum sé ég áfram um pönk-klassíkina og reggílag dagsins.  Sigvaldi mun sjá um nýjan fastan liđ;  soul-lag ţáttarins. 

  Mér heyrist á Sigvalda ađ hann sé meira fyrir rólegri og mýkri músík en ég.  Reyndar sćki ég heima hjá mér yfirleitt í ţyngri og harđari rokkmúsík en ţá sem er á lagalistanum.  Ég verđ dáldiđ ađ gćta mín á ađ vera ekki međ of brútal músík í ţćttinum.  Sigvaldi kemur til međ ađ veita mér ađhald varđandi ţađ og "ballansera" ţetta međ mér.  Ţegar ég var á Radíó Reykjavík í gamla daga var slegiđ á puttana á mér ţegar ég missti mig í Amon Amarth.  Á Nálinni er viđmiđiđ í svona almennri dagskrá ađ ganga ekki mikiđ lengra í hörđu rokki en Black Sabbath.  Sem er fínt.  Nálin er flott útvarpsstöđ og hefur fariđ glćsilega af stađ.  

  Mér varđ á ađ segja í kynningu á  Hippy Hippy Shake  međ Georgie Satallites ađ Dave Clark Five hafi gert lagiđ frćgt.  Hiđ rétta er ađ ţađ voru Swinging Blue Jeans.  Smá fljótfćrnisvilla sem ég fattađi um leiđ og ég ók af stađ frá Nálinni eftir ţáttinn.  Ţessar hljómsveitir voru á líku róli og spiluđu sum sömu lög.  En rétt skal vera rétt.

  Hćgt er ađ hlusta á Nálina hvar í heimi sem er á netinu: http://media.vortex.is/nalinfm 

  Ég veit ţegar af hlustendum í Bandaríkjunum og Fćreyjum.  Svo bćtast Bretland og meginland Evrópu viđ.  Ţví nćst Asía, Afríka og Grímsey.  Og svo framvegis.  Fjöriđ er rétt ađ byrja.

  Gaman vćri ađ fá viđbrögđ hér viđ ţćttinum og ábendingar,  bćđi um lagaval og ţađ sem betur má fara.  Og klapp á bakiđ fyrir ţađ sem vel tekst til.  Já,  eiginlega ađallega ţađ.


Sunnudagshugvekjan

 

  Nýja útvarpsstöđin,  Nálin fm 101,5,  hefur slegiđ rćkilega í gegn.  Ţó er stöđin ekki vikugömul.  Ţar er spilađ klassískt rokk (classic rock) eins og enginn sé morgundagurinn.  Eđa ţannig.  Jú...eđa...sko...annađ kvöld er Sunnudagshugvekja.  Nánar tiltekiđ á milli klukkan 19.00 og 21.00.  Ţađ er tvískiptur ţáttur.  Fyrri klukkutímann spila ég valin rómantísk og vćmin vel ţekkt klassísk rokklög.  Ţađ kemur ekki til greina ađ lögin verđi óvalin.  Ég á eftir ađ taka ţau til.  Mér ţykir líklegt ađ ţađ verđi eitthvađ á línunni Led Zeppelin-Deep Purple-Black Sabbath.  Ekki endilega međ ţessum hljómsveitum.  En eitthvađ í svipuđum stíl.  Ég reyni ađ spila lög sem ég hef ekki ţegar heyrđ spiluđ á Nálinni.  Ég reyni. 

  Í seinni hluta ţáttarins spila ég íslensk lög í bland viđ "heimspopp".  Ég hallast frekar ađ íslenskum lögum sungnum á íslensku.  Ţađ er asnalegt ađ heyra Íslendinga syngja á útlensku fyrir Íslendinga.  Á ţessu augnabliki veit ég ekki hvort lögin verđa međ Trúbroti,  Mánum,  Óđmönnum eđa öđrum úr ţeirri deild.
  "Heimspoppiđ" verđur ekki bundiđ viđ ţađ sem kallast "World Music".  Ţađ verđa öllu frekar lög međ alţjóđlegu yfirbragđi en sungin á móđurmáli flytjandans.  Ţetta geta veriđ lög sungin á tyrknesku,  japönsku,  frönsku,  portúgölsku,  grćnlensku,  pólsku eđa hvađa tungumáli sem er.  Flott lög.  Ţađ er máliđ á Nálinni fm 101,5.
  Kannski getur veriđ gaman ađ vera međ fasta liđi í hverjum ţćtti.  Til ađ mynda pönkklassík vikunnar,  reggílag ţáttarins og skrítna lagiđ.  Pönkklassíkin er ţá sótt í smiđju ţekktustu laga pönkbyltingar áttunda áratugarins.  Reggílagiđ er ţá ekta jamaískt (ekki Eric Clapton eđa UB40 ađ spila Bob Marley né annađ enskt reggí-popp).  Skrítna lagiđ getur veriđ eitthvađ ţar sem flytjandinn tekur músíkina öđrum tökum en venja er međ hefđbundin popplög.  Ţađ rćđst af viđbrögđum hlustenda hversu langlífir ţessir föstu dagskrárliđir verđa.  Ţar fyrir utan verđ ég ekki einn međ ţáttinn í framtíđinni.  Sigvaldi heitir mađur sem deilir ţćttinum međ mér eftir ţennan fyrsta ţátt.  Ég veit ekki hverjar hans pćlingar eru međ ţáttinn.  
 
  Hćgt er ađ hlusta á Nálina á netinu:  .http://media.vortex.is/nalinfm
.
       

Ćđislega flottur útvarpsţáttur

  Gunni "Byrds" fór á kostum í útvarpsţćttinum  Fram og til baka og allt í kring  á Nálinni fm 101,5 á milli klukkan 11.00 til 13.00 í dag (sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1082979/) .  Lagavaliđ var fjölbreytt og spennandi.  Í bland voru lög sem hafa sjaldan eđa aldrei heyrst í útvarpi og önnur sem langt er síđan ómuđu í útvarpinu.  Ţátturinn verđur endurspilađur, ja,  vonandi sem oftast.  Ég er ekki klár á hvenćr.  Sennilega í kvölddagskrá nćstu daga.

  Gunni byrjađi bratt á hörđum blúslögum međ Eric Clapton og John Mayall.  Síđan tóku viđ kántrý-skotin lög međ Gram Parsons og fleirum.  Blondie og Jethro Tull fylgdu í kjölfariđ;  Tom Petty,  Bob Dylan,  Gene Clarke,  Elvis Costello og Manfred Mann.  Áhugaverđur samanburđur var gerđur á flutningi The Byrds og senegalska tónlistarmanninum Yousso N´Dour á lagi Bobs Dylans  Chimes of Freedom.  Gullmolinn var fyrsta The Clash lagiđ,  Rock and Roll Time  af meistaraverkinu  Cardiff Rose  međ Roger McGuinn.   Ţetta magnađa rokklag sömdu ţeir Roger og Kris Kristofferson saman.  Ţví miđur er lagiđ ekki ađ finna á ţútúpunni. 

  Í kynningum á milli laga fylgdu ýmsir fróđleiksmolar.  Ţađ verđur spennandi ađ fylgjast međ nćstu ţáttum Gunna "Byrds" á milli klukkan 11.00 og 13.00 á laugardögum á Nálinni fm 101,5.  Eftir ţáttinn brugđum viđ Gunni okkur á Bar 46 á Hverfisgötu.  Ţá brá svo viđ ađ ýmsir gestir stađarins höfđu hlustađ á ţáttinn.  Nálin virđist ţví vera strax međ ágćta hlustun.

  Einn gestur,  Ólafur Haukur (ekki Símonarson en Dylan-fan og skólagenginn í Varmahlíđ í Skagafirđi),  sagđist hafa náđ Nálinni illa á útvarpstćki sitt.  Hann skellti sér ţá á netiđ,  http://media.vortex.is/nalinfm,  og hlustađi á hreina og tćra útsendingu ţar. 

 


Nálin komin á flug

Gunni-Byrds

  Splunkuný útvarpsstöđ fór í loftiđ um helgina.  Stöđin heitir Nálin og er í eigu Útvarps Sögu.  Útvarpsstjóri Nálarinnar er Einar Karl,  sonur Arnţrúđar Karlsdóttur útvarpsstjóra Útvarps Sögu.  Nafniđ Nálin er tilvísun í algengt orđatiltćki ţeirra sem spiluđu (og spila ennţá) vinylplötur.  Sagt er ađ ţessi eđa hin platan sé undir nálinni.  Nafniđ Nálin vísar ţannig til daga vinylplötunnar áđur en geisladiskurinn kom til sögunnar.  Músíklína Nálarinnar spannar einmitt klassíska rokkiđ frá gullaldarárum Lp-vinylplötunnar. 

  Hugtakiđ "klassískt rokk" er notađ yfir rokk hippaáranna (´67-´72) og skylda músík.  Eldri rokklög á borđ viđ  You Really Got Me  međ The Kinks (1965),  Like a Rolling Stone  međ Bob Dylan (1965) og  Wild Thing  međ The Troggs (1966) eru dćmigerđ "klassík rokk" lög. 

  Ţungarokk hljómsveita eins og Deep Purple og Black Sabbath er "klassík rokk".  Einnig fyrstu vinsćlu pönkslagararnir (Sex Pistols,  The Clash...).  Harđara og ţyngra rokk (death metal,  svartmálmur,  harđkjarni,  speed-metal,  ţrass-metall) telst aftur á móti ekki til "klassík rokks".  Heldur ekki grugg (grunge) tíunda áratugarins.  Né heldur gamla rokk og ról sjötta áratugarins.  Nema ţegar gömlu rokk og ról lögin eru krákuđ (cover) af yngri rokkurum međ "fössuđum" gítarhljóm og ţess háttar.

  Ţađ sem ég hef heyrt á Nálinni lofar afskaplega góđu.  Ţar á bć eru engir talibanar sem rígbinda lagavaliđ viđ Hendrix,  Joplin og Doors.  Lagavaliđ er kryddađ međ gömlum blús,  afrískri sveiflu og ýmsu öđru áhugaverđu.

  Á morgun,  laugardag,  á milli klukkan 11.00 og 13.00 verđur spennandi ţáttur á Nálinni.  Hann er í umsjón snillingsins Gunna "Byrds" (Gunnar Gunnarsson).  Gunni var lengi kenndur viđ verslunina Faco.  Ţar var hann verslunarstjóri hljómplötu- og hljómtćkjadeildar.  Hann vann líka í Japis og fleiri slíkum búđum. 

  Gunni er hafsjór af fróđleik um músík og segir lifandi og skemmtilega frá.  Hann sá í gamla daga um músíkskrif í Tímanum og síđar í Dagskrá vikunnar.  Ţađ sem gerir ţáttinn hans á Nálinni einnig forvitnilegan er ađ kappinn á risastórt plötusafn sem hefur ađ geyma fjölda sjaldgćfra platna.  Nćsta víst er ađ hlustendur eiga eftir ađ heyra hjá honum ýmsar perlur sem ţeir hafa aldrei heyrt áđur.  Lög međ ţekktum flytjendum í öđruvísi útsetningu en mađur á ađ venjast;  allskonar "rare" og "out takes" og "alternative versions"...

  Mig minnir ađ ţátturinn hans Gunna heiti  Fram og til baka.  Eđa eitthvađ svoleiđis,  sem gefur til kynna ađ hann fari um víđan völl.  Ég ćtla ađ kíkja inn í ţáttinn og spjalla um annan ţátt á Nálinni.  Sá er á dagskrá á sunnudagskvöldum á milli klukkan 19.00 og 21.00.

   Nálin sendir út á fm 101.5.

 gunni--byrds   


Íslenskt lag á fćreyskri plötu

jenslisberg 

  Fyrir nokkrum dögum kom út platan  Syng ein góđan  međ fćreyska stuđboltanum Jens Lisberg.  Ţar flytur hann lagiđ  Litli tónlistarmađurinn  eftir Freymóđ Jóhannesson.  Ţađ er ţekktast í flutningi Bjarkar Guđmundsdóttur á plötunni  Gling gló.  Í flutningi Jens Lisbergs heitir lagiđ  Mamma.   Jens Lisberg er í hópi vinsćlustu tónlistarmanna Fćreyja.  Hann hefur sent frá sér á annan tug platna.  Fjöldi laga hans hafa skorađ hátt á fćreyskum vinsćldalistum.

  Sex manna hljómsveit Jens Lisbergs leikur fyrir dansi á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri núna um verslunarmannahelgina.  Ţađ verđur mikiđ hopp og hí.  Fjörlegir dansleikir eru sérsviđ Jens Lisbergs og félaga.  Í bland viđ frumsamin lög og önnur vinsćl fćreysk lög flytur Jens Lisberg ţekkt bandarísk kántrý-stuđlög á borđ viđ  Hello Mary Lou  og  Diggi,  Liggy,  Lo.   Ţau syngur Jens viđ fćreyska texta eftir Karl Eli.  Ţađ verđur heldur betur líf og fjör á dansgólfinu á Stokkseyri um helgina.

  Hér má heyra sýnishorn af lögunum á plötunni  Syng ein góđan.  Lagiđ  Mamma  er nr. 10: 

 http://www.tonlist.is/Music/Album/536897/jens_lisberg/syng_ein_godan/

  Hér má lesa meira um plötuna:

http://www.tutl.com/webshop/index.php?productID=477&PHPSESSID=2472besnacl4d2kc81g2n0itv3

  Hér er hćgt ađ heyra fjögur lög sem Jens Lisberg syngur á ensku fyrir alţjóđamarkađ:

http://www.myspace.com/jenslisberg

  Meira um Fćreyska fjölskyldudaga á Stokkseyri:

http://www.facebook.com/event.php?eid=140751525953424&ref=search#!/pages/Faereyskir-fjolskyldudagar/140770739276188?ref=ts

http://www.stokkseyri.is/web/news.php?nid=4934&view=one


Missiđ ekki af Rokklandi!

  Rokkland á rás 2 er ţáttur sem helst má ekki missa af.  Síst af öllu í dag.  Ţó ţetta sé jafnan eđalflottur ţáttur undir styrkri stjórn snillingsins Óla Palla ţá verđur ţátturinn í dag extra eđalflottur og toppar flesta eđa jafnvel alla fyrri ţćtti Rokklands.  Ţađ er nćsta víst.  Um síđustu helgi var Óli Palli nefnilega - ásamt fjölda annarra Íslendinga - staddur á G!Festivali í Götu í Fćreyjum.  Ţátturinn ber ţess sterk merki.  Ljósmyndin í "haus" ţessa bloggs er frá G!Festivali fyrir örfáum árum.

  Međal viđmćlenda Óla Palla í Rokklandi í dag verđa: Jón Tyril,  forsprakki G!Festivals og gítarleikari ClickhazeEivör;  hljómsveitin Páll Finnur Páll (sjá myndband hér fyrir neđan);  Sigvör Laksá,  umbođsmađur Eivarar;  Kristian Blak,  hljómborđsleikari og ađalsprauta fćreysks tónlistarlífs (sjá myndband hér fyrir neđan);  íslensku hljómsveitirnar FM Belfast og Bárujárn;  fćreyska ţungarokkssveitin Heljareyga sem er hliđarverkefni Hera,  söngvara og gítarleikara Týs (sjá myndband neđsta myndbandiđ);  hljómsveitin ÁfenginnSynarchy,  danska hljómsveitin Nephew (sjá myndband hér efst) og margt fleira spennandi.  Ţvílíkt fjör. 

  Rokkland er á dagskrá rásar 2 á milli klukkan 16.00 og 18.00.  Eivör og Kristian Blak fara síđan á kostum á Fćreyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um nćstu helgi - ásamt hátt í tveimur tugum annarra fćreyskra tónlistarmanna.  Ţađ verđur meiriháttar gaman. 


Bassaleikari The Kinks fallinn frá

  Í fyrradag lést Pete Quaife,  bassaleikari einnar ţekktustu hljómsveitar rokksögunnar,  The Kinks.  Pési spilađi í öllum vinsćlustu lögum hljómsveitarinnar.  Hinsvegar hćtti hann tvívegis í hljómsveitinni.  Fyrst í nokkra mánuđi 1966 og aftur í lok áratugarins.  Hann spilađi síđast međ The Kinks 1990 er hljómsveitin var vígđ inn í Frćgđarhöll rokksins (Rock and Roll Hall of Fame) í Bandaríkjunum.

  Pési stofnađi The Kinks 1961 međ Davis-brćđrunum,  Ray og Dave.  Framan af var ćskuvinur Pésa á trommunum.  Síđar leysti trommuleikari The Rolling Stones,  Mike Avory,  hann af. 

  Fyrstu árin var hljómsveitin iđulega bókuđ undir nafninu The Pete Quaife Quintet.  1963 var nafniđ The Kinks tekiđ í gagniđ.  Ţađ er stundum ranglega ţýtt í íslensku útvarpi sem Kóngarnir.  Nafniđ er dregiđ af afbrigđilegu kynlífi (kinký) jafnframt ţví ađ vera stafaleikur ađ hćtti Bítlanna,  The Beatles.

  Pési spilađi á 8 hljómleikum međ The Kinks á Íslandi 1965.  Ţá var hljómsveitin á hápunkti frćgđar sinnar.

  Pésa leiddist ađ vera í The Kinks utan sviđs.  Hann upplýsti ađ ţó liđsmenn hljómsveitarinnar hafi virst góđir vinir á sviđi hafi ţeir utan sviđs rifist og slegist eins og hundar og kettir.  Ekki einstaka sinnum heldur alltaf.  Illkvitni, kvikindisskapur og ofbeldishneigđ réđu ríkjum.  Jafnframt var ofríki Rays sem söngvahöfundar og útsetjara algjört.  Ef undan er skilinn slaki hvađ ţetta varđar á plötunni Village Green Preservation Society.  Hún kom út 1968.

  Síđustu áratugi bjó Pési í Kanada og starfađi ţar sem teiknari.


Ný og spennandi plata frá Hebba

herbertson

  Herbert Guđmundsson er í hljóđveri ţessa dagana ađ taka upp nýja plötu.  Plötuna vinnur hann međ Svani syni sínum.  Sá var nýveriđ kosinn besti söngvarinn í Músíktilraunum.  Ţeir feđgar semja lögin ţannig ađ Svanur leggur til hljómagang,  kaflaskipti og ţess háttar og Hebbi bregđur laglínum ofan á.  Í bland semur Hebbi einnig upp á gamla mátann á kassagítarinn sinn.

  Ţegar hafa 5 af 10 lögum plötunnar veriđ hljóđrituđ.  Gulli Briem sér um trommuleikinn;  Tryggvi Hübbner og Stefán Magnússon (Eiríkssonar) spila á gítara;  Haraldur Ţorsteinsson plokkar bassann;  Og Magnús og Jóhann syngja bakraddir. 

  Dr.  Gunni heyrđi upptökurnar á dögunum og skrifar á bloggsíđu sína:  "Ég heyrđi ekki betur en ţetta vćru allt meira og minna súperhittarar."

  Doktorinn hefur gott nef fyrir "hitturum".  Ég held ég fari rétt međ ađ hann eigi vinsćlasta lagiđ á rás 2 um ţessar mundir,   Vinsćll  međ Hvanndalsbrćđrum.

  Hebbi hefur sent frá ótal öfluga smelli í áranna rás.  Sumir eru orđnir sívinsćlir,  svo sem  Can´t Walk Away,  Hollywood  og  Svarađu kallinu.  Síđasta plata hans,  Spegill sálarinnar,  kom út 2008 og var hans besta.  Um hana má lesa hér:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/737633/

  Fyrir helgi var viđtal viđ Hebba á visir.is.  Ţar getur ađ heyra upphaf lagsins  Time.  Sjá:  http://www.visir.is/atti-erfitt-med-ad-vidurkenna-fraegdina---myndband/article/201045375416

  Time  verđur fyrsta lagiđ af plötunni sem fer í útvarpsspilun.  Ég ćtla ađ hlusta á ţađ í vikunni og lćt ykkur vita hvernig ţađ hljómar.  Ţangađ til er gaman ađ rifja upp: 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband