Færsluflokkur: Útvarp
18.9.2010 | 21:58
Besti þátturinn var frumfluttur á Nálinni í dag
Besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi er Fram og til baka og allt um kring með Gunna "Byrds" (Gunnar Gunnarsson, Gunni í Faco, Gunni í Japis). Þátturinn er að öllu jöfnu frumfluttur á Nálinni 101,5 á fimmtudögum á milli klukkan 19.00 og 21.00. Hann er síðan endurfluttur á laugardögum á milli klukkan 11.00 og 13.00. Síðasta fimmtudag brá aftur á móti svo við að Gunnar lá lasinn heima. Í stað frumflutnings var endurfluttur eldri þáttur. Sem var ekki mikill skaði því sá þáttur var meiriháttar flottur. Í seinni hluta hans var stiklað á stóru í ferli Guðmundar heitins Ingólfssonar píanósnillings. Þar voru spilaðar sjaldheyrðar djassperlur með kappanum ásamt því sem gestur Gunnars, Birna Þórðardóttir barnsmóðir og ekkja Guðmundar, sagði frá.
Þrátt fyrir slæma haustflensu reif Gunnar sig á fætur í morgun og frumflutti þátt sinn. Ég veit ekki hvernig verður staðið að endurflutningi á honum. Hvort það verður á fimmtudaginn eða hvort Gunni frumflytur þá að venju nýjan þátt. Hvenær sem þátturinn frá í dag verður endurfluttur þá hlakka ég til að heyra hann aftur. Bæði var lagavalið að venju verulega áhugavert og sömuleiðis flæðir fróðleikurinn af vörum Gunnars.
Í þættinum í dag kynnti Gunnar meðal annars Gene Clark, bandarískan söngvahöfund, söngvara og gítarleikara. Gene var í The Byrds og dúettinum Dillard & Clark. Hann gerði líka nokkarar plötur með Clöru Olsen. Gunnar kynntist þessum Gene persónulega en Gene dó sama daginn og Bob Dylan vinur hans hélt upp á 50 ára afmæli sitt.
Sitthvað fleira spilaði og kynnti Gunnar í þættinum í dag. Til að mynda Elvis Costello, Roger McGuinn og írska söngkonu sem ég man ekki nafnið á. Þá upplýsti Gunnar hvaða Bítlalag er byggt á því lagi sem The Byrds flytja í myndbandinu hér fyrir neðan. Ég ætla ekki að upplýsa það hér heldur láta ykkur vita hvenær þátturinn verður endurfluttur - þegar það liggur fyrir. Það er nefnilega skemmtilegra að heyra lögin spiluðu í röð í þættinum.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.9.2010 | 21:54
Lagalistinn í kvöld
Sunnudagshugvekjan var á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 á milli klukkan 19.00 og 21.00 í kvöld. Það er eiginlega að komast hefð á að Sunnudagshugvekjan sé á dagskrá á sunnudögum á þessum tíma. Svo er hún endurflutt á föstudagskvöldum á sama tíma; á milli klukkan 19.00 og 21.00.
Sigvaldi Búi var tæknimaður og meðstjórnandi fyrstu vikurnar. En það er eins og það hitti illa á fyrir hann að mæta á þessum tíma. Að minnsta kosti spurðist ekkert til hans í kvöld. Sem betur fer greip ég með mér á síðustu stundu nokkrar aukaplötur. Til vara. Það kom sér aldeilis vel. Verra er að mig vantar meiri þjálfun á tækniborðið til að allt gangi eins og smurt fyrir sig. Í kvöld varð mér einhvern veginn á að ýta á takka sem slökkti á músíkinni. Það er gaman þegar svoleiðis gerist. En ennþá meira gaman þegar mér tókst að finna út hvað olli vandræðunum.
Þannig var lagalistinn í kvöld:
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083677/
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/
Útvarp | Breytt 13.9.2010 kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
10.9.2010 | 22:03
Missið ekki af endurflutningi besta útvarpsþáttarins
Á morgun, á milli klukkan 11.00 og 13.00, verður besti útvarpsþátturinn endurfluttur á Nálinni fm 101.5. Fram og til baka og allt í kring með Gunna "Byrds" var frumfluttur í gærkvöldi. Í fyrri hluta þáttarins voru kynnt og spiluð gullkorn með The Byrds, Love og Neil Young með tilheyrandi fróðleiksmolum. Seinni hluti þáttarins var undirlagður umfjöllun um tónlist píanósnillingsins Guðmundar Ingólfssonar. Þar naut Gunni liðsinnis Birnu Þórðardóttur, ekkju og barnsmóður Guðmundar.
Það voru spiluð og fjallað um mörg lög með Guðmundi sem lítið hafa heyrst í útvarpi í bland við þekktari lög kappans. Þetta var virkilega flottur þáttur. Afar skemmtilegur og fróðlegur. Þau Gunni og Birna voru á góðu flug. Kát og hress að vanda. Meðal annars fór fram heimsfrumflutningur á ljóðalestri Birnu við undirleik magnaðs lags Guðmundar, Blús fyrir Birnu. Missið ekki af endurflutningnum. Þeir sem tök hafa á geta heyrt þetta á netinu með því að smella á http://media.vortex.is/nalinfm
Útvarp | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.9.2010 | 22:46
Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083677/
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/
Útvarp | Breytt 6.9.2010 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.9.2010 | 17:11
Heimsfrumflutningur í Sunnudagshugvekjunni í kvöld
Á slaginu klukkan 19.00 í kvöld hefst Sunnudagshugvekjan á Nálinni 101,5. Það verður nú meira fjörið. Alveg til klukkan 21.00 í það minnsta. Hvað í boði verður er óljóst á þessari stundu. Að mestu. Þó liggur fyrir heimsfrumflutningur í útvarpi á nýju íslensku lagi. Það er spennandi. Einhverjir fastir liðir skjóta upp kollinum að venju. Þar á meðal verða reggí-lag dagsins, pönk-klassíkin og skrýtna lagið. Skrýtna lagið er einkar áhugavert. Eins og reyndar yfirleitt.
Sigvaldi Búi býður væntanlega upp á sérvalda soul-perlu. Í heimspopphluta þáttarins hef ég grun um að við heyrum sungið á spænsku og fleiri áheyrilegum tungumálum. Mig langar til að heyra sungið á grænlensku. Kannski gengur það eftir. Og kannski kem ég líka með sparnaðarráð.
Óskalagið Fox on the Run með Manfred Mann verður spilað fyrir Sigurð I.B. Guðmundsson.
Mörgum þykir þægilegra að hlusta á Nálina á netinu. Ekki síst þeim sem eru staðsettir utan útsendingasvæðis Nálarinnar á stuttbylgju. Til að hlusta á Nálina á netinu þarf aðeins að smella á þessa slóð: http://media.vortex.is/nalinfm
Útvarp | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2010 | 22:10
Missið ekki af endurflutningi besta þáttarins á laugardaginn
Vonandi misstu fáir eða engir í kvöld af besta tónlistarþættinum í útvarpi, þættinum Fram og til baka og allt í kring á Nálinni fm 101,5. Í þættinum í kvöld reitti Gunni "Byrds" af sér í bráðskemmtilegum kynningum fróðleiksmola um hina ýmsu tónlistarmenn og lög. Lagavalið var fjölbreytt að venju: Allt frá Bítlunum og Dylan til Louis Armstrongs og Ellu Fitzgerald. Lögin tengdust þó öll á einhvern hátt - þennan 2ja klukkutíma þátt út í gegn.
Eins og oft áður hristi Gunni fram úr erminni nokkrar sjaldgæfar upptökur með frægu tónlistarfólki. Að þessu sinni voru það heimagerðar upptökur með John og Yoko.
Samkvæmt skoðanakönnun hér ofarlega til vinstri á þessari síðu hefur um helmingur þátttakenda ekki hlustað á Nálina. Því er hætta á að einhverjir þeirra hafi misst af þættinum í kvöld. Mikilvægt er að bæta úr því. Þátturinn er endurfluttur á milli klukkan 11.00 til 13.00 á laugardaginn. Það er gert með því að stilla á 101,5 á fm eða smella á þessa slóð á netinu: http://media.vortex.is/nalinfm
Til að muna þetta er upplagt að láta húðflúra þessar upplýsingar á framhandlegg hægri handar.
Útvarp | Breytt 3.9.2010 kl. 02:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.8.2010 | 21:57
Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni í kvöld
Sunnudagshugvekjan í kvöld á Nálinni fm 101,5 varð öðruvísi en til stóð. Þegar ég mætti í húsakynni Nálarinnar var Sigvaldi Búi fjarri góðu gamni og átti ekki heimangengt. Ég var einungis með minn helming af lögunum sem átti að spila í þættinum. Nú voru góð ráð dýr. Mér til lífs varð að ég var með einhver af lögum úr eldri Sunnudagshugvekjum inni á minnislyklinum mínum. Ég gat því bætt þeim inn í lagalistann sem á vantaði í stað laganna frá Sigvalda Búa.
Þannig var lagalistinn í þættinum í kvöld:
1 Kynningarlagið: The Clash: Time is Tight
2 Týr frá Færeyjum: The Wild Rover
3 Backbeat: Long Tall Sally
4 Gram Parsons: Big Mouth Blues
5 Óskalag fyrir Sigurð I. B. Guðmundsson: Mannfred Mann: Ha! Ha! Said the Clown
6 Pönk-klassíkin: Generation X: Gimme Some Truth
7 Reggí-lag þáttarins: Apache Indian: Boom Shak-A Lak
8 Skrýtna lagið: Stan Freberg: Banana Boat
9 Kolrassa krókríðandi: Spáðu í mig
10 Ticky Tock frá Þýskalandi: Auf Der Flucht Vor Staub und Drek
11 GCD: Hótel Borg
12 Clickhaze frá Færeyjum: Daylight
13 Mannakorn: Komdu í partý
14 Kolt frá Póllandi: Nochny Express
15 Georgie Satallites: Hippy Hippy Shake
16 Nazareth: Razamanaz
17 Joan Baez: The Night They Drow Old Dixie Down
18 Uriah Heep: Eazy Livin´
19 Bítlarnir: Helter Skelter
20 Bítlarnir: Revolution # 9
21 Afkynningarlagið: The Clash: Time is Tight
Sunnudagshugvekjan er endurflutt á föstudagskvöldum á milli klukkan 7 og 9. Hún er send út á netinu á slóðinni http://media.vortex.is/nalinfm
Lagalista eldri þátta má sjá hér:
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083677/
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1087525/
Útvarp | Breytt 1.9.2010 kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.8.2010 | 22:13
Ganga flestir um naktir heima hjá sér?
Þetta er ekki beinlínis könnun heldur spurning sem kviknaði þegar ég hlustaði á útvarpsþátt. Ljómandi skemmtilegan og áhugaverðan útvarpsþátt um heilsu og eitthvað svoleiðis. Það var verið að ræða við konu. Fróða konu um heilsu, fegurð og neglur. Hún var eitthvað að tala um það þegar fólk fer úr hlýju húsi út í nístandi vetrarhörkur. Ég tók ekki almennilega eftir en held að hún hafi talið það hafa vond áhrif á neglur eða húð eða eitthvað. Nema í miðri þessari frásögn tók hún þannig til orða: "Yfirleitt hefur fólk 22ja gráðu hita inni hjá sér. Flestir vilja geta stríplast heima hjá sér."
Mér er kunnugt um að John & Yoko gengu iðulega um nakin heima hjá sér. Sömuleiðis hafa fréttir birst af vandræðagangi starfsmanna og foreldra Britney Spears við að koma henni í brækur heima við. Reyndar ku vera ennþá meira vandamál að fá hana til að þrífa sig. Hún forðast bað og sturtu svo vikum og mánuðum skiptir. En það er annað mál. Þrátt fyrir þessi dæmi hafði ég ekki hugmynd um að FLESTIR gangi um naktir heima hjá sér. Ég hélt að það væru bara frægu og skrýtnu poppstjörnurnar í útlöndum.
Nú hefur Yoko, næstum áttræð, lýst því yfir að hún ætli að halda upp á sjötugs afmæli Johns á Íslandi 9. október. Nakin?
Útvarp | Breytt s.d. kl. 22:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
22.8.2010 | 22:25
Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni
Sunnudagshugvekjan á Nálinni fm 101,5 tókst hið besta í flesta staði í kvöld. Hún var svo gott sem á milli klukkan 19.00 til 21.00. Bæði þeir sem hlusta á Sunnudagshugvekjuna og ekki síður þeir sem misstu af henni eru friðlausir að sjá lagalistann hjá okkur Sigvalda Búa Þórarinssyni. Þess vegna er mér ljúft að birta listann. Svona var hann í dag:
http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/
Hægt er að hlusta á Nálina á netinu með því að smella á http://media.vortex.is/nalinfm
Takið svo þátt í skoðanakönnun hér ofarlega á síðunni til vinstri.
Lagið á myndbandinu hér fyrir neðan er May This be Love með Emmylou Harris þó það sé myndskreytt með höfundinum, Jimi Hendrix, og skráð á upptökustjórann, Daniel Lanois. Sá kanadíski upptökusnillingur er kannski þekktastur fyrir vinnu sína fyrir U2 og Bob Dylan.
Útvarp | Breytt 23.8.2010 kl. 18:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
19.8.2010 | 17:04
Besti útvarpsþátturinn á dagskrá í kvöld
Þátturinn Fram og til baka og allt í kring er á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 í kvöld á milli klukkan 19.00 og 21.00. Gunni "Byrds" (Gunnar Gunnarsson, Gunni í Faco) stýrir þættinum af stakri snilld. Þó aðeins tveir þættir séu að baki hefur Fram og til baka og allt í kring stimplað sig inn sem besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi.
Til að endurtaka mig ekki um of vísa ég á umsögn um fyrsta þáttinn: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083398/
Upptaka á síðasta þætti misheppnaðist á þann hátt að ekki var hægt að endurflytja þáttinn. Ég vona að Gunni endurspili í kvöld eitthvað af lögunum úr þeim þætti í staðinn. Þar voru á meðal sjaldheyrðar upptökur með Everly Brothers og fleirum.
Höskuldur Höskuldsson, harðlínu aðdáandi The Rolling Stones og Pretty Things, verður gestur Gunnars í kvöld. Þátturinn verður síðan endurfluttur á laugardaginn á milli klukkan 11.00 og 13.00. Hægt er að hlusta á Nálina á netinu með því að smella á þennan hlekk: http://media.vortex.is/nalinfm,
Útvarp | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)