Færsluflokkur: Útvarp

Besti þátturinn var frumfluttur á Nálinni í dag

 

 Besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi er  Fram og til baka og allt um kring  með Gunna "Byrds" (Gunnar Gunnarsson,  Gunni í Faco,  Gunni í Japis).  Þátturinn er að öllu jöfnu frumfluttur á Nálinni 101,5 á fimmtudögum á milli klukkan 19.00 og 21.00.  Hann er síðan endurfluttur á laugardögum á milli klukkan 11.00 og 13.00.  Síðasta fimmtudag brá aftur á móti svo við að Gunnar lá lasinn heima.  Í stað frumflutnings var endurfluttur eldri þáttur.  Sem var ekki mikill skaði því sá þáttur var meiriháttar flottur.  Í seinni hluta hans var stiklað á stóru í ferli Guðmundar heitins Ingólfssonar píanósnillings.  Þar voru spilaðar sjaldheyrðar djassperlur með kappanum ásamt því sem gestur Gunnars,  Birna Þórðardóttir barnsmóðir og ekkja Guðmundar,  sagði frá.

  Þrátt fyrir slæma haustflensu reif Gunnar sig á fætur í morgun og frumflutti þátt sinn.  Ég veit ekki hvernig verður staðið að endurflutningi á honum.  Hvort það verður á fimmtudaginn eða hvort Gunni frumflytur þá að venju nýjan þátt.  Hvenær sem þátturinn frá í dag verður endurfluttur þá hlakka ég til að heyra hann aftur.  Bæði var lagavalið að venju verulega áhugavert og sömuleiðis flæðir fróðleikurinn af vörum Gunnars. 

  Í þættinum í dag kynnti Gunnar meðal annars Gene Clark,  bandarískan söngvahöfund,  söngvara og gítarleikara.  Gene var í The Byrds og dúettinum Dillard & Clark.  Hann gerði líka nokkarar plötur með Clöru Olsen.  Gunnar kynntist þessum Gene persónulega en Gene dó sama daginn og Bob Dylan vinur hans hélt upp á 50 ára afmæli sitt.

  Sitthvað fleira spilaði og kynnti Gunnar í þættinum í dag.  Til að mynda Elvis Costello,  Roger McGuinn og írska söngkonu sem ég man ekki nafnið á.  Þá upplýsti Gunnar hvaða Bítlalag er byggt á því lagi sem The Byrds flytja í myndbandinu hér fyrir neðan.  Ég ætla ekki að upplýsa það hér heldur láta ykkur vita hvenær þátturinn verður endurfluttur - þegar það liggur fyrir.  Það er nefnilega skemmtilegra að heyra lögin spiluðu í röð í þættinum.

 


Lagalistinn í kvöld

 

 Sunnudagshugvekjan  var á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 á milli klukkan 19.00 og 21.00 í kvöld.  Það er eiginlega að komast hefð á að  Sunnudagshugvekjan  sé á dagskrá á sunnudögum á þessum tíma.  Svo er hún endurflutt á föstudagskvöldum á sama tíma;  á milli klukkan 19.00 og 21.00. 

  Sigvaldi Búi var tæknimaður og meðstjórnandi fyrstu vikurnar.  En það er eins og það hitti illa á fyrir hann að mæta á þessum tíma.  Að minnsta kosti spurðist ekkert til hans í kvöld.  Sem betur fer greip ég með mér á síðustu stundu nokkrar aukaplötur.  Til vara.  Það kom sér aldeilis vel.  Verra er að mig vantar meiri þjálfun á tækniborðið til að allt gangi eins og smurt fyrir sig.  Í kvöld varð mér einhvern veginn á að ýta á takka sem slökkti á músíkinni.  Það er gaman þegar svoleiðis gerist.  En ennþá meira gaman þegar mér tókst að finna út hvað olli vandræðunum.

  Þannig var lagalistinn í kvöld:

1    Kynningarlag þáttarins:  The Clash:  Time is Tight 
2    Eric Clapton:  It Hurts Me Too   
3    Miracle Legion:  Mr. Space Man (eftir The Byrds/Roger McGuinn)
4    Óskalag fyrir Guðmund Júlíusson:  Nazareth:  Broken Down Angel 
5    The Band:  Promised Land (eftir Chuck Berry)
6    Pönk-klassíkin:  Anti-Nowhere League:  Streets of London 
7    Reggí-perlan:  Derrick Morgan:  Some woman must Cry  (eftir Bob Marley)
8    M´as Blues Band frá Færeyjum:  Taxa Jón  
9    Fræbbblarnir:  Guðjón  (eftir Hörð Torfason)
10  Youssou N´Dour frá Senegal:  Bamako  
11  Steinn Kárason:  Of seint 
12  Thunderstone frá Finnlandi:  Diamond and Rust (eftir Joan Baez) 
13  Samsteypan:  Friður á jörð  (Give Peace a Chance)
14  Veckans Klubba frá Svíþjóð:  Vem Har snott mín sprit?
15  Megas:  Stína Ó Stína 
16  Norman Greenbaum:  Spirit in the sky 
17  Beck:  Leopard-Skin Pill-box Hat (eftir Bob Dylan)
18  Hawkwind:  Silver Machine 
19  The Byrds:  Tiffany Queen 
20  Public Image Limited:  Rise 
21  Afkynningarlag:  The Clash:  Time is Tight
.
Hér eru laglaistar eldri þáttanna:
.
  Á myndbandinu efst flytur Eric Clapton 70 ára gamlan blús eftir Leadbelly.  Það er athyglisvert að þarna spilar Klapparinn ekki á sólógítar.   Í  Sunnudagshugvekjunni  flutti Eiríkur gamlan blús eftir Elmore James.
  Hér fyrir neðan þvertekur Johnny (Rotten) Lydon fyrir að hann sé að syngja ástarsöng.  Lagið byrjar ekki spennandi en magnast verulega þegar á líður og hlustandinn fer að venjast stemmningu þess.  Í  Sunnudaghugvekjunni  voru Johnny og félagar í ennþá betri gír í laginu  Rise.  Þið heyrið það á Nálinni fm 101,5 á föstudaginn.  Eða með því að fara á netið og smella á http://media.vortex.is/nalinfm
  Til gamans má geta að Johnny Rotten efnaðist á tímabili með því að kaupa íbúðir í niðurnýslu í New York,  gera þær upp og selja með góðum hagnaði.  Svo hrundi húsnæðismarkaðurinn í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Þá dustaði Johnny rykið af Sex Pistols.  Núna hefur hann sett á markað Sex Pistols ilmvatn.  Sem er nokkuð skondið því liðsmenn Sex Pistols voru þekktir fyrir að lykta illa vegna áhugaleysis á hreinlæti.  Síðar á árinu kemur á markað Sex Pistols sápa og því næst Sex Pistols sjampó.  Johnny Rotten og félagar eru húmoristar.   
.

Missið ekki af endurflutningi besta útvarpsþáttarins

Gunni-Byrds 

  Á morgun,  á milli klukkan 11.00 og 13.00,  verður besti útvarpsþátturinn endurfluttur á Nálinni fm 101.5.  Fram og til baka og allt í kring  með Gunna "Byrds" var frumfluttur í gærkvöldi.  Í fyrri hluta þáttarins voru kynnt og spiluð gullkorn með The Byrds,  Love og Neil Young með tilheyrandi fróðleiksmolum.  Seinni hluti þáttarins var undirlagður umfjöllun um tónlist píanósnillingsins Guðmundar Ingólfssonar.  Þar naut Gunni liðsinnis Birnu Þórðardóttur,  ekkju og barnsmóður Guðmundar. 

  Það voru spiluð og fjallað um mörg lög með Guðmundi sem lítið hafa heyrst í útvarpi í bland við þekktari lög kappans.  Þetta var virkilega flottur þáttur.  Afar skemmtilegur og fróðlegur.  Þau Gunni og Birna voru á góðu flug.  Kát og hress að vanda.  Meðal annars fór fram heimsfrumflutningur á ljóðalestri Birnu við undirleik magnaðs lags Guðmundar,  Blús fyrir Birnu.  Missið ekki af endurflutningnum.  Þeir sem tök hafa á geta heyrt þetta á netinu með því að smella á http://media.vortex.is/nalinfm


Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni

.
  Sunnudagshugvekjan  í kvöld á Nálinni fm 101,5 var ekki alveg eins og að var stefnt.  Meðstjórnandi minni og tæknimaður,  Sigvaldi Búi,  komst ekki.  Ég varð því að bjarga mér einn.  Reyndar með dyggri aðstoð Jóns Hjálmarssonar.  Takk fyrir það.  Hann setti mig inn í tæknimálin þannig að ég gæti afgreitt svona þátt einn og óstuddur.
.
  Til að byrja með er dálítið ruglingslegt að kynna næsta lag á meðan einn diskur er tekinn úr spilaranum,  annar settur í,  rétta lagið fundið,  sett í startholur og það allt saman.  Allir þessir ókunnu takkar og sleðar eru ógnvekjandi til að byrja með.  Er leið á þáttinn varð þetta leikur einn.  Ég var í smá stund að átta mig á því að lögin eru í mismiklum styrk á milli diska.  Vonandi var ekki áberandi þegar ég þurfti að kljást við það.
.
  Mér hættir til að hafa kynningar helst til langar.  Það er svona þegar lög og flytjendur eru í uppáhaldi og margt um lög og flytjendur að segja.  Sigvaldi Búi hefur veitt mér aðhald hvað þennan kæk varðar.
.
  Reyndar kom þetta ekki verulega að sök í þetta sinn vegna þess að ég hafði reiknað með að Sigvaldi Búi kæmi með lagasafn.  Ég var ekki með fleiri lög tiltæk en þau sem ég spilaði og kann ekki að sækja lög í lagabanka Nálarinnar.  Þar fyrir utan reyni ég að velja til spilunar lög sem eru ekki í lagabanka stöðvarinnar.
.
1   Kynningarlagið:  The ClashTime is Tight
2   Iggy PopReal Wild Child 
3   Sex PistolsRock Around the Clock 
4   Óskalag fyrir Sigurð I.B. Guðmundsson:   Manfred MannFox on the Run 
5   Roger McGuinnThe Trees are all Gone  
6   Reggí-perlan:  Desmond Dekker:  Israelites 
7   Pönk-klassíkin:  AdvertsGary Gilmore´s Eyes
8   Skrýtna lagið:  Sigríður NíelsdóttirKúarekstur 
9   Pétur Kristjánsson & Rúnar JúlíussonÆði  (eftir Jóhann Helgason og Sverri Stormsker)
10  Manu Chao frá Frakklandi.  Sungið á spænskuMe Gustas Tu 
11  Steinn KárasonHrunadans 
12  Sissisoq frá GrænlandiPulateriaarsuk 
13  Kátir PiltarSætar eru systur 
14  Clickhaze frá FæreyjumSkirvin Flá 
15  Lou ReedHooky Wooky
16  The ClashRobber Dub
  .
.
.
  Sunnudagshugvekjan  er endurflutt á föstudaginn á milli klukkan 19.00 og 21.00.
  Fyrri lagalistar  Sunnudagshugvekjunnar

Heimsfrumflutningur í Sunnudagshugvekjunni í kvöld

  Á slaginu klukkan 19.00 í kvöld hefst  Sunnudagshugvekjan  á Nálinni 101,5.   Það verður nú meira fjörið.  Alveg til klukkan 21.00 í það minnsta.  Hvað í boði verður er óljóst á þessari stundu.  Að mestu.  Þó liggur fyrir heimsfrumflutningur í útvarpi á nýju íslensku lagi.  Það er spennandi.  Einhverjir fastir liðir skjóta upp kollinum að venju.  Þar á meðal verða reggí-lag dagsins,  pönk-klassíkin og skrýtna lagið.  Skrýtna lagið er einkar áhugavert.  Eins og reyndar yfirleitt.

  Sigvaldi Búi býður væntanlega upp á sérvalda soul-perlu.  Í heimspopphluta þáttarins hef ég grun um að við heyrum sungið á spænsku og fleiri áheyrilegum tungumálum.  Mig langar til að heyra sungið á grænlensku.  Kannski gengur það eftir.  Og kannski kem ég líka með sparnaðarráð.

  Óskalagið  Fox on the Run  með Manfred Mann verður spilað fyrir Sigurð I.B. Guðmundsson.

  Mörgum þykir þægilegra að hlusta á Nálina á netinu.  Ekki síst þeim sem eru staðsettir utan útsendingasvæðis Nálarinnar á stuttbylgju.  Til að hlusta á Nálina á netinu þarf aðeins að smella á þessa slóð:  http://media.vortex.is/nalinfm


Missið ekki af endurflutningi besta þáttarins á laugardaginn

  Vonandi misstu fáir eða engir í kvöld af besta tónlistarþættinum í útvarpi,  þættinum  Fram og til baka og allt í kring á Nálinni fm 101,5.  Í þættinum í kvöld reitti Gunni "Byrds" af sér í bráðskemmtilegum kynningum fróðleiksmola um hina ýmsu tónlistarmenn og lög.  Lagavalið var fjölbreytt að venju:  Allt frá Bítlunum og Dylan til Louis Armstrongs og Ellu Fitzgerald.  Lögin tengdust þó öll á einhvern hátt - þennan 2ja klukkutíma þátt út í gegn.

  Eins og oft áður hristi Gunni fram úr erminni nokkrar sjaldgæfar upptökur með frægu tónlistarfólki.  Að þessu sinni voru það heimagerðar upptökur með John og Yoko.

  Samkvæmt skoðanakönnun hér ofarlega til vinstri á þessari síðu hefur um helmingur þátttakenda ekki hlustað á Nálina.  Því er hætta á að einhverjir þeirra hafi misst af þættinum í kvöld.  Mikilvægt er að bæta úr því.  Þátturinn er endurfluttur á milli klukkan 11.00 til 13.00 á laugardaginn.  Það er gert með því að stilla á 101,5 á fm eða smella á þessa slóð á netinu:   http://media.vortex.is/nalinfm 

  Til að muna þetta er upplagt að láta húðflúra þessar upplýsingar á framhandlegg hægri handar.


Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni í kvöld

 

  Sunnudagshugvekjan  í kvöld á Nálinni fm 101,5 varð öðruvísi en til stóð.  Þegar ég mætti í húsakynni Nálarinnar var Sigvaldi Búi fjarri góðu gamni og átti ekki heimangengt.  Ég var einungis með minn helming af lögunum sem átti að spila í þættinum.  Nú voru góð ráð dýr.  Mér til lífs varð að ég var með einhver af lögum úr eldri  Sunnudagshugvekjum  inni á minnislyklinum mínum.  Ég gat því bætt þeim inn í lagalistann sem á vantaði í stað laganna frá Sigvalda Búa. 

  Þannig var lagalistinn í þættinum í kvöld:

1   Kynningarlagið:  The Clash:  Time is Tight

2   Týr frá Færeyjum:  The Wild Rover

3   Backbeat:  Long Tall Sally

4   Gram Parsons:  Big Mouth Blues

5   Óskalag fyrir Sigurð I. B. Guðmundsson:  Mannfred Mann:  Ha! Ha! Said the Clown

6   Pönk-klassíkin:  Generation X:  Gimme Some Truth

7   Reggí-lag þáttarins:  Apache Indian:  Boom Shak-A Lak

8   Skrýtna lagið:  Stan Freberg:  Banana Boat

9   Kolrassa krókríðandi:  Spáðu í mig

10 Ticky Tock frá Þýskalandi:  Auf Der Flucht Vor Staub und Drek

11 GCD:  Hótel Borg

12 Clickhaze frá Færeyjum:  Daylight

13 Mannakorn:  Komdu í partý

14 Kolt frá Póllandi:  Nochny Express

15 Georgie Satallites:  Hippy Hippy Shake

16 Nazareth:  Razamanaz

17 Joan Baez:  The Night They Drow Old Dixie Down

18 Uriah Heep:  Eazy Livin´

19 Bítlarnir:  Helter Skelter

20 Bítlarnir:  Revolution # 9

21 Afkynningarlagið:  The Clash:  Time is Tight 

  Sunnudagshugvekjan  er endurflutt á föstudagskvöldum á milli klukkan 7 og 9.  Hún er send út á netinu á slóðinni  http://media.vortex.is/nalinfm 

Lagalista eldri þátta má sjá hér:

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083677/

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1087525/


Ganga flestir um naktir heima hjá sér?

two_virgins

  Þetta er ekki beinlínis könnun heldur spurning sem kviknaði þegar ég hlustaði á útvarpsþátt.  Ljómandi skemmtilegan og áhugaverðan útvarpsþátt um heilsu og eitthvað svoleiðis.  Það var verið að ræða við konu.  Fróða konu um heilsu, fegurð og neglur.  Hún var eitthvað að tala um það þegar fólk fer úr hlýju húsi út í nístandi vetrarhörkur.  Ég tók ekki almennilega eftir en held að hún hafi talið það hafa vond áhrif á neglur eða húð eða eitthvað.  Nema í miðri þessari frásögn tók hún þannig til orða:  "Yfirleitt hefur fólk 22ja gráðu hita inni hjá sér.  Flestir vilja geta stríplast heima hjá sér."

  Mér er kunnugt um að John & Yoko gengu iðulega um nakin heima hjá sér.  Sömuleiðis hafa fréttir birst af vandræðagangi starfsmanna og foreldra Britney Spears við að koma henni í brækur heima við.  Reyndar ku vera ennþá meira vandamál að fá hana til að þrífa sig.  Hún forðast bað og sturtu svo vikum og mánuðum skiptir.  En það er annað mál.  Þrátt fyrir þessi dæmi hafði ég ekki hugmynd um að FLESTIR gangi um naktir heima hjá sér.  Ég hélt að það væru bara frægu og skrýtnu poppstjörnurnar í útlöndum.

  Nú hefur Yoko,  næstum áttræð,  lýst því yfir að hún ætli að halda upp á sjötugs afmæli Johns á Íslandi 9. október. Nakin?   

fri_arsulan.jpg


Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni

 

  Sunnudagshugvekjan  á Nálinni fm 101,5 tókst hið besta í flesta staði í kvöld.  Hún var svo gott sem á milli klukkan 19.00 til 21.00.  Bæði þeir sem hlusta á  Sunnudagshugvekjuna  og ekki síður þeir sem misstu af henni eru friðlausir að sjá lagalistann hjá okkur Sigvalda Búa Þórarinssyni.  Þess vegna er mér ljúft að birta listann.  Svona var hann í dag:

1  Kynningarlagið:  The Clash:  Time is Tight
Motorhead:  Ace of Spades 
Nazareth:  Razamanaz
David Bowie:  Jean Genie
Ram Jam:  Black Betty
6  Led Zeppelin:  Rock and Roll
Emmylou Harris:  May This be Love
Little Richard:  Lucille
9  Reggae-gullmolinn:  Bob Marley:  Rastaman Chant
10 Soul-lag dagsins:  The Music Exploision:  Little Bit o´ Soul
11 Pönk-klassíkin:  The Damned:  New Rose
12 Skrítna lagið:  Guðjón Rúdólf:  Minimanía
13 Serge Gainsbourg frá Frakklandi:  Marilou Reggae
14 Þeyr:  Rúdólf
15 Shonen Knife frá Japan:  Ah, Singapore
16 Mánar:  Söngur Satans
17 Miriam Makeba frá Suður-Afríku:  Mbube
18 Fræbbblarnir:  Bjór
19 Björk & Björgvin Gíslason:  Afi
20 Kári P. frá Færeyjum:  Talað við gluggan
21 Sigga Beinteins:  Þakklæti 
.
  Þetta er ekki amalegur lagalisti.  Þess er vandlega gætt að íslensk tónlist fái notið sín ásamt heimspoppi frá löndum utan engilsaxneska málsvæðisins.  Engu að síður er það klassíska rokkið sem við gerum út á. Góðu fréttirnar eru þær að Sunnudagshugvekjan er endurflutt á föstudaginn á milli klukkan 19.00 og 21.00. 
  Það er alltaf gaman að heyra viðbrögð við  Sunnudagshugvekjunni.  Líka beiðni um óskalag eða óskalög sem þið teljið að eigi erindi.  Er þátturinn of-eitthvað? Of pönkaður? Of "soft"? Of poppaður?  Er lagið með Emmylou Harris,  May This be Love,  ekki magnað? Jú,  og það er eftir Jimi Hendrix.  Sama lag má heyra í flutningi Jimi Hendrix sjálfs í næstu bloggfærslu hér fyrir neðan. 
  Lagalistar fyrri þátta:
.

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/

  Hægt er að hlusta á Nálina á netinu með því að smella á http://media.vortex.is/nalinfm 

  Takið svo þátt í skoðanakönnun hér ofarlega á síðunni til vinstri.

  Lagið á myndbandinu hér fyrir neðan er  May This be Love  með Emmylou Harris þó það sé myndskreytt með höfundinum,  Jimi Hendrix,  og skráð á upptökustjórann,  Daniel Lanois.  Sá kanadíski upptökusnillingur er kannski þekktastur fyrir vinnu sína fyrir U2 og Bob Dylan.


Besti útvarpsþátturinn á dagskrá í kvöld

 

  Þátturinn  Fram og til baka og allt í kring  er á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 í kvöld á milli klukkan 19.00 og 21.00.  Gunni "Byrds" (Gunnar Gunnarsson,  Gunni í Faco) stýrir þættinum af stakri snilld.  Þó aðeins tveir þættir séu að baki hefur  Fram og til baka og allt í kring  stimplað sig inn sem besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi.

  Til að endurtaka mig ekki um of vísa ég á umsögn um fyrsta þáttinn:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083398/

  Upptaka á síðasta þætti misheppnaðist á þann hátt að ekki var hægt að endurflytja þáttinn.  Ég vona að Gunni endurspili í kvöld eitthvað af lögunum úr þeim þætti í staðinn.  Þar voru á meðal sjaldheyrðar upptökur með Everly Brothers og fleirum. 

  Höskuldur Höskuldsson,  harðlínu aðdáandi The Rolling Stones og Pretty Things,  verður gestur Gunnars í kvöld.  Þátturinn verður síðan endurfluttur á laugardaginn á milli klukkan 11.00 og 13.00.  Hægt er að hlusta á Nálina á netinu með því að smella á þennan hlekk:  http://media.vortex.is/nalinfm,


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband