Fćrsluflokkur: Útvarp
1.2.2017 | 11:53
Útvarp Saga sniđgengin
Skođanakannanafyrirtćkiđ Gallup kannar í dag hlustun á útvarpsstöđvar. Spurt er: "Hversu oft ađ jafnađi hlustar ţú á eftirfarandi útvarpsstöđvar?" Ţví nćst eru taldar upp allflestar íslenskar útvarpsstöđvar. Viđ hverja ţeirra á ađ gefa upp hvort ađ hlustađ er á hana: a) daglega, b) 4-6 sinnum á viku, c) 1-3 sinnum á viku, d) sjaldnar, e) nć útsendingum en hlusta ekki, f) nć ekki útsendingum.
Ţessar útvarpsstöđvar eru taldar upp: Bylgjan, FM 957, Létt Bylgjan 96,7, Rás 1, Rás 2, Gull Bylgjan 90,9, Kiss Fm 104,5, FlashBack 91,9, Fm Extra 101,5, X-iđ 97,7, K-100,5, FMX Klassík 103,9, Útvarp Hringbraut, Suđurland FM, Ađrar.
Athygli vekur ađ Útvarp Saga er sniđgengin í könnuninni. Afar einkennilegt í ljósi ţess ađ í öđrum hlustendakönnunum mćlist hún vera ein ţriggja stöđva međ mesta hlustun. Hinar eru Bylgjan og Rás 2.
Hvađ veldur ţví ađ ein vinsćlasta útvarpsstöđ landsins er útundan í yfirgripsmikilli hlustendakönnun? Hvers vegna ţessi ţöggun? Í ţágu hverra er ađ niđurstađa hlustendakönnunarinnar sýni kolbrenglađa mynd af útvarpshlustun?
Útvarp | Breytt 2.2.2017 kl. 17:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
13.12.2016 | 18:06
Svakalegustu íslensku hljómsveitanöfnin
Mér var bent á ansi skemmtilega samantekt yfir - eđa kosningu um - ţau íslensk hljómsveitanöfn sem hafa sjokkerađ mest og flesta rćkilegast. Áhugavert. Samt ekkert svo svakalegt. Frekar ađ ţessi nöfn séu grallaraleg. Listinn ku hafa veriđ tekinn saman fyrir tíu árum, 2006, á spjallţrćđinum www.live2cruize. Ég veit ekkert hvađa fyrirbćri ţađ er. Mér var vísađ á ađ listinn hafi veriđ endurbirtur á www.menn.is. Ţar fann ég hann.
Ţó ađ listinn sé tíu ára gamall ţá kemur ţađ ekki ađ sök. Engin ný hljómsveitanöfn hafa komiđ fram á síđustu árum sem sjokkera.
Efst hér er ljúft myndband međ hljómsveitinni frábćru Sjálfsfróun (nafn nr. 6)
3. Bruni BB (Bruni Bjarna Benedikstssonar)
4. VBV (Vinstra brjóst Vigdísar)
7. Ćla Ég held ađ ţessi ágćta hljómsveit sé enn starfandi í Keflavík.
12. Hölt hóra (Hölt hóra međ kúk á brjóstunum)
14. Nefrennsli Ţekktust fyrir ađ bassaleikarinn var Jón Gnarr.
16. Rotţróin Ég hélt ađ nafn ţessarar húsvísku hljómsveitar vćri án ákveđins greinis. Nafniđ sé Rotţró. Mig minnir ađ ég eigi eitthvađ međ ţeim á kassettu.
Atli Fannar međ Haltri hóru - áđur en sú hljómsveit breyttist í Ingó & Veđurguđina. Sjaldan hefur góđ hljómsveit tekiđ jafn afgerandi kollhnís aftur á bak á versta veg.
Útvarp | Breytt 7.12.2017 kl. 10:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2016 | 19:37
Ný plata
Einn margra skemmtilegra fastra ţátta á Útvarpi Sögu er "Meindýr og varnir". Ţar fer Guđmundur Óli Scheving á kostum. Á auđskilinn hátt frćđir hann um allskonar pöddur, svo sem silfurskottur og veggjalýs. Líka rottur og myglusvepp. Fróđleikinn kryddar hann međ gamansemi, skemmtisögum og frumsaminni tónlist. Frábćrir ţćttir.
Ađ undanförnu hef ég veriđ ađ hlusta á tvćr hljómplötur Guđmundar Óla. Listamannsnafn hans er Góli (stytting og samsláttur á nöfnunum Guđmundur Óli). Plöturnar heita "Sporin í sálinni" og "Spegillinn í sálinni". Sú fyrrnefnda kom út 2014. Hin 2015.
Töluverđur munur er á ţeim. Sú fyrri er hrárri og einfaldari í alla stađi. Undirleikur er ađ uppistöđu til kassagítar. Ýmist plokkađur eđa sleginn. Músíkina má skilgreina sem vísnasöngva eđa ţjóđlagatónlist (á ensku "folk"). Á hinni er meiri hljómsveitarbragur og popptónlist: Međ hljómborđum, bassa og trommum. Jafnframt er meira lagt í útsetningar. Jafnvel svo mjög ađ ţćr lyfta vel undir lögin. Dćmi um ţađ er bjöllukennt hljómborđ í viđlagi "Ţú ert mín ást". Hljómurinn (sándiđ) er sömuleiđis hreinni og tćrari.
Öll lögin eru frumsamin. Ţau eru aldeilis ágćt. Mörg hver grípandi og öll vel söngrćn. Einföld og notaleg. Ég veit ekki hvort ađ ég meti ţađ rétt en mér finnst eins og laglínur seinni plötunnar flćđi liprar og áreynslulausar. Kannski vegna útsetninga. Kannski vegna ţess ađ ţar er meira kántrý.
Textarnir/ljóđin gefa tónlistinni drjúga vigt. Eru safaríkt fóđur út af fyrir sig. Unun á ađ hlýđa. Ţeir/ţau eru mörg sótt í smiđju úrvalsljóđa Davíđs Stefánssonar, Steins Steinarr, Tómasar Guđmundssonar, Arnar Arnarssonar, Hannesar Hafsteins, Vilhjálms frá Skáholti og sjálfan margverđlaunađan Guđmund Brynjólfsson. Í bland eru frumsamin ljóđ.
Á "Speglinum í sálinni" er ţetta ljómandi jólalag sem heyra má hér fyrir neđan.
Flottar plötur. Nú er komin út ný plata fá Góla. Hún heitir "Hvísliđ í sálinni".
Útvarp | Breytt 16.12.2016 kl. 17:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2016 | 19:17
Leon Russell - persónuleg kynni
Á fyrri hluta áttunda áratugarins lagđi ég stund á svokallađ gagnfrćđinám á Laugarvatni. Einn af skólabrćđrum mínum var ákafur ađdáandi bandaríska tónlistarmannsins Leons Russells. Viđ vorum (og erum enn) báđir međ tónlistarástríđu á háu stigi. Ţess vegna urđum viđ góđir vinir til lífstíđar og herbergisfélagar.
Ég man ekki hvernig viđ afgreiddum tónlistarval herbergisins. Báđir međ sterkar og öfgakenndar skođanir á músík. Okkar gćfa var ađ vera međ afar líkan tónlistarmekk.
Leon Russell var iđulega spilađur undir svefninn.
Um miđjan áttunda áratuginn átti ég erindi til Amarillo í Texas. Sex vikna heimsókn til tengdafólks. Ţá hélt Leon Russell ţar hljómleika. Útihljómleika.
Tengdapabbi ţekkti hljómleikahaldarann. Bađ hann um ađ passa vel upp á okkur turtildúfurnar frá Íslandi. Hann stađsetti okkur fyrir miđju fremst viđ sviđiđ. Ţetta var mín fyrsta utanlandsferđ og allt mjög framandi. Áhorfendur sátu á grasinu. Margir höfđu teppi eđa púđa til ađ sitja á. Ţétt var setiđ fyrir framan sviđiđ. Margir - mjög margir - reyktu gras og létu vindlingana ganga til nćsta manns. Ţetta var hippastemmning.
Ţegar Leon Russell mćtti á sviđ ávarpađi hann áheyrendur. Tilkynnti ađ á hljómleikana vćri mćttir ađdáendur alla leiđ frá Íslandi. Í sama mund var ljóskösturum beint ađ okkur kćrustuparinu. Viđ stóđum upp og veifuđum undir áköfu lófaklappi áhorfenda. Hann bauđ okkur velkomin.
Ţetta var skrítin og skemmtileg upplifun. Góđ skemmtun fyrir tvítugan sveitastrák úr Skagafirđi ađ vera á hljómleikum hjá ćskugođi í Amarillo í Texas 1976.
Áreiđanlega hefđi veriđ minnsta mál í heimi ađ heilsa upp á Leon fyrir eđa eftir hljómleikana. Ég hef hinsvegar hvorki ţá né síđar haft löngun til ađ hitta útlendar (eđa íslenskar) poppstjörnur til ţess eins ađ heilsa ţeim. Ţađ er miklu skemmtilegra ađ hitta gamla vini. Ég átti aldrei orđastađ viđ Leon. En hann afrekađi ţađ ađ kynna mig (samt ekki međ nafni, vel ađ merkja) fyrir ađdáendum sínum og bjóđa mig velkominn á hljómleika sína. Ţađ var til fyrirmyndar á hans ferilsskrá.
Útvarp | Breytt 16.11.2016 kl. 04:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2016 | 21:26
Tónlistarjöfur fallinn frá
Tónlistarstjörnur sem hófu feril á sjötta og sjöunda áratugnum eru margar komnar uppundir og á aldur međalćvilengdar. Ţeim fjölgar ört sem hverfa yfir móđuna miklu. Kanadíska söngvaskáldiđ Leonard Cohen, breska kamelljóniđ David Bowie og nú Suđurríkjarokkarinn Leon Russell. Sá síđastnefndi féll frá fyrr í dag. Hann á merkilegri feril en margur gerir sér grein fyrir. Hann var ekki áskrifandi ađ toppsćtum vinsćldlalistanna. Samt var hann ekki ókunnugur vinsćldalistum. Ekki svo oft undir eigin nafni heldur í slagtogi međ öđrum. Hann spilađi međ Bítlum (öllum nema Paul), Stóns, Dylan, The Byrds, Eric Clapton og Elton John, svo örfáir međreiđarsveinar séu nefndir af ótal.
Leon spilađi á mörg hljóđfćri en var ţekktastur sem píanóleikari. Hann var farsćll söngvahöfundur. Fjöldi ţekktra flytjenda hefur spreytt sig á söngvum hans. Söngrödd hans var sérstćđ. Ađ sumu leyti svipuđ Willie Nelson nema Leon gaf betur í.
Ţađ er ekki á allra vitorđi ađ hann spilađi á píanó í jómfrúarlagi The Byrds, "Mr. Tambourine Man". Ţađ toppađi vinsćldalista víđa um heim 1965.
1969 fór Bretinn Joe Cocker mikinn á vinsćldalistum međ lag Russels, "Delta Lady". Ţeir Joe túruđu saman undir heitinu Mad Dogs and the English man.
Tónlistarstíll Leons heyrir undir samheitiđ americana (rótartónlist); hrár og ópoppađur blús, kántrý, soul, djass... Ţegar hann gekk lengst í kántrý-inu ţá var ţađ undir nafninu Hank Wilson.
1972 náđi plata Russels, "Carney", 2.sćti bandaríska vinsćldalistans. Var međ svipađa stöđu á vinsćldalistum annarra landa. 2010 náđi platan "The Union" 3ja sćti bandaríska vinsćldalistans. Sú plata er dúettplata međ Eltoni John. Hann hafđi frá unglingsárum dreymt um ađ spila međ uppáhalds píanóleikara sínum, Leon Russell. Fyrir sex árum lét hsnn verđa af ţví ađ bera draumaóskina undir Leon. Til óvćntrar đánćgju tók Leon vel í erindiđ.
Á morgun blogga ég um persónuleg samskipti viđ Leon Russell.
Leon Russell látinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Útvarp | Breytt 14.11.2016 kl. 09:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
29.10.2016 | 15:01
Bestu lög Dylans
Fyrir röskum hálfum mánuđi tilkynnti sćnska Nóbelsakademían frá ţeim tíđindum ađ bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan fengi Nóbelsverđlaunin í bókmenntum ţetta áriđ. Frá ţessu var skýrt á heimasíđu skáldsins og einnig á Fésbókarsíđu hans. Nokkrum dögum síđar var fréttin fjarlćgđ af heimasíđunni en ekki af Fésinu.
Ekki náđist á Dylan sjálfum. Hann var á hljómleikaferđ erlendis og sinnti ekki síma. Vegna ţessa óttađist Nóbelsakademían ađ hann myndi ekki veita verđlaununum viđtöku. Taugaveiklun greip um sig í herbúđunum.
Bob Dylan er ólíkindatól og ekki fyrirsjáanlegur. Nú hefur hann komist í síma og hringt í Nóbelsakademíuna. Hann er snortinn yfir heiđrinum og ćtlar ađ mćta viđ afhendingarathöfnina. Akademían andar léttar og hefur tekiđ gleđi sína á ný. Ţađ er fyrir mestu.
Í maí varđ Dylan hálfáttrćđur. Viđ ţau tímamót birti ég á ţessum vettvangi vandađa samantekt breska tímaritsins Uncut yfir bestu lög Dylans. Ţetta má sjá međ ţví ađ smella HÉR
Dylan var orđlaus | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Útvarp | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2016 | 21:10
Tónlist Ólafs F. Magnússonar í spilun erlendis
Internetiđ er skemmtilegt. Ekki síst Fésbókin. Ţar kynnist fólk hvađanćva úr heiminum međ sömu áhugamál. Ţetta gerist sjálfkrafa. Allt í einu er ég orđinn Fésbókarvinur annarra međ sömu ástríđu fyrir tónlist og ég. Forrit Fésbókar stýra ţessu. Gott mál.
Einn góđan veđurdag var ţýskur útvarpsmađur, Tom Nettie, orđinn Fésbókarvinur minn. Ég held ađ ţar áđur hafi leiđir legiđ saman á einhverjum tónlistarsíđum Fésbókar. Ég fékk einkapóst frá honum međ fyrirspurn um Ólaf F. Magnússon. Lagiđ "Máttur gćskunnar" - sem ég póstađi á Fésbókarsíđu minni - heillađi hann.
Tom er međ tveggja tíma kvöldţátt, The Golden Circle of Good Music, á föstudagskvöldum á ensku útvarpsstöđinni Phoenix: https:/www.facebook.com/events/362216267452447/. Hann er einnig međ - ásamt konu sinni - podcast ţćtti á ţýsku. Hann hefur veriđ međ lagiđ í fastri spilun síđustu vikur. Hér má heyra ţađ á mínútu 43: http://andreaduenkel.podomatic.com/entry/2016-10-22T07_01_41-07_00
Nú er Tom líka byrjađur ađ spila lag Ólafs, "Ekki láta ţá sökkva", svo sem heyra má á mínútu 37:30 í sérţćtti um norđur-evrópska tónlist.
Útvarp | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2016 | 18:07
Sćnska Nóbelsakademían áttar sig ekki á Bob Dylan
Bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan hefur aldrei veriđ fyrirsjáanlegt. Hann kom fram á sjónbarsviđiđ á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Hann var til ađ byrja međ Woody Guthrie jukebox. Síđan sjálfur öflugt söngvaskáld í hans anda. Söngtextarnir óvenju ljóđrćnir. Ţá mátti túlka sem ţjóđfélagsgagnrýni. Einkum í samhengi viđ ađra sem hann var í slagtogi viđ í ţjóđlagasenunni í New York.
Umfram marga í henni var og er Dylan mjög góđur lagahöfundur. Framan af ferli urđu lög hans ofurvinsćl í flutningi annarra: The Byrds, Peter, Paul & Mary, Manfred Mann, Sonny & Cher, Joan Baez og margra annarra sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Dylan varđ kóngur bandarísku ţjóđlagasenunnar. Kćrasta hans, Joan Baez var drottningin. 1965 slátrađi Dylan ţeim titli sínum. Hann mćtti á stćrstu árlega ţjóđlagahátíđina međ rokksveit. Hávćra međ rafmagnshljóđfćrum. Allt varđ brjálađ. Dylan var púađur niđur.
Sagan segir ađ ţetta hafi komiđ honum í opna skjöldu. Hann kom inn á markađinn fyrir daga Bítlaćđisins. Hann heillađist af bresku Bítlunum og ekki síđur af bandarísku Bítlunum, The Byrds. Hann samdi fyrsta smáskífulag The Byrds, "Mr. Tambourine Man". Honum ţótti rökrétt skref ađ rokkast.
Ţegar hippabylgjan skall á var Dylan ekki ađ öllu leyti samstíga. Og ţó. Samt. Ekki í hávćrri gagnrýni á hernađ Bandaríkjanna í Víetnam. En í músík og jákvćđri afstöu til vímuefna.
Gamlir samherjar kvörtuđu sáran undan ţví ađ Dylan tćki ekki ţátt í andófi gegn Víetnamstríđinu. Síđar upplýsti Dylan ađ hann hafi tekiđ međvitađa ákvörđun um ađ verđa ekki sá hippaleiđtogi sem kallađ var eftir. Hann vildi ekki vera leiđtogi. Hann vildi bara vera tónlistarmađur. Söngvahöfundur án leiđtogahlutverks.
Foreldrar Dylans eru gyđingar. Biblíutilvitnanir urđu snemma áberandi í textum hans. Á áttunda áratugnum snérist hann til kristni. Varđ mjög upptekinn af ţví. Afgreiddi ţrjár plötur sem bođberi kristni. Síđar rjátlađist sá ákafi af honum.
Dylan heldur stöđugt áfram ađ koma á óvart. Söngrödd hans hefur alltaf veriđ fagurfrćđilega vond. Á síđustu árum hefur skrćkt hćsi bćst viđ mikla nefmćlgi og sérkennilegar áherslur. Hann var á sínum tíma fyrsti frćgi söngvari sem söng illa. Ađ auki lélegur gítarleikari og falskur munnhörpublásari. En bara flott.
Fyrir nokkrum árum kom Dylan á óvart međ jólaplötu. Söng (töluvert illa) ţekkt gömul jólalög. Nćst kom hann á óvart međ plötu sem inniheldur gamla Frank Sinatra slagara.
Dylan hefur sjaldnast gefiđ upp afstöđu til forseta- og alţingiskosninga í Bandaríkjunum. Undantekningu gerđi hann međ stuđningi viđ forsetaframbođ Husseins Obama.
Nú hefur Dylan veriđ heiđrađur međ bókmenntaverđlaunum Nóbels. Ţetta eru frćgustu og hćst skrifuđu bókmenntaverđlaun heims. Svo bregđur viđ ađ Dylan hefur ekki sýnt nein viđbrögđ. Hann á ekki snjallsíma og er ekkert á samfélagsmiđlum á netinu. Einu viđbrögđ - sem óvíst er hvernig á ađ túlka - er ađ fréttatilkynning um verđlaunin birtust á heimasíđu Dylans en var fjarlćgđ skömmu síđar.
Til gamans má geta ađ ţegar Dylan spilađi í fyrra skipti á Íslandi ţá reykti hann yfir sig af hassi á Hótel Nordica áđur. Stal reiđhjóli sem hann mćtti á í Laugardalshöll (nánast nćsta hús). Var illa skakkur og skrćkur í fyrstu lögum.
Sakar Dylan um hroka og dónaskap | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Útvarp | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
13.10.2016 | 15:54
Upphefđ poppmenningarinnar
Ekki kemur beinlínis á óvart ađ bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan hljóti bókmenntaverđlaun Nóbels í ár. Meira undrunarefni er ađ hann hafi ekki fengiđ ţau fyrir langa löngu. Foreldrar hans eru gyđingar. Til margra ára hefur spurst út ađ nafn hans sé í pottinum yfir ţau sem koma til greina.
Vegna ţess hve lengi hefur veriđ gengiđ framhjá Dylan hafa fréttaskýrendur hallast ađ annarlegum viđhorfum dómnefndarinnar. Snobbi. Dylan flytur sín ljóđ viđ gítarglamur og einfaldar laglínur. Á sumum bćjum ţykir svoleiđis ekki fínt. Langt í frá. Lágmenning kallast ţađ.
Nóbels-verđlaun Dylans eru upphefđ fyrir dćgurlagaheiminn. Viđurkenning á ţví ađ bestu söngvaskáld hans eigi heima í flokki međ Halldóri Kiljan Laxness, Günter Grass og Ernest Hemingway.
Áhrif Dylans eru gríđarmikil á samtíđamenn. Hann kenndi Bítlunum ađ reykja hass. Hann breytti viđhorfum til dćgurlagatexta. Áđur voru ţeir einskonar léttvćgt örţunnt smjörlag ofan á brauđ. Skiptu litlu máli og stóđu höllum fćti án laglínu. Dylan bauđ hinsvegar upp á ljóđrćna, djúpa, safaríka og magnađa texta. Ţeir stóđu keikir án laglínu. Engu ađ síđur skipti laglínan heilmiklu máli. Dylan er góđur lagahöfundur. Fjöldi tónlistarmanna hefur náđ toppsćtum vinsćldalista međ lögum hans. Hver kannast ekki viđ lög eins og "Mr. Tambourine Man" (The Byrds), "Blowin in the Wind" (Peter, Paul & Mary), "Knocking on Heavens Door" (Guns N´ Roses) og "Like a Rolling Stone" (The Rolling Stones)?
Bob Dylan fćr Nóbelinn | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Útvarp | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
11.10.2016 | 11:10
Bestu lög Lennons
Nú í vikubyrjun, 9. október, kveiktu myndlistakonan Yoko Ono og Ólavía Harrison, ekkja George Harrison(ar) og tengdamóđir dóttur Kára Stefánssonar; svo og Barbara Starr, eiginkona Ringos, á Friđarsúlu Johns Lennons úti í Viđey. Af ţví tilefni tóku blađamenn breska tónlistartímaritsins New Musical Express (NME) saman lista yfir bestu lög Lennons. Ég ćtla ađ enginn sé 100% sammála niđurstöđunni. Ađ minnsta kosti er ég ţađ ekki. Ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur.
1 #9 Dream
2 Imagine
3 Jailous Guy
4 Oh My Love
5 Gimme Some Truth
6 Happy X-mas (War is Over)
7 Mind Games
8 Watching the Wheels
9 Woman
10 Instant Karma
Útvarp | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)