Fćrsluflokkur: Lífstíll
15.9.2015 | 22:41
Tónlistarmenn sem misstu af heimsfrćgđ á ögurstundu
Ţađ geta ekki allir orđiđ ofurríkar poppstjörnur. Af 1000 sem reyna er kannski einn sem nćr árangri. Sumir stređa alla ćvi án árangurs. Heimildarmynd um kanadísku hljómsveitina Anvil kemur ţví vel til skila ađ eitt er ađ vera á ţröskuldi heimsfrćgđar. Annađ ađ komast á ţröskuldinn en ná ekki yfir hann.
Heimsfrćgđ og auđćvi skila ekki alltaf hamingju og langlífi. 27 ára klúbburinn er svartur skuggi yfir rokksögunni. Allt ţetta hćfileikamikla fólk sem framtíđin blasti viđ en yfirgaf jarđvist 27 ára: Jimi Hendrix, Janis Joplin, Jim Morrison, Brian Jones, Robert Johnson, Amy Winehouse, Kurt Cobain og svo margir ađrir. Gram Parson var ađeins 26 ára.
Svo eru ţađ hinir sem voru á barmi ţess ađ verđa súperstjörnur en misstu af á lokaspretti.
Einn heitir Tony Chapman. Hann var trommari The Rolling Stones. Hann kom međ bassaleikarann Bill Wyman inn í hljómsveitina. Honum ţótti hljómsveitin ekki halda nćgilegri tryggđ viđ blúsinn. Rollingarnir voru of mikiđ rokk og ról fyrir hans smekk. Charlie Watts tók viđ trommukjuđunum og hefur síđan veriđ einn af frćgustu og tekjuhćstu trommurum rokksögunnar.
Fyrsti trommari Bítlanna var Pete Best. Hann var í Bítlunum 1960 til 1962. Hann ţótti snoppufríđur og naut mestrar kvenhylli Bítla. Illar tungur segja ađ ţađ hafi átt einhvern ţátt í ţví ađ ađrir Bítlar vildu sparka honum úr hljómsveitinni. Minna illar tungur segja ađ hann hafi ekki ţótt nógu góđur trommari. Einnig ađ hann hafi ekki blandađ geđi viđ hina Bítlana Ţeir hinir dópuđu og voru hálf geggjađir. Hann var ţögull og hélt sig til hliđar. Svo eignuđust Bítlarnir bráđskemmtilegan drykkjufélaga, Ringó Starr. Hann var ađ auki dúndur góđur trommari. Hann var í töluvert frćgari hljómsveit, Rory & The Hurricanes. En lét sig hafa ţađ ađ ganga til liđs viđ drykkjufélaga sína í Bítlunum.
Pete Best sat eftir međ sárt enni. Lagđist í langvarandi ţunglyndi. Reyndi sjálfsvíg ítrekađ og allskonar vesen. En tók gleđi sína ţegar breska útvarpsfélagiđ BBC gaf út plötur međ upptökum međ Bítlunum í árdaga hljómsveitarinnar. ţá fékk Pete 600 milljónir ísl kr. í eingreiđslu. Hefur veriđ nokkuđ sprćkur síđan. Hann hefur alla tíđ gert út hljómsveit. En töluvert vantar upp á ađ hún sé samkeppnisfćr viđ Bítlana.
Tveir af stofnendum The Clash urđu af lestinni. Annar er gítarleikarinn Keith Levene. Hinn trommarinn Terry Chimes. Keith er frábćr gítarleikari og gerđi ţađ síđar gott međ hljómsveit Johnnys Rottens (Sex Pistols), PIL. Vandamáliđ er ađ flestum ţykir Keith vera afskaplega leiđinlegur.
Fyrsti trommari The Clash, Terry Chimes, vann sér ţađ til óhelgi ađ vera hallur undir breska Íhaldsflokkinn, Tory. Á umslagi fyrstu plötu The Clash er hann skráđur undir nafninu Tory Crimes (Íhaldsglćpur). Hann var rekinn úr hljómsveitinni áđur en sú plata var fullunnin. Síđar spilađi hann međ Black Sabbath, Billy Idol og löngu siđar í íhlaupum međ The Clash.
Lífstíll | Breytt 7.9.2016 kl. 11:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
14.9.2015 | 00:38
Jón Ţorleifs ofsótti bróđur sinn
Jóni Ţorleifssyni, rithöfundi og verkamanni, samdi ekki viđ ćttingja sína. Eins og gengur. Ađ ţví er ég best veit var flestum ćttingjum hans hlýtt til hans. Ţađ var ekki gagnkvćmt í öllum tilfellum.
Á gamals aldri fékk bróđir Jóns heilablóđfall. Viđ ţađ hćgđist mjög á hugsun hans. Ţetta nýtti Jón sér. Hann vissi hvađa kaffihús bróđirinn sótti. Jón vaktađi ţau. Ţegar hann sá bróđur sinn ţar inni ţá vatt Jón sér ađ honum og hellti yfir hann svívirđingum. Svo hljóp Jón út áđur en bróđirinn náđi ađ svara.
Jón hrósađi sigri í ţessari viđureign. Hann viđurkenndi ađ bróđirinn hafi lengst af haft betur í orđaskaki ţeirra brćđra. En ţarna var hann mátađur. "Ég ţekki helvítiđ hann Kristján bróđur ţađ vel ađ ég veit ađ ţađ sýđur á honum ađ geta ekki svarađ fyrir sig," sagđi Jón sigurhrósandi.
Systir ţeirra brćđra skrifađi Jóni bréf út af ţessu. Í ţví sagđist hún verđa ađ skrifa honum bréf vegna ţess ađ hann skelli á hana ţegar hún hringi í hann. Hún bađ hann kurteislega um ađ sýna ţann manndóm ađ láta veika ćttingja í friđi. Ţetta túlkađi Jón ţannig ađ honum vćri meinađ ađ heimsćkja móđir sína sem lá á banasćng. Hann hlýddi fyrirmćlunum en var afar ósáttur. Hann setti fyrirmćlin lítiđ í samhengi viđ samskiptin viđ bróđurinn heldur einblíndi á ađ honum vćri meinađ ađ heimsćkja veika móđir sína. Ţađ ţótti honum vera svívirđa en ţađ vćri fjarri sér ađ hunsa fyrirmćli systurinnar. Hann talađi ekki viđ mömmu sína ţađan í frá né ađra ćttingja. Sagđist ekki geta krafiđ ţá um heilbrigđisvottorđ til ađ eiga orđastađ viđ ţá.
Fleiri sögur af Jóni HÉR
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
12.9.2015 | 22:18
Veitingaumsögn
- Réttur: Hrefnusteik
- Veitingastađur: Bike Cave, Skerjafirđi
- Verđ: 2495,-
- Einkunn: *****
Ţeir eru ekki margir veitingastađirnir sem bjóđa upp á hvalkjöt. Ţeim mun meira fagnađarefni er ađ bođiđ sé upp á hrefnukjöt í Bike Cave í Skerjafirđi. Ennţá meira fagnađarefni er hvađ steikin og međlćti eru mikiđ lostćti.
Kjötiđ er marinerađ til margra daga. Ţađ er síđan kryddađ kryddblöndunni frábćru "Best á nautiđ" og snöggsteikt. Ytra lag dökknar og fćr ljúfengt steikarbragđ. Í miđju er kjötiđ fallega rautt án ţess ađ vera blóđugt. Allt lungnamjúkt.
Međlćti er ferskt salat, krossarar og bearnaise-sósa. Jarđaber gefa salatinu skarpt frískandi bragđ. Krossarar eru náskildir frönskum kartöflum. Ţetta eru skarpkryddađar (ég greindi papriku, salt og pipar) djúpsteiktar kartöflur. Ţćr eru mun bragđbetri en hefđbundnar franskar. Stökkar (crispy) í gegn. Toppurinn yfir i-iđ er bearnaise-sósan. Hún er ekki venjuleg. Ţetta er verđlaunuđ sósa, uppskrift Hjördísar Andrésdóttur verts og listakokks á Bike Cave. Besta bearnaise-sósa sem ég hef smakkađ. Blessunarlega ađ mestu laus viđ smjörbragđiđ (sem háir iđulega bearnaise-sósum).
Ég mćli eindregiđ međ hrefnusteikinni í Bike Cave í Skerjafirđi. Hún er sćlkeramáltíđ.
--------------------------------------------------------
Fleiri veitingaumsagnir má finna međ ţví ađ smella HÉR
Lífstíll | Breytt 16.9.2015 kl. 19:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
Fyrir nokkrum dögum skýrđi ég samviskusamlega frá nýjustu tíđindum í baráttu hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherd gegn hvalveiđum Fćreyinga. Ţar kom fram ađ SS-sveit hraktist frá Fćreyjum til Hjaltlandseyja. Hún var á stóru skipi sem heitir Bob Barker. Eins og önnur stór skip SS var ţađ búiđ glćsilegum spíttbát. Fćreyska lögreglan skilgreinir spíttbátana sem hluta af vopnabúnađi SS. Ţeir eru notađir í árangurslausum ađgerđum SS-liđa gegn hvalveiđunum.
Fćreyska lögreglan hafđi samband viđ skosku lögregluna í Hjaltlandseyjum. Hún fer međ löggćslu ţar. Erindiđ var ađ biđja hana um ađ skjótast um borđ í Bob Barker, taka ţađan spíttbátinn og skutla honum í danskt herskip sem var ţarna viđ bryggju. Fćreyska lögreglan myndi síđan hafa ráđ til ađ nálgast spíttbátinn hjá danska herskipinu.
Ţetta var auđsótt mál. Um ţađ má lesa međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: HÉR
Forsprakki SS, Paul Watson, reitir hár sitt og skegg í reiđi yfir framgöngunni. Hann segir ađ ţađ hafi aldrei hvarflađ ađ sér og sínum ađ armur fćreysku lögreglunnar vćri ţetta langur; ađ hann nái til Hjaltlandseyja og spili međ skosku lögregluna eins og strengjabrúđur.
Paul viđurkennir ađ Fćreyingar hafi unniđ lotuna um hvalveiđar í sumar. Enda getur hann ekki annađ. SS-liđar hafa ekki komiđ í veg fyrir veiđar á svo mikiđ sem einu marsvíni (grind) í sumar. Ţvert á móti hafa veiđar gengiđ vel, fjöldi SS-liđa kćrđur, sakfelldur, dćmdur til hárra fésekta og rekinn úr landi.
Paul hótar ţví ađ sigur Fćreyinga sé ađeins tímabundinn. SS sé hvergi hćtt baráttunni gegn hvalveiđum Fćreyinga. Ţađ verđi óđar bćtt viđ nýjum setuliđum í Fćreyjum í stađ ţeirra sem eru gerđir brottrćkir. Sömuleiđis verđi nýjum spíttbátum komiđ til Fćreyja í stađ ţeirra sem lögreglan leggur hald á.
Paul hótar ađ gera einnig út af viđ laxeldi Fćreyinga. Meira um ţađ seinna.
SS-liđar ćtla ađ standa vaktina í Fćreyjum fram í október. Hvers vegna svona lengi veit ég ekki. Ţađ koma engar hvalvöđur ţegar ţetta langt er liđiđ á haust.
Nú hefur ţađ gerst ađ umrćđan hefur borist inn í skoska ţingiđ. Spurning hvort ađ Paul Watson eđa ađrir SS-liđar eigi ţátt í ţví á bak viđ tjöldin. Ţingmađur Grćningja lagđi fram formlega fyrirspurn til formanns Skoska ţjóđarflokksins um ţátt skosku lögreglunnar í ađ láta fćreysku lögregluna siga skosku lögreglunni á SS. Ţingmađurinn kveđst óttast mjög ađ ţetta eigi eftir ađ hafa alvarlegar afleiđingar. Ţingmađurinn hefur jafnframt sent skoska ríkissaksóknaranum fyrirspurn um máliđ.
Fulltrúi Skoska ţjóđarflokksins segist ekki vilja tjá sig um máliđ ađ svo stöddu. Hugsanlega sé um lögbrot og refsimál ađ rćđa.
Lífstíll | Breytt 12.9.2015 kl. 11:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
1.9.2015 | 09:50
Stundum er betra ađ láta fagmann um verkiđ
Ţađ er ekki öllum gefiđ ađ baka kökur, laga tertur og matreiđa kvöldmáltíđ. Stundum er betra ađ fá fagmann í verkiđ. Eđa kynna sér verkefniđ til hlítar. Ađ vísu er til í dćminu ađ áhugasamir geti lćrt af mistökum. Sá sem reynir einu sinni ađ sjóđa egg í örbylgjuofni er ólíklegur til ađ endurtaka ţann hildarleik.
Líka sá sem hitar súkkulađihnetusmjör í örbylgjuofni. Jafnvel ţó ćtlunin sé sú ein ađ mýkja gumsiđ í krukkunni.
Međ lagni er hćgt ađ sjóđa spaghettí í örbylgjuofni. En ađeins međ lagni.
Kúnstin viđ ađ sjóđa spaghettí vill ţvćlast fyrir fleirum en notendum örbylgjuofna. Ófáir hafa gripiđ til ţess ráđs ađ sjóđa spaghettí í kaffivélinni. Útkoman er sjaldan góđ. Og sjaldnast í efrihluta spaghettísins.
Ţegar efrihluti spaghettís sođnar ekki međ neđrihlutanum bregđa ýmsir fyrir sig ţví gamalgróna ráđi ađ bera eld ađ hráa hlutanum. Ţađ hefur aldrei skilađ viđundandi útkomu.
Ţó ađ takist ađ sjóđa allt spaghettíiđ ţá er ađ mörgu ađ hyggja. Lykilatriđi er ađ hafa nćgilegt vatn í pottinum. Annars festist gumsiđ viđ botninn.
.
![]() |
Nýtt kökuhús međ vísan í Laxness |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
29.8.2015 | 20:31
Snöfurleg redding í Skagafirđi
Fjölskylda í Reykjavík átti leiđ til Akureyrar. Ţađ var áđ í Varmahlíđ. Ţar var snćddur ágćtur heimilismatur. Ţegar halda átti ferđ áfram uppgötvađist ađ í ógáti höfđu bíllyklar veriđ lćstir inni í bílnum. Neyđarráđ var ađ kalla út íbúa í Varmahlíđ, Rúnar frá Sölvanesi. Hann er ţekktur fyrir ađ geta opnađ allar lćsingar. Honum brást ekki bogalistin fremur en áđur og síđar. Hćgt og bítandi ţvingađi hann dyrarúđur niđur og tróđ vírsnöru ađ hurđalćsingatakka. Ţar herti hann á snörunni og dró takkann upp. Ţetta er snúnara en ţađ hljómar ţar sem takkar eru uppmjóir.
Ég fylgdist ekki náiđ međ. Sá út undan mér ađ hann hljóp á milli hurđa og kannađi hvar rúđur voru eftirgefanlegastar. Ég spanderađi ís á fjölskylduna á međan Rúnar kannađi möguleika. Ţetta er ţolinmćđisvinna. Skagfirđingar eru aldrei ađ flýta sér. Eftir drykklanga stund gekk ég út ađ bílnum. Rúnar hafđi ţá hamast töluvert á hurđunum farţegamegin. Nú var hann byrjađur ađ hamast á hurđunum bílstjóramegin.
Ég gekk ađ framhurđ farţegamegin og tók fyrir rćlni í hurđarhúninn. Dyrnar opnuđust ţegar í stađ. Ég kallađi á Rúnar: "Hey, dyrnar eru opnar!" Hann kallađi til baka ţar sem hann baksađi viđ bílstjórahurđina: "Ég veit ţađ. Ég er búinn ađ ná báđum hurđunum ţarna megin opnum. Ég er alveg viđ ţađ ađ ná hurđunum hérna megin líka opnum!"
Lífstíll | Breytt 30.8.2015 kl. 11:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
27.8.2015 | 19:32
Kók er óhollt
Fram ađ bankahruninu 2008 var kók tískufyrirbćri. Hvar sem tveir eđa fleiri banksterar komu saman var dreginn fram spegill og kóki rađađ upp í línur. Ţćr voru sniffađar eins og enginn vćri morgundagurinn. Hvort sem var innan í eđa utan einkaţotunnar.
Kók er óhollt dóp. Ţađ brenglar sjálfsálit dópistans. Hann heldur ađ hann kunni allt, viti allt og sé snjallastur allra. Hann er fífl međ ranghugmyndir. Kókiđ getur valdiđ öndunarerfiđleikum, heilablóđfalli og hjartabilun. Verst er ţó ţetta uppblásna egó. Vondu fréttirnar eru ađ byggingakranarnir og kókiđ eru ađ snúa aftur. Ég mćli gegn kóki. Banani er betri.
![]() |
Hlakkađi mikiđ til ađ fá sér kók |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt 28.8.2015 kl. 19:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2015 | 19:42
Stćrstu rokkstjörnur heims auglýsa íslenskt áfengi
Fyrir aldarfjórđungi og ţar í kring voru vinsćlustu og áhrifamestu hljómsveitir heims Guns N´ Roses og Nirvana. Enn í dag tróna nöfn ţessara hljómsveita í efstu sćtum yfir merkustu hljómsveitir rokksögunnar. Eitt af sérkennum GNR var söngrćnn og áberandi gítarleikur Slash. Gítarlykkjan sem einkennir lagiđ Sweet Child O´ Mine hefur löngum veriđ í toppsćtum yfir bestu gítarriff allra tíma.
Nirvana innleiddi nýbylgju sem kallast grugg (grunge). Hérlendis tóku margar hljómsveitir upp gruggstílinn. Frćgust varđ Botnleđja. Nirvana kynnti líka fyrir nýrri kynslóđ söngvaskáldiđ Leadbelly (blúsari sem féll frá 1949).
Slash tók ástfóstri viđ íslenskan heilsudrykk, vodkann Black Death. Framleiđandi hans er Siglfirđingurinn Valgeir Sigurđsson. Slash skartađi löngum á hljómleikum skyrtubol merktum Black Death. Valgeir framleiđir einnig bjór undir merki Black Death. Forpokađir ríkisreknir embćttismenn ÁTVR bönnuđu á sínum tíma Black Death bjórinn á ţeirri forsendu ađ á umbúđum stendur "Drink in peace". Ţađ var skilgreint sem ósvífinn áróđur fyrir bjórdrykkju.
Víkur ţá sögu ađ trommuleikara Nirvana, Dave Grohl. Eftir fráfall söngvarans, Kurts Cobains, 1994 stofnađi hann hljómsveitina Foo Fighters. Ţar er hann söngvari og gítarleikari. Foo Fighters erfđi ađ stórum hluta vinsćldir Nirvana.
Fyrir nokkrum árum kom Foo Fighters fram á hljómleikum í Reykjavík. Ţar kynnti Dave Grohl til leiks unglingahljómsveit frá Stokkseyri, Nilfisk. Sú hljómsveit fékk jafnframt ađ njóta sín á DVD diski Foo Fighters.
Dave fékk dálćti á íslenska heilsudrykknum Brennivíni. Hann hefur alla tíđ síđan veriđ allt ađ ţví áskrifandi ađ Brennivíni. Afmćlis- og ađrar tćkifćrisgjafir til vina hans og vandamanna eru gjarnan Brennivínsflaska. Á hljómleikum og í viđtölum hjá fjölmiđlum er Dave iđulega í skyrtubol merktum Brennivíni. Ţar á međal í nýjasta hefti nćst stćrsta tónlistartímariti heims (á eftir Rolling Stone), Spin. Sjá međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://www.spin.com/2015/08/dave-grohl-endurance-foo-fighters-new-bands/
Á plötu međ Foo Fighters syngur Dave um Brennivín. Ţađ má heyra á mín 1.14: "Brennivín and cigarettes"
Fćreyska ţungarokksveitin Týr er ein ţekktasta víkingametalsveit heims. Hún hefur veriđ á vinsćldalistum víđa um heim. Međal annars var hún fyrir nokkrum árum í 1. sćti hjá CMJ. Hérlendis er CMJ kallađ amerískar háskólaútvarpsstöđvar. Í raun er vinsćldalisti CMJ samantekt á spilun í öllum framhaldsskólaútvarpsstöđvum í Bandaríkjunum og Kanada. Týsarar hafa sungiđ um íslenskt Brennivín.
Lífstíll | Breytt 31.8.2016 kl. 14:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2015 | 09:41
Hryđjuverkahóp meinuđ landganga og sparkađ frá Fćreyjum
Í sumar hafa hvalveiđar gengiđ vel í Fćreyjum. Liđsmenn hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherd hafa reynt ađ trufla ţćr eftir bestu getu. Án árangurs. Ţeir hafa veriđ snúnir niđur í fjörunni, hnepptir í handjárn, hent inn í fangaklefa, sektađir um hálfa milljón hver fyrir sig og sumir rösklega ţađ. Síđan hafa ţeir fengiđ frímerki á rassinn og veriđ sendir úr landi án möguleika á ađ snúa aftur.
Síđast í gćr voru ţrír SS-liđar handteknir í fjörunni í Fuglafirđi. Tveir frá Ameríku og einn franskur.
Í gćr kom svo 21. manna SS-sveit til Fćreyja siglandi á skipinu Bob Barker. Henni var ćtlađ ađ fylla í skörđ í stađ hinna frímerktu. Fćreyska lögreglan meinađi henni landgöngu. Á grundvelli ţess ađ tilgangurinn međ komunni til Fćreyja vćri ađ fremja lögbrot og spellvirki ţá var henni gert ađ yfirgefa eyjarnar ţegar í stađ. Hún má skilja skipiđ eftir í Fćreyjum. Ţađ er engin krafa gerđ um slíkt. En ef hún vill skilja skipiđ eftir ţá er ţađ vel ţegiđ. Ţađ gćti komiđ sér vel ađ gera skipiđ upptćkt síđar í áframhaldandi átökum viđ SS-liđa.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
22.8.2015 | 14:01
Ómerkilegur hrćđsluáróđur
Á seinni hluta síđustu aldar komust sólbađsstofur í tísku hérlendis. Ţćr spruttu upp eins og gorkúlur. Ekkert ţorp var svo fámennt ađ ţar blómstrađi ekki sólbađsstofa um og upp úr 1980. Í fjölmennari kaupstöđum voru sólbađsstofur á hverju horni. Líka í útlöndum.
Um svipađ leyti hófst ákafur og hávćr áróđur gegn sólbađsstofum. Hann magnađist jafnt og ţétt. Hámarkinu var náđ ţegar stjórnmálamenn stukku á vagninn. Settu lög á sólbađsstofur. Síđan hefur 18 ára og yngri veriđ stranglega bannađ ađ koma nálćgt sólbađsstofum.
Á níunda áratug síđustu aldar fćkkađi sólbađsstofum hratt. Áróđurinn gegn ţeim var slíkur ađ almenningur faldi sig kappklćddur ofan í myrkvuđum kjallara í ofsahrćđslu viđ ljós.
Í dag er engin sólbađsstofa í heilu landshlutunum. Sólbađsstofa er vandfundin utan höfuđborgarsvćđisins og Akureyrar. Samt sem áđur er ekkert lát á áróđri gegn sólbađsstofum. Hann er orđinn vandrćđalega holur ađ innan. Jafnframt kominn í hrópandi innbyrđis mótsögn.
Í sunnudagsblađi Morgunblađsins er sagt frá ţví ađ sortućxli sé ört vaxandi vandamál hérlendis. Ţar á međal séu sortućxli farin ađ herja á 15 ára stúlkur. Ljósabekkjum er kennt um. Enn og aftur.
Blasir ekki bulliđ viđ? Til fjölda ára hefur 18 ára og yngri ekki veriđ hleypt inn á sólbađsstofum. Í kjölfariđ hellast sortućxli yfir 15 ára stúlkur. Ţćr hafa aldrei stigiđ fćti inn á sólbađsstofu. Ţrátt fyrir ţađ er sólbađsstofum kennt um. Jafnframt eru sortućxli vaxandi vandamál hjá 19 ára og eldri. Einkum í sólbađsstofulausum landshlutum.
Stađreyndin er sú ađ sólböđ eru bráđholl. Ţau vinna gegn krabbameini af flestu tagi. Ţau vinna gegn allskonar húđsjúkdómum, ţunglyndi, beinţynningu, kyndeyfđ og styrkja tennur, hár og húđ.
Sólbađ er besta uppspretta D-vítamíns. Í dýraríkinu velja kvikindin sér til undaneldis ţau dýr sem búa ađ mestum D-vítamínforđa. Ţađ tryggir heilbrigđi afkvćma.
Rannsóknir hafa sýnt ađ sólbrúnir einstaklingar hafa miklu meira ađdráttarafl á hitt kyniđ en ţeir sem eru guggnir og gráir. Vćntanlega af sömu ástćđu. Sólbrún húđ geislar af heilbrigđi. Fölhvít húđ bendir til heilsuleysis.
Hafa má í huga ađ sólböđ eru í beinni samkeppni viđ framleiđendur D-vítamíns í ýmsu formi, lýsis, kalktaflna, svo og framleiđendur ótal húđkrema fyrir exem, sóríasis, unglingabólur og svo framvegis. Ţetta er harđur bisness. Öllum međölum beitt.
![]() |
Sortućxli ađal krabbamein ungra kvenna |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt 23.8.2015 kl. 14:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)