Fćrsluflokkur: Lífstíll
5.2.2022 | 03:17
Áhrifamestu plötuumslögin
Plötuumslög gegna veigamiklu hlutverki. Ţau móta ađ nokkru leyti viđhorf plötuhlustandans til tónlistarinnar og flytjandans. Ţegar best lćtur renna umslag og tónlistin saman í eitt. Gamlar rannsóknir leiddu í ljós ađ "rétt" umslag hefur áhrif á sölu plötunnar. Til lengri tíma getur umslag orđiđ ţátttakandi í nýjum straumum og stefnum í tónlist.
American Express Essentials hefur tekiđ saman lista yfir áhrifamestu plötuumslögin. Hér er ekki veriđ ađ tala um bestu eđa flottustu umslögin - ţó ađ ţađ geti alveg fariđ saman í einhverjum tilfelllum. Árlega koma á markađ margar milljónir plötuumslaga. Ađeins 0,0000000% ţeirra verđa almenningi minnisstćđ.
Stiklum hér á stóru í rjóma niđurstöđu AEE:
- Elvis Presley. Fyrsta stóra plata hans og samnefnd honum. Kom út 1956. Stimplađi gítarinn inn sem tákn rokksins. Á ţessum tímapunkti var ţađ brakandi ný og fersk blanda bandarískra músíkstíla á borđ viđ blús og rokkabilly.
- The Clash: London Calling. 3ja plata Clash sem var önnur tveggja framvarđasveita bresku pönkbyltingarinnar (hin var Sex Pistols). Útgáfuáriđ er 1979 og pönkiđ búiđ ađ slíta barnsskónum. Clash var ekki lengur "bara" pönk heldur eitthvađ miklu meira; stórveldi sem sló í gegn í Ameríku umfram ađrar pönksveitir. Umslagiđ kallast skemmtilega á viđ upphaf rokksins. Ljósmyndin var ekki tekin fyrir umslagiđ. Hún var eldri og fangađi augnablik ţar sem bassaleikarinn, Paul Simonon, fékk útrás fyrir pirring. "London Calling" var af amerískum fjölmiđlum - međ Rolling Stone í fararbroddi - útnefnd besta plata níunda áratugarins.
- Bítlarnir: Revolver. "Sgt. Peppers...", "Hvíta albúmiđ", "Abbey Road" og "Revolver" togast á um áhrifamestu Bítla-umslögin. "Revolver" kom út 1966 og var fyrst Bítlaplatna til ađ skarta "allt öđruvísi" umslagi: teiknimynd af Bítlunum í bland viđ ljósmyndir. Umslagiđ rammađi glćsilega inn ađ hljómsveitin var komin á kaf í nýstárlega tónlist á borđ viđ sýrurokk, indverskt raga og allskonar. Höfundur ţess var góđvinur Bítlanna frá Hamborg, bassaleikarinn og myndlistamađurinn Klaus Voorman.
- Velvet Underground & Nicole. Platan samnefnd hljómsveitinni kom út 1967 undir forystu Lou Reeds. Umslagiđ hannađi Andy Warhol. Platan og sérkennilegt umslag ţóttu ómerkileg á sínum tíma. En unnu ţeim mun betur á međ tímanum.
- The Rolling Stones: Let it Bleed. Önnur 2ja bestu platna Stones (hin er Beggars Banquet). Kom út 1969. Ţarna er stofnandi hljómsveitarinnar, Brian Jones, nćstum dottinn út úr henni og arftakinn, Mick Taylor, ađ taka viđ. Umslagiđ er af raunverulegri tertu og plötu. Ţetta var löngu fyrir daga tćknibrellna á borđ viđ fótoshop.
- Patti Smith: Horses. AEE telur "Horses" vera bestu jómfrúarplötu sögunnar. Útgáfuáriđ er 1975. Umslagiđ rammar inn látlausa ímynd alvörugefna bandaríska pönk-ljóđskáldsins.
- Pink Floyd: Wish You Were Here. Valiđ stendur á milli ţessarar plötu frá 1975 og "Dark Side of the Moon". Ljósmyndin á ţeirri fyrrnefndu hefur vinninginn. Hún sýnir tvo jakkalakka takast í hendur. Annar stendur í ljósum logum í alvörunni. Hér er ekkert fótoshop.
- Sex Pistols: Never Mind the Bollocks Heres the Sex Pistols. Eina alvöru plata Sex Pistols. Platan og hljómsveitin gerđu allt brjálađ í bresku músíksenunni 1977. Umslagiđ er vel pönkađ en um leiđ er klassi yfir hönnunni og skćru litavalinu.
- Bruce Springsteen: Born in the USA. 1984 vísuđu umslagiđ og titillinn í ţverbandarísk blćbrigđi. Undirstrikuđu ađ ţetta var hrátt verkalýđsrokk; bandarískt verkalýđsrokk sem kallađi á ótal túlkanir. Ţarna varđ Brúsi frćndi sú ofurstjarna sem hann er enn í dag.
- Nirvana: Nevermind. 1991 innleiddi platan Seattle-gruggbylgjuna. Forsprakkinn, Kurt Cobain, fékk hugmyndina ađ umslaginu eftir ađ hafa séđ heimildarmynd um vatnsfćđingu. Hugmyndin um agniđ, peningaseđilinn, var ekki djúphugsuđ en má skođast sem háđ á grćđgi.
- Björk: Homogenic. AEE segir ţetta vera bestu tekno-plötu allra tíma. Titillinn endurspegli leit Íslendingsins ađ hinum eina rétta tóni plötunnar 1997.
- Sigur Rós: (). Fyrir íslenska hljómsveit sem syngur ađallega á bullmáli en semur fallega og áleitna tónlist er umslagiđ óvenjulegt og vel viđ hćfi. Svo segir AEE og áttar sig ekki á ađ söngur Sigur Rósar er ađallega á íslensku. Reyndar á bullmáli á (). Platan kom út 2002.
Lífstíll | Breytt 8.2.2022 kl. 04:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (25)
29.1.2022 | 00:41
Töfrar úđans
Ég var ađ selja snyrtivörur, alnáttúrulegar heilsusnyrtivörur úr Aloe Vera plöntunni ađ uppistöđu til. Aldrađur mađur á Egilsstöđum hringdi í mig. Hann bađ mig um ađ senda sér í póstkröfu sólarolíu sem heitir Dark Tanning Oil Spray. Ástćđuna sagđi hann vera ţreytu í augum. Hann grunađi ađ úđaspreyiđ gćti gert sér gott. Einkum vegna ţess ađ Aloe Vera var uppistöđuhráefniđ.
Nokkrum vikum síđar hringdi mađurinn aftur til ađ fá fleiri úđabrúsa. Hann sagđi ađ reynslan vćri svo góđ viđ ađ spreyja í augun ađ hann vćri byrjađur ađ spreyja í eyrun líka. Međ jafn góđum árangri. Eyrun hvíldust vel útspreyjuđ.
Nokkrum vikum síđar hringdi hann enn í mig. Hann vantađi fleiri úđabrúsa. Nú var hann byrjađur ađ spreyja upp í munninn á sér undir svefninn. Allt annađ líf. Hann svćfi eins og kornabarn. Ađ auki vćru draumfarir ljúfari.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
21.1.2022 | 05:31
Oft ratast kjöftugum satt á munn. Eđa ekki.
Rokkiđ er lífstíll. Yfirlýsingagleđi, dramb og gaspur eru órjúfanlegur hluti af lífstílnum. Alveg eins og "sex and drugs and rock and roll". Ţess vegna er oft gaman ađ lesa eđa heyra viđtöl viđ rokkstjörnur ţegar ţćr reyna ađ trompa allar hinar.
- Little Richard: "Ég er frumkvöđullinn. Ég er upphafsmađurinn. Ég er frelsarinn. Ég er arkitekt rokksins!"
- Richard Ashcroft (The Verve): Frumkvöđull er ofnotađ hugtak, en í mínu tilfelli er ţađ alveg viđeigandi."
- Jim Morrison (The Doors): "Ég lít á sjálfan mig sem risastóra, eldheita halastjörnu, stjörnuhrap. Allir stoppa, benda upp og taka andköf: "Ó, sjáđu ţetta!" Síđan vá, og ég er farinn og ţeir sjá aldrei neitt ţessu líkt aftur. Ţeir munu ekki geta gleymt mér - aldrei."
- Thom Yorke (Radiohead): "Mig langar ađ bjóđa mig fram til forseta. Eđa forsćtisráđherra. Ég held ađ ég myndi standa mig betur."
- Courtney Love (Hole): "Ég vildi ađ ég stjórnađi heiminum - ég held ađ hann vćri betri."
- Brian Molko (Placebo): Ef Placebo vćri eiturlyf vćrum viđ klárlega hreint heróín hćttulegt, dularfullt og algjörlega ávanabindandi."
- Pete Townsend (The Who): Stundum trúi ég ţví virkilega ađ viđ séum eina rokkhljómsveitin á ţessari plánetu sem veit um hvađ rokk n roll snýst."
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
5.1.2022 | 00:06
Spaugilegar sjálfur
Fyrir daga myndsímanna voru ljósmyndir dýrt sport. Kaupa ţurfti filmur og spandera í framköllun. Ţess vegna vönduđu menn sig viđ verkefniđ.
Í dag kostar ekkert ađ smella mynd af hverju sem er. Ungt fólk er duglegt ađ taka myndir af sjálfum sér og birta á samfélagsmiđlum. Í hamaganginum er ekki alltaf ađgćtt hvađ er í bakgrunni. Enda skjárinn lítill. Ţegar ljósmyndarinn uppgötvar slysiđ er vinahópurinn búinn ađ gera myndirnar ódauđlegar á netinu. Hér eru nokkur sýnishorn:
- Strákur kvartar undan ţví ađ kćrastan sé alltaf ađ laumast til ađ mynda hann. Í bílrúđunni fyrir aftan sést ađ stráksi tók myndina sjálfur.
- Einn montar sig af kúluvöđva. Í spegli fyrir aftan sést ađ hann er ađ "feika".
- Kauđi smellir á mynd af ömmu og og glćsilegu hátíđarveisluborđi hennar. Hann áttar sig ekki á ađ í spegli sést hvar hann stendur á brókinni einni fata.
- Stúlka heimsćkir aldrađan afa. Ţađ er fallegt af henni. Hún notar tćkifćriđ og tekur sjálfu á međan kallinn dottar.
- Önnur dama telur sig vera óhulta í mynd á bak viđ sturtuhengi. Ef vel er ađ gáđ sést efst á myndinni í gćgjudóna. Ţetta sést betur ef smellt er á myndina.
- Enn ein er upptekin af sjálfu á međan barn hennar berst fyrir lífi sínu í bađkari.
- Pabbi tekur mynd af feđgunum. Snati sleppur inn á sem stađgengill hárbrúsks.
- Myndarlegur gutti tekur sjálfu. Ekkert athugavert viđ ţađ. Nema ef vel er rýnt í bakgrunninn. Ţar speglast í rúđu ađ töffarinn er buxnalaus.
Lífstíll | Breytt 8.1.2022 kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
10.12.2021 | 01:07
Sprenghlćgilegar ljósmyndir af glćpamönnum
Fá ljósmyndaalbúm eru spaugilegri en ţau sem hýsa myndir af bandarískum glćpamönnum. Eflaust eru glćpamenn annarra ţjóđa líka broslegir. Lögregluţjónar ţeirra eru bara ekki eins ljósmyndaglađir. Síst af öllu íslenskir. Hér eru nokkur skemmtileg dćmi:
Lífstíll | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
2.11.2021 | 00:56
Ósćtti út af kjúklingavćngjum
Ofbeldi tíđkast víđar en í bandarískum skemmtiţáttaseríum. Stundum ţarf ekki mikiđ til. Jafnvel ađ gripiđ sé til skotvopna ţegar fólki mislíkar eitthvađ. Ţađ hefur meira ađ segja hent á okkar annars friđsćla Íslandi; ţar sem flestir sýna flestum takmarkalausa ást og kćrleika.
Í Vínlandinu góđa, nánar tiltekiđ í Utah-ríki, vildi umhyggjusamur fađir gera vel viđ ţrítugan son sinn. Á heimleiđ úr vinnu keypti hann handa honum vćnan skammt af kjúklingavćngjum. Viđtökurnar voru ekki jafn fagnandi og pabbinn bjóst viđ. Stráksa mislíkađi ađ kallinn hafđi ekki keypt uppáhaldsvćngina hans heldur einhverja ađra tegund. Mönnum getur sárnađ af minna tilefni. Hann stormađi inn á bađherbergi. Ţar var ein af byssum heimilisins geymd. Kauđi nýtti sér ţađ. Hann tók byssuna og skaut á kallinn. Sem betur fer var hann ekki góđ skytta í geđshrćringunni. Kúlan fór yfir í nćsta hús og hafnađi ţar í uppţvottavél.
Kallinn stökk á strákinn og náđi ađ afvopna hann. Áđur tókst drengnum ađ hleypa af tveimur skotum til viđbótar. Bćđi geiguđu ađ mestu en náđu samt ađ sćra kallinn.
Einhver biđ verđur á ađ gaurinn fái fleiri kjúklingavćngi. Hann er í fangelsi.
.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
8.10.2021 | 01:03
Brýnt ađ halda til haga um Guđna Má Henningsson
Ég heyrđi fyrst af Guđna Má er ég kíkti í Plötubúđina á Laugavegi 20. Ţar réđi Halldór Ingi heitinn Andrésson ríkjum. Hann sagđi mér frá ţessum náunga sem hlustađi á músík allan daginn alla daga. Hlustađi og stúderađi flytjendur allan sinn vökutíma.
Halldóri Inga ţótti áríđandi ađ stútfullur fróđleiksbrunnur Guđna Más yrđi virkjađur í útvarpi. Mig minnir ađ hann hafi fyrst komiđ honum í útvarpsstöđina Sólina. Ţar blómstrađi hann međ öđruvísi lagaval en ađrir dagskrárgerđarmenn. Heillandi lagaval.
Síđar hreppti Rás 2 Guđna Má. Ţađ var happafengur.
2002 tók Guđni Már upp á ţví ađ spila á Rás 2 fćreyskt lag, "Ormurin langi" međ víkingametalsveitinni Tý. Ţá hafđi fćreysk tónlist ekki áđur veriđ spiluđ á Rás 2. Vinnufélagarnir stukku ekki á vagninn til ađ byrja međ. Hann ţurfti ađ hafa fyrir ţví ađ koma "Ormurin langi" í fasta spilun á Rás 2. Međ harđfylgni tókst honum ađ landa ţví.
"Ormurin langi" varđ mest spilađa lag á Íslandi 2002. Platan seldist í 4000 eintökum. Kiddi kanína var snöggur til ađ venju. Hann bókađi Tý í hljómleikaferđ um Ísland. Í leiđinni bjó hann til fćreyska tónlistarveislu, Fairwaves. Ţar kynnti hann til sögunnar fjölda fćreyskra tónlistarmanna, svo sem Eivöru, Högna Lisberg, hljómsveitina Clickhaze, pönksveitina 200, djasssveitina Yggdrasil međ Kristian Blak í fararbroddi, Lenu Anderssen, Hanus G. og Guđriđ Hansdóttir, svo ađeins örfá nöfn séu nefnd.
Án Guđna Más hefđu Íslendingar aldrei kynnst frábćrri tónlist ţessa fólks.
Til gamans vitna ég í frásögn Guđna Más í bók minni Gata, Austurey, Fćreyjar, Eivör og fćreysk tónlist: "Eivör spilađi í beinni útsendingu hjá mér í Útvarpshúsinu í Ţórshöfn. Hún var mögnuđ stelpan ţar. Á milli laga spjallađi ég viđ hana og eitt sinn ţegar ég reyndi ađ vera mjög gáfulegur og klár ţá kleip hún mig í rassinn - í beinni útsendingu!"
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
30.9.2021 | 22:16
Af hverju eru Debbie Harry og Blondie pönk?
Vegna Íslandsheimsóknar bandarísku söngkonunnar Debbie Harry hefur margur fróđleiksfús spurt sig, ćttingja og nágranna: Af hverju var Blondie pönk? Hljómsveitin hljómađi ekki eins og pönk. Hún var meira eins og létt popp í bland viđ reggí.
Máliđ er ađ í Bandaríkjunum var pönk ekki einhver tiltekinn músíkstíll. Ţađ var samheiti yfir viđhorf tónlistarfólks til tónlistarbransans. 1974-1975 ţótti prog (framsćkiđ rokk) flottast. En átti ekki upp á pallborđ hjá vinahópi sem spilađi í New York skemmtistađnum CBGB. Hann spilađi einfalda músík sem var ekkert flćkt međ flóknum sólóum og taktskiptum. Máliđ var ađ kýla á hlutina óháđ fćrni á hljóđfćri. Allir fengu ađ vera međ: Blondie, Patti Smith, Televison, Ramones... Ţetta var "gerđu ţađ sjálf/ur" (Do It Yourself) viđhorf.
Ţetta tónlistarfólk var kallađ pönk međ tilvísun í fanga sem níđst er á í bandarískum fangelsum. Aumast allra aumra.
Víkur ţá sögu til Bretlands. 1976 myndađist ţar bylgja hljómsveita sem spilađi svipađa rokktónlist (blöndu af glam rokki og pöbbarokki). Ţetta voru Sex Pistols, Clash, Damned, Buzzcocks og fleiri. Í ágúst 1976 skrifađi blađakona NME vikublađsins um ţessa bylgju. Hún sá sterka samlíkingu viđ bandarísku pönkarana. Hún fékk samţykki bylgjunnar til ađ kalla hana pönk.
Lífstíll | Breytt 1.10.2021 kl. 08:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
18.9.2021 | 21:08
Höfrungar til vandrćđa
Á dögunum rákust fćreyskir smábátaeigendur á höfrungavöđu. Ţeir giskuđu á ađ um vćri ađ rćđa 200 kvikindi. Ţađ er ágćtis magn af ljúffengu kjöti. Ţeir ákváđu ađ smala kjötinu inn í Skálafjörđ. Hann er lengstur fćreyskra fjarđa, 14,5 km. Allt gekk vel. Nema ađ höfrungunum fjölgađi á leiđinni. Ađ auki varđ misbrestur á ađ ađ láta rétta menn í landi vita af tíđindunum. Fyrir bragđiđ mćttu fáir til leiks. Ţess vegna lenti ţađ á örfáum ađ slátra 1400 dýrum. Ţađ tók tvo klukkutíma. Einungis lćrđum og útskrifuđum mćnustungufrćđingum er heimilt ađ lóga hvölum í Fćreyjum.
Útlendir Sea Shepherd liđar í Fćreyjum notuđu dróna til ađ senda ađfarirnar út í beinni á netsíđum erlendra fjölmiđla. Međal annars BBC.
Dýradráp er ekki fögur og ađlađandi sýn fyrir nútímafólk sem heldur ađ kjöt og fiskur verđi til í matvöruverslunum. Ég vann í sláturhúsi á Sauđárkróki til margra ára sem unglingur. Ţar rann ekki minna blóđ en ţegar dýrum er slátrađ í Fćreyjum (sjá myndina fyrir neđan úr sláturhúsi).
Ef sláturhús vćru glerhús er nćsta víst ađ sömu viđbrögđ yrđu viđ slátrun á svínum, kindum, kjúklingum, hestum og beljum og eru nú viđ höfrungadrápinu í Fćreyjum.
Samt. Höfrungadrápiđ var klúđur. Alltof mörg dýr. Alltof fáir slátrarar. Ţetta var of. Á venjulegu ári slátra Fćreyingum um 600 marsvínum (grind). Fram til ţessa eru skepnurnar reknar 2 - 3 km. Í ţessu tilfelli voru höfrungarnir reknir 50 km.
Stuđningur fćreysks almennings viđ hvalveiđar hefur hruniđ. Ţingmenn tala um endurskođun á lögum um ţćr. Sjávarútvegsfyrirtćki hafa opinberlega mótmćlt ţeim. Líka fćreyska álfadrottningin Eivör. Hún er ađ venju hörđ á sínu og hvikar hvergi í ritdeilum um máliđ.
Dráp á höfrungum ţykir verra en grindhvaladráp. Höfrungarnir ţykja meira krútt. Samt hef ég heyrt ađ höfrungur hafi nauđgađ liđsmanni bandaríska drengjabandsins Backstreet Boys.
Lífstíll | Breytt 19.9.2021 kl. 14:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
23.8.2021 | 08:34
Frábćr lögregla
Í fyrradag missti tćplega fertugur mađur vitiđ. Óvćnt. Enginn ađdragandi. Hann var bara allt í einu staddur á allt öđrum stađ en raunveruleikanum. Ég hringdi í hérađslćkni. Til mín komu tveir kvenlögregluţjónar sem hóuđu í sjúkrabíl.
Ţetta fólk afgreiddi vandamáliđ á einstaklega lipran hátt. Minnsta mál í heimi hefđi veriđ ađ handjárna veika manninn og henda honum inn á geđdeild eđa löggustöđ. Ţess í stađ var rćtt viđ hann á ljúfu nótunum. Ađ hluta til fallist á ranghugmyndir hans en um leiđ fengiđ hann til ađ fara á fćtur og koma út í sjúkrabíl.
Ţetta tók alveg 2 klukkutíma. Skref fyrir skref: Ađ standa á fćtur, ađ fara í skó og svo framvegis.
Ađ lokum tókst ađ koma honum í sjúkrabílinn. Hálftíma síđar hringdi önnur lögreglukonan í mig. Vildi upplýsa mig um framhaldiđ frá ţví ađ mađurinn fór í sjúkrabílinn. Sem var töluverđ dagskrá sem náđi alveg til dagsins í dag.
Ţvílíkt frábćr vinnubrögđ. Ég hafđi ekki rćnu á ađ taka niđur nöfn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)