Fćrsluflokkur: Ferđalög
26.1.2011 | 21:23
Ţetta verđiđ ţiđ ađ sjá!
Ţetta stórfenglega snjólistaverk er eitthvađ sem allir verđa ađ sjá. Ţađ fylgir ekki sögunni hvar ţađ er. Máliđ er bara ađ leita ţađ uppi. Kannski međ ţví ađ fara sjóleiđina til útlanda:
Ef veđurfar leyfir ţađ ekki ţá er gripiđ til flugsamgangna:
Svo framarlega sem fuglinn gerir ekki árás. Ţetta á ađ sleppa ef flugvélin er öflug og rćđur viđ dćmiđ. Ţví nćst er ađ fá sér reiđhjól og hjóla á áfangastađ. Verra er ţegar undirlendi er ekki eins og Danmörku og Hollandi: Lárétt og slétt. Ţađ ţarf lagni til ađ hjóla um holt og hćđir:
Mestu skiptir ţó ađ vera bólusettur gegn óvćrum í útlöndum:
19.1.2011 | 20:44
Bráđskemmtilegar tillögur um öđruvísi sumarfrí
Nú er sá tími runninn upp ađ fólk fer ađ velta fyrir sér hvert eigi ađ fara og hvađ skuli gera í sumarfríinu. Eđa páskafríinu. Ţađ er ekkert gaman ađ gera alltaf nákvćmlega ţađ sama. Hér eru nokkrar tillögur um smá öđruvísi upplifun í fríinu:
Ţađ er rosalega hressandi ađ sofa utan í ţverhníptum hamri í 2ja - 3ja kílómetra hćđ yfir jörđu og anda ađ sér fersku og súrefnisríku fjallalofti. Viđ ţessar ađstćđur er hrćđsla óţörf viđ ađ vakna upp međ svöng og grimm rándýr ađ éta mann um miđja nótt. Engir úlfar. Engir ísbirnir. Ţađ eina sem ţarf ađ passa upp á er ađ velta sér ekki um of í svefni. Ţađ gćti orđiđ slćm bylta.
Nú er byrjađ ađ framleiđa kajaka á Íslandi. Vandamáliđ er ađ íslenskir fossar eru ekki nógu reisulegir fyrir ţetta ćvintýri: Ađ stökkva í kajaka fram af klettasnös ofan í freyđandi fosshylinn. Til ađ ţetta sé virkilega gaman ţarf stökkiđ ađ vera minnsta kosti 500 metrar.
Ţađ er eitthvađ rosalega heillandi viđ ađ trítla upp eftir snjórönd sem nćr nokkurra kílómetra hćđ. Kikkiđ fćr mađur af ţví ađ ţrćđa sjálfa snjóröndina ţannig ađ útsýni sé gott yfir báđar hliđar. Ţađ er upplagt ađ byrja daginn á ţessu. Fara svo í kajak um kvöldiđ og sofa í hengirúminu á nóttunni.
Ţađ ţarf ađ vera međ ţokkalega jafnvćgistilfinningu til ađ klifra upp ţessa steinahrúgu. Ef klaufalega er ađ fariđ veltur hún á hliđina. Ţannig er hún ekki eins tignarleg. En ţađ er skemmtileg áskorun ađ halda jafnvćgi á henni eins og hún er ţarna.
Ţegar tvćr manneskjur ferđast saman er sanngjarnt ađ ţćr ţrengi ekki hvor ađ annarri. Gefi gott olnbogarými og sýni fyllstu tillitssemi í hvívetna.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
19.1.2011 | 14:51
Útlent stórblađ hvetur til Íslandsferđa
Í sunnudagsblađi The New York Times er ađ finna fjögurra blađsíđna grein sem ber yfirskriftina "41 stađur til ađ heimsćkja áriđ 2011". Stađirnir 41 eru taldir upp í númerađri röđ eftir ţví hvađ ţeir ţykja spennandi ađ sćkja heim. Ítarleg greinargerđ fylgir upptalningunni á hverjum stađ fyrir sig (hér er textinn mikiđ styttur).
Í fyrsta sćti er Santiago. Ţessi höfuđborg Chile er sögđ vera í mikilli uppbyggingu og uppsveiflu eftir 2 jarđskjálfta á innan viđ ári. Annar upp á 8,8 á Richter. Veitingastađir, söfn, hótel og annađ slíkt hafa veriđ nútímavćdd. Ţarna hefur veriđ tekin í notkun 200.000 fermetra tónlistarhöll. Helsta árlega rokkhátíđin í Bandaríkjunum síđustu tvo áratugi, Lollapalooza, verđur í fyrsta skipti haldin utanlands. Einmitt í Santiago. Ýmislegt fleira er upp taliđ Santiago til ágćtis sem fyrsta vali á utanlandsferđ í ár.
Í öđru sćti eru San Juan eyjar í Washington ríki í Bandaríkjunum. Ţađ eru veitingastađir, ósnortin náttúra og fleira sem gerir eyjarnar áhugaverđar.
Í 3ja sćti er Koh Samui á Tćlandi. Ađdráttarafl ţessarar eyju samanstendur af hvítri strönd, kóralrifum, pálmatrjám, spennandi veitingastöđum og detox-heilsusetri.
Í 4đa sćti er Ísland. Hrun íslensku krónunnar 2008 hefur gert ţessa ótrúlega fallegu eyju mun ákjósanlegri áfangastađ en áđur. Ţjónusta sem áđur kostađi 200 dollara á Íslandi kostar ađeins 130 dollara í dag. Um leiđ og náttúruunnendur ferđast til Íslands vegna heitu vatnslindanna. jökla, eldfjallalandslags og Norđurljósanna ţá hafa Íslendingar stigiđ stórt menningarskref međ byggingu tónlistar- og ráđstefnuhallarinnar Hörpu, sinfóníu- og óperuhús. Opnunardagskrá Hörpu í maí hefst á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og íslenskra rokkhljómsveita. Í mars verđur 3ja íslenska tískufestivaliđ haldiđ, DesignMarch. Í október ár hvert er hin svala Iceland Airwaves popphátíđ haldin.
Ţađ er ástćđulaust ađ ţylja hér upp stađina í nćstu 37 sćtum sem The New York Times mćlir međ ađ verđi heimsóttir í ár. Fćstir ná ađ ferđast til fleiri en ţessara fjögurra stađa í ár. En ef ţađ gengur rúmlega upp á er Mílan á Ítalíu í fimmta sćti.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 14:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
15.1.2011 | 21:24
Íslensk plata í toppsćti í áramótauppgjöri bandarísks poppblađs
Í New York eru blađavagnar út um allar gangstéttir. Ţeir eru eins og stórir pylsuvagnar. Nema hvađ framhliđin er hlađin dagblöđum og tímaritum. Einnig eru drykkir og nammi seld í ţessum vögnum. Ţađ er líka allt morandi í innisjoppum međ ennţá meira úrvali af dagblöđum og tímaritum, sem og einhverju nammi og drykkjum.
Ţađ merkilega viđ ţessa sölustađi er ađ yfirleitt er ţar ađeins eitt bandarískt poppmúsíkblađ til sölu, Rolling Stone. Hinsvegar er fjöldi breskra poppmúsíkblađa í bođi á ţessum stöđum. Til ađ mynda Uncut, Mojo, Classic Rock, NME, Clash, Record Collector, Q og svo framvegis. Ég átta mig ekki á ţví hvers vegna svona gott úrval af breskum poppmúsíkblöđum er ađ finna ţarna en einungis eitt bandarískt.
Í Bandaríkjunum er gefinn út aragrúi af poppmúsíkblöđum. Ţau er aftur á móti ađeins ađ finna í allra stćrstu bókabúđum. Eitt slíkt heitir Under the Radar. Í nýjasta hefti ţessa tímarits er ađ finna ýmsa skemmtilega áramótalista. Međal annars yfir bestu plötur ársins 2010. Viđ hliđ leiđara blađsins er birtur listi hvers yfirmanns blađsins fyrir sig yfir bestu plöturnar. Aftar er í blađinu er síđan sameiginlegur listi reiknađur út frá listum 22ja blađamanna blađsins.
Til gamans birti ég hér lista Lauru Studarus, ađstođarritstjóra Under the Radar:
1 Jónsi: Go
2 Sufjan Stevens: The Age of Asz
3 Club 8: The People´s Record
4 Beach House: Teen Dream
5 Arcade Fire: The Suburbs
6 Local Natives: Gorilla Manor
7 Delphic: Acolyte
8 Mark Ronson & The Business Intl.: Record Collection
9 Charlotte Gainsbourg: IRM
10 Sharon Jones & The Dab Kings: I Learned the Hard Way
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
14.1.2011 | 21:20
Íslenskur tónlistarmađur í hávegum í New York
Ţađ voru mér smávćgileg vonbrigđi ađ hitta ekki á neina spennandi hljómleika á međan ég dvaldi í Nýju Jórvík. En yfirdrifiđ nóg frambođ var og er hinsvegar á söngleikjum á Breiđvangi (Broadway). Ţar báru hćst American Idiot eftir bandarísku popp-pönksveitina Green Day og Rain sem byggir á lögum bresku Bítlanna. Liđsmenn Green Day fara sjálfir međ hlutverk í American Idiot. Billy Jo Armstrong fékk lofsamlega umsögn hjá gagnrýnendum, sem voru samstíga í ađ gefa söngleiknum 3 stjörnur (af 5).
Green Day tríóiđ er ađeins of poppađ fyrir minn smekk. Ţar fyrir utan eru söngleikir ekki mín bjórdós. En Green Day er í hópi allra vinsćlustu hljómsveita heims síđustu árin.
Ég tvísté í 2 sek á međan ég hugsađi mig um hvort ég ćtti ađ skella mér á Rain. Titillagiđ er flott međ Bítlunum. Ţegar á reyndi ćtla ég frekar ađ reyna ađ komast einhvertíma á hljómleika međ Bítlunum sjálfum en eftirhermum.
Međal hljómleika sem bođiđ er upp á í New York ţessa dagana og eru mest auglýstir fara fremst í flokki breska hljómsveitin Gang of Four og síđan breska söngkonan Ari Up. Bćđi fyrirbćrin voru hluti af bresku pönkbyltingunni á áttunda áratugnum.
Gang of Four kom međ nýjan og ferskan stíl, fönk-pönk, inn í pönkiđ. Jafnframt lögđu ţeir til fleiri nýjunar á borđ viđ anti-gítarhetju-stíl og leiđandi samspil trommu- og bassaleiks. Áhrif frá Gang of Four eru enn í dag sterk í rokkinu og bergmála í tónlist Franz Ferdinands, Red Hot Chili Peppers og slíkra. Vandamáliđ međ Gang of Four er ţađ ađ fyrstu 2 plötur hljómsveitarinnar voru flottar en allar seinni plötur eru ađeins venjulegt popp.
Ari Up var söngkona kvenna-reggí-pönksveitarinnar The Slits. Hún var kćrasta Joes Strummers í The Clash áđur en sú hljómsveit sló í gegn.
Ennţá eldri popparar og hljómsveitir eru međ hljómleika í New York um ţessar mundir: Gamli bandaríski blúsjálkurinn Johnny Winter og bandarísku hippasveitirnar Lovin´ Spoonful og Blood, Sweat & Tears. Nokkrir ţekktir djassistar: Wayne Shorter, Keith Jarrett og Bill Evans (sennilega saxófónleikarinn ţví samnefndur píanóleikari og mikill snillingur er dauđur).
Svo eru ţađ hljómleikar međ bandarísku nýgítarsveitinni The Smithereens, sćnsku söngkonunni Robyn, bandarísku söngkonunni Lauryn Hill, bandaríska ţjóđlagarokkaranum Tao Rodriguez Seeger og íslenska tónlistarmanninum Ólafi Arnalds. Ţau hafa öll sungiđ og spilađ á Íslandi nema Tao. Lauryn er tengdadóttir Bobs heitins Marleys og sló í gegn međ hljómsveitinni The Fugees. Tao er barnabarn söngvahöfundarins frćga Petes Seegers ("Turn, Turn, Turn", "Where Have All The Flowers Gone?", "If I Had A Hammer", "The Bells Of Rhymney"...). Tao og James McColl, ađalsprauta bresku hljómsveitarnnar Bombay Bycicle Club, eru náskyldir. Amma James, Peggy Seeger, er systir Petes Seegers. Bombay Bycycle Club var ađalnúmeriđ á Iceland Airwaves síđasta haust.
Af auglýsingum og kynningum í New York má ráđa ađ Ólafur Arnalds og Lauryn Hill séu álíka ţekkt á ţessum slóđum. Eini munurinn er sá ađ inn á auglýsingar um hljómleika Laurynar er búiđ ađ bćta viđ: "Uppselt!"
Ţađ segir eitthvađ um hvađ Ólafur Arnald er vel kynntur í New York ađ myndbandiđ hér fyrir neđan hefur fengiđ hátt í 700 ţúsund heimsóknir.
Ferđalög | Breytt 15.1.2011 kl. 00:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2011 | 01:20
Íslendingur á forsíđu útlends stórblađs
.Ţađ er eitthvađ "spes" viđ ađ sjá plötur međ íslenskum flytjendum í útlendum plötubúđum og ađ rekast á forsíđufréttir af Íslendingum í útlendum stórblöđum. Ég veit ekki hvađ veldur ţessum viđbrögđum. Kannski hefur ţađ eitthvađ međ ţjóđrembing ađ gera. Hvađ sem ţađ annars er ţá var gaman ađ spranga um götur New York borgar í vikunni og sjá í öllum blađaverslunum forsíđufrétt í sunnudagsblađi The New York Times af íslensku ţingkonunni Birgittu Jónsdóttur. The New York Times er ađal dagblađiđ ţarna úti.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
13.1.2011 | 00:11
New York, New York
Ég hef lagt í vana minn ađ heimsćkja New York af og til. Síđasta föstudag gerđi ég mér erindi ţangađ. Sem var eiginlega dálítiđ kćruleysi. Ég var nýkominn frá Danmörku og er ađ fara til Fćreyja um mánađarmótin. Ég ţarf einhvernvegin ađ reyna ađ venja mig af ţessu flakki. Ţađ kemur niđur á vinnunni og seđlaveskinu. Ţar fyrir utan eru ekki nema 34 ár frá ţví ég kastađi síđast kveđju á NY búa. Í millitíđinni er ég reyndar búinn ađ fara nokkrum sinnum til Suđurríkja BNA, sem eru eins og önnur heimsálfa miđađ viđ Norđurríkin. Ađ vísu laumađist ég til Boston fyrir 2 árum. Boston er örlítiđ fyrir norđan NY og um margt lík NY. Bara mun smćrri í sniđum.
Ferđalög | Breytt 14.1.2011 kl. 01:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
4.1.2011 | 22:50
Kvikmyndarumsögn
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
2.1.2011 | 23:03
Jólafrí í Kaupmannahöfn
.
Ferđalög | Breytt 3.1.2011 kl. 00:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
18.12.2010 | 19:14
Öruggast ađ eiga Lödu
Ég er međ undir höndunum tölur yfir ţćr bílategundir sem helst verđa fyrir barđinu á bílaţjófum í Danmörku. Tölurnar eru úr samantekt frá ţví í fyrra yfir bílategundir sem mest var stoliđ af 2008. Ţetta breytist lítiđ sem ekkert á milli ára. Sú bílategund sem oftast var stoliđ er Mercedes Benz. 455 slíkum var stoliđ yfir áriđ. Ţađ jafngildir ađ svo gott sem einn af hverjum 100 stoltum dönskum Mercedes Benz bíleigendum hafi veriđ rćndur.
Dani sem á Benz er í 400% meiri hćttu á ađ bíl hans verđi stoliđ heldur en sá sem á Volvo eđa Opel.
Ţćr bílategundir sem var rćnt nćst oftast á eftir Benzinum eru BMW og Audi. Danir sem aka um á Lödu eru í minnstri hćttu gagnvart bílaţjófum. Ađeins 2 Lödum var stoliđ 2008. Ţađ ţykir líklegra ađ ţeim hafi veriđ stoliđ af einhverjum á fylleríi eđa til ađ nota viđ innbrot heldur en ađ ţćr hafi veriđ selfluttar til Austur-Evrópu til endursölu.
Ég veit ekki hver afstađa a-evrópskra er til bíla. Hinsvegar sagđi fyrrverandi tengdafađir minn, Bandaríkjamađur, mér eitt sinn ađ ríka fólkiđ í Bandaríkjunum kaupi sér Benz. Fólkiđ sem er ekki ríkt en vill láta ađra halda ađ ţađ sé ríkt kaupi sér Volvo.
![]() |
Stolnir bílar Dana í Austur-Evrópu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 19:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)