Fćrsluflokkur: Ferđalög

Ţetta verđiđ ţiđ ađ sjá!

snjólistaverk

  Ţetta stórfenglega snjólistaverk er eitthvađ sem allir verđa ađ sjá.  Ţađ fylgir ekki sögunni hvar ţađ er.  Máliđ er bara ađ leita ţađ uppi.  Kannski međ ţví ađ fara sjóleiđina til útlanda:

sjóleiđ

  Ef veđurfar leyfir ţađ ekki ţá er gripiđ til flugsamgangna:

flugA

  Svo framarlega sem fuglinn gerir ekki árás.  Ţetta á ađ sleppa ef flugvélin er öflug og rćđur viđ dćmiđ.  Ţví nćst er ađ fá sér reiđhjól og hjóla á áfangastađ.  Verra er ţegar undirlendi er ekki eins og Danmörku og Hollandi:  Lárétt og slétt.  Ţađ ţarf lagni til ađ hjóla um holt og hćđir:

hjólreiđar

  Mestu skiptir ţó ađ vera bólusettur gegn óvćrum í útlöndum:

bólusetning


Bráđskemmtilegar tillögur um öđruvísi sumarfrí

  Nú er sá tími runninn upp ađ fólk fer ađ velta fyrir sér hvert eigi ađ fara og hvađ skuli gera í sumarfríinu.  Eđa páskafríinu.  Ţađ er ekkert gaman ađ gera alltaf nákvćmlega ţađ sama.  Hér eru nokkrar tillögur um smá öđruvísi upplifun í fríinu:

ferđanýjung-A

  Ţađ er rosalega hressandi ađ sofa utan í ţverhníptum hamri í 2ja - 3ja kílómetra hćđ yfir jörđu og anda ađ sér fersku og súrefnisríku fjallalofti.  Viđ ţessar ađstćđur er hrćđsla óţörf viđ ađ vakna upp međ svöng og grimm rándýr ađ éta mann um miđja nótt.  Engir úlfar.  Engir ísbirnir.  Ţađ eina sem ţarf ađ passa upp á er ađ velta sér ekki um of í svefni.  Ţađ gćti orđiđ slćm bylta.

ferđanýjung-B

  Nú er byrjađ ađ framleiđa kajaka á Íslandi.  Vandamáliđ er ađ íslenskir fossar eru ekki nógu reisulegir fyrir ţetta ćvintýri:  Ađ stökkva í kajaka fram af klettasnös ofan í freyđandi fosshylinn.  Til ađ ţetta sé virkilega gaman ţarf stökkiđ ađ vera minnsta kosti 500 metrar.

ferđanýjung-D

  Ţađ er eitthvađ rosalega heillandi viđ ađ trítla upp eftir snjórönd sem nćr nokkurra kílómetra hćđ.  Kikkiđ fćr mađur af ţví ađ ţrćđa sjálfa snjóröndina ţannig ađ útsýni sé gott yfir báđar hliđar.  Ţađ er upplagt ađ byrja daginn á ţessu.  Fara svo í kajak um kvöldiđ og sofa í hengirúminu á nóttunni. 

ferđanýjung-C

  Ţađ ţarf ađ vera međ ţokkalega jafnvćgistilfinningu til ađ klifra upp ţessa steinahrúgu.  Ef klaufalega er ađ fariđ veltur hún á hliđina.  Ţannig er hún ekki eins tignarleg.  En ţađ er skemmtileg áskorun ađ halda jafnvćgi á henni eins og hún er ţarna.

ferđanýjung-E

  Ţegar tvćr manneskjur ferđast saman er sanngjarnt ađ ţćr ţrengi ekki hvor ađ annarri.  Gefi gott olnbogarými og sýni fyllstu tillitssemi í hvívetna.

 


Útlent stórblađ hvetur til Íslandsferđa

   Í sunnudagsblađi The New York Times er ađ finna fjögurra blađsíđna grein sem ber yfirskriftina "41 stađur til ađ heimsćkja áriđ 2011".  Stađirnir 41 eru taldir upp í númerađri röđ eftir ţví hvađ ţeir ţykja  spennandi ađ sćkja heim.  Ítarleg greinargerđ fylgir upptalningunni á hverjum stađ fyrir sig (hér er textinn mikiđ styttur). 

  Í fyrsta sćti er Santiago.  Ţessi höfuđborg Chile er sögđ vera í mikilli uppbyggingu og uppsveiflu eftir 2 jarđskjálfta á innan viđ ári.  Annar upp á 8,8 á Richter.  Veitingastađir,  söfn,  hótel og annađ slíkt hafa veriđ nútímavćdd.  Ţarna hefur veriđ tekin í notkun 200.000 fermetra tónlistarhöll.  Helsta árlega rokkhátíđin í Bandaríkjunum síđustu tvo áratugi,  Lollapalooza,  verđur í fyrsta skipti haldin utanlands.  Einmitt í Santiago.  Ýmislegt fleira er upp taliđ Santiago til ágćtis sem fyrsta vali á utanlandsferđ í ár.

  Í öđru sćti eru San Juan eyjar í Washington ríki í Bandaríkjunum.  Ţađ eru veitingastađir,  ósnortin náttúra og fleira sem gerir eyjarnar áhugaverđar.

  Í 3ja sćti er Koh Samui á Tćlandi. Ađdráttarafl ţessarar eyju samanstendur af hvítri strönd,  kóralrifum,  pálmatrjám,  spennandi veitingastöđum og detox-heilsusetri.

  Í 4đa sćti er Ísland.  Hrun íslensku krónunnar 2008 hefur gert ţessa ótrúlega fallegu eyju mun ákjósanlegri áfangastađ en áđur.  Ţjónusta sem áđur kostađi 200 dollara á Íslandi kostar ađeins 130 dollara í dag.  Um leiđ og náttúruunnendur ferđast til Íslands vegna heitu vatnslindanna.  jökla,  eldfjallalandslags og Norđurljósanna ţá hafa Íslendingar stigiđ stórt menningarskref međ byggingu tónlistar- og ráđstefnuhallarinnar Hörpu,  sinfóníu- og óperuhús.  Opnunardagskrá Hörpu í maí hefst á hljómleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands og íslenskra rokkhljómsveita.  Í mars verđur 3ja íslenska tískufestivaliđ haldiđ,  DesignMarch.  Í október ár hvert er hin svala Iceland Airwaves popphátíđ haldin.  

  Ţađ er ástćđulaust ađ ţylja hér upp stađina í nćstu 37 sćtum sem The New York Times mćlir međ ađ verđi heimsóttir í ár.  Fćstir ná ađ ferđast til fleiri en ţessara fjögurra stađa í ár.  En ef ţađ gengur rúmlega upp á er Mílan á Ítalíu í fimmta sćti.


Íslensk plata í toppsćti í áramótauppgjöri bandarísks poppblađs

 

  Í New York eru blađavagnar út um allar gangstéttir.  Ţeir eru eins og stórir pylsuvagnar.  Nema hvađ framhliđin er hlađin dagblöđum og tímaritum.  Einnig eru drykkir og nammi seld í ţessum vögnum.  Ţađ er líka allt morandi í innisjoppum međ ennţá meira úrvali af dagblöđum og tímaritum,  sem og einhverju nammi og drykkjum. 

  Ţađ merkilega viđ ţessa sölustađi er ađ yfirleitt er ţar ađeins eitt bandarískt poppmúsíkblađ til sölu,  Rolling Stone.  Hinsvegar er fjöldi breskra poppmúsíkblađa í bođi á ţessum stöđum. Til ađ mynda UncutMojoClassic RockNMEClashRecord CollectorQ og svo framvegis.  Ég átta mig ekki á ţví hvers vegna svona gott úrval af breskum poppmúsíkblöđum er ađ finna ţarna en einungis eitt bandarískt.

  Í Bandaríkjunum er gefinn út aragrúi af poppmúsíkblöđum.  Ţau er aftur á móti ađeins ađ finna í allra stćrstu bókabúđum.  Eitt slíkt heitir Under the Radar.  Í nýjasta hefti ţessa tímarits er ađ finna ýmsa skemmtilega áramótalista.  Međal annars yfir bestu plötur ársins 2010.  Viđ hliđ leiđara blađsins er birtur listi hvers yfirmanns blađsins fyrir sig yfir bestu plöturnar.  Aftar er í blađinu er síđan sameiginlegur listi reiknađur út frá listum 22ja blađamanna blađsins.

  Til gamans birti ég hér lista Lauru Studarus,  ađstođarritstjóra Under the Radar:

jonsi-go

1   JónsiGo

2   Sufjan StevensThe Age of Asz

3   Club 8The People´s Record

4   Beach HouseTeen Dream

5   Arcade FireThe Suburbs

6   Local Natives:   Gorilla Manor

7   DelphicAcolyte

8   Mark Ronson & The Business Intl.Record Collection

9   Charlotte Gainsbourg:   IRM

10  Sharon Jones & The Dab Kings I Learned the Hard Way 


Íslenskur tónlistarmađur í hávegum í New York

  Ţađ voru mér smávćgileg vonbrigđi ađ hitta ekki á neina spennandi hljómleika á međan ég dvaldi í Nýju Jórvík.  En yfirdrifiđ nóg frambođ var og er hinsvegar á söngleikjum á Breiđvangi (Broadway).  Ţar báru hćst  American Idiot  eftir bandarísku popp-pönksveitina  Green Day  og  Rain  sem byggir á lögum bresku  Bítlanna.  Liđsmenn Green Day fara sjálfir međ hlutverk í  American IdiotBilly Jo Armstrong  fékk lofsamlega umsögn hjá gagnrýnendum,  sem voru samstíga í ađ gefa söngleiknum 3 stjörnur (af 5).

  Green Day tríóiđ er ađeins of poppađ fyrir minn smekk.  Ţar fyrir utan eru söngleikir ekki mín bjórdós.  En Green Day er í hópi allra vinsćlustu hljómsveita heims síđustu árin. 

  Ég tvísté í 2 sek á međan ég hugsađi mig um hvort ég ćtti ađ skella mér á  Rain.  Titillagiđ er flott međ Bítlunum.  Ţegar á reyndi ćtla ég frekar ađ reyna ađ komast einhvertíma á hljómleika međ Bítlunum sjálfum en eftirhermum. 

  Međal hljómleika sem bođiđ er upp á í New York ţessa dagana og eru mest auglýstir fara fremst í flokki breska hljómsveitin  Gang of Four  og síđan breska söngkonan  Ari Up.  Bćđi fyrirbćrin voru hluti af bresku pönkbyltingunni á áttunda áratugnum. 

  

  Gang of Four kom međ nýjan og ferskan stíl,  fönk-pönk,  inn í pönkiđ.  Jafnframt lögđu ţeir til fleiri nýjunar á borđ viđ anti-gítarhetju-stíl og leiđandi samspil trommu- og bassaleiks.  Áhrif frá Gang of Four eru enn í dag sterk í rokkinu og bergmála í tónlist  Franz FerdinandsRed Hot Chili Peppers og slíkra.  Vandamáliđ međ Gang of Four er ţađ ađ fyrstu 2 plötur hljómsveitarinnar voru flottar en allar seinni plötur eru ađeins venjulegt popp.  

  Ari Up var söngkona kvenna-reggí-pönksveitarinnar  The Slits.  Hún var kćrasta  Joes Strummers í  The Clash  áđur en sú hljómsveit sló í gegn. 

  Ennţá eldri popparar og hljómsveitir eru međ hljómleika í New York um ţessar mundir:  Gamli bandaríski blúsjálkurinn  Johnny Winter og bandarísku hippasveitirnar  Lovin´ Spoonful  og  Blood, Sweat & Tears.  Nokkrir ţekktir djassistar:  Wayne ShorterKeith Jarrett  og  Bill Evans (sennilega saxófónleikarinn ţví samnefndur píanóleikari og mikill snillingur er dauđur).

  Svo eru ţađ hljómleikar međ bandarísku nýgítarsveitinni The Smithereens,  sćnsku söngkonunni Robyn,  bandarísku söngkonunni  Lauryn Hill,  bandaríska ţjóđlagarokkaranum  Tao Rodriguez Seeger  og íslenska tónlistarmanninum  Ólafi Arnalds.  Ţau hafa öll sungiđ og spilađ á Íslandi nema Tao.  Lauryn er tengdadóttir Bobs heitins Marleys og sló í gegn međ hljómsveitinni The Fugees.  Tao er barnabarn söngvahöfundarins frćga Petes Seegers ("Turn,  Turn,  Turn",  "Where Have All The Flowers Gone?",  "If I Had A Hammer",  "The Bells Of Rhymney"...).  Tao og  James McColl,  ađalsprauta bresku hljómsveitarnnar  Bombay Bycicle Club,  eru náskyldir.  Amma James,  Peggy Seeger,  er systir Petes Seegers.  Bombay Bycycle Club var ađalnúmeriđ á Iceland Airwaves síđasta haust.

  Af auglýsingum og kynningum í New York má ráđa ađ Ólafur Arnalds og Lauryn Hill séu álíka ţekkt á ţessum slóđum.  Eini munurinn er sá ađ inn á auglýsingar um hljómleika Laurynar er búiđ ađ bćta viđ:  "Uppselt!"

  Ţađ segir eitthvađ um hvađ Ólafur Arnald er vel kynntur í New York ađ myndbandiđ hér fyrir neđan hefur fengiđ hátt í 700 ţúsund heimsóknir. 


Íslendingur á forsíđu útlends stórblađs

birgitta jónsdóttir

   .Ţađ er eitthvađ "spes" viđ ađ sjá plötur međ íslenskum flytjendum í útlendum plötubúđum og ađ rekast á forsíđufréttir af Íslendingum í útlendum stórblöđum.  Ég veit ekki hvađ veldur ţessum viđbrögđum.  Kannski hefur ţađ eitthvađ međ ţjóđrembing ađ gera.  Hvađ sem ţađ annars er ţá var gaman ađ spranga um götur New York borgar í vikunni og sjá í öllum blađaverslunum forsíđufrétt í sunnudagsblađi The New York Times af íslensku ţingkonunni Birgittu Jónsdóttur.  The New York Times er ađal dagblađiđ ţarna úti.

  .Tilefni fréttarinnar af Birgittu er ađ bandarísk stjórnvöld stefndu samskiptavefnum Twitter til ađ gefa sér upp allar upplýsinga um Birgittu og notkun hennar á Twitter.  Ţađ er ađ segja fyrst og fremst upplýsingar sem almennir lesendur Twitter sjá ekki,  svo sem einkapóst.
  .Fréttin í The New York Times er ítarleg,  skrifuđ af tveimur blađamönnum og hálfrar blađsíđu framhald hennar er birt innan í blađinu.  Međal annars er rćtt viđ Birgittu og birt ljósmynd af henni og önnur af Julian Assange,  stofnanda WikiLeaks.
 

New York, New York

 

  Ég hef lagt í vana minn ađ heimsćkja New York af og til.  Síđasta föstudag gerđi ég mér erindi ţangađ.  Sem var eiginlega dálítiđ kćruleysi.  Ég var nýkominn frá Danmörku og er ađ fara til Fćreyja um mánađarmótin.  Ég ţarf einhvernvegin ađ reyna ađ venja mig af ţessu flakki.  Ţađ kemur niđur á vinnunni og seđlaveskinu.  Ţar fyrir utan eru ekki nema 34 ár frá ţví ég kastađi síđast kveđju á NY búa.  Í millitíđinni er ég reyndar búinn ađ fara nokkrum sinnum til Suđurríkja BNA,  sem eru eins og önnur heimsálfa miđađ viđ Norđurríkin.  Ađ vísu laumađist ég til Boston fyrir 2 árum.  Boston er örlítiđ fyrir norđan NY og um margt lík NY.  Bara mun smćrri í sniđum.

  NY er sennilega mesta / blandađasta fjölmenningarsamfélag heims.  Um ţriđjungur NY búa er fćddur utan BNA.  Ég man ekki hlutfalliđ en minnir ađ meirihluti NY búa eigi foreldra fćdda utan BNA.  Ţarna eru alvöru Kínahverfi,  ítalskt hverfi,  svertingjahverfi o.s.frv.  Ţegar gengiđ er um ađalgötuna,  Broadway,  er ekki ţverfótađ fyrir asískum veitingastöđum,  grískum,  ítölskum,  frönskum og svo framvegis.  Mađur er umlukinn skýjakljúfum og risastórum ljósaskiltum međ hreyfimyndum í skćrum litum sem ćpa á mann úr öllum áttum.  Áreitiđ frá ţeim er yfirţyrmandi.  Ég gćti trúađ ađ ţetta slagi í LSD vímu. 
  "Borgin sem aldrei sefur" getur átt viđ um ţetta.  Hinsvegar hljóđnar verulega á götum úti upp úr klukkan 7 á kvöldin.  Ţá loka flestar flestar verslanir og dregur úr umferđ og gangandi vegfarendum.  Ţegar nálgast miđnćtti er komin ró á.  En ţađ er auđvelt ađ rekast á matvöruverslanir sem eru opnar allan sólarhringinn,  apótek og veitingastađi.  Svo ekki sé talađ um nćturklúbba.
.
  Glćpatíđni á hverja 100.000 íbúa í NY er lág í samanburđi viđ ađrar stórborgir í Bandaríkjunum.  En há í samanburđi viđ ađrar vestrćnar borgir.  Ef ég man rétt eru íbúar NY yfir 8 milljónir.  Svíar eru tćpar 10 milljónir (til ađ setja hluti í samhengi).  Íbúar BNA eru um 4,6% af jarđarbúum.  Ţar sitja í fangelsum um fjórđungur allra fanga heimsins.  Algengt hlutfall glćpamanna á vesturlöndum er 60 - 70 á hverja 100.000 íbúa.  Mig minnir ađ hlutfalliđ á Íslandi sé 40 - 50 á hverja 100.000 íbúa.  Í BNA er hlutfalliđ 700 á hverja 100.000 íbúa.  Enda gekk töluvert á í NY á međan ég dvaldi ţar:  Morđ,  morđtilraunir og allskonar.  Samt upplifđi ég mig alveg öruggan ţarna á mínu rölti um Broadway.  Gaf mig á tal viđ fólk af ýmsum kynţáttum og skemmti mér vel.  Mikill meirihluti NY búa eru demókratar,  eins og í Boston.  Ţegar ég var í Boston fyrir tveimur árum var öllum sem ég átti orđastađ viđ illa viđ Brúsk ţáverandi forseta.  Og nefndu ţađ iđulega ađ fyrra bragđi.  Í NY voru menn meira tvístígandi í afstöđu til Husseins Obama en létu ţess getiđ ađ ţeir vćru demokratar.   

Kvikmyndarumsögn

 - Titill:  Klovn: The Movie
 - Sýningarstađir:  Sam-bíóin
 - Einkunn: **** (af 5)
.
  Flestir ţekkja eflaust dönsku sjónvarpsţćttina  Klovn  (Trúđur).  Ţeir eru fyndnir og ţegar best lćtur rosalega fyndnir.  Frank (Klovn) er klaufskur í mannlegum samskiptum.  Barnalegur og laginn viđ ađ koma sér í vandrćđalegar ađstćđur.  Casper,  besti vinur hans,  er sjálfhverfur töffari;  kvensamur,  slóttugur og tćkifćrissinnađur.  Saman mynda ţeir frábćrt tvíeyki. 
  Ţađ hefur ekki alltaf gefist vel ađ yfirfćra fyndna sjónvarpsţćtti í bíómyndaform.  Dćmi um slíkt eru Mr. Bean og Ali G.  Hér gengur hinsvegar allt upp.  Klovn The Movie  er virkilega fyndin bíómynd.  Vel upp byggđ međ mörgum góđum hápunktum og fyrirsjáanlegum en hressilegum endi.  Ţarna eru margar senur pínlegar fyrir persónurnar.  Frank og Casper eru sannfćrandi í sínum hlutverkum.  Áhorfendur finna til samúđar.  Ósjaldan mátti heyra áhorfendur hrópa:  "Ć, nei!",  "Úps!",  "Guđ minn góđur!" og annađ álíka á milli hláturgusanna.  Sum atriđin eru nokkuđ gróf og alls ekki barnvćn.  Í frjálslynda Baunaveldi er myndin leyfđ til sýningar fyrir eldri en 11 ára.  Íslensku teprurnar hafa aldursmarkiđ 14 ára. 
  Ţađ má ekki skemma fyrir vćntanlegum áhorfendum međ ţví ađ vísa í tilteknar senur.  Ţó er óhćtt ađ gefa upp söguţráđinn.  Hann gengur út á ađ félagarnir halda í sögulegt ferđalag.  Frank rćnir međ sér í ferđalagiđ ungum dreng til ađ sannreyna fyrir sér og kćrustunni ađ hann sé hćfur í föđurhlutverk.  Sumar senur eru á viđ ţađ besta í sjónvarpsţáttunum.  Myndin í heild er samt ekki ađ öllu leyti á viđ bestu sjónvarpsţćttina.  En nálćgt ţví.  Ţetta er tvímćlalaust ein af bestu myndum ársins 2011. 
  Ég hvet fólk til ađ sjá hana í bíósal:  Á stóru tjaldi međ góđum hljómgćđum og hlćja međ salnum sem grenjar úr hlátri undir fyndnustu senunum. 

Jólafrí í Kaupmannahöfn

.

  Ég dvaldi í snjó og frosti í kóngsins Kaupmannahöfn yfir jól og áramót.  Fram til ţessa hef ég gist á eđa viđ göngugötuna Strikiđ ţegar leiđ hefur legiđ á ţessar slóđir.  Ađ ţessu sinni ákvađ ég ađ prófa ađ gista í jađri Kastrup flugvallar.  Ţađ var gott uppátćki.  Gistiheimiliđ heitir Copenhagen Airport Hostel.  Ţetta er ódýrt, skemmtilegt og vel stađsett farfuglaheimili.  Nóttin kostar 15 evrur (x 155 íslenskar krónur =  2325).  Ţađ er ţćgilegt ađ geta gengiđ út úr flugstöđinni og rölt ađ CAH gistiheimilinu án ţess ađ blanda leigubíl í máliđ.
.
  Skáhalt gegn CAH er "súpermarkađur",  svipađur Hagkaupi eđa Nóatúni.  Hann er opinn alla daga ársins.  Skáhalt á móti CAH er einnig ítalskur veitingastađur međ fjölbreytt úrval af pizzum,  allskonar steikum,  hamborgurum og fleiru.  Fram til klukkan 4 eftir hádegi eru ţar í bođi ýmis hádegisverđartilbođ á 49 DKR (x 22 íslenskar krónur = 1078) međ ađalrétti + frönskum kartöflum og gosdrykk.  Fyrir ţá sem vakna ekki svona svakalega snemma eru ţessir réttir frá 65 DKR (1430 ísl. kr.).  Um ţađ bil 50 metrum lengra er annar ítalskur veitingastađur međ svipađ verđlag.  Ţessir stađir hafa bearnasie sósu (einnig ţekkt sem hollensk sósa) međ flestum réttum.  Ţađ er einhver ofmetnasta og ómerkilegasta sósa sem til er.  Ađ uppistöđu til bara fita.  En allt annađ sem ţarna er á borđ boriđ er ljómandi gott.
.
  Örfáum húsum frá CAH er barinn Graceland.  Ţar er Elvis Presley og upphafsárum rokksins gert hátt undir höfđi.  Nafn stađarins er tengt nafni eigandarins,  konu ađ nafni Grace.  Í Gracelandi er billjard-borđ og fleira til skemmtunar.  Ţetta er vel sóttur og "kósý" stađur.  Örstutt ţar frá er bensínstöđ međ ágćtu úrvali af matvöru,  mjólkurvörum,  bjór,  brauđmeti og allskonar.  Einnig er ţar bođiđ upp á heita rétti á borđ viđ pylsur,  hamborgara og einhverskonar pizzu afbrigđum.
.
  Á ţeim 10 dögum sem ég var Kaupmannahöfn gerđi ég mér ađeins einu sinni ferđ í miđbćinn.  Ţar greip ég upp nokkra diska međ norsku rokkurunum í Dimmu Borgum,  bresku rokkurunum Judas Priest,  danska djass-bassasnillingnum Niels Henning Örsted Pedersen og einhverjum slíkum en ekki öllum jafn flottum.  Til ađ mynda keypti ég samlokuplötu (2ja platna) međ dönsku Tussu-drengjunum (Töse drengene).  Mig minnti ađ ţeir hafi pönkađ og spilađ reggí í árdaga.  Sennilega misminnti mig međ pönkiđ.  Á plötunum er bara leiđinda létt popp en slatti af ţokkalegu reggíi.  Ţeir drengir (og söngkona) fá plús fyrir ađ syngja einungis á dönsku. 
  Ég setti mér ţá reglu ađ kaupa enga plötu sem kostađi meira en 50 DKR (1100 ísl. kr.).  Nýjar plötur eru yfirleitt á 3300 ísl. kr.  Plötusafniđ mitt fitnađi ađeins um 10 diska.
.
  Almennt verđlag á Strikinu er hćrra en í nágrenni Kastrup.  Ţađ skipti mig ekki máli.  Ég er ekkert fyrir búđarölt.  Kaupi mér aldrei neitt á ferđalögum erlendis nema daglegar nauđsynjavörur og geisladiska.  Hćgt er ađ taka strćtisvagn númer 30 beint frá CAH til miđbćjar Kaupmannahafnar.  Ég veit ekki hvort nýlega hafi orđiđ breyting á strćtisvagnaleiđum eđa hvađ olli ţví ađ ítrekađ varđ ég var viđ ađ fólk tók strćtisvagn númer 35 og ţurfti ađ skipta um vagn á miđri leiđ.  Sem er svo sem ekkert vandamál.  En mun einfaldara er ađ taka vagn númer 30.   
.
  Mér skilst ađ ţađ gangi strćtó beint frá CAH til fríríkisins Kristjaníu.  Mér ţykir ekkert variđ í hass-vímu svo ég lét ekki reyna á ţađ.  Hinsvegar fóru sumir ţangađ og undruđust úrvaliđ í sölubásunum.  Fyrir tveimur árum eđa svo bannađi danska ríkisstjórnin sölu á hassi í Kristjaníu.  Leikar fóru ţannig ađ lögreglan gafst upp á ađ gera söluborđin upptćk.  Í hvert sinn sem löggan gerđi rassíu spruttu upp ennţá fleiri söluborđ en áđur.  Óopinbera afstađan er sú ađ hass-salan í Kristjaníu sé illskárri en hrekja hasssöluna í fangiđ á herskáum vopnuđum glćpagengjum mótorhjólabófa sem selja sterkara dóp og hika ekki viđ ađ beita morđum til ađ vernda sölusvćđi sín.  Í Kristjaníu taka hipparnir engum vettlingatökum ţá sem ţar reyna ađ selja eitthvađ annađ en kannabis-afurđir.         
.
  Verđ á helstu dönskum bjórtegundum,  Tuborg og Carlsberg,  í 330 ml flöskum er 2,83 DKR (62,3 ísl. kr.).  Ađ vísu ţarf ţá ađ kaupa 30 flösku kassa (84,95 DKR = 1869 ísl. kr.).  Sem er ekkert nema hiđ besta mál.  Ţá ţarf ekki ađ fara út í búđ nema í hćsta lagi einu sinni á dag. 
  Ég sá í dagblöđum bjórkassann auglýstan á 79 DKR (1738 ísl. kr.).  Ég veit ekki hvar ţćr verslanir eru stađsettar og sá ekki ástćđu til ađ fjárfesta í leigubíl til ađ eltast viđ ţau tilbođ.
  Eigandi CAH á íslenska móđur.  Svo skemmtilega vill til ađ afi hans er vinur minn,  Guđmundur "Papa Jazz" Steingrímsson trommuleikari.  Ég vissi ekki af ţessu ţegar ég bókađi gistingu á CAH.  Ţađ var ekki fyrr en Dennis fór ađ spjalla á fésbók viđ móđurbróđur sinn,  Steingrím trommara Milljónamćringanna,   sem ţetta kom í ljós. Ég hannađi fyrir Steingrím umslag á plötu međ ţáverandi hljómsveit hans, Súld.  Dennis er hress og glađvćr eins og afi hans.  Glađvćrđ Dennis og starfsfólks hans á sinn ţátt í ţví hvađ andrúmsloftiđ á gistiheimilinu er vinalegt og ţćgilegt.  Ég mćli eindregiđ međ ţessu gistiheimili,  Cobenhagen Airport Hostel.
 
 

Öruggast ađ eiga Lödu

  Ég er međ undir höndunum tölur yfir ţćr bílategundir sem helst verđa fyrir barđinu á bílaţjófum í Danmörku.  Tölurnar eru úr samantekt frá ţví í fyrra yfir bílategundir sem mest var stoliđ af 2008.  Ţetta breytist lítiđ sem ekkert á milli ára.  Sú bílategund sem oftast var stoliđ er Mercedes Benz.  455 slíkum var stoliđ yfir áriđ.  Ţađ jafngildir ađ svo gott sem einn af hverjum 100 stoltum dönskum Mercedes Benz bíleigendum hafi veriđ rćndur.

   Dani sem á Benz er í 400% meiri hćttu á ađ bíl hans verđi stoliđ heldur en sá sem á Volvo eđa Opel.   

  Ţćr bílategundir sem var rćnt nćst oftast á eftir Benzinum eru BMW og Audi.   Danir sem aka um á Lödu eru í minnstri hćttu gagnvart bílaţjófum.  Ađeins 2 Lödum var stoliđ 2008.  Ţađ ţykir líklegra ađ ţeim hafi veriđ stoliđ af einhverjum á fylleríi eđa til ađ nota viđ innbrot heldur en ađ ţćr hafi veriđ selfluttar til Austur-Evrópu til endursölu.

  Ég veit ekki hver afstađa a-evrópskra er til bíla.  Hinsvegar sagđi fyrrverandi tengdafađir minn,  Bandaríkjamađur,  mér eitt sinn ađ ríka fólkiđ í Bandaríkjunum kaupi sér Benz.  Fólkiđ sem er ekki ríkt en vill láta ađra halda ađ ţađ sé ríkt kaupi sér Volvo. 


mbl.is Stolnir bílar Dana í Austur-Evrópu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband