Færsluflokkur: Íþróttir
7.2.2014 | 19:49
Sláandi myndir frá Sotsjí
Keppendur og aðrir gestir Ólympíuleikanna í Sotsjí er þrumulostnir yfir ýmsu þar á bæ. Meðal annars klósettaðstöðunni. Þar er um almenningssalerni að ræða í bókstaflegri merkingu. Þegar kvartað er undan þessu fyrirkomulagi benda Rússarnir á að tími leyndarmála og pukurs sé liðinn. Nú eigi allt að fara fram fyrir opnum tjöldum. Allt skuli vera uppi á borðum og gegnsætt.
Sum klósettin vekja upp fleiri spurningar en svör.
Merkingar í salernisaðstöðunni koma á óvart. Til að mynda að bannað sé að veiða með veiðistöng í klósettunum. Líka að stranglega bannað er að setja pappír í klósettin. Allan pappír á að setja í ruslafötu.
Rússar eru félagslyndir. Víða eru nokkrir stólar fyrir framan klósettin svo vinahópurinn geti sest niður og haldið áfram að spjalla á meðan einn úr hópnum brúkar dolluna.
Kranavatnið í Sotsjí er sagt vera eitt það hreinasta og tærasta í Rússlandi. Það er gult á litinn og bragðast eins og skólp. Hvernig veit fólk hvernig skólp bragðast?
Internetsamband er ágætt meirihluta dagsins þegar allt er saman talið. Hinsvegar þykir frágangurinn vera í anda mannsins sem reddar hlutunum fyrir horn án þess að eltast við þetta fínlega.
j
Á Pussy Riot bretti í Sotsjí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 8.2.2014 kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.9.2012 | 02:37
Gátan leyst!
Margir hafa velt því fyrir sér hvernig heppilegast sé að ná handalausri manneskju upp úr sundlaug. Flestir gera sér grein fyrir því að slíkt er vandkvæðum bundið. Einkum ef handalausa manneskjan vill ekki fara upp úr lauginni. Ef hún hinsvegar fellst á að fara upp úr með góðu þá er þetta rétta handbragðið:
Magnað sjónarspil í London | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
24.6.2012 | 00:43
Glæsilegur fótboltavöllur
Ég fylgist ekkert með fótboltaleikjum. Hef eiginlega óþol gagnvart þannig sprikli og þessari perrastemmningu þar sem kynferðislega brenglaðir fá útrás fyrir hvatir sínar við að flengja nýliða á beran bossa. Iðulega með þeim afleiðingum að nýliðinn á um sárt að binda dögum saman.
En það er stöðugt verið að sýna í sjónvarpi frá fótboltaleikjum. Völlurinn er jafnan sléttur og flottur. Það virðast vera til nógir peningar þegar kemur að fótboltavöllum. Nema í Póllandi. Þetta er aðal fótboltavöllurinn þar.
Kyssir nú karlmann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 00:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
15.6.2012 | 21:55
Undirbúningur á fullu
Landsmót hestamanna hefst í þar næstu viku og stendur fram í næsta mánuð. Þvílkt fjör. Já, og uppgrip fyrir bjórframleiðendur. Það þarf ekki að aka langt út fyrir 101 Reykjavík til að sjá að hestamenn eru byrjaðir að æfa sig á fullu fyrir hestamannamótið (eða "ríðingarfund", eins og Færeyingar segja).
Reyndar er einstaka maður að æfa sig í 101:
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2012 | 00:58
Kynferðisofbeldi í boltaleikjum
Ég man ekki hvað það kallast í kynferðisleikjum þegar menn sækja í að flengja hvern annan. Það er einhver skammstöfun sem varð þekkt í máli Guðmundar, kenndum við Byrgið. Ég þori ekki að fara með hvort það heitir eitthvað eins og BSLM eða eitthvað álíka. Það gengur út á kynferðislega skemmtun við að flengja og vera flengdur.
Í boltaleikjum fá menn útrás fyrir þessar kynferðislegu kenndir: Að flengja og vera flengdir. Samt hafa fæstir áhuga á þessum perraskap. Þeir sem fá kynferðislegt "kick" út úr þessu ráða aftur á móti ferð. Það er siður í boltaleikjum á Íslandi að menn atist í rassinum á nýliðum. Iðulega með þeim afleiðingum að fórnarlambið liggur sárt eftir. Þetta er ekki erótík heldur kynferðislegt ofbeldi.
Bjarki: Þakka Guði fyrir að Sigfús skuli vera hættur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.10.2011 | 21:24
Rokk og ról maraþonið heldur innreið sína
Lifandi rokkmúsík á sviði hreyfir við mörgum. Jafnvel rólyndasta fólk getur lent í vandræðum með að hemja sig í þannig kringumstæðum. Áður en það veit af er það farið að hoppa og skoppa, kasta sér utan í ókunnugt fólk, klifra upp á stóla og borð eða upp á svið og henda sér aftur á bak út í mannhafið. Þess á milli snýr fólk höfðinu í hringi svo hratt og ákaft að flasan litar nærstadda hvíta eins og snjór.
Fyrir 13 árum datt nokkrum bandarískum rokkunnendum og hlaupatíkum í hug að virkja hreyfikraft lifandi rokkmúsíkur. Þeir skipulögðu 32 km hlaupaleið þar sem frægar rokkhljómsveitir spiluðu á útisviði með 1609 metra millibili. Uppátækið sló í gegn. Síðustu ár hefur yfir hálf milljón manna hlaupið rokkmaraþon í 26 bandarískum borgum.
Nú er rokkmaraþonið að halda innreið sína í Evrópu. 22. apríl næsta vor verður rokkmaraþon í Madrid á Spáni. Þar verður 42 km leið hlaupin. Mánuði síðar verður 21. km leið hlaupin í Edenborg í Skotlandi og um haustið verður jafn löng leið hlaupin í Lissabon í Portúgal.
Þess verður ekki langt að bíða að rokkmaraþon verði hlaupið á Íslandi. Þá væri gaman að Skálmöld, Sólstafir, Mínus, Celestine, Q4U, Fræbbblarnir, Ham, Mugison og... já, auðvitað Leoncie myndu sjá um fjörið.
Íþróttir | Breytt 12.10.2011 kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.5.2011 | 21:30
Í þá gömlu góðu daga
Sú var tíðin að austurríska vaxtaræktartröllið Arnold Schwarzenegger lifði á hassi, sterum og marijúana. Afleiðingarnar urðu þær að hann sigraði í allskonar keppnum. Var krýndur fergurðardrottning (eða eitthvað svoleiðis); heimsmeistari í vaxtarækt; var um tíma ólöglegur innflytjandi í Bandaríkjum Norður-Ameríku; varð blaðamaður hjá söluhæsta vaxtarræktartímariti heims; mig rámar í að hann hafi skrifað bók eða bækur; hann varð heimsfrægur kvikmyndaleikari; giftist inn í Kennedy-fjölskylduna; varð ríkisstjóri Kaliforníu; barnaði barnfóstru þeirra hjóna...
Hann hefur beðið konu sína og börn fyrirgefningar á framhjáhaldinu og 10 ára gömlu barni sem hann eignaðist með barnfóstrunni.
Með því að smella á þennan hlekk http://www.dailymotion.com/video/x132cm_arnold-schwarzenegger-smoking-pot_fun má sjá hreyfimynd af kappanum reykja sitt daglega gras. Í Kaliforníu eru þjóðaratkvæðagreiðslur tíðar um allskonar. Í þjóðaratkvæðagreiðslu höfnuðu Kaliforníubúar lögleiðingu kannabisefna ekki alls fyrir löngu. Mig minnir þó að heilsulitlir megi reykja marijúana í Kaliforníu ef þeir biðja fallega.
.
Gamlar myndir af Schwarzenegger og ástkonunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.1.2011 | 13:56
Íslendingar tapa vitinu
Þær hlaðast upp sögurnar af Íslendingum sem halda ekki andlegu jafnvægi við að fylgjast með öðrum Íslendingum leika sér í dönskum boltaleik við útlendinga. Eftirfarandi frásögn af Húnvetningi sem sturlaðist er úr héraðsfréttablaðinu Feyki:
Ærðist við sigur Íslands á Noregi
Karlmaður í Húnvatnssýslu ærðist gjörsamlega þegar Ísland lagði Noreg í handboltanum í gær. Gekk maðurinn berserksgang í sveitinni, hljóp klæðalítill um túnin og endaði berrassaður ofan í á þaðan sem honum var bjargað.
Lögreglan var kölluð á svæðið til að fjarlægja manninn, en hún naut aðstoðar björgunarsveitarinnar þar sem maðurinn neitaði að koma upp úr ánni, þar sem einn lögreglumaðurinn á ættir sínar að rekja til Noregs. Lét hann fúkyrðin dynja á lögreglumanninum á meðan björgunarsveitarmennirnir brugðu á hann böndum og drógu upp úr ánni. Var maðurinn þá orðinn talsvert kaldur, eftir að hafa hlaupið fatalítill um sveitina í talsverðan tíma.
Á leið sinni braut maðurinn rúðu í tveimur dráttarvélum, reif niður girðingu, klifraði upp í rafmagnsstaur, reið berbakt talsverðan spotta og skelfdi hænur í hænsnakofa á nágrannabæ svo nokkrar þeirra báru vart sitt barr á eftir.
Af manninum er það að frétta að hann var fluttur til aðhlynningar á heilsugæslunni á Hvammstanga og í kjölfarið bannað að horfa á fleiri leiki á HM.
Of glaður Íslendingur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt 22.1.2011 kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.11.2010 | 23:03
10 ástæður fyrir því að sumir karlar velja frekar golf
Ef þið áttið ykkur ekki á hvað er hér í gangi þá er mér ljúft að upplýsa að þarna er um dúndur beinbrot að ræða. Kíktu aftur á myndirnar. Þetta er hrikalegt.
Ég er farinn að ruglast í talningunni. Er þetta 9 eða 10?
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
11.9.2010 | 17:15
Prinsippmaður
Ég var staddur á Hlemmi. Þar var blindfullur gamall maður að staupa sig úr koníaksfleyg. Annar gamall maður mætir á svæðið og þeir heilsast. Þeim nýkomna virðist hálf brugðið við að sjá vin sinn svona blindfullan. Hann spyr:
- Hvað er að sjá þig? Þú hefur verið að hæla þér af því að vera hættur að drekka.
- Ég er hættur að drekka, fullyrti hinn grafalvarlegur og sannfærandi. Einu undantekningarnar eru þegar ég horfi á leiki. Þá fæ ég mér örfáa öllara.
- Já, varstu að horfa á leikinn? Hvernig fór?
- Ég veit það ekki. Mér rann í brjóst í fyrri hálfleik. Leikurinn var búinn þegar ég rumskaði.
Íþróttir | Breytt 12.9.2010 kl. 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)