Fćrsluflokkur: Kvikmyndir

Kvikmyndarumsögn

- Titill:  Precious
- Leikarar:  Mariah Carey,  Lenny Kravitz o.fl.
- Kvikmyndahús:  Háskólabíó
- Einkunn: **** (af 5)
.
  Ţađ veit ekki á gott ţegar Oprah Winfrey stendur á bak viđ kvikmynd.  Ađ minnsta kosti ef tekiđ er miđ af drepleiđinlegum sjónvarpsţáttum hennar.  Í tilfelli myndarinnar  Precious  er ađkoma Opruh samt í fínu lagi.
  Sögusviđiđ er Harlem í New York.  Ég hef aldrei ţorađ í ţađ fátćkrahverfi,  fremur en svo margir ađrir bleiknefjar.  Harlem er heldur engin Paradís fyrir blökkumennina sem ţar búa.  Eiginlega mannfjandsamlegt hverfi um flest.
  Precious er 16 ára blökkustúlka sem ţekkir ekki annađ líf en mótlćti ofan á mótlćti.  Hún er ólétt í annađ sinn eftir barnaníđinginn föđur sinn.  Mamma hennar er fáfróđ,  heimsk,  bitur,  ofbeldisfull,  sjálfselsk og illgjörn.  Eins og gengur.  
  Einkunnir Precious í skóla eru fínar ţó hún kunni hvorki ađ lesa né skrifa.  Ég hef aldrei áttađ mig á ţví hvers vegna svona algengt er ađ nemendur í grunnskóla í Bandaríkjunum fara ólćsir í gegnum skólakerfiđ međ ágćtar einkunnir.  
  Precious er í góđri yfirvigt.  Hana dreymir um ađ vera grönn og hvít.  Eđa í ţađ minnsta eignast hvítan eiginmann.  Eđa ţá ađ verđa vinsćl og dáđ eins og hún er.
  Happ hennar í allri óhamingjunni er ađ hrökklast úr skólanum sínum yfir í annan skóla.  Ţar kynnist hún kennara (og samnemendum) sem reynast henni vel.  En vandamálin eru engu ađ síđur mörg.
  Ţessi mynd er drama í bland viđ ýmis skondin atvik.  Ţađ fyndnasta er ţegar Precious pantar sér á skyndibitastađ fötu međ 10 djúpsteiktum kjúklingabitum.  Hún á ekki aur og hleypur í burt međ fötuna.  Og gleypir í sig bitana á flóttanum.  
  Mariah Carey og Lenny Kravitz eru ágćt og sannfćrandi í sínum hlutverkum. Ađrir leikarar eru ennţá betri.  Ekki síst ţćr sem leika Precious og mömmu hennar.
  Ţetta er góđ mynd sem vekur til umhugsunar.
.
    

Kvikmyndarumsögn

maybeIshouldhave

 - Titill:  Maybe I Should Have

 - Höfundur og leikstjóri:  Gunnar Sigurđsson

 - Einkunn:  ***1/2 (af 5)

  Ţetta er önnur heimildarmyndin um íslenska bankahruniđ.  efnahagskreppuna,  búsáhaldabyltinguna og ţađ allt.  Sú fyrri var  Guđ blessi Ísland.  Óneitanlega svipar myndunum saman hvađ örfá atriđi varđar.  Eitthvađ er um líkar eđa sömu klippur úr sjónvarpsfréttum,  frá borgarafundum,  mótmćlafundum og svo framvegis.

  Maybe I Should Have  segir sögu Gunnars Sigurđssonar,  leikstjóra.  Ţađ fer vel á ţví.  Hann var í góđum málum fyrir bankahruniđ.  Var međ leiksýningu í útrás.  Lífiđ gekk sinn vanagang.  En efnahagskreppan,  hrun krónunnar og uppskrúfun vaxta keyrđi hann í gjaldţrot.

  Hann sat ekki međ hendur í skauti heldur blés til borgarafunda og tók ţátt í stofnun nýs stjórnmálaflokks,  Borgarahreyfingarinnar.  

  Í myndinni reynir Gunnar ađ finna út hvađ varđ um peningana sem soguđust út úr bönkunum.  Sögulegra skýringa er leitađ í spillingunni á Íslandi,  helmingaskiptareglunni og ţví öllu.  Síđan er fariđ til Englands,  Lúxemborgar og Tortóla.  Einnig er stofnunin í Ţýskalandi heimsótt sem vottađ hefur árum saman ađ Ísland sé eitt af minnst spilltu löndum heims. 

  Allt er ţetta hiđ fróđlegasta.  Ţađ er létt yfir myndinni.  Mörgu spaugilegu er velt upp.  Međal annars međ skreytingum úr gömlum kvikmyndum.  Ţađ er grátbroslegt ađ rifja upp afneitun stjórnvalda í ađdraganda bankahrunsins og vandrćđagangi.  Ingibjörg Sólrún veruleikafirrt,  Geir Haarde ráđalaus og hrćddur,  kúlulánadrottningin Ţorgerđur Katrín kotrösk er hún blćs á varnarorđ útlends hagfrćđings međ ţeim orđum ađ hann ţurfi í endurhćfingu.

  Ég sakna ţess ađ ekki sé ţjarmađ ađ kókaín-sniffandi guttunum sem fóru fremstir í útrásinni.  Björgólfur yngri gerir ţó sitt besta til ađ útskýra stöđuna.  Ja,  kannski ekki alveg sitt besta.  Og ţó.  Jú,  kannski hans besta.  Í  Guđ blessi Ísland  sagđi hann ađ gamla hagfrćđin um ađ peningar skipti um hendur sé úrelt.  Ţess í stađ visni ţeir eins og blóm og hverfi.  

  Í  Maybe I Should Have  segir hann peningana fara til "peningahimna".  Ţegar hann er spurđur hverju hann vilji svara ţeim sem kalla hann glćpamann segist hann ekki vilja svara ţeim.  Svo sprettur hann á fćtur,  rífur af sér hljóđnemann og segist ţurfa ađ hlaupa burt međ hrađi. 

  Tónlistin í  Maybe I Should Have  er eđal:  Magnús Ţór og Fjallabrćđur;  KK,  Hjálmar,  Dikta...

  Ég hvet fólk eindregiđ til ađ skella sér á  Maybe I Should Have.  Ţetta er fróđleg mynd,  "skemmtileg",  góđ upprifjun á atburđum og vekur til umhugsunar.                


Kvikmyndarumsögn

 - Titill:  Avatar

 - Handrit og leikstjórn:  James Cameron

 - Einkunn:  **** (af 5)

  Ţađ hafa ekki allir Íslendingar séđ  Avatar.  En margir.  Sumir ţeirra hafa hvatt mig til ađ missa ekki af ţessari vinsćlu mynd.  Ég hef veriđ tregur til.  Međ vaxandi ţrýstingi lét ég loks undan.  Ég var búinn ađ heyra ýmislegt um myndina og hún kom ţví ekki á óvart.  Sagan er uppfull af klisjum og aftur klisjum.  Hún gerist á plánetu sem er langt í burtu frá jörđinni.  Ţar býr 3ja metra hátt fólk,  blátt ađ lit međ svarta flókalokka (dreadlocks) ađ hćtti jamaískra rastafara. Tengsl ţeirra viđ náttúruna eru sterk.  Ţetta eru sönn náttúrubörn.  Talsmenn ţeirra tala ensku.  Ađ sjálfsögđu. 

  Svo óheppilega vill til ađ á búsetusvćđi ţessa fólks er verđmćtur málmur.  Ţann málm ásćlast siđblindir og herskáir jarđarbúar.  Ţeir eru tilbúnir ađ beita öllum međulum til ađ hrekja blámennina frá heimkinnum sínum.  Og gera ţađ međ stćl ţó ekki takist ćtlunarverkiđ ađ öllu leyti.

  Sagan deilir á heimsvaldastefnu,  hernađarhyggju og virđingarleysi gagnvart náttúrunni.  Hannes Hólmsteinn Gissurarson vćldi sáran á pressan.is undan bođskapnum.  Sem ţýđir ađ bođskapurinn er góđur og fallegur.

  Myndin er óţarflega löng;  um 3 tímar međ hléi.  Ţađ má ađ skađlausu stytta hana niđur í 2 tíma.  Lengdin ţjónar sennilega ţeim tilgangi ađ skerpa á ímynd myndarinnar sem stórmyndar.  James Cameron er fram til ţessa ţekktastur fyrir stórmyndina vćmnu og leiđinlegu,  Titanic.  

 Avatar  er ţrívíddarmynd.  Viđ innganginn fćr áhorfandinn í hendur sérstök gleraugu til ađ ná ţrívíddinni.  Margar senur eru rosalega fallegar og ţrívíddin nýtur sín í botn.  Sú er ástćđan fyrir ţví ađ virkilega gaman er ađ horfa á myndina.

  Ég hvet fólk til ađ sjá  Avatar  í kvikmyndahúsi.   Á DVD eđa í sjónvarpi án ţrívíddarinnar verđur hún ekki svipur hjá sjón.  Ţrívíddin gerir upplifunina svo sterka ađ í nokkrum senum fann ég votta fyrir lofthrćđslutilfinningu. 

  Varast ber ađ rugla myndinni saman viđ sćnsku ţungarokkshljómsveitina Avatar.


Kvikmyndarumsögn

 - Titill:  Vertu ţín eigin hetja  (Whip It)

 - Leikstjóri:  Drew Barrymore
.
 - Einkunn: *** (af 5)
.
  Ţessa umsögn ţarf ađ lesa međ ţeim fyrirvara ađ karl kominn hátt á sextugsaldur er ekki í markhópi myndarinnar.  Ástćđan fyrir ţví ađ ég kíkti á myndina var sú ađ ungur sonur grćnlenskrar vinkonu minnar millilenti á Íslandi á leiđ frá Grćnlandi til Danmerkur.  Hann bađ mig um ađ fara međ sér á myndina.  Ţađ er ekkert kvikmyndahús á Austur-Grćnlandi.
  Ég var afar neikvćđur í garđ myndarinnar til ađ byrja međ.  Hugsađi međ mér:  "Hverjir voru ađ gefa myndinni 4 stjörnurnar sem vitnađ er til í auglýsingum?  Ég gef henni eina stjörnu og ţađ bara fyrir fín lög međ The Ramones og Radiohead."
.
  Í upphafi myndar eru kynntar til sögunnar mćđgur í smáţorpinu Bodeen í Texas.  Mamman er óţolandi smáborgari.  Hana dreymdi á sínum tíma um ađ ná árangri í fegurđarsamkeppni.  Komin á miđjan aldur reynir hún ađ láta drauminn rćtast í gegnum 17 ára dóttir sína,  Bliss (Ellen Page), og ađra á barnsaldri. 
  Lítill villingur bćrist í Bliss.  En hún vill ţóknast mömmunni.  Bliss fćr áhuga á rúlluskautakeppni.  Ţar er engin elsku mamma.  Stelpurnar beita kjaftshöggum og fleiri óţokkabrögđum sem virđast vera leyfileg í keppninni. 
  Inn í líf Bliss blandast rómatík. Hún byrjar ađ vera međ söngvara í rokkhljómsveit.  Ţađ gengur á ýmsu í ţeirra sambandi.  Ţađ er töluvert drama. 
  Er líđur á myndina dúkka upp ágćtir brandarar í bland viđ gamalkunnar klisjur.  Bliss verđur hjólaskautahetja án vitneskju foreldranna.  Bliss verđur meiri töffari er fram í sćkir.  Gerir loks uppreisn gegn mömmu sinni og hennar smáborgaralegu viđhorfum.  Ţađ er gćlt viđ vangaveltur um hvort hjólaskautakeppni snúist um ţađ eitt ađ sigra eđa hvort ţetta sé léttur leikur sem fyrst og fremst eigi ađ hafa gaman af.  Ég vona ađ ţađ eyđileggi ekki neitt fyrir ţeim sem eiga eftir ađ horfa á ţessa mynd ţó uppljóstrađ sé ađ í úrslitakeppninni tapar liđ Bliss.  Ţau úrslit eru ásćttanleg í ljósi bođskapar myndarinnar:  Ađ mestu skiptir ađ vera sín eigin hetja,  standa međ sjálfum sér fremur en vera í ţví hlutverki ađ ţóknast öđrum eđa níđast á öđrum.  Í fljótu bragđi man ég ekki eftir annarri kvikmynd í ţessum dúr ţar sem liđ söguhetjunnar tapar í úrslitaleik í lok myndar.  Og ţađ eftir ađ spenna hefur veriđ byggđ upp fyrir ađ sigurinn skipti öllu máli.
.
  Ţrátt fyrir klisjurnar í myndinni er hún einnig - eins og Bliss - í uppreisn gegn klisjunum.  Ţetta ristir ekki mjög djúpt en nóg til ađ vekja áhorfandann til umhugsunar um hvađ gefi lífinu fyllingu. Hvađ skiptir máli ţegar upp er stađiđ.
  Ţađ er hellingur af ţekktum leikurum í myndinni.  Ég er klaufi í ađ muna nöfn leikara.  Ađalleikonan,  Ellen Page,  er skemmtilega lík Unni Birnu fegurđardrottningu og stundum Kolfinnu Baldvinsdóttur.  Hún býđur af sér góđan ţokka.  Ţađ er auđvelt ađ hafa samúđ međ henni. 
  Ég get mćlt međ ţessari mynd sem góđri skemmtun fyrir unglinga.  Grćnlenski strákurinn var mjög hrifinn af henni.  Ekki síđur vakti honum mikla og gleđilega undrun ađ gert var hlé á myndinni til ađ hann gćti fariđ út ađ reykja.  Ţar sem hann stóđ innan um tugi unglinga ađ reykja úti fyrir Kringlubíói blasti viđ skilti sem bođar bann viđ reykingum.  Ţađ ţótti stráksa undarlegt.  Hann gaf myndinni 4 stjórnur.  Ég gef henni 3 stjörnur.  Ţađ er rausnarlegt af minni hálfu.  Stráksi er í markhóp myndarinnar.  Ekki ég. 
.
  Ţađ er gaman ađ sjá íslenskan titil á myndinni.  Vertu ţín eigin hetja  er góđ ţýđing á  Whip it.  Til fyrirmyndar.

Kvikmyndarumsögn

Mamma Gógó

 - Titill:  Mamma Gógó

 - Handrit og leikstjórn:  Friđrik Ţór Friđriksson

 - Helstu leikendur:  Kristbjörg Kjeld,  Hilmir Snćr Guđnason,  Margrét Vilhjálmsdóttir,  Gunnar Eyjólfsson...

 - Tónlist:  Hilmar Örn Hilmarsson

 - Einkunn: **** (af 5)

  Kynningarmyndbandiđ (treiler) fyrir  Mamma Gógó  lofar ekki góđu (sjá hér fyrir neđan).  Ekki söguţráđurinn heldur.  Hann fjallar í stuttu máli um ungan kvikmyndaframleiđanda sem á í fjárkröggum.  Á sama tíma er móđir hans greind međ Alzheimer,  heilahrörnunarsjúkdóm sem rćnir sjúklinginn minninu.  Myndin snýst um ţessi vandamál:  Blankheit sonarins og minnistap móđurinnar. 

  Ég hefđi ekki nennt á ţessa kvikmynd nema vegna fyrri verka Friđriks Ţórs og Hilmars Arnar Hilmarssonar.  Hćst hefur samstarf ţeirra risiđ í meistaraverkinu marg verđlaunađa  Börn náttúrunnar.  

  Mamma Gógó  hefst einmitt á ţví ađ veriđ er ađ frumsýna  Börn náttúrunnar.  Ţar međ er tónninn sleginn.  Áhorfandinn er hrifinn inn í hiđ heillandi hugljúfa andrúmsloft ţeirrar kvikmyndar.  Jafnframt er augljóst ađ  Mamma Gógó  er ćvisöguleg mynd höfundar.  Eins og margar fyrri myndir hans.   

  Hilmir Snćr leikur Friđrik Ţór.  Blessunarlega reynir hann ekki ađ herma eftir Friđriki.  Hvorki í útliti né töktum.  Engu ađ síđur er hann afar sannfćrandi sem Friđrik Ţór - eđa hvađa kvikmyndaframleiđandi sem vćri í ţessari sömu stöđu:  Blankheitum og tilheyrandi vandamálum.  Ásamt ţví dapurlega ferli ţegar móđir hans tapar minninu jafnt og ţétt. 

  Kristbjörg leikur mömmuna af stakri snilld.  Ţetta er hjartnćm dramamynd.  En jafnframt blönduđ hárfínni gamansemi sem heldur myndinni út í gegn á ţeim dampi ađ áhorfandinn er ađ fá kökk í hálsinn en missir sig á nćsta andartaki í hláturköstum.  Hver bráđfyndna senan rekur ađra.  

  Fađir Friđriks Ţórs er fallinn frá en er samt í stóru hlutverki (Gunnar Eyjólfsson).  Ţar á međal er fléttađ inn í myndina svart-hvítum klippum úr gamalli kvikmynd,  79 af stöđinni,  međ Kristbjörgu og Gunnari.  Fyrst var ég á ţví ađ gömlu svart-hvítu klippunum vćri ofaukiđ.  Ţegar á leiđ fóru ţćr hinsvegar ađ gefa myndinni dýpt og skerpa á fegurđ sögunnar. 

  Mamma Gógó  er mögnuđ mynd.  Ţađ var djarft uppátćki hjá Friđriki Ţór ađ gera mynd sem einskonar óbeint framhald eđa hliđarmynd viđ  Börn náttúrunnar.  Ţađ er varla hćgt ađ fylgja ţeirri mynd eftir.  Ţetta er svolítiđ eins og ef Paul McCartney tćki upp á ţví ađ gera plötu sem gerđi út á  Sgt.  Peppers... plötu Bítlanna.   Ţađ er óhugsandi ađ svoleiđis dćmi yrđi vel heppnađ.  En Friđriki Ţór tekst hiđ illmögulega međ glćsibrag.    

  Tónlist Hilmars Arnar er rjómi rjómans.   

  Mamma Gógó  eykur skilning á Alzheimer.  Sjálfur ţekki ég ţennan sjúkdóm ţví fađir minn varđ fórnarlamb hans.  Áđur en pabbi veiktist vissi ég ekkert um Alzheimer.  Ţađ er óvíst ađ ţeir sem ekki ţekkja til sjúkdómsins átti sig á ţví hvers vegna Gógó á til ađ verđa ofur ókurteis.  Sjúkdómurinn eyđir hömlum á ţví hvađ er viđ hćfi ađ segja "í hreinskilni",  samanber ţegar Gógó lýsir tengdadóttur sinni sem ljótri fyrir framan hana. 

  Ég hvet fólk til ađ skreppa í kvikmyndahús og eiga góđa kvöldstund.


Kvikmyndarumsögn

bjarnfređarson plakat

 - Titill:  Bjarnfređarson

 - Leikstjóri:  Ragnar Bragason

 - Handrit:  Ragnar Bragason,  Jón Gnarr,  Pétur Jóhann Sigfússon,  Jörundur Ragnarsson og Jóhann Ćvar Grímsson

 - Einkunn:  ****1/2 (af 5)

  Flestir kannast viđ sjónvarpsţćttina  Nćturvaktina,  Dagvaktina og Fangavaktina.  Ţetta eru einhverjir albestu gamanţćttir sem framleiddir hafa veriđ og sýndir í íslensku sjónvarpi (öfugt viđ  Martein  sem er versta "gaman"myndasería í íslensku sjónvarpi).  Kvikmyndin  Bjarnfređarson  er einskonar lokapunktur aftan viđ sjónvarpsţćttina.  Afskaplega vel heppnađur lokapunktur. 

  Kvikmyndin kemur á óvart.  Ţađ er mun meiri dýpt í henni en sjónvarpsţáttunum,  meira drama og hún er vandađri í alla stađi;  meira í hana lagt.  Framvindan tekur nokkra óvćnta vinkla,  sagan gengur vel upp og fćr farsćlan endi. 

  Eins og nafn myndarinnar gefur til kynna er sjónum einkum beint ađ Georgi Bjarnfređarsyni.  Viđ fáum ađ kynnast ćsku hans,  mömmu hans,  afa og ömmu.  Hćgt og bítandi fćr áhorfandinn skilning á ţví hvers vegna Georg hefur orđiđ ţessi brenglađi mađur sem hann er.  Áđur en myndin er á enda örlar jafnvel á ţví ađ mađur vorkenni Georg pínulítiđ.

  Góđkunningjar Georgs,  Ólafur Ragnar og Daníel,  úr vaktaseríunum eru í stórum hlutverkum sem fyrr.  Ţađ er ekki sanngjarnt ađ segja ađ neinn steli senunni en Ólafur Ragnar á fyndnustu senurnar.  Já,  ţetta er gamanmynd.  Mynd sem ég mćli međ fyrir alla aldurshópa sem virkilega góđri skemmtun.  Hún á eftir ađ verđa klassík.


Dúndur skemmtileg bíómynd - kvikmyndarumsögn

 -  Titill:  Anvil! The Story of Anvil

 -  Einkunn:  ***** (af 5)

 -  Sýningarstađur:  Háskólabíó
.
  Ţetta er grátbrosleg heimildarmynd um tvo vini í Toronto í Kanada.  Ţeir byrjuđu ađ spila ţungarokk saman sem unglingar 1973.  Í dag eru ţeir komnir á sextugsaldurinn og eru enn á fullu.  Ţeir hafa fengiđ fleiri og stćrri tćkifćri en flestir tónlistarmenn til ađ slá í gegn á alţjóđavettvangi.  Hljómsveit vinanna,  Anvil,  var frumkvöđull hrađkeyrslu- og ţrass-málmsins (speed/thrash) og fyrirmynd hljómsveita á borđ viđ Metallica,  Megadeath,  Slayer,  Pantera og Overkill.  Einnig má nefna Anthrax sem hefur krákađ (cover) lög frá Anvil.   Liđsmenn ţessara hljómsveita eru einlćgir ađdáendur Anvil,  eins og fjöldi annarra frćgra ţungarokkara.
      
  Myndin hefst á ţví ađ margar af helstu rokkstjörnum heims hlađa hrósyrđum á Anvil í bak og fyrir.  Síđan tekur alvaran viđ.  Hljómsveitin hefur túrađ međ flestum stćrstu nöfnum ţungarokksins,  svo sem Iron Maiden,  Whitesnake,  Motörhead,  Scorpions,  Bon Jovi og ţeim sveitum sem áđur eru nefndar.  Hún hefur spilađ á mörgum heimsins stćrstu ţungarokkshátíđum,  sem eru umsetnar rokkmúsíkblađamönnum,  öđru fjölmiđlafólki,  plötuútgefendum og umbođsmönnum.  
.
  Allt kemur fyrir ekki.  Anvil hefur aldrei náđ ađ "meika ţađ".  Plötur hljómsveitarinnar eru orđnar 13.  Ţćr seljast ekkert.  Anvil er ekki nógu stórt nafn til ađ halda sjálfstćđa hljómleika nema á litlum pöbbum.  Ţađ er "happa og glappa" hvort hljómsveitin fćr borgađ fyrir ađ trođa upp.  Liđsmenn hennar eru sífellt staurblankir.  Ţeir eru í óţrifalegri dagvinnu til ađ sjá sér farborđa.  Hljómsveitin er bara útgjaldaliđur og hobbý.
.  
  Ţađ er dagamunur á ţví hvort vinirnir eru fullir bjartsýni eđa hvort örvćntingin er viđ völd.  Tíminn vinnur gegn ţeim.  En ţeir neita ađ gefa drauminn um ađ "meika ţađ" og verđa alvöru rokkstjörnur upp á bátinn.  Fjölskyldur ţeirra hafa mismikinn skilning á ţráhyggjunni.  Ein konan segir eitthvađ á ţessa leiđ:  30 ára ferill og 13 plötur án ţess ađ nokkuđ gerist eru sterk skilabođ um hver stađan er.  Sumir eru ekki raunhćfir.
.
  Forsendur fyrir ţví ađ "meika ţađ" voru fyrir hendi framan af ferlinum.  Svo sannarlega.  Fyrstu plötur ţeirra eru fínar og voru spennandi er ţćr komu út.  En vinirnir eru lúđar.  Ţeim sást ekki fyrir í ţránni eftir ađ verđa alvöru rokkstjörnur.  Ţeir klćddu sig kjánaleg á sviđi.  Líktust léttpoppuđum stelpulegum glam-rokkurum í hár-metal deildinni (Posion,  Mötley Crue,  Hanoi Rocks...) og rökuđu sig undir höndum og bringuna.  Máliđ er ađ ađdáendur ţyngra og harđara rokks ţola illa hár-metal poppiđ og stelpulegt útlit hár-metalistanna.  Öđrum vinanna ţótti líka vođa flott ađ spila á gítarinn međ gervityppi.  Hörmulega hallćrislegt.
.
  Aulaháttur vinanna er svo mikill ađ um tíma voru ţeir međ umbođsmann,  konu frá A-Evrópu,  sem kunni varla ensku.  Ţađ litla sem hún kunni kom ekki ađ gagni vegna illskiljanlegs framburđar.  
  Myndin kemur ţessu öllu vel til skila á hlýlegan hátt,  virđingu fyrir viđfangsefninu og nćmu auga fyrir spaugilegu hliđinni.  Vinirnir eru óhemju ánćgđir međ kvikmyndina.  Ţeir átta sig áreiđanlega ekki á ţví hvađ ţeir eru kjánalegir. 
 .
   Ađ mörgu leyti svipar myndin til fyndnu leiknu grínmyndarinnar The Spinal Tap.  Vegna ţess ađ "Anvil! The Story of Anvil" er heimildarmynd um raunverulega tónlistarmenn er hún miklu fyndnari.  Hún snertir líka áhorfandann.  Ţađ er ekki hćgt annađ en vorkenna vesalingunum. 
  Ég mćli eindregiđ međ ţessari mynd.  Frábćr kvöldskemmtun.  Hún er jafn skemmtileg hvort sem fólk "fílar" á ţungarokk eđa ekki.  Ţađ eru aldrei spilađir nema örstuttir bútar af músík hljómsveitarinnar.  Mér ţótti ţađ galli ţví ég kann vel viđ músík hennar.  En átta mig á ađ ţessi háttur er hafđur á til ađ allir hafi gaman af myndinni.  Ég er dálítiđ fyrir ţennan músíkstíl og kannađist viđ nafniđ Anvil en hafđi aldrei heyrt í ţessari hljómsveit svo ég muni eftir.  Ţykir ţó líklegt ađ ég eigi lag međ henni á safndisk/um án ţess ađ gefa ţví gaum.  Nenni ekki ganga úr skugga um ţađ.  Hinsvegar kannast ég viđ hljómsveitina Overkill sem fyrrum gítarleikari Anvil fór í.  Hún er töluvert betur ţekkt.  Hvađ um ţađ.  Ţetta er ein besta mynd ársins sem er liđiđ í aldanna skaut eftir örfáa daga.   
.
      
                  

Kvikmyndarumsögn

capitalism

- Titill:  Capitalism.  A Love Story

- Leikstjóri/höfundur:  Michael Moore

- Einkunn: ***

  Bandaríski leikstjórinn og heimildarkvikmyndakóngurinn Michael Moore veldur örlitlum vonbrigđum međ myndinni  Capitalism: A Love Story.  Ađalsmerki hans hefur veriđ leiftrandi húmor.  Hér er hann alvörugefnari.  Ađ vísu stundum fyndinn.  En húmorinn er meira undirliggjandi en beinskeyttur og afgreiddur á fćribandi gríns.  Hámarki nćr kímnin ţegar hann innsiglar banka međ límbandi - eins og lögreglan notar - merktu "glćpavettvangur".

  Myndin er aldrei leiđinleg.  Hún er fróđleg og vekur upp margar áleitnar spurningar.  Án ţess ađ ţeim sé öllum svarađ.  Hún fer frekar hćgt af stađ. Er á líđur opinberast betri skilningur á upphafsatriđunum.

  Ég er ekki vel ađ mér í hruni bandaríska bankakerfisins.  Ţekki ekki ţau dćmi sem eru til umfjöllunar.  En margt virđist eiga samhljóm međ siđrofinu,  fégrćđginni og ýmsu öđru sem viđ ţekkjum í ferli bankahrunsins á Íslandi.

  Athyglisverđ er afstađa manns sem vann viđ ađ múta embćttismönnum.  Hann segist bara hafa veriđ ađ vinna sína vinnu. Ef ekki hann ţá hefđi bara einhver annar afgreitt ţau mál.

  Ţetta er áróđursmynd gegn óheftum kapítalisma (frjálshyggju).  Gamli kapítalismi sjöunda og áttunda áratugarins fćr ađ njóta sanngirnis. 

  Einn bútur myndarinnar sýnir klippur af hverjum republikanum á fćtur öđrum kalla Barrack Hussein Obama sósíalista.  Kannski međ réttu?  Og meirihluti Bandaríkjamanna kaus ţennan sósíalista sem forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Michael Moore lćtur ađ ţví liggja ađ kapítalistar hafi keypt Hussein.

  Eftir stendur:  Ţetta er frekar skemmtileg kvikmynd.  Hún vekur upp margar spurningar.  Hún er ekki skemmtilegasta kvikmynd Michaels Moores.  En ţađ er hćgt ađ mćla međ henni sem ágćtri skemmtun og ţó öllu fremur áhugaverđri og fróđlegri.   


Tvífarar

jóhann haukssonlawandorder

  Myndin til vinstri er af Jóhanni Haukssyni,  blađamanni á DV.  Hin myndin sýnir einn af ađalleikurunum í sjónvarpsţáttunum  Lög og regla  (Law and order) sem sýndir eru á Skjá 1.  Svo eru ţađ James Hetfield,  söngvari Metallica,  á myndinni til vinstri hér fyrir neđan.  Á hinni myndinni er ljóniđ í kvikmynd er byggir á bókinni  Land of Oz.

tvífarar-12


Kvikmyndarumsögn

ólafur klemensson 

- Titill:  Guđ blessi Ísland

- Leikstjóri:  Helgi Felixson

- Helstu "stjörnur":  Geir Haarde,  Bjarni Ármanns,  Björgólfur Thor,  Jón Ásgeir,  Dúni Geirsson,  Sturla Jónsson og Eva Hauksdóttir

- Tónlist:  Hilmar Örn Hilmarsson

- Einkunn: ***1/2 (af 5)

  Guđ blessi Ísland  er heimildarmynd um efnahagshruniđ og búsáhaldabyltinguna.  Ég var búinn ađ gleyma ţeim gífurlega tilfinningahita,  reiđi og ćsingi sem einkenndi búsáhaldabyltinguna.  Hvernig allt var viđ ađ sjóđa upp úr.  Lögreglan átti í vandrćđum međ ađ hemja hamslausan múginn.  Ţađ var hćttuástand og mesta mildi ađ enginn slasađist alvarlega í hamaganginum. 

  Formenn stjórnmálaflokkanna urđu ađ flýja úr beinni sjónvarpsútsendingu á Stöđ 2.  Reyndar skemmdu mótmćlendur tćkjabúnađ Stöđvar 2 ţannig ađ útsending rofnađi.  Ingibjörg Sólrún kannađist ekki viđ ađ mótmćlendur vćru ţjóđin. Hún sá hvergi ţjóđina.  Hafđi orđiđ viđskila viđ hana.  Bíll forsćtisráđherra,  Geirs Haarde,  var laminn ađ utan eins og harđfiskur.  Geir taldi sig og bílstjórann hafa veriđ í raunverulegri hćttu.  Ţađ kemur ekki fram í myndinni en eftir ţetta fylgdu Geir nokkrir lífverđir hvert sem hann fór.  Einnig Davíđ Oddssyni,  ţáverandi seđlabankastjóra.  Heimili hans var jafnframt vaktađ af lögreglunni.  Lögreglustöđin varđ fyrir harkalegri árás vegna handtöku á ungum manni er hafđi flaggađ Bónus-fána á alţingishúsinu.

   Björgólfur Thor,  Jón Ásgeir og Bjarni Ármannsson koma ansi furđulega fyrir í myndinni.  Ţeir virđast raunveruleikafirrtir og hugsunarháttur ţeirra töluvert frábrugđinn ţess fólks sem er ađ berjast í bökkum og missir ađ lokum allt sitt.  Bjarni kemur skást út.  Senurnar međ ţeim hinum eru skondnar.  Reyndar er margt fleira ljómandi fyndiđ í myndinni. 

  Feđgarnir í lögreglunni,  Geir Jón og Dúni,  eru stétt sinni til sóma.  Sýna ađstćđum og mótmćlendum skilning og leggja sig fram um ađ gera gott úr öllu af yfirvegun.  Eru stjörnur myndarinnar.  Hlýlegar jákvćđar persónur,  velviljađar og eiga ađdáunarvert auđvelt međ ađ afgreiđa allt sem lýtur ađ bestu mannlegum samskiptum.  Herskáustu mótmćlendur geta ekki annađ en boriđ réttilega virđingu fyrir ţeim.  Aldeilis frábćrir feđgar.

  Sama verđur ekki sagt um nasistana Ólaf Klemensson (starfsmann Seđlabankans) og litla feita bróđir hans (svćfingarlćkni hjá Landsspítalanum).  Ţeir ryđjast međ fúkyrđum inn í hóp mótmćlenda og reyna ađ efna til slagsmála.  Ólafur,  sem er međ húđflúrađan hakakross (sést samt ekki í myndinni), gengur svo langt ađ hrinda konu upp úr ţurru.  Miđađ viđ ćsinginn á svćđinu er nćsta undarlegt ađ ţeim brćđrum mistókst ćtlunarverkiđ:  Ađ efna til slagsmála.  Ţađ kemur ekki fram í myndinni en kom fram í fjölmiđlum á sínum tíma ađ fólk hélt ađ ţarna vćru vesalingar í annarlegu ástandi á ferđ.  Sem er skiljanlegt.  Og sennilega rétt mat hvađ varđar Ólaf (sjá mynd).  Sá litli feiti var meira í ţví hlutverki ađ upphefja sig í augum gamla nasistans.  Ţađ vaknar spurning varđandi traust sem skjólstćđingar Landsspítala ţurfa ađ bera til svćfingarlćkna ađ eiga sitt undir samskiptum viđ svona kexruglađan svćfingarlćkni.   Ţessi bjáni er hćttulegur umhverfi sínu.  Ţvílík fífl sem ţessir brćđur eru.  En gefa lífinu lit međ verstu formerkjum.  Ţađ kćmi ekki á óvart ađ Baldur Hermannsson eigi eftir ađ mćra ţá brćđur.  Kjaftur hćfir skel.

  Í gegnum myndina er fylgst međ Sturlu Jónssyni taka ţátt í mótmćlunum,  stefna á ţing fyrir Frjálslynda flokkinn og tapa öllu sínu í hruninu.  Hann og hans fjölskylda voru í góđum málum.  Áttu tvćr blokkaríbúđir,  byggđu sér hús af elju,  en svo dundu ósköpin yfir:  Sturla varđ atvinnulaus og skuldir hrönnuđust upp.  Ađ lokum flutti Sturla til Noregs.  Draumur fjölskyldunnar um ađ flytja til Flórída verđur ađ bíđa betri tíma.

  Nornin Eva Hauksdóttir fer í gegnum svipađ ferli.  Hún flutti til Danmerkur.  Ţađ er áhrifaríkt ađ fylgjast međ lífsbaráttu Evu og Sturlu til samanburđar viđ túlkun Björgólfs,  Jóns Ásgeirs og Bjarna Ármanns á ástandinu.  Kostulegust er sú skýring Björgólfs ađ peningar skipti ekki um eigendur heldur hverfi eins og jurt sem visnar og hverfur.  Ţessa kenningu má kannski bera á borđ fyrir ţá sem töpuđu öllu sínu er ţeir treystu Icesave fyrir ćvisparnađi sínum.  Peningar ţeirra hurfu eins og visnuđ jurt.  Einnig er broslegt ađ sjá blađafulltrúa Björgólfsfeđga burđast međ tvö kaffiglös og fleira á eftir Björgólfi Thor sem heldur ekki á neinu.  Björgólfur er kóngurinn og Ásgeir Friđgeirsson,  ja,  hvuttinn sem er í ţví hlutverki ađ dekstra húsbóndanum.

  Ég ćtla ekki ađ nefna nein nöfn en ţeir sem eru mér fróđari telja sig merkja augljós einkenni kókaínneytenda af töktum sumra.

  Tónlist Hilmars Arnar Hilmarssonar hefur öll bestu einkenni kvikmyndatónlistar.  Mađur tekur varla eftir tónlistinni og áhrifaríkri beitingu hennar nema hlusta sérstaklega eftir henni.

  Galli myndarinnar er ađ sum skot eru of löng og ţjóna ekki neinum tilgangi.  Ţađ hefđi mátt beita skćrum grimmar.  Dćmi um ţetta er löng sena af konu Sturlu ţurrka hund og langt myndskeiđ tekiđ út um bílglugga er Sturla ekur eftir Reykjanesbraut á leiđ til Noregs. 

  Ég get mćlt međ myndinni sem skemmtilegri,  áhrifaríkri og góđri upprifjun á sérstćđum kafla í Íslandssögunni.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.