Fćrsluflokkur: Kvikmyndir
16.1.2011 | 16:37
10 verstu kvikmyndir ársins 2010
Fjölmiđlar láta sér ekki allir nćgja ađ birta lista yfir besta hitt og ţetta sem kom fram á árinu 2010. Söluhćsta poppmúsíkblađ heims, hiđ bandaríska Rolling Stone, birtir í janúar-heftinu lista yfir 10 verstu kvikmyndir ársins 2010. Ţar kennir margra grasa. Ţó ég sćki töluvert í kvikmyndahús er ég svo lánssamur ađ hafa ekki ratađ inn á neina af ţessum myndum. Svona er listinn:
1 The Tourist
2 2. Burlesque
3 Eat Pray Love
4 Sex and the City 2
5 The Twilight Saga Eclipse
6 Jonah Hex
7 Knight and Day
8 The Last Airbender
9 Grown Ups
10 Clash of the Titans
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
4.1.2011 | 22:50
Kvikmyndarumsögn
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
27.11.2010 | 21:11
Skúbb! Stórfrétt!
Í íslensku pönkbyltingunni um og upp úr 1980 spruttu upp í öđrum hverjum bílskúr á landinu splunkunýjar ferskar og ötular pönksveitir. Ţćr voru ađ springa úr sköpun og spilagleđi. Ţađ var allt ađ gerast allsstađar. Menn höfđu ekki undan ađ sćkja spennandi viđburđi. Ţađ var hefđ ađ margar hljómsveitir kćmu fram á hverjum hljómleikum. Ţegar mest var um ađ vera var ekki hjá ţví komist ađ sćkja allt upp í ţrenna eđa ferna hljómleika í viku.
Ein allra skemmtilegasta og sprćkasta pönkhljómsveit ţessa tímabils var Sjálfsfróun. Hún var skipuđ yngstu liđsmönnum senunnar. Blessunarlega náđi kvikmyndin Rokk í Reykjavík ađ fanga stemmninguna ađ hluta og varđveita. Sjálfsfróun var starfrćkt í áratug eđa svo. Á seinni hluta ferilsins kom hún sjaldan fram. En ţađ voru ţeim mun meiri tíđindi ţegar ţađ gerđist.
Ástćđan fyrir ţví ađ hljómleikar međ Sjálfsfróun urđu fágćtari međ árunum var sú ađ liđsmenn hennar voru duglegir ađ stofna nýjar hljómsveitir á borđ viđ Biafra Restaurant, Ósóma og Beatnecks svo örfáar séu nefndar. Jafnframt voru ţeir í allskonar blađaútgáfu, greinarskrifum, ljóđagerđ og svo framvegis.
Saga Sjálfsfróunar einkennist ekki af eintómum dansi á rósum. Ţađ var óregla á drengjunum. Dáldiđ um lím"sniff" og ţess háttar. Ţađ kom niđur á heilsu ţeirra. Bassaleikarinn Pési "Pönkari" féll frá 1982. Söngvarinn, Bjarni "Móhíkani", lést í bílslysi fyrir nokkrum árum. Bjarni tók á sínum tíma viđ bassanum ţegar Pési féll frá. Bjarni spilađi einnig á bassa međ Gyllinćđ, Alsćlu (heyr í tónspilara hér til vinstri. Bjarni er ađ vísu ekki kominn til leiks ţar) og Haugi & Heilsubresti fyrir áratug, jafnframt ţví ađ "trúbadúrast".
Nú eru ţau undur og stórmerki ađ gerast ađ veriđ er ađ endurreisa Sjálfsfróun. Ţađ eru gítarleikarinn Siggi "Pönkari" og trommarinn Jómbi sem standa ađ ţví. Ţeir voru báđir stofnendur Sjálfsfróunar í upphafi og voru í hljómsveitinni allan tímann ásamt Bjarna "Móhíkana".
Á seinni hluta ferils Sjálfsfróunar spilađi Frikki "Pönk" á bassagítarinn. Hann verđur međ í endurreisn hljómsveitarinnar. Á ţessum tímapunkti er óljóst hvernig söngur verđur afgreiddur. Bjarni sá ađ mestu um sönginn ţó Siggi hafi sungiđ vinsćlasta lag hljómsveitarinnar, Lollipop. Ţađ er eins og mig rámi í ađ Frikki hafi einnig sungiđ eitthvađ. Hvorugur ţeirra vill sjá um sönginn núna. Ţeir eru ađ leita ađ söngvara.
Hvađ sem verđur ţá eru ţetta stćrsta frétt í íslensku rokksögunni til langs tíma: Ađ veriđ sé ađ endurreisa Sjálfsfróun. Ég hlakka meira til ađ heyra í ţessari gođsagnakenndu hljómsveit á ný en til jólanna.
--------------------
Til gamans:
- Kunningi minn var viđ nám í Bandaríkjunum ţegar kvikmyndin Rokk í Reykjavík var tekin ţar til sýningar. Hann lét sig ekki vanta í kvikmyndahúsiđ. Ţađ var ađ öđru leyti trođfullt af bandarískum pönkurum. Ţeir virtust láta sér vel líka. Svo vel ađ ţeir gátu ekki stillt sig um ađ fagna framlagi Sjálfsfróunar međ dúndrandi lófaklappi.
- Mig minnir ađ ţađ hafi veriđ Bítlavinafélagiđ, fremur en einhver önnur hljómsveit Jóns "Góđa", sem á tímabili hóf hljómleika og / eđa dansleiki sína á ţví ađ kráka Lollipop Sjálfsfróunar. Svo nákvćmlega ađ gítarsóló Sigga "Pönkara" var afgreitt nótu fyrir nótu. Enda eitt eftirminnilegasta gítarsóló íslensku pönkbyltingarinnar.
- Eitt sinn var ég staddur á Ísafirđi ţegar ţar var haldin rokkhátíđ sem mig minnir ađ hafi heitiđ Rokkstokk. Eđa hvort hún hét Menntstokk og var undankeppni söngvarakeppni framhaldsskólanna. Ţetta rennur saman hjá mér vegna ţess ađ ég hef mćtt á nokkrar svona músíkhátíđir á Ísafirđi. Nema ţađ ađ ein hljómsveitin krákađi blöndu af Lollipop Sjálfsfróunar og samnefndu útlendu lagi. Ţađ tókst vel og var gaman.
- Varast ber ađ rugla saman Sigga "Pönkara", gítarleikara Sjálfsfróunar, og Sigga "Pönk", söngvara Forgarđs Helvítis og DYS.
Kvikmyndir | Breytt 29.11.2010 kl. 00:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
11.8.2010 | 10:34
Svakalegt fjör á Sauđárkróki
Ţađ er allt ađ komast í fluggírinn á Sauđárkróki. Búiđ er ađ fjarlćgja ţađan hrć af ógangfćrum Range Rover sem stađiđ hefur óhreyfđur og óskráđur í 4 ár. Ţar međ er ekki neitt ađ vanbúnađi til ađ landsmenn geti fjölmennt á tónlistarhátíđina Gćruna á Sauđárkróki. Ţetta er í fyrsta skiptiđ sem ţessi tónlistarhátíđ er haldin og ţví um sögulegan viđburđ ađ rćđa. Hátíđin mun vinda upp á sig nćstu ár og verđa hápunktur í árlegu skemmtihaldi Íslendinga og nágrannaţjóđa. Ţá verđur mönnum taliđ til helstu mannkosta ađ hafa veriđ á fyrstu Gćrunni.
Á ţriđja tug hljómsveita halda úti ţéttri dagskrá á Gćrunni 13. - 14. ágúst í húsnćđi Lođskinns á Sauđárkróki. Á međal ţeirra sem sjá um fjöriđ má nefna:
- Siggi Bahama og Beatur
- Bróđir Svartúlfs
.
- Erpur/Sesar A
.
- Geirmundur Valtýsson
- Bermuda
.
- Nóra
.
- Hoffmann
.
- Múgsefjun
.
- Myrká
.
- Bárujárn
- Davíđ Jóns
.
- Svavar Knútur
.
- Biggi Bix
.
- Gillon
.
- The Vintage
.
- Morning after Youth
.
- Hćlsćri
.
- Fúsaleg Helgi
.
- Binni Rögg
.
- Best fyrir
.
- Sing for me Sandra
.
- Jona Byron
Miđaverđ fyrir báđa dagana er ađeins 4000 krónur á midi.is (http://midi.is/tonleikar/1/6021. Fimmari viđ hurđ). Innifaliđ í ţví er - auk allra hljómleikanna -ađgangur á ţrjár heimildarmyndir um íslenska tónlist og frítt í sund. Kvikmyndirnar eru hver annarri meira spennandi:
- Handan Viđ Sjóinn (2009)
Heimildarmynd um íslenska tónlist
- The Stars May Be Falling...but the stars look good on you (2009)
Heimildarmynd um tónlistarmanninn Ólaf Arnalds
- Where´s the snow
Glćný heimildarmynd um Airwaves hátíđinna.
Ekki er um eiginlega forsýningu ađ rćđa heldur svokallađa prufusýningu (screening).
- http://gaeran.almidill.vefir.net/
- http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=121364547910799&ref=ts
Fjölmiđlafólk getur náđ á ađstandendum Gćrunnar í síma: Ragnar 8975642, Sigurlaug 6604681 og Stefán 8685021.
Dularfullur bílţjófnađur á Króknum | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
22.7.2010 | 22:28
Skúbb! Merkasta endurkoma hljómsveitar í rokksögu Íslands
Nei, ég er ekki ađ tala um Trúbrot. Endurkoma Trúbrots er jafn óraunhćf og endurkoma Bítlanna. Hljómborđssnillingurinn Karl Sighvatsson, trommusnillingurinn Gunnar Jökull og bassaleikarinn og söngvarinn Rúnar Júlíusson eru fallnir frá. Ég er ekki heldur ađ tala um Steina spil eđa Frostmark. Ég er ađ tala um hljómsveitina sem ađ margra mati var í bland "besta og merkasta" hljómsveit "Rokk í Reykjavík" senunnar, ŢEYR. Ég set "besta og merkasta" innan gćsalappa vegna ţess ađ pönkbyltingin snérist ekki beinlínis um ţađ besta og merkilegasta. Engu ađ síđur, já, sko... eđa ţannig.
Tónlist Ţeysara hefur elst assgoti vel (nema platan "Ţagađ í hel". Hún var ţöguđ í hel). Ađrar plötur Ţeysara eru í hópi bestu og merkustu platna íslensku rokksögunnar. Háđsádeila Ţeysara á nasisma dansađi á línunni og kom í veg fyrir ađ hljómsveitin fengi ţann hljómgrunn sem henni bar erlendis.
Gítarleikari Ţeysara, Guđlaugur Kristinn Óttarsson, og trommuleikari Ţeysara, Sigtryggur Baldursson, stofnuđu hljómsveitina Kukl og útrás íslenskra rokkara hófst fyrir alvöru:
Á dögunum birtist söngvari Ţeysara, Magnús Guđmundsson, í myndbandinu "Drápa":
23. ágúst sameinast hópurinn aftur og heldur hljómleika í Reykjavík. Meira um ţađ síđar.
Kvikmyndir | Breytt 23.7.2010 kl. 13:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (23)
18.6.2010 | 22:37
Rokkhátíđ á Sauđárkróki
Helgina 13. - 14. ágúst verđur tónlistarhátíđin GĆRAN 2010 haldin á Sauđárkróki. Nánari stađsetning er húsnćđi Lođskinns, Borgarmýri 5. Miđaverđ er aumar 4000 krónur fyrir stútfulla tónlistardagskrá báđa dagana, frítt í sund, frítt í kvikmyndahús, frítt fólk...
Hálfur ţriđji tugur hljómsveita mun halda uppi geđveiku fjöri. Ţar á međal verđa skagfirskir stuđboltar á borđ viđ Bróđir Svartúlfs, Gillon, Fúsaleg Helgi, Binna P, Herramenn og Davíđ Jóns. Kynnar verđa taktkjaftarnir Siggi Bahama og Beatur.
Af fleiri skemmtikröftum má nefna hljómsveitina Múgsefjun, Bigga Mix, Hoffman, Metallica... Eđa, ja sko, nei sko, eđa sko ţađ er ekki búiđ ađ tilkynna öll böndin og ég fór lítillega fram úr mér. Óvart. Máliđ er ađ fylgjast međ og skrá sig á síđuna http://www.facebook.com/#!/pages/Saudarkrokur-Iceland/TONLISTARHATIDIN-GAERAN-2010/109182002449012?v=wall&ajaxpipe=1&__a=49
Kvikmyndir | Breytt 19.6.2010 kl. 00:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
6.6.2010 | 00:28
Eivör #1 á Íslandi og í Fćreyjum ađra vikuna í röđ
Ađra vikuna í röđ situr upphafslag plötunnar stórkostlegu, Larva, međ Eivöru í 1. sćti vinsćldalista rásar 2. Lagiđ, Undo Your Mind, er ađ sögn Eivarar samiđ og útsett undir áhrifum frá James Bond kvikmyndum. Pabbi hennar, Páll Jacobsen, er mikill ađdáandi James Bond-myndanna.
Ađra vikuna í röđ á Eivör einnig topplagiđ í Fćreyjum, Vöka. Ţessa dagana er Eivör í Kanada ađ ćfa fyrir hlutverk sem Marilyn Monroe í óperu eđa söngleik Gavins Bryars Everybody Can See I Love You (sjá síđustu fćrslu).
2.6.2010 | 21:31
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Hafiđ (Oceans)
- Flokkur: Heimildarmynd
- Einkunn: *** (af 5)
- Sýningarstađur: Háskólabíó
Ég hef grun um ađ kvikmyndin Hafiđ (Oceans) hafi tengingu viđ frönsku mörgćsakvikmyndina sem var svo vinsćl fyrir nokkrum árum. Ţađ er einhver samhljómur međ ţessum myndum. Samt eru ţćr ólíkar. Hafiđ er ósvífin áróđursmynd. Hún byrjar sakleysislega. Er lengi í gang. Ţađ er allt í lagi ađ missa af fyrsta korterinu. Ţar sjást bara selir, hvalir og fleiri skepnur synda í fjarlćgđ, fuglar stinga sér í hafiđ og eitthvađ svoleiđis.
Ađ nokkrum tíma liđnum birtast nćrmyndir af hinum fjölbreyttustu sjávardýrum. Ţađ er skemmtilegasti hluti myndarinnar. Sem betur fer er hann einnig lengstur. Ţetta er mikill ćvintýraheimur. Margt fallegt og furđulegt á ađ líta.
Undir lokin eru hugljúf myndskeiđ af vinalegum samskiptum manns og hákarla og hvala. Skepnurnar eru eins og elskuleg gćludýr sem ekkert aumt mega sjá. Ţetta er yndislegt líf.
Skyndilega hellist ljótleikinn yfir í formi villimennsku mannsins. Góđu dýrin eru illa leikin af veiđifćrum mannsins. Sporđur og uggar eru skornir af lifandi hákarli. Honum er hent ósjálfbjarga aftur í sjóinn. Hann getur lítiđ synt án ţessara sundfćra. Niđurlćgđur og örkumla bíđur hans hćgur dauđdegi á sjávarbotni.
Ţađ kemur ekki fram í myndinni hver ástćđan er fyrir ţessari villimennsku. Ég hef óljósan grun um ađ sporđurinn og uggarnir séu notađir í lyf.
Í myndinni er reynt ađ hrćđa fólk frá ţví ađ vera á sjó. Ţađ eru sýndar myndir af skipum í vonsku veđri. Lítiđ má út af bregđa til ađ illa fari.
Myndinni lýkur í svartsýniskasti yfir útrýmingu dýrategunda.
Vegna langa miđkafla myndarinnar er ástćđa til ađ mćla međ henni sem ágćtis skemmtun. Ég varđ var viđ ađ krakkar sátu heillađir undir myndinni og ţurftu margs ađ spyrja fullorđna sessunauta. Blessuđ börnin fara snöggtum fróđari heim af myndinni. Ţađ ţarf bara ađ segja ţeim ađ ţađ sé ekki bara mađurinn sem er vondur viđ dýr. Dýr eru líka vond viđ dýr ţó ţví sé leynt í myndinni.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
27.3.2010 | 14:51
Kvikmyndarumsögn
- Ttitill: Kóngavegur
- Höfundur og leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir
- Leikarar: Gísli Örn Garđarsson, Daniel Brühl, Ingvar E. Sigurđsson, Kristbjörg Kjeld, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egilssn...
- Einkunn: ** (af 5)
Fyrst er ţess ađ geta ađ ferilsskrá Valdísar Óskarsdóttur er glćsileg. Valdís er "klippari" á heimsmćlikvarđa. Kvikmynd hennar Sveitabrúđkaup er fín. Ţannig mćtti áfram telja. Kvikmyndin Kóngavegur gengur hinsvegar ekki alveg upp. Hún er ósannfćrandi. Stemmningu úr hjólahýsahverfi í suđurríkjum Bandaríkja Norđur-Ameríku er skellt hrárri niđur í útjarđar Kópavogs. Íbúarnir eru ýmist eđa allt í senn nautheimskir, snarklikkađir, tilfinningabrenglađir, fullir, dópađir og illa vankađir. Fjölskyldutengsl eru losaraleg í meira lagi og brengluđ.
Gallinn er sá ađ heilt samfélag hjólhýsapakks af ţví tagi sem í Bandaríkjunum kallast "white trash" er ósannfćrandi í íslensku umhverfi. Ţetta gengur jafn illa upp og ef eskimóasamfélagi međ snjóhúsum og sleđahundum vćri plantađ á sólarströndu á Spáni.
Ţađ má samt alveg brosa ađ sumum senum. Jafnvel skella upp úr. Ţetta er, jú, gamanmynd. Og sitthvađ ber til tíđinda. Sumt óvćnt. Ţađ er engin lognmolla. Músíkin er líka ljómandi: Lay Low, Utangarđsmenn, Ham, Ţeysarar, Björk...
Kvikmyndir | Breytt 28.3.2010 kl. 22:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
6.3.2010 | 23:43
Kvikmyndarumsögn
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)