Fćrsluflokkur: Kvikmyndir

Heimssögulegur viđburđur í kvöld

  Nú er stóra stundin ađ renna upp.  Hljómsveitin gođsagnakennda Mosi frćndi tređur upp á Grand Rokk viđ Smiđjustíg klukkan 21.00 í kvöld - eftir 21.  árs hlé!  Gestasöngvarar verđa Páll Óskar Hjálmtýsson,  Felix Bergsson,  Hjalti Stefán Kristjánsson og Ţorsteinn Jođ.  Ţorsteinn mun kannski ekki syngja svo mikiđ heldur fara međ texta í laginu sívinsćla um Kötlu köldu.

  Međfylgjandi myndbandsbútar eru úr heimildarmynd um Mosa frćnda.  Hér eru fleiri bútar:  http://www.youtube.com/watch?v=2vttMxLPLks&feature=related

 


Heimildarmynd um Mosa frćnda

  Vinna er langt komin viđ heimildarmynd um hljómsveitina gođsagnakenndu Mosa frćnda,  sem ţekktust er fyrir lagiđ ódauđlega um  Kötlu köldu.  Mér skilst ađ myndin eigi ađ vera tilbúin 13.  ágúst ţegar hljómsveitin blćs til endurkomu á Grand Rokk.  Eđa hvort upptökur frá endurkomunni verđa notađar í myndina.  Er ekki klár á hvort er.

 Bútar úr myndinni eru farnir ađ leka á netiđ.  Hér eru nokkur sýnishorn.

 


Kvikmyndaumsögn

 - Titill:  Brüno

 - Handrit/leikstjórn/ađalhlutverk:  Sacha Baron Cohen

 - Einkunn: ***1/2 (af 5)

  Enski leikarinn Sacha Baron Cohen varđ fyrst ţekktur í hlutverki rapparans Ali G í samnefndum sjónvarpsţáttum.  Bráđfyndnum sjónvarpsţáttum.  Í ţeim tróđ Cohen einnig upp sem sjónvarpsstjarna frá Kazakstan,  Borat, og samkynhneigđ tískulögga,  Brüno,  frá Austurríki.

  Cohen gerđi kvikmynd um Ali G.  Ekki alveg nógu góđa.  Hann gerđi ađra kvikmynd um Borat.  Sú var og er virkilega fyndin.  Og nú er ţađ kvikmynd um Brüno.  Hún gefur Borat-myndinni ekkert eftir.

  Eins og í fyrri myndum er gert út á svipađa framsetningu og í myndum og sjónvarpsţáttum sem skilgreina má afbrigđi af "Falinni myndavél".  Brüno er tilbúinn "karakter".  Hann á samskiptum viđ fólk sem veit ekki ađ ţar er grínari á ferđ ađ rugla í ţeim.

  Ég hef séđ mörg skemmtileg myndbönd međ Brüno á youtube.com.  Ţau eru fćst í kvikmyndinni.  Sum eru "out takes",  ţađ er ađ segja urđu útundan viđ endanlega vinnslu á myndinni.  Sum eru kannski úr Ali G sjónvarpsţáttunum.

  Ţađ myndi skemma fyrir ţeim er eiga eftir ađ sjá myndina ađ segja frá fyndnu senunum sem ţar koma fyrir.  Brandararnir byggja á ţví ađ koma á óvart.  Vegna kynningarmyndbandsins sem fylgir ţessari bloggfćrslu er ţó óhćtt ađ nefna ţegar Brüno kemur fram í bandarískum sjónvarpsţćtti međ áhorfendum af afrískum uppruna.  Ţar er komiđ inn á ađ Brüno hefur ćttleitt blökkubarn.  Hann virđist leggja sig fram um ađ vera međ "pólitíska rétthugsun" en gengur fram af áhorfendum međ ţví ađ hafa ađra hugmynd um "pólitíska rétthugsun" en ţeir. 

  Brüno er ekkert heilagt.  Hann reynir ađ stilla til friđar í Miđ-Austurlöndum en ţekkir ekki mun á "hummus" (kjúklingabaunamauk) og Hamash-samtökum Palestínumanna.  Sjálfur er Cohen gyđingur en hlífir gyđingum ekki í gríninu.

  Frćga fólkiđ er dregiđ sundur og saman í háđi.  Líka tískubransinn,  bandaríski herinn og svo framvegis.  

  Kvikmyndin  Hangover  hefur veriđ auglýst sem fyndnasta mynd sumarsins.  Ég mćli međ henni sem góđri skemmtun.  Kvikmyndin um Brüno er ennţá fyndnari.  Kíkiđ á báđar myndirnar.     

   


Kvikmyndaumsögn

the hangover

 - TitillThe Hangover ("Hundasýkin" á fćreysku,  "Ţynnkan" á íslensku)

 - Sýningarstađur Sambíón

 - Einkunn: **1/2 (af 5)

  The Hangover er bandarísk gamanmynd sem gerist í borg syndanna,  Las Vegas.  Leikstjórinn,  Todd Phillips,  á ađ baki myndir á borđ viđ  Road TripOld School  og Starsky & Hutch.

  Ađ uppistöđu til gengur myndin út á ađ ţrír kunningjar vakna upp eftir nćturslark í borginni og reyna ađ átta sig á atburđum nćturinnar.  Ţeir muna ekki eftir neinu.  Hćgt og bítandi tekst ţeim ađ fylla upp í eyđurnar. 

  Söguţráđurinn er byggđur á raunverulegum atburđi.  Jafnvel má ćtla ađ eitthvađ ţessu líkt hafi gerst mörgum sinnum víđa um heim.  Ţar fyrir utan er söguţráđurinn ekki upp á marga fiska og skiptir litlu máli.  Ţađ eru samskipti félaganna innbyrđis og viđ annađ fólk sem afgreiđa brandarana.  Brandararnir eru ţokkalega margir og margir ţokkalega fyndnir.  Sumir nokkuđ ferskir.  Ţar ber einn félaganna hita og ţunga.  Sá er Zach Galifianakis í hlutverki Alans.  Hann er í miđiđ á ljósmyndinni hér fyrir ofan.  Án hans hlutverks vćri myndin ansi ţunn. 

  Einstaka brandari er mjólkađur um of.  Dćmi um ţađ er hversu mikiđ og ítrekađ er gert út á ađ einn félaganna missir framtönn á nćturslarkinu.  Til gamans má geta ađ viđkomandi leikari hefur frá barnsaldri veriđ án ţessarar tannar í raunveruleikanum.

  Myndin er auglýst sem "ein albesta grínmynd sumarsins".  Hún stendur undir ţeirri fullyrđingu.  Í og međ vegna ţess ađ frambođ á góđum grínmyndum er takmarkađ.   Töluvert er um ofleik í myndinni.  Einnig er hún dálítiđ klisjukennd og ţess vegna oft fyrirsjáanleg.  Sem er allt í lagi.  Ţetta er fyrst og fremst létt grínmynd og reynir ekki ađ vera neitt meira.  Hún heldur jöfnu flugi til enda.  Ágćt skemmtun fyrir fólk á öllum aldri.  Ţađ eru mörg fín rokklög í myndinni í bland viđ nokkur leiđinleg popplög.

Hangoverposter


Dúndur flott kvikmynd

  Ég hef veriđ međ horn í síđu Skjábíós síđan vesalingar ţar á bć hófu auglýsingaherferđ sem afhjúpađi ótrúlega aulaleg viđhorf til sjónvarpsefnis.  Ţiđ kannist viđ ţessar auglýsingar.  Ţćr hefjast á ţví ađ ţulur kynnir sjónvarpsdagskrá kvöldsins.  Áđur en hann hefur lokiđ máli sínu er skrúfađ fyrir hann og annar ţulur bođar ađ enginn ţurfi ađ horfa á leiđinlegt sjónvarpsefni ţví hćgt sé ađ finna eitthvađ skemmtilegt í skjábíó.

  Ţađ hafa veriđ nokkrar útgáfur af ţessari auglýsingu.  Allar eiga ţađ sameiginlegt ađ sjónvarpsdagskráin sem ţulurinn byrjar ađ lesa hljómar verulega áhugaverđ.  Í fljótu bragđi man ég eftir ađ kynnt er leikin grćnlensk kvikmynd,  ísraelsk gamanmynd og norskur heimildarţáttur um dreng í Afríku sem ţarf ađ fara um langan veg til ađ sćkja vatn. 

  Eftir ađ hafa heyrt flestar auglýsingarnar í ţessari syrpu frá Skjábíói er ljóst ađ höfundur auglýsingaherferđarinnar hefur heimóttalega fordóma gagnvart sjónvarpsefni frá löndum sem viđ erum ekki vön ađ sjá kvikmyndir eđa sjónvarpsefni frá.  Hann er međ öđrum orđum heimskur í upprunalegri merkingu ţess orđs.

  Nú hef ég ekki heyrt aulaauglýsinguna í langan tíma.  Ţess vegna kíkti ég á Skjábíó.  Ţar er fátt um fína drćtti,  ađ venju.  En ţeim mun meira af drasli.  Samt fann ég áhugaverđa heimildarmynd um tónlistarmanninn Joe Strummer.  Leikstjóri hennar er Julien Temple sem áđur hefur gert vel heppnađa heimildarmynd um bresku pönksveitina The Sex Pistols.

  Joe Strummer var söngvari og gítarleikari bresku pönksveitarinnar The Clash.  Ţessar tvćr hljómsveitir,  The Sex Pistols og The Clash leiddu bresku pönkbyltinguna á síđari hluta áttunda áratugarins.  Mikiđ gekk á hjá báđum hljómsveitunum og ţćr störfuđu náiđ saman.  The Sex Pistols starfađi stutt og sendi ađeins frá sér eina alvöru plötu en The Clash varđ ofurgrúppa á heimsmćlikvarđa.  Ţar munađi mestu ađ hún sló rćkilega í gegn í Bandaríkjunum.

  Myndin nćr ađ fanga togstreituna sem ţađ olli Joe Strummer ađ verđa súperstjarna og hljómsveit hans ađ mörgu leyti ţađ sem pönkhugsjón hans var uppreisn gegn.  Blessađ dópiđ setti einnig sitt mark á hljómsveitina.

  Ţetta er löng mynd.  Sléttar tvćr klukkustundir (og vel ţađ međ pissuhléi og kaupum á poppkorni).  Hún dregur upp sanna mynd af breiskleika Joes og ótal mótsögnum í hans persónu.  En samt rímar ţetta allt einhvern veginn saman ţegar upp er stađiđ.  Mađur öđlast skilning á ţessari ađ mörgu leyti ringluđu persónu,  sem sagđi eitt í dag og annađ á morgun.  En var engu ađ síđur trúverđug í einlćgni og opinskáum yfirlýsingum.  Mér datt stundum Bubbi Morthens í hug ţegar ég horfđi á myndina.  Einnig vegna ţess ađ músíksmekkur ţeirra lá saman:  Bandarísk ţjóđlagamúsík (Woody Guthrie),  bandarískur blús,  jamaískt reggí,  heimspopp (World Music) og pönk.

  Myndin heitir einfaldlega  Joe Strummer.  Ég ćtla ađ fleiri en ađdáendur pönks og The Clash hafi góđa skemmtun af ađ kíkja á myndina.

  Joe Strummer féll frá,  rétt um fimmtugt.  Myndbandiđ hér ađ ofan er gert eftir fráfall hans.  Ţarna flytur hann Bob Marley slagarann  Redemption Song.


Dýragrín

dýragrín2

  Ţessar skrýtlur fékk ég sendar í tilefni páskanna.  Og skemmti mér bćrilega yfir ţeim.  Vonandi gerir ţú ţađ líka.

dýragrín1

  Hryllingsmynd

dýragrín3

  Ţú ert hér

dýragrín4

  Elskan mín,  láttu ekki svona.  Slakađu á.  Leyfđu mér ađ útskýra...

dýragrín5

  Kannski ćttir ţú ađ bera á ţig Banana Boat sólvörn nćst...


Kvikmyndaumsögn

- TitillDraumalandiđ
.
 - HöfundarŢorfinnur Guđnason og Andri Snćr Magnason
.
 - FramleiđandiSigurđur Gísli Pálmason
.
 - Einkunn: ****1/2 (af 5)
.
  Draumalandiđ er byggt á samnefndri metsölubók Andra Snćs Magnasonar.  Ansi merkilegri bók.  Ég sá líka vel heppnađa sviđsfćrslu Hafnarfjarđarleikhússins á Draumalandinu fyrir 2 árum.
.
  Kvikmyndin flaggar öllum bestu kostum heimildarmyndar:  Hún er virkilega skemmtileg,  frćđandi og vekur áhorfandann til umhugsunar.   Hún býđur upp á helling af flottum senum af fallegu landslagi í bland viđ skondin innskot. 
.
  Ţetta er áróđursmynd umhverfisverndarsinna.  Sjónarmiđ virkjunar- og álverssinna fá ađ koma fram.  Međ framsetningunni verđur málflutningur ţeirra dáldiđ kjánalegur.  Ég vorkenni sumum sem uppskáru hláturrokur frá áhorfendum í kvikmyndasalnum.  Ég stóđ mig ađ ţví ađ hugsa stundum:  "Ó,  ţvílíkt fífl!"
.
  Ég hef samúđ međ fögnuđi Austfirđinga og Húsvíkinga yfir ađ fá álver í túngarđinn.  Sjálfur vann ég sem unglingur í álverinu í Straumsvík í nćstum 3 ár á fyrri hluta áttunda áratugarins.  Á ţađan margar ljúfar minningar og hef veriđ kvefađur og hás síđan.  Ţađ var lćrdómsrík reynsla ađ kynnast ţar skarpari stéttaskiptingu en ég hef kynnst á öđrum vettvangi.  Flestir allra hćst settu hjá fyrirtćkinu voru ţýskir,  ausurískir eđa svissneskir.
.
  Ţađ var gaman ađ sjá glćsilegar loftmyndir af mínum gamla vinnustađ.
.
  Ég mćli eindregiđ međ kvikmyndinni Draumalandinu.  Hún á erindi til allra Íslendinga,  hver sem afstađa er til virkjana og álvera.  Ţetta er áhrifarík mynd,  falleg,  frćđandi og skemmtileg.  Hún nýtur sín vel á breiđtjaldi.  En ég er ákveđinn í ađ kaupa hana á DVD.  Ţetta er mynd sem ástćđa er til ađ horfa á oftar en einu sinni.
      

Gleymiđ Björk, gleymiđ Sigur Rós, hér kemur Sigríđur Níelsdóttir!

  Sigríđur Níelsdóttir er einskonar huldupoppstjarna.  Fjöldinn veit ekki af henni.  Hefur aldrei heyrt plötur hennar né orđiđ var viđ hana.  Lög hennar eru ekki spiluđ í útvarpi.  Samt hefur Sigríđur sent frá sér tugi platna sem innihalda hátt á ţriđja hundrađ frumsaminna laga.  En Sigríđur er ekki ađ trana sér fram né sinni músík.  Hún gefur plöturnar út í kyrrţey.

  Sigríđur Níelsdóttir er um áttrćtt.  Poppstjörnuferill hennar hófst fyrir nokkrum árum.  Ţá hafđi hún komist yfir einfaldan skemmtara međ allskonar hljómblćbrigđum (sound effektum).  Lög Sigríđar eru án texta og söngs (instrúmental).  Samt segja ţau mikla sögu.  Túlka heilar bíómyndir,  bćkur,  sjónvarpsframhaldsţćtti og sitthvađ fleira.  Ţar koma "effektarnir" sér vel,  jafnframt ţví sem Sigríđur á létt međ ađ herma eftir húsdýrum jafnt sem fólki. 

  Sigríđur einskorđar ekki sköpunargleđina viđ músík.  Hún er einnig á kafi í myndlist.  Hún klippir myndir út úr tímaritum,  rađar myndunum saman og límir á spjöld.  Mér er minnisstćtt myndverk ţar sem Sigríđur hafđi klippt út myndir af kransatertum og límt ofan á höfuđ fólks úr annarri mynd.  Kransaterturnar komu í stađ hatta og gáfu til kynna ađ um vćri ađ rćđa prúđbúiđ fólk á leiđ til veislu.  Fariđ ađ hlakka til ađ komast í kökurnar.


Kvikmyndarumsögn

Reykjavík - Rotterdam

Titill:  Reykjavík - Rotterdam

Handrit:  Óskar Jónasson og Arnaldur Indriđason

Leikstjórn:  Óskar Jónasson

Helstu leikendur:  Baltasar Kormákur,  Ingvar E.  Sigurđsson,  Ţröstur Leó Gunnarsson,  Ólafur Darri Ólafsson,  Lilja Nótt og Jörundur Ragnarsson

Einkunn: **** (af 5)

  Myndin segir frá blönkum fjölskyldumanni (Baltasar) sem smyglar spíra til landsins ađ undirlagi fláráđs "vinar" (Ingvar E.).  Framvindan er ađ mestu fyrirsjáanleg en blönduđ óvćntum atburđum.  Einhversstađar sá ég myndinni lýst sem spennu-grínmynd.  Gríniđ fór framhjá mér.  Ég veit ekki hvar ţađ átti ađ vera.  En spennan var í fínu lagi.

  Samtöl eru óvenju eđlileg miđađ viđ ađrar íslenskar kvikmyndir.  Leikur,  persónur og senur eru trúverđugar.  Samt var ég ekki alveg ađ kaupa vonda kallinn,  hrottann (Jóhann,  ég man ekki hvers son).  Hann er ađeins of vinalegur á svipinn.  Ég var heldur ekki ađ kaupa upprisu konu smyglarans (Lilja Nótt) eftir ađ hún átti ađ hafa veriđ myrt.

  Smygl á spíra hljómar eins og eitthvađ sem er komiđ framyfir síđasta söludag.  Er einhver ađ smygla spíra í dag?  Er spíri ekki of fyrirferđarmikill til ađ slíkt borgi sig á tímum landabruggs og nettra dóppakkninga?

  Ţessar ađfinnslur mega ekki hljóma eins og mínus er skiptir einhverju máli.  Alls ekki.  Ţetta eru léttvćg atriđi.  Myndin er góđ skemmtun;  hröđ,  ćsileg,  viđburđarík og vel heppnuđ í flesta stađi.  Ég mćli eindregiđ međ henni sem góđri haustupplyftingu í efnahagsţrengingum Jóns Ásgeirs og Björgólfs.


Kvikmyndaumsögn

Sveitabrudkaup

Titill:  Sveitabrúđkaup
Helstu leikarar:  Sigurđur Sigurjónsson,  Ţröstur Leó Gunnarsson,  Ingvar E.  Sigurđsson,  Kristbjörg Kjeld,  Árni Pétur Guđjónsson,  Ólafur Darri,  Ágústa Eva,  Herdís Ţorvaldsdóttir og margir fleiri
Leikstjóri og handritshöfundur:  Valdís Óskarsdóttir
Einkunn:  **** (af 5)
.
  Fyrst eru ţađ neikvćđu punktarnir.  Nafniđ Sveitabrúđkaup er fráhrindandi.  Ţađ lađar fram tilfinningu fyrir leiđindum en ekki skemmtun.  Auglýsingin (sjá mynd) er álíka fráhrindandi.  Teikningarnar eru góđar en uppsetningin á auglýsingunni gefur ekkert skemmtilegt til kynna.  Auglýsingin ţolir heldur ekki ađ vera smćkkuđ.  Hún samanstendur af smáum atriđum sem breyta myndunum í ţokukenndar klessur ţegar auglýsingin er minnkuđ í eins dálks dagblađaauglýsingu.  Ţađ er grundvallarregla í grafískri hönnun ađ bíóauglýsing verđi ađ ţola eins dálks stćrđ.   
Sveitabrudkaup
  Kynningarmyndbandiđ (trailer) gefur engan veginn til kynna hvađ myndin er í raun skondin og skemmtileg.
  Söguţráđurinn er lítilfjörlegur.  Viđ fylgjumst međ hópi fólks í tveimur rútum ferđast úr Reykjavík upp í Borgarfjörđ.  Burđarbiti myndarinnar eru samskipti og samtöl ţessa fólks. 
  Framan af er myndin bragđdauf.  Ţađ er bara rétt á međan helstu persónur eru kynntar til leiks.  Eftir ţađ taka viđ hnyttin samtöl og atvik.  Myndin kemst á gott flug sem helst til enda.  Brosiđ fer ekki af manni á milli hláturgusa sem brjótast reglulega fram.
  Landsmenn eiga eftir ađ taka upp mörg spaugileg tilsvör úr myndinni og gera ódauđleg.  Íslenska hópsálin er ţannig.  Ţegar bíógestir nestuđu sig upp fyrir sýninguna og í hléi mátti heyra suma biđja um "stórasta popp í heimi" eđa "stórasta kókglasiđ".  Ţađ brást ekki ađ viđstaddir veltust um af hlátri yfir brandaranum.     
  Myndin er farsi međ dramtískum undirtóni.  Sumar persónurnar eru ýktar án ţess ađ tapa trúverđugleika.  Ţađ er engin ástćđa til ađ velta fyrir sér örfáum gloppum í sögunni.  Farsar ţurfa ekki ađ standast rökhugsun.  Ţađ sem öllu máli skiptir er ađ ţetta er smellin mynd.  Ég mćli međ henni sem hinni bestu kvöldskemmtun fyrir alla aldurshópa.
.
  Leikararnir eru einvalaliđ ţrautreyndra.  Ţeir standa sig hver öđrum betur.  Herdís Ţorvaldsdóttir sem amma brúđurinnar og Kristbjörg Kjeld sem mamman eru fremstar međal jafningja. 
  Leikstjórinn,  Valdís Óskarsdóttir,  er klippari á heimsmćlikvarđa.  Klippingin er markviss og ákveđin.  Ţó ađ sumsstađar sé klippt bratt á milli samtala ólíks fólks ţá rennur myndin svo lipurlega áfram ađ mađur tekur ekki eftir klippingum nema veita ţeim sérstaklega athygli. 
.
  Um tónlistina sér enska "pönk"-kabarett tríóiđ The Tiger Lillies.  Fyrst var ég ósáttur viđ ađ heyra ađ músíkin er sungin á ensku.  Ég hefđi kosiđ rammíslenska músík.  En The Tiger Lillies er svo flott hljómsveit ađ ţađ er auđvelt ađ taka músíkina í sátt.  The Tiger Lillies er undir sterkum áhrifum frá ţýska tvíeykinu Kurt Weill & Brecht.  Ein plata The Tiger Lillies heitir meira ađ segja  2 Penny Opera  og vísar ţar í vinsćlustu óperettu Kurts Weills og Brechts,  3 Penny Opera
.
  Ég er vanur ađ sofna nokkrum sekúndum eftir ađ ég loka augunum.  Í gćrkvöldi hélt myndin fyrir mér vöku.  Hvert broslega atriđiđ á fćtur öđru úr henni rifjađist upp og ég hló mig í svefn seint og síđarmeir.

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband