Færsluflokkur: Mannréttindi
17.6.2010 | 17:37
Íslendingar skikkaðir til að skipta um fána
Ef svo klaufalega tekst til að Ísland endi inn í miðjum kæfubelg Evrópusambandsins mun það hafa ýmsar og meiri breytingar í för með sér en ætla má í fljótu bragði. Þetta hefur farið lágt. Meira að segja Heimssýn hefur ekki nefnt það. Eitt það einkennilegasta er að íslenski fáninn brýtur mannréttindalög ESB. Mannréttindadómsstóll ESB hefur þegar fellt dóm með þeirri niðurstöðu að kross sé trúartákn. Skiptir þar engu máli hvort krossinn sé hugsaður sem heiðið tákn eða kristinn virðingarvottur við aftökubúnað. Trúartáknum má einfaldlega ekki hampa á opinberum stöðum, svo sem skólum, almenningsvögnum og svo framvegis.
Mér er til efa að Íslendingar hugsi um íslenska fánann sem trúartákn. En ef Ísland verður hluti af ESB þarf ekki nema eina manneskju til að kæra fánann til Mannréttindadómsstóls ESB. Niðurstaðan liggur fyrir. Íslendingar þyrftu að skipta honum út fyrir gamlan fána með mynd af saltfisksflaki.
Að auki þyrfti að breyta upphafsatriði þessa myndbands. Og ýmsu öðru.
![]() |
Úr umsóknarferli í viðræðuferli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (60)
14.6.2010 | 13:49
Sólbaðslöggan orðin að veruleika
Í vetur þegar Álfheiði Ingadóttur fór að klæja í lófana að banna eitthvað var gantast með að hún myndi sennilega banna fullorðnu fólki undir 19 ára aldri að fara í sólbað. Ávinningurinn yrði tvíþættur: Annarsvegar fengi Álfheiður útrás fyrir bannáráttuna; hinsvegar myndi bannið skapa fjölda nýrra starfa. Þetta kallaði á stofnun fjölmenns hóps harðsnúinna lögreglumanna sem myndu vera á þönum alla daga á milli sólbaðsstofa, ylstrandarinnar í Nauthólsvík og annarra þeirra svæða sem fólk sækir á sólríkum dögum. Það yrði að fjárfesta í einni eða fleiri þyrlum til að leita uppi ungt fólk í sólbaði.
Til viðbótar þyrfti að útbúa heilmikið pappírsbákn til að afgreiða sektarmiða og innheimta sektir. Þetta kallar einnig á nýtt unglingafangelsi fyrir sólbaðsunnendur sem láta sér ekki segjast. Að auki yrði til nýr iðnaður við að falsa nafnskírteini með ófyrirsjáanlegum afleiðingum þegar öll ungmenni landsins eru skyndilega orðin 19 ára eða eldri.
Nú er brandarinn orðinn að veruleika. Álfheiður hefur fengið samþykkt á alþingi lagafrumvarp sem bannar fullorðnu fólki undir 19 ára aldri að fara í sólbað. Í greinargerð með frumvarpinu er tekið fram að banninu sé ætlað að hindra að ungt fólk fari í sólbað í fegrunarskyni. Rannsóknir hafa sýnt að sólbrún húð hefur margfalt aðdráttarafl gagnvart hinu kyninu í samanburði við föla og veiklulega húð. Með banninu er verulega dregið úr líkum á ótímabærri þungun fullorðins fólks undir 19 ára aldri.
Verið er að skipa nefnd til að finna út með hvernig hægt er að koma í veg fyrir að íslensk ungmenni laumist í sólbað í sólarlandaferðum.
Fullorðið fólk undir 19 ára aldri getur sparað sér pening með því að sólbaða aðeins annan helming líkamans. Þá fær það bara hálfa sekt en nær samt öllum ávinningi af ljósinu. Meðal annars D-vítamíni og upptöku á kalki til styrktar tönnum, hári, húð og nöglum; og serótíni til að vinna gegn þunglyndi. Með þessari aðferð verður að láta sér nægja að slá á ýmis húðvandamál aðeins á annarri hlið líkamans (exem, sóriasis, bólur o.s.frv.).
![]() |
Ljósabekkjabann orðið að lögum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 15.6.2010 kl. 03:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
6.6.2010 | 23:09
Einföld aðferð til að afhomma
Það þarf ekki meira til. Þetta kennslumyndband tekur innan við 3 mínútur. Að vísu þarf að horfa á það tvisvar eða þrisvar til að læra aðferðina utan að. En hún er einföld og auðlærð. Og pottþétt. Þetta er ekki leikið grínatriði.
Mannréttindi | Breytt 3.8.2010 kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
6.6.2010 | 13:22
Ekki kaupa Soda stream
Soda stream gosdrykkjatækið og fylgihlutir þess (bragðefni, gashylki og þess háttar) eru framleidd í hryðjuverkaríkinu Ísrael. Kaup á ísraelskum vörum er stuðningur við hryðjuverk og nasisma. Það er byggingavöruverslunin Byko sem selur Soda stream á Íslandi. Andstæðingar hryðjuverka og nasisma eiga að beina viðskiptum til Húsasmiðjunnar eða annarra fyrirtækja í samkeppni við Byko.
Í Heimilistækjum fæst þýskt hágæðagosdrykkjatæki, Wasser Maxx. Það er bæði betra og ódýrara en Soda stream.
![]() |
Ísraelsher stöðvar hjálparskip |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.6.2010 | 21:31
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Hafið (Oceans)
- Flokkur: Heimildarmynd
- Einkunn: *** (af 5)
- Sýningarstaður: Háskólabíó
Ég hef grun um að kvikmyndin Hafið (Oceans) hafi tengingu við frönsku mörgæsakvikmyndina sem var svo vinsæl fyrir nokkrum árum. Það er einhver samhljómur með þessum myndum. Samt eru þær ólíkar. Hafið er ósvífin áróðursmynd. Hún byrjar sakleysislega. Er lengi í gang. Það er allt í lagi að missa af fyrsta korterinu. Þar sjást bara selir, hvalir og fleiri skepnur synda í fjarlægð, fuglar stinga sér í hafið og eitthvað svoleiðis.
Að nokkrum tíma liðnum birtast nærmyndir af hinum fjölbreyttustu sjávardýrum. Það er skemmtilegasti hluti myndarinnar. Sem betur fer er hann einnig lengstur. Þetta er mikill ævintýraheimur. Margt fallegt og furðulegt á að líta.
Undir lokin eru hugljúf myndskeið af vinalegum samskiptum manns og hákarla og hvala. Skepnurnar eru eins og elskuleg gæludýr sem ekkert aumt mega sjá. Þetta er yndislegt líf.
Skyndilega hellist ljótleikinn yfir í formi villimennsku mannsins. Góðu dýrin eru illa leikin af veiðifærum mannsins. Sporður og uggar eru skornir af lifandi hákarli. Honum er hent ósjálfbjarga aftur í sjóinn. Hann getur lítið synt án þessara sundfæra. Niðurlægður og örkumla bíður hans hægur dauðdegi á sjávarbotni.
Það kemur ekki fram í myndinni hver ástæðan er fyrir þessari villimennsku. Ég hef óljósan grun um að sporðurinn og uggarnir séu notaðir í lyf.
Í myndinni er reynt að hræða fólk frá því að vera á sjó. Það eru sýndar myndir af skipum í vonsku veðri. Lítið má út af bregða til að illa fari.
Myndinni lýkur í svartsýniskasti yfir útrýmingu dýrategunda.
Vegna langa miðkafla myndarinnar er ástæða til að mæla með henni sem ágætis skemmtun. Ég varð var við að krakkar sátu heillaðir undir myndinni og þurftu margs að spyrja fullorðna sessunauta. Blessuð börnin fara snöggtum fróðari heim af myndinni. Það þarf bara að segja þeim að það sé ekki bara maðurinn sem er vondur við dýr. Dýr eru líka vond við dýr þó því sé leynt í myndinni.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2010 | 23:55
Af hverju er Geir svona hræddur við Davíð?
Fæddur og uppalinn í sveit kannast ég við svipinn á lúbörðum hundum. Þeir bera höfuð lágt og gjóa augum hræðslulega upp á við. Þessi svipbrigði birtast á Geir Haaarde þegar minnst er á Davíð Oddsson. Þetta vekur spurningu: Hvers vegna er Geir svona hræddur við Davíð? Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur ítrekað fram hvað Geir var hræddur við Davíð. Meðal annars er haft eftir Davíð sjálfum að Geir hafi skolfið eins og lauf í vindi og ekkert vitað hvað hann átti eða mátti gera.
Þetta er ekki eðlilegt. Geir var formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra. Geir var sá sem valdið hafði í raun. Af hverju var hann þá eins og lúbarinn hundur í samskiptum við óhæfan bankastjóra Seðlabankans?
Ég er ekki nógu vel að mér í sálfræðinni sem snýr að heimilisofbeldi. DOddsson hefur sagt frá því að hann notaði sérstaka aðferð til að tukta nemendur í, ja, var það ekki Verslunarskólanum? DOddsson sló þá eldsnöggt í höfuðið með priki eða reglustriku. Þá limpuðust ódælir nemendur niður. Einhvernvegin á ég erfitt með að trúa því að DOddsson hafi lamið Geir með priki. Ég held að hann hafi ekki einu sinni þurft að sparka í Geir til að framkalla þessa hræðslu og ráðaleysi. Ráðaleysið er Geir sennilega í blóð borið. Það er spurning með þessa ofurhræðslu við DOddsson.
Ekki voru kúlúlánadrottningin, Þorgerður Katrín, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, og Tryggvi Þór Herbertsson, sérlegur efnahagsráðgjafi Geirs, hrædd við DOddsson. Þrátt fyrir tryllingskastið sem DOddsson tók á Tryggva. Ég veit að gamla pönkarnum, Tryggvi Þór, hefur fremur þótt kast DOddssonar fyndið og súrrealískt. Dáldið pönk.
Verra er að í skýrslunni er haft eftir DOddssyni að Geir sé "idót". Það er virkilega osmekklegt. DOddsson hefur gott vald á íslensku máli þegar hann vill svo við hafa. Það fer honum ekki að nota svona útlendar slettur. Íslenskan býður upp á mörg rammíslensk orð "sem gera sama gagn".
![]() |
Skynjuðu að dansinum var að ljúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 17.4.2010 kl. 01:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
25.3.2010 | 21:39
Broslegar blaðaauglýsingar
Það er gaman að skoða gamlar auglýsingar. Þær eru samt ekkert svo gamlar þessar. En tíðarandinn hefur breyst. Heldur betur. Þess vegna eru þessar auglýsingar grátbroslegar. Hér fyrir ofan er verið að auglýsa nýjan skrúftappa á tómatsósuflösku. Svo auðvelt er að rjúfa innsigli tappans að í auglýsingatextanum segir að jafnvel kona geti opnað flöskuna.
Svona fer fyrir eiginkonum sem standa sig ekki í því að bjóða upp á ferskasta kaffið á markaðnum.
"Kokkurinn gerir allt nema baka. Konur sjá um það."
Þetta er smá orðaleikur. Matvinnsluvélin heitir "Kokkur" (Chef).
"Það er notalegt að hafa konu í húsinu."
"Því harðar sem konan leggur að sér þeim mun krúttlegri er hún."
Hér er verið að auglýsa örvandi vítamínpillur.
19.3.2010 | 11:22
Maður giftist hænu
Í nóvember giftist Japani nokkur við hátíðlega athöfn internetkonu úr Nintendo tölvuleiknum "Ást Plús". Á dögunum giftist maður í Kóreu sæng með mynd af konu. Mig minnir að Indverji hafi um svipað leyti einnig gifst kodda með mynd af konu. Rétt í þessu var tæplega þrítugur kóreanskur maður að giftast hænu. Við athöfnina var hænan klædd brúðarslöri. Maðurinn tekur hænuna með sér hvert sem hann fer: Á veitingahús, í kvikmyndahús, í tívolí og og svo framvegis. Hænan situr í eigin sæti og á matsölustöðum fær hún að snæða af sínum diski og drekka úr sínu vatnsglasi.
Maðurinn heldur því fram að hænan sé jafn ástfangin af honum og hann af henni. Hænan hefur ekki þrætt fyrir það.
Hænurnar á ljósmyndinni hér fyrir ofan eru ógiftar.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.3.2010 | 23:54
Sólbaðslögga í uppsiglingu
Það kitlar margan embættismanninn að setja lög til að siða skrílinn. Stjórnsamur embættismaður grípur hvert tækifæri sem gefst til að stýra hegðun óþroskaðri einstaklinga. Oft er ákafinn slíkur að til vandræða horfir. Dæmi um það er þegar mikil "móðursýki" greip um sig er tveir franskir vísindamenn skrifuðu grein í fagtímarit um tilraun sem þeir gerðu á rottum. Létu þær svamla vikum saman í tilteknum efnum sem finnast í sólvarnarkremum. Með tíð og tíma greindu þeir krabbameinsmyndun í rottunum.
Heilbrigðisyfirvöld, einkum á Norðurlöndunum, brugðust skjótt við og fóru í gífurlega herferð gegn sólkremum. Svo rammt kvað að þessu að í Danmörku voru sólvarnarkrem tekin úr sölu. Frönsku vísindamönnunum var brugðið. Þetta var kolvitlaus túlkun á rannsókn þeirra. Þeir sendu frá sér yfirlýsingu þar sem fólk var hvatt til að nota sólvarnarkrem. Skammturinn af sólvarnarefnunum sem rotturnar svömluðu í var margmilljónfaldur á við það sem manneskja notar þegar hún ber á sig sólvarnarkrem. Rann þá móður af embættismönnum og sólkrem voru aftur tekin í sölu.
Þetta var fyrir röskum áratug. Aldarfjórðungi áður greip um sig svipuð taugaveiklun varðandi gosdrykkinn Fresca. Hann var sagður baneitraður. Þegar betur var að gáð þurfti að drekka daglega 37 flöskur af honum áður en ástæða var til að hafa áhyggjur.
Nú eru embættismenn í kasti vegna sólbaða. Hugmyndir eru uppi um að ungt fólk verði að framvísa skírteini sem sannar að það sé 18 ára eða eldra til að fá að liggja í sólbaði. Það þarf að stofna sérstaka sveit sólbaðslögreglu til að fylgja eftir fyrirhuguðum lögum um að einungis fullorðnir einstaklingar megi njóta góðs af sólböðum. Myndin hér fyrir ofan sýnir forvörn af þessu tagi. Þarna var ekki víst að einstaklingur hefði náð 18 ára aldri er hann reyndi að fá sólarljós á kroppinn.
Staðreyndin er sú að sólarljósið er forsenda lífs á jörðinni. Áhrif sólarljóssins er okkur á Norðurhjara augljós. Þegar sól hækkar á lofti að vori breytir náttúran um svip. Tré laufgast, blóm spretta út, skordýr lifna við og mannlífið tekur á sig líflegan blæ.
Sólarljósið er bráðhollt. Sólbökuð húð framleiðir D-vítamín sem kemur af stað upptöku á kalki og styrkir bein, tennur, hár og húð. Ljósið vinnur gegn ýmsum húðsjúkdómum, svo sem exemi, sóríasis, bólum o.s.frv. Ljósið framkallar gleðiboðefni í heilanum og vinnur þannig gegn þunglyndi. Ljósið er einnig kynörvandi og dregur verulega úr líkum á krabbameini af flestu tagi. Sólböð eru holl. Virkilega holl.
Hitt er annað mál að hægt er að ofbjóða sér með sólarljósi. Alveg eins og með ofþambi á lýsi og inntöku á ýmsum vítamínum. Það er önnur saga.
![]() |
D-vítamín mikilvægara en talið var |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
20.2.2010 | 21:33
Hannes grét
Eftirfarandi er tekið af bloggi Valgerðar Bjarnadóttur á Eyjunni. Þetta er frásögn Hreins Loftssonar, fyrrum formanns einkavinavæðingarnefndar Davíðs Oddssonar á bönkum þjóðarinnar. Frásögnin er lítillega stytt af mér (einkennd með þrípunktum). Hún gefur skarpa mynd af stemmningunni:
"...þegar Falun Gong kom til landsins... til að vekja athygli á harðneskju kínverskra stjórnvalda gegn andófsmönnum í Kína í tilefni af opinberri heimsókn kínverska forsetans, Jiangs Zemin, til Íslands... Davíð Oddsson var forsætisráðherra...
Hannes H. Gissurarson... vildi setja nafn sitt á auglýsingu til að mótmæla framkomu íslenskra stjórnvalda gagnvart Falun Gong. ...þeir fengu ekki að koma til landsins og voru... settir í einhvers konar búðir í Njarðvík, áður en þeim var snúið til baka, þeim, sem á annað borð komust til landsins. Mótmæli Falun Gong felast í ákveðnum æfingum og eru án ofbeldis.
Hannes hringdi í mig vegna þess að hann óttaðist um sinn hag. Ef hann myndi setja nafn sitt á auglýsinguna myndi hann falla í ónáð hjá leiðtoga sínum, Davíð Oddssyni. Ég sagði honum, að Davíð gæti ekki og mætti ekki hafa þau áhrif á hann, þennan mikla andstæðing kommúnisma og fasisma, lærisvein Hayeks, að hann þyrði ekki að standa með sannfæringu sinni gegn ofríki kommúnismans. Okkur bæri skylda til að taka stöðu með andófsmönnum kommúnismans. Davíð hlyti að skilja þetta. Hannes væri einn helsti hugmyndafræðingur íslenskrar frjálshyggju... Ég hvatti hann eindregið til að setja nafn sitt á auglýsinguna. Hannes gerði það líka...
Nokkrum dögum síðar hringdi Hannes grátandi, ég meina ekki kjökrandi heldur háskælandi í mig vegna þess, að hann næði engu sambandi við Davíð... Davíð svaraði ekki skilaboðum, tæki ekki símann og virti hann ekki viðlits. Mér brá. Var þetta virkilega Hannes H. Gissurarson, vinur minn og félagi í baráttunni gegn hinum alþjóðlega kommúnisma? Maðurinn, sem ég hafði litið upp til öll þessi ár? Var þetta þá styrkurinn, sannfæringin? Grátandi af ótta við að missa stöðu hjá leiðtoga sínum?
Ég sagði Hannesi þá skoðun mína, að hann yrði að herða upp hugann og standa á sannfæringu sinni. Ef Davíð... væri ekki stærri maður en þetta, ef hann skyldi ekki stöðu Hannesar gagnvart svona einföldu máli, þá yrði hann að una því. Davíð væri þá einfaldlega ekki stuðnings okkar virði.
Ég heyrði ekki frá Hannesi í nokkra daga eftir þetta símtal... Það er erfitt að hlusta á fullorðinn mann gráta. Örfáum dögum síðar hringdi Hannes aftur og þá lá vel á honum. Hann sagði, að hann hefði loksins náð sambandi við Davíð, sem hefði skammað sig hraustlega fyrir að taka stöðu með andstæðingum sínum með því að mótmæla meðferðinni á Falun Gong. Það skyldi hann ekki gera aftur. Hann hefði hlaupið á sig. Að sjálfsögðu hefði verið nauðsynlegt að taka hart á þessu fólki... Íslensk stjórnvöld gætu ekki með öðrum hætti tekið á svona mótmælendum... Hannes(i)... leið... vel, að vera kominn í náðina á nýjan leik..."
![]() |
Svar komið vegna Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt 21.2.2010 kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)