Færsluflokkur: Sjónvarp
20.7.2008 | 23:22
Meira um Önnu á Hesteyri
Á dögunum skúbbaði ég frétt um að væntanleg sé á markað bók um Önnu Mörtu á Hesteyri í Mjóafirði. Skrásetjari er Rannveig Þórhallsdóttir bókmenntafræðingur og útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Nú hafa mér borist þau ánægjulegu tíðindi að í farvatninu sé einnig gerð útvarpsþáttar um Önnu. Enn sem komið er veit ég ekki hvort um verður að ræða aðeins einn þátt eða þáttaseríu. Vonandi verður það þáttasería.
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/592177
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
13.6.2008 | 23:41
Hverju reiddust goðin?
Ég vissi ekkert hver Sindri Sindrason fréttamaður er. Fyrr en í dag. Hvar sem ég kom í dag var spurt: "Sástu þegar Geir missti sig við Sindra Sindrason?" Fyrst vissi ég ekki við hvað var átt. Svo komst ég að því og fékk útskrift á atburðinum. Þannig gekk þetta fyrir sig:
Eins og venja er með fréttamenn beið Sindri Sindrason fyrir utan Stjórnarráðið. Geir Hahaharde renndi í hlað og steig þungfættur út. Sindri gekk til móts við hann og sagði glaðlega:
- Jæja, komdu sæll Geir. Jæja, hvar eru peningarnir sem þurfa að komast inn í landið?
Geir (pirraður): Á þetta að vera viðtal?
Sindri: Já, ég hefði viljað aðeins að heyra um þetta.
Geir (hrokafullur og skipandi): Hafa samband fyrirfram.
Sindri: Geir, þjóðin náttúrlega bíður eftir aðgerðum frá ríkisstjórninni. Geturðu ekki gefið okkur smá "komment"?
Geir (að springa úr pirringi): Ég skal gera það, Sindri, ef þú hagar þér ekki svona dónalega. Þá myndi ég tala við þig.
Sindri: Hvers vegna er dónalegt að bíða eftir forsætisráðherra?
Geir skellir hurðinni á nefið á Sindra sem segir í forundran:
- Þar hafið þið það.
Á einhverju bloggi, sem ég týndi strax í ógáti - sá ég fullyrt að Geir hafi ekki kallað Sindra dóna. Það er kjánaleg hártogun. Þegar einhver er sakaður um að vera dónalegur liggur í hlutarins eðli að verið er að skilgreina viðkomandi dóna.
En látum það vera. Miklu áhugaverðara er að komast að því hvers vegna Geir missti sig. Svona pirringur ku vera þekktur á vinnustöðum þar sem karlar dvelja langdvölum kvenmannslausir. Þetta kallast brundfyllisgremja. Þegar svona pirringur hendir konur er það afsakað með því að þær séu á túr. En þegar þetta hendir forsætisráðherrann, ja, kannski... og þó...nei...?
19.2.2008 | 14:05
Kastljós í heimsókn
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
18.2.2008 | 21:23
Bloggverkfalli aflýst
Í síðustu viku hóf ég bloggverkfall til að mótmæla því að kona sem heitir Jóhanna Vilhjálmsdóttir hætti í Kastljósi sjónvarpsins. Ég hét því að blogga ekki á ný fyrr en Jóhanna kæmi aftur á skjáinn. Nú hef ég unnið fullnaðarsigur í málinu. Ekki einungis hefur verið frá því gengið að Jóhanna kemur aftur til starfa hjá sjónvarpinu heldur fer ég líka í Kastljós. Sennilega strax á morgun.
15.2.2008 | 15:41
Nú er það bara harkan sex - og hvergi gefið þumlung eftir!
28.10.2007 | 19:11
Einföld leið til að breyta hallarekstri í gróða
Sumir hafa gagnrýnt að Ríkisútvarpið var ekki fyrr orðið hlutafélag en laun útvarpsstjóra, Páls Magnússonar, tvöfölduðust. Um leið fékk hann 5 milljón króna jeppa til einkaafnota. Aðrir hafa bent á að umrædd launahækkun og hlunnindi hafi þegar reynst með eindæmum arðbær aðgerð.
Áður höfðu Páll og fyrirrennarar hans af algjöru sinnuleysi leyft stofnuninni að hlaða utan á sig hallarekstri upp á hundruð milljónir króna. Bara vegna þess að laun þeirra voru lág og bílkostur lélegur.
Nú er öldin önnur. Launahækkunin og jeppinn hafa reynst vera sú vítamínssprauta sem að var stefnt. Páll hefur tekið til hendi svo um munar og snúið taprekstri í bullandi hagnað.
Uppi eru hugmyndir um að bæta enn um betur. Margfalda hagnaðinn með þeirri einföldu aðgerð að skaffa Páli Magnússyni einkaþotu af gerðinni Airbus A380 með sánaklefa og keilusal.
25.10.2007 | 16:30
Víkverji veitist að Erpi
Á dögunum lýsti Víkverji Morgunblaðsins yfir undrun sinni á því að Erpur Eyvindarson væri álitsgjafi í söngvakeppni sjónvarpsins. Það var ekki rökstudd frekar heldur lagði Víkverji blessun sína yfir að hinir álitsgjafarnir séu Selma Björnsdóttir og Þorvaldur Bjarni Þorsteinsson.
Ég ætla ekki að reyna að geta í ástæður þess að Víkverji er ósáttur við Erp. Erpur hefur yfirgripsmikla þekkingu á músík. Hann hefur formlega verið sæmdur titlum á borð við poppstjarna ársins og sjónvarpsmaður ársins. Lög hans og plötur hafa trónað á toppi vinsældalista. Ein hljómsveitin hans sigraði í Músíktilraunum Tónabæjar og á feril sem geymir titla á borð við söluhæsta plata ársins og hljómsveit ársins. Til viðbótar er Erpur afskaplega orðheppinn og hress. Það gustar alltaf af honum.
Hann hefur allt til að bera sem heppilegur álitsgjafi í söngvakeppni sjónvarpsins.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
15.10.2007 | 14:35
Allt í drasli eða Allt í plati?
Í raunveruleikaþættinum Allt í drasli á Skjá 1 er kíkt í heimsókn til fólks sem hefur misst tök á draslinu heima hjá sér. Fólk með hreinlætisáráttu þrífur íbúð viðkomandi hátt og lágt og gefur góð ráð. En ekki er allt sem sýnist. Raunveruleikinn er sá að draslstaðan er viljandi ýkt. Það er samið við heimilisfólkið um að þrífa ekkert heima hjá sér í 3 vikur áður en kvikmyndatökuliðið mætir á staðinn. Það má hvorki strjúka af gólfum né vaska upp.
Á venjulegu heimili þar sem flestar máltíðir eru borðaðar heima hlaðast óhrein matarílát upp í dágóða hrúgu þegar ekki er vaskað upp í 3 vikur. Ryk og önnur óhreinindi eru líka fljót að safnast upp á gólf sem ekki er strokið af í 3 vikur. Vissulega er meira drasl betra sjónvarpsefni en minna drasl í þætti sem heitir Allt í drasli. En samt smá svindl.
14.8.2007 | 22:10
Skondið atvik
Það eru margir ágætir þættir á Útvarpi Sögu. Meðal þeirra eru þættir þar sem hlustendur hringja inn og spjalla. Ásgerður Jóna Flosadóttir er með vikulegan þátt þar sem ýmis fyrirtæki gefa hlustendum eitt og annað: Út að borða, snyrtivörur og gönguferð fyrir einn upp á Esju.
Í síðasta þætti hringdi inn gamall blindur maður, Páll Stefánsson. Hann er einn af fastahlustendum Útvarps Sögu. Hringir inn í alla símatíma. Það er oft gaman að honum. En í þessu tilfelli var það ekki heldur var Ásgerður Jóna óvart fyndin. Hún var greinilega eitthvað utan við sig þegar Páll hringdi inn. Ásgerður spurði:
- Hvernig líst þér á að ég bjóði þér á Sögusafnið í Perlunni?
Páll minnti Ásgerði á að hann er blindur. Hún spurði þá;
- En keyrir þú bíl?
Sjónvarp | Breytt 19.10.2007 kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
7.8.2007 | 13:43
Hver er hann þessi Ágúst?
Ég sá í dagblaði heilsíðuauglýsingu frá Stöð 2. Þar er fullyrt í fyrirsögn að Ágúst sé skemmtilegri. Í auglýsingunni er enga skýringu að finna á því hver þessi Ágúst er. Né heldur í samburði við hvern hann er skemmtilegri.
Fyrst datt mér í hug að þetta snérist um Ríó tríó. Að Ágúst Atlason sé skemmtilegri en Helgi P eða Óli Þórðar. En ég fann enga vísbendingu um það.
Þá datt mér í hug að þetta snúist um rás 2. Að Ágúst Bogason sé skemmtilegri en Óli Palli eða Guðni Már. Það stenst ekki. Eða þannig. Enda væri það skrýtið af Stöð 2 að auglýsa hver er skemmtilegastur á rás 2.
Gátan er óleyst.