Fćrsluflokkur: Fjármál
28.7.2010 | 00:14
Raunir mínar og sendibílstjóra
Ég á töluverđ samskipti viđ sendibílstjóra. Ţannig háttar til ađ ég fć međ óreglulegu millibili nokkur vörubretti af góđum vörum frá útlöndum. Ég ţarf ađstođ sendibíls međ lyftu og tjakktrillu til ađ sćkja vörubrettin á Vöruhóteliđ og koma ţeim á lagerinn til mín. Lagerhúsnćđiđ er ţannig stađsett ađ hann er í kjallara. Niđur ađ dyrunum er 15 - 20 metra langur hallandi rampur. Ég er ekki klár í ađ átta mig á halla. Ég giska á ađ hallinn sé um ţađ bil 20%. Mér finnst hann ekki vera brattur. Ég er vanur ađ bakka niđur rampinn á litla sendibílnum mínum til ađ sćkja vörur. Rampurinn er hinsvegar of mjór fyrir stóru sendibílana sem koma međ brettin. Ţeim bílum er lagt á jafnsléttu og bílstjórinn röltir međ brettin á trillu niđur rampinn.
Í dag var ţetta dálítiđ öđru vísi. Ţegar ég leiđbeindi bílstjóranum ađ ég ţurfi ađ fá vörubrettin niđur rampinn áttum viđ samtal á ţessa leiđ:
- Ég fer ekki niđur rampinn međ brettin, mótmćlti bílstjórinn.
- Nú?
- Já, ef ég fer niđur rampinn međ bretti ţá dett ég.
- Ţađ hefur aldrei veriđ neitt vandamál ađ fara međ bretti niđur rampinn. Ekki einu sinni í hálku á vetrum.
- Ungir strákar geta fariđ niđur rampinn án ţess ađ detta. Ég get hringt fyrir ţig í einhvern bílstjóra sem treystir sér til ţess. En ég dett í rampinum. Ţađ er alveg pottţétt.
- Ţađ dettur enginn í rampinum. Hann er ekki ţađ brattur.
- Jú, ég ţekki mig og ég hef fariđ niđur ramp. Ég datt. Ég ćtla ekki ađ detta aftur. Ég set brettin hér á planiđ og ţú getur ţá hringt í annan bílstjóra sem treystir sér niđur rampinn. Ţađ gćti orđiđ dýrt fyrir ţig ef ég fer niđur rampinn og dett.
Mikiđ lengra varđ samtaliđ ekki. Viđ ţetta sat. Bílstjórinn setti brettin út á plan. Nćstu klukkutíma dundađi ég mér viđ ađ selflytja vörurnar (á ţriđja tonn) af brettunum niđur rampinn og inn á lager međ ţví ađ hlađa ţeim á litla einskonar innkaupakerru sem ég á. Ţađ var hressandi líkamsrćkt. Ég sparađi mér ađ borga slysabćtur fyrir bílstjóra sem hefđi dottiđ í rampinum.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
24.7.2010 | 17:06
Gleđifrétt um samtakamátt fólks og skuldlausan Ómar
Fréttin um skuldlausan Ómar er gleđileg um margt. Í fyrsta lagi vegna ţess ađ Ómar er orđinn skuldlaus. Í öđru lagi sýnir hún ađ Íslendingar kunna ađ ţakka fyrir sig; hvort sem er fyrir framlag Ómars sem skemmtikrafts í hálfa öld eđa sem hugsjónarmanns er stendur međ náttúrunni; náttúru landsins. Ţetta geta Íslendingar ţegar á reynir. Magnađ.
![]() |
Ómar orđinn skuldlaus |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
23.7.2010 | 23:41
Var ég Baugspenni?
Síđustu daga hef ég ítrekađ veriđ spurđur ađ ţví hvort ég hafi veriđ Baugspenni. Til ađ byrja međ vissi ég ekki hvađan á mig stóđ veđriđ í veđurblíđunni. Viđ nánari eftirgrennslan kom í ljós ađ á vef sem kallast amx.is er eins og látiđ ađ ţví liggja ađ ég hafi yfirgefiđ klappliđ Baugsfeđga.
Ţar segir (http://www.amx.is/fuglahvisl/15316/) í inngangi:
"Bloggarar snúa nú hver á fćtur öđrum baki viđ Baugsfjölskyldunni og eru skrif eins ţeirra til marks um breytinguna. Jens Kristján Guđmundsson sem lengi vel var mest lesni bloggari vefsins blog.is skrifar nú um Jón Ásgeir:"
Inngangnum fylgir létt og skemmtileg bloggfćrsla sem ég skrifađi á dögunum: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1078288/
Viđ bloggfćrsluna hnýta smáfuglarnir á amx.is eftirfarandi:
"Smáfuglarnir taka ekki undir allt ţađ sem Jens segir í fćrslu sinni. En ţeir velta ţó fyrir sér hvort skrifin séu til marks um ađ nú styđji engir gamla Baugsveldiđ nema Ólafur Arnarsson, Ţorvaldur Gylfason og Ólafur Stephensen?"
Af ţessum orđum á amx.is má ráđa ađ ég hafi veriđ Baugspenni. Ég kannast ekki viđ neitt í ţá áttina. En ţađ er ekkert ađ marka. Ég kannast ekki viđ allt. Minniđ er stopult.
Í bloggfćrslu minni lagđi ég út af frétt RÚV um ađ Jón Ásgeir og systir hans deildu um undirskrift. Viđ ţađ er ţví ađ bćta ađ JÁJ sendi frá sér yfirlýsingu á Pressunni ţar sem hann vísar frétt RÚV á bug sem stađlausum stöfum. Segir ađ ţau systkini greini ekki á um neitt nema eignarrétt á nafninu Bónus.
Fréttastofa RÚV hefur ekki dregiđ frétt sína til baka og vitnar í greinargerđ lögmanns JÁJ ţar sem ţessu međ undirskriftina er víst haldiđ fram. jÁJ verđur klárlega ađ kćra lögmann sinn og fréttastofu RÚV til ađ hreinsa sig og systur sína af ásökunum um alvarlega glćpi.
Fjármál | Breytt 24.7.2010 kl. 00:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
19.7.2010 | 21:41
Kúvending hjá Baugssystkinum
Hingađ til hefur Baugsfjölskyldan veriđ afskaplega samheldin og samstíga í málflutningi. Ţađ hefur reynst henni öflugur styrkur ţegar á móti hefur blásiđ. Nú er hinsvegar ţrengt svo ađ Jóni Ásgeiri ađ hann kúvendir í stíl. Hann sakar systur sína um grófa skjalafölsun; ađ hafa án hans vitneskju falsađ nafn hans undir lánasamning vegna láns frá Glitni til eignarhaldsfélaginu 101 Chalet. Ţetta ţýđir ađ vitundarvottar á samningnum eru sömuleiđis ósvífnir glćpamenn.
Kristín, systir Jóns Ásgeirs, segir ţetta vera svívirđilega haugalygi. Ţađ er alvarlegt mál: Ađ lýsa ţví yfir ađ Jón Ásgeir sé ófyrirleitinn lygari.
Ţegar ţessi stađa er komin upp er full ljóst ađ annađ hvort ţeirra systkina er siđblind og forhert glćpamanneskja. Hver er meira í kókinu og hver er meira í diet kókinu?
![]() |
Systkinin ósammála |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt 20.7.2010 kl. 01:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (30)
8.7.2010 | 22:22
Vilt ţú 100 ţúsund kall beint í vasann?
Kuklarar eđa skottulćknar (ţeir sem stunda "óhefđbundnar" lćkningar) og (mis heiđarlegir eđa mis óheiđarlegir) lyfjaframleiđendur togast á um veika fólkiđ. Ţessi markađur er stór. Ţađ getur veriđ góđur peningur í honum. Umrćđa um allt sem snýr ađ veika fólkinu er oftast af hinu góđa. Nema ţegar hún er af hinu vonda.
Flest lyf sem bođin eru til sölu á netinu - í svokölluđum "spam" pósti - eru plat. Eins og svo margt annađ. Til ađ mynda fyrirbćri sem kallast heilun, höfuđbeina- og spjaldhryggsjöfnun, smáskammtalćkningar og fugladansinn.
Félagsskapurinn Vantrú býđur nú 100 ţúsund kr. hverjum ţeim sem getur sýnt fram á ađ lithimnulestur sé annađ en bull. Ţetta er auđunninn peningur fyrir allan ţann fjölda sem hefur árum saman stundađ nám viđ lithimnulestur og vinnur sem lithimnufrćđingar. Forvitnilegt verđur ađ fylgjast međ biđröđinni. Eđa hvađ?
James Randi hefur í mörg ár bođiđ eina milljón dollara ţeim sem getur sýnt fram á "yfirnáttúrulega" hćfileika. Ótrúlega fáir miđlar, hugsanalesarar eđa ađrir slíkir hafa spreytt sig. Ekki einu sinni Ţórhallur miđill hefur lagt í ađ reyna viđ milljón dollarana. Eins og ţetta ćtti ađ vera létt og fyrirhafnarlítiđ ađ ná í ţennan aur.
![]() |
Grćddi milljónir á sviknum lyfjum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (37)
28.6.2010 | 23:02
Íslendingar eru ađ rúlla upp Evrópumóti
Ég veit ekkert um brids. Ég veit ekkert hvernig spilin eiga ađ snúa eđa út á hvađ ţessi spilaleikur gengur. Ég fatta ekkert hvađ fréttir af brids snúast um. Eftir ţví sem ég best veit er íslenska landsliđiđ í brids búiđ ađ rúlla upp Evrópumóti í brids. Ţađ er búiđ ađ sigra 15 lönd af 18. Eitt tap var nánast jafntefli. Ţađ eru stig sem telja. Íslenska liđiđ er öruggt međ forystu inn í heimsmeistarakeppni í brids. Ekki í fyrsta sinn. Margir muna eftir ţví ţegar Doddsson mćtti út á Keflavíkurflugvöll og skálađi í Bermudaskál. Nú stefnir í ađ heilög Jóhanna muni endurtaka leikinn. Mćti ofurölvi út á Keflavíkurflugvöll, nýgift og sprćk.
![]() |
Ţrír sigrar á EM í brids |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt 29.6.2010 kl. 13:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2010 | 13:17
Skúbb! Pétur Blöndal fram til formanns
Pétur H. Blöndal, alţingismađur, liggur undir feldi og íhugar hvort hann eigi ađ bjóđa sig fram í formannssćti Sjálfstćđisflokksins á morgun eđa svo. Rosa mikill áhugi og stemmning er fyrir ţví međal flokksmanna. Vinsćldir Péturs ná einnig langt út fyrir rađir flokksbundinna. Í skođanakönnun á Útvarpi Sögu sögđust yfir 8 af hverjum 10 styđja frambođ Péturs. Ţátttakendur í skođanakönnunni voru hátt á 3ja ţúsund. Ţetta viđhorf hefur sömuleiđis speglast í símatímum útvarpsstöđvanna.
Svo virđist sem áhugi fyrir frambođi Guđlaugs Ţórs til formanns Sjálfstćđisflokksins hafi kođnađ niđur. Ţađ fór vel af stađ. 129 manns skráđu sig á fésbókarsíđu til stuđnings Guđlaugi. En svo var eins og tjald vćri dregiđ fyrir sólu. Ekkert hefur gerst síđan og Gulli lćđist međ veggjum ţessa dagana: http://www.facebook.com/#!/pages/Skorum-a-Gudlaug-por-ad-bjoda-sig-fram-til-formanns-Sjalfstaedisflokksins/120442957997480
![]() |
Enginn rekinn úr Sjálfstćđisflokknum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Breytt 14.7.2010 kl. 23:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (33)
23.6.2010 | 15:32
Málunum reddađ af snerpu og skilvísi
Ţegar útrásarvillingarnir voru ađ rćna bankana innan frá sameinuđust helstu ráđamenn ţjóđarinnar í húrrahrópum fyrir snilli rćningjanna og kaffibollaburđarmönnum ţeirra. Hérlendis, og ekki síđur erlendis, kepptust menn viđ ađ hlađa lofi og fálkaorđum á kvikindin. Gagnrýnisraddir greiningardeilda erlendra seđlabanka og ađrir fjármálafrćđingar voru kvaddar í kútinn međ ţeim rökum ađ viđkomandi ţyrftu á endurmenntun ađ halda. Ţeir vćru annađ hvort heimskir eđa fáfróđir. Íslenska snilldin vćri ţess eđlis ađ ekki vćri fariđ eftir reglum. Kylfa vćri látin ráđa kasti. Ţannig tćkist mönnum ađ grćđa á daginn og grilla á kvöldin. "Hugsiđ ykkur hvađ vćri gaman ef viđ gćfum í!," hrópađi ríkisrekinn ritţjófur í fögnuđi yfir ţví ađ velta íslensku bankanna var orđin margföld velta íslenska ríkisins.
Ţegar ađvörunarorđ gagnrýnenda reyndust sannspá brást forsćtisráđherrann, Geir Haaarde, og ríkisstjórn hans viđ međ yfirlýsingum um ađ best vćri ađ gera ekki neitt. Ósýnileg hönd myndi kippa öllu í lag ef ekkert vćri gert. Svo bađ hann guđ ađ blessa Ísland. Arftakar Geirs tóku vinnubrögđin í arf - ţó í orđi kveđnu sé stöđugt veriđ ađ bjarga öllu. Alveg eins og hjá BP:
![]() |
Innheimtuađgerđum frestađ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjármál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
9.6.2010 | 20:23
Lokađ fyrir ađgang Ólafs F. ađ tölvugögnum sínum
Borgarfulltrúar sem náđu ekki kjöri 29. maí láta formlega af embćtti núna 12. júní. Ţeirra á međal er Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri. Í gćr ćtlađi hann ađ sćkja gögn úr tölvunni sinni međ netpósti sínum í borgarstjóra- og borgarfulltrúatíđ sinni. Ţá kom í ljós ađ búiđ er ađ loka fyrir ađgang hans ađ ţessum gögnum. Skýringin virđist vera sú ađ "mistök" hafi veriđ gerđ á skrifstofu núverandi borgarstjóra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. "Mistökin" hafa ekki veriđ leiđrétt. Ólafur F. nćr ekki tölvugögnum sínum.
"Mistökin" koma Ólafi F. ekki á óvart. Hann er löngu vanur "hrekkjum" Hönnu Birnu ţegar hún er í "stríđnistuđi".
Fjármál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (35)
3.6.2010 | 02:33
Veitingahússumsögn
- Veitingahús: Hamborgarafabrikkan, Borgartúni
- Einkunn: **** (af 5)
Simmi og Jói, ađstandendur Hamborgarafabrikkunnar, eru ţekktir útvarps- og sjónvarpsmenn. Nöfn dúettsins eru ţekkt. Samt ţekki ég lítiđ til ţeirra. Ţeir hafa starfađ á ljósvakamiđlum sem ég fylgist ekki međ. Gott ef ekki FM957 og/eđa Bylgjunni. Sömuleiđis sá ég eitthvađ til ţeirra í Idol eđa X-factor. Ţađ er önnur saga. Pabbi Simma er frćndi minn og kann skrautskrift eins og fleiri í ćttinni. Ţađ er líka önnur saga. Ég ţekki Simma og Jóa ekki neitt.
Hamborgarafabrikkan er innréttuđ eins og milliklassastađur. Mjúk svartklćdd sćti, járn og gler. Nćstum of flott fyrir hamborgarstađ. Mér taldist til ađ um 70 viđskiptavinir vćru ţarna inni á sama tíma og ég. Greinilega vinsćll stađur.
Matseđillinn er í formi dagblađskálfs. Ţađ má hafa ágćta skemmtun af ađ lesa "fréttir" og lýsingar á réttunum. Allt er ţetta í léttum dúr. Kryddađ smá húmor. Sterkur bjór er kallađur Óléttöl, svo dćmi sé tekiđ af kímni á matseđlinum.
Ég fékk mér rétt sem kallast "Tćgerinn". Ţar eru 4 tígrisrćkjur í bragđgóđu speltbrauđi međ osti, sólţurrkuđum tómötum og einhverju sem kallast papadew, wakeman og lime-hvítlaukssósu. Grćnmetiđ er sagt vera brakandi ferskt. Orđiđ brakandi á ekki viđ í ţessu tilfelli. Grćnmetiđ er mjúkt en ekki brakandi. Rétturinn kostar 1695 kall međ frönskum kartöflum. Ţađ er eiginlega hvorki dýrt né ódýrt. Bara eins og viđ má búast fyrir svona máltíđ. Góđa máltíđ.
Kunningi minn fékk sér hamborgaramáltíđ sem kallast Neyđarlínan (112). Í ţeim pakka var pepperoni, jalapeno, chillipipar, mesquite sósa og Tabasco sósa. Hann var alsćll. Ţetta kostađi 1595 kall. Franskar kartöflur voru međ í dćminu.
Afgreiđslustúlkan var einstaklega hress og gaf okkur tíma í létt spjall. Hún er međ húđflúrađ á framhandlegg merki andstćđinga kjarnorku, CND. En hélt eins og fleiri ađ ţađ táknađi ákall um friđ. Enda oft kallađ "peace" merki og einnig hippamerki.
Ţessi stelpa platađi okkur smá. Hún upplýsti okkur um ađ franskar kartöflur fylgdu réttunum og spurđi: "Hvort viljiđ ţiđ kokteilsósu eđa bernaise sósu međ frönsku kartöflunum?" Ţetta hljómađi eins og sósurnar vćru innifaldar í verđi. Viđ völdum bernaise sósu. Hún kostađi aukalega 195 kall ţegar á reyndi. Sem er enginn peningur og skipti ekki máli. Sósan var góđ. Spurning dömunnar var hinsvegar villandi.
Glasiđ af Óléttum bjór kostar 595. Ţađ er gott verđ og bjórinn bragđgóđur. Glasiđ er 400 ml (en ekki 500 ml eins og algengast er).
Einungis lög međ íslenskum flytjendum eru spiluđ í Hamborgarfabrikkunni. Ţađ er jákvćtt. Verra er ađ ţau voru hvert öđru leiđinlegra.
Ađ máltíđ lokinni gerđum viđ upp. Ös var viđ afgreiđslukassann. Allt á fullu. Blessuđ kassadaman var undir miklu álagi ţví fjöldi manns var ađ borga fyrir hina flóknustu samsetningar á máltíđum. Sumir borguđu hitt og ţetta saman. Ađrir borguđu hluta af máltíđ saman og annađ hver fyrir sig. Ţegar viđ kunningi minn vorum komnir út í bíl og rćddum málin kom í ljós ađ viđ höfđum borgađ 100 kalli of lítiđ eđa ţví sem nćst. Ţó viđ vćrum međ samviskubit yfir ţví treystum viđ okkur ekki til ađ fara aftur í kösina viđ kassann til ađ leiđrétta dćmiđ. Ákváđum frekar ađ borga ţađ sem á vantađi nćst er Hamborgarfabrikkan verđur heimsótt. Sem verđur á nćstunni. "Tćgerinn" og "Neyđarlínan (112)" eru ţess virđi.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 02:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (27)