7.1.2010 | 23:11
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Mamma Gógó
- Handrit og leikstjórn: Friðrik Þór Friðriksson
- Helstu leikendur: Kristbjörg Kjeld, Hilmir Snær Guðnason, Margrét Vilhjálmsdóttir, Gunnar Eyjólfsson...
- Tónlist: Hilmar Örn Hilmarsson
- Einkunn: **** (af 5)
Kynningarmyndbandið (treiler) fyrir Mamma Gógó lofar ekki góðu (sjá hér fyrir neðan). Ekki söguþráðurinn heldur. Hann fjallar í stuttu máli um ungan kvikmyndaframleiðanda sem á í fjárkröggum. Á sama tíma er móðir hans greind með Alzheimer, heilahrörnunarsjúkdóm sem rænir sjúklinginn minninu. Myndin snýst um þessi vandamál: Blankheit sonarins og minnistap móðurinnar.
Ég hefði ekki nennt á þessa kvikmynd nema vegna fyrri verka Friðriks Þórs og Hilmars Arnar Hilmarssonar. Hæst hefur samstarf þeirra risið í meistaraverkinu marg verðlaunaða Börn náttúrunnar.
Mamma Gógó hefst einmitt á því að verið er að frumsýna Börn náttúrunnar. Þar með er tónninn sleginn. Áhorfandinn er hrifinn inn í hið heillandi hugljúfa andrúmsloft þeirrar kvikmyndar. Jafnframt er augljóst að Mamma Gógó er ævisöguleg mynd höfundar. Eins og margar fyrri myndir hans.
Hilmir Snær leikur Friðrik Þór. Blessunarlega reynir hann ekki að herma eftir Friðriki. Hvorki í útliti né töktum. Engu að síður er hann afar sannfærandi sem Friðrik Þór - eða hvaða kvikmyndaframleiðandi sem væri í þessari sömu stöðu: Blankheitum og tilheyrandi vandamálum. Ásamt því dapurlega ferli þegar móðir hans tapar minninu jafnt og þétt.
Kristbjörg leikur mömmuna af stakri snilld. Þetta er hjartnæm dramamynd. En jafnframt blönduð hárfínni gamansemi sem heldur myndinni út í gegn á þeim dampi að áhorfandinn er að fá kökk í hálsinn en missir sig á næsta andartaki í hláturköstum. Hver bráðfyndna senan rekur aðra.
Faðir Friðriks Þórs er fallinn frá en er samt í stóru hlutverki (Gunnar Eyjólfsson). Þar á meðal er fléttað inn í myndina svart-hvítum klippum úr gamalli kvikmynd, 79 af stöðinni, með Kristbjörgu og Gunnari. Fyrst var ég á því að gömlu svart-hvítu klippunum væri ofaukið. Þegar á leið fóru þær hinsvegar að gefa myndinni dýpt og skerpa á fegurð sögunnar.
Mamma Gógó er mögnuð mynd. Það var djarft uppátæki hjá Friðriki Þór að gera mynd sem einskonar óbeint framhald eða hliðarmynd við Börn náttúrunnar. Það er varla hægt að fylgja þeirri mynd eftir. Þetta er svolítið eins og ef Paul McCartney tæki upp á því að gera plötu sem gerði út á Sgt. Peppers... plötu Bítlanna. Það er óhugsandi að svoleiðis dæmi yrði vel heppnað. En Friðriki Þór tekst hið illmögulega með glæsibrag.
Tónlist Hilmars Arnar er rjómi rjómans.
Mamma Gógó eykur skilning á Alzheimer. Sjálfur þekki ég þennan sjúkdóm því faðir minn varð fórnarlamb hans. Áður en pabbi veiktist vissi ég ekkert um Alzheimer. Það er óvíst að þeir sem ekki þekkja til sjúkdómsins átti sig á því hvers vegna Gógó á til að verða ofur ókurteis. Sjúkdómurinn eyðir hömlum á því hvað er við hæfi að segja "í hreinskilni", samanber þegar Gógó lýsir tengdadóttur sinni sem ljótri fyrir framan hana.
Ég hvet fólk til að skreppa í kvikmyndahús og eiga góða kvöldstund.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:27 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
Nýjustu athugasemdir
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góður! jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Bjarni, sumir búa að hundaheppni. jensgud 11.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Er einhver hundur í þér Bjarni??????? johanneliasson 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundleiðinlegur,hundfúll, það er enginn hundskemmtilegur Bjarni 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Stefán, þetta er áhugaverð pæling hjá þér. jensgud 10.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Það er nokkuð til í því sem Bjarni skrifar hér að ofan, en það ... Stefán 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: jarni, takk fyrir áhugaverðan fróðleik um hunda. jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Hundar eru hvimleið kvikind, geltandi dag og nótt, glefsandi hæ... Bjarni 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Sigurður I B, jensgud 9.1.2025
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi: Jóhann, góð spurning! jensgud 9.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 23
- Sl. sólarhring: 90
- Sl. viku: 1448
- Frá upphafi: 4119015
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 1109
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 18
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Fiðluvælið hans Hilmars er orðið ansi þreytt.
Ómar Ingi, 8.1.2010 kl. 01:10
Ég efast ekki um að myndin sé áhugaverð. Sjálf er ég búin að fá nóg af Alzheimer-senum heima hjá mér og á vistheimilum. Maður minn var haldinn þessum sjúkdómi og örugglega lengur en ég hélt. kannski finna þeir lyf við þessu. En er sjálf að taka Broccoly effect,sem hjálpar,getur séð á "Natures" . Reyndi að hafa þetta lítið og nett svo það líti ekki út eins og auglýsing á þínu bloggi.Þú ferð nú létt með að þurrka það út. Kristbjörg Kjeld og Hilmir Snær eru auðvitað topp leikarar,en ætla að sjá Avatar og Bjarnfreðarson áður.
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2010 kl. 01:43
Ómar Ingi, það ber lítið á fiðluvæli í Mamma Gógó. Það er mikið um söng, með og án fiðlubogaspils á sög. Ef ég væri mjög neikvæður - sem ég er ekki - hefði ég skorið spilið á sögina aðeins niður. Karlakórinn Heimir fer þarna á kostum. Ekki skemmir fyrir baksýnin glæsilega: Þórðarhöfði og Höfðaströnd. Mikið hefði verið gaman að sjá þarna fegurstu hafsýn Íslands: Málmey og Drangey ásamt Þórðarhöfða bera við sjóndeildarhring frá Héraðsvötnum.
Jens Guð, 8.1.2010 kl. 01:49
Helga, endilega komdu hér með fróðleik um Alzheimer. Fyrst að pabbi fékk þennan sjúkdóm eru líkur á að ég fái hann einnig. Ég hef ekki séð Avatar og ekki áhuga á þeirri mynd út frá því sem ég hef lesið um hana. Bjarnfreðarson er mynd sem ég mæli eindregið með. Sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/998917/
Án þess að ég hafi séð Avatar mæli ég með að þú kíkir fyrst á Bjarnfreðarson og síðan á Mamma Gógó. Ég held að Avatar sé barnamynd. Klisjukennd teiknimynd.
Jens Guð, 8.1.2010 kl. 02:02
Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að Alzheimer er ættgengur,þótt læknar segi það ekki svo.Einkennilegt að 4 núlifandi frændsystkin manns míns heitins, Kristjáns eru með Alz. 3 af þeim eru systkin og Kristjan og þau systkinabörn. Þetta eru auðvitað engin vísindi,en við tölum oft um ættareinkenni t.d. útstæð eyru,kónganef,skalli,og segjum að viðkomandi hafi erft það. Dóttir mín er umboðsaðili fyrir sænskt fyrirtæki,(Natures.is),sem framleiðir meðal annars þessar broccolytöflur,sem hafa áhrif á heilafrumur,því vitað er núna að þær geta endurnýjað sig. Einnig hefur þetta mjög góð áhrif á (skrifa eftir framburði) Soriasis,ég er ekki að ýkja nokkrir hafa alveg losnað við það. Í því er um3%af sulfadi,ég verð að fara mér hægt í að taka það því ég er á blóðþynningarlyfjum. Það er búið að skrifa svo mikið um Alz.að flestir vita eitthvað um það.Í gamla daga var sagt hann,hún er farin að tapa.(Deyavú)finnst ég hafi skrifað og sagt þetta áður og syfjar,eitthvað dulrænt í gangi,djók,svefngalsi,blóðlangar að fíflast,segi því góða nótt.
Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2010 kl. 03:28
Þetta er kannski ágæt mynd þótt hún sé ekki vænleg til vinsælda. Ég veit ekki hvort ég fari á hana enda er ég ennþá að jafna mig eftir vonbrigði með Bjarnfreðarson, sem ég gef bara tvær og hálfa stjörnu.
Emil Hannes Valgeirsson, 8.1.2010 kl. 10:13
Avatar er ekki bara kvikmynd heldur nýr kafli í kvikmyndasögunni jens minn. MGG og B eru bara venjulegar kvikmyndir og bjóða ekki uppá þessa einstöku lífsreynslu sem Avatar býður uppá.
Ekki dæma það sem þú hefur ekki séð eða upplifað , og það er eins og þú takir ekki vel eftir fiðluvælið í thematónlist MGG var að gera mig brjálaðan enda búina að fá nóg af sama laginu hans Hilmars on and on and on í öllum kvikmyndum sem hann sér um talandi um einhæfan listamann.
Maður hefði nú haldið að þú hefðir tekið eftir þessu en þú hefur eflaust sofnað.
Ómar Ingi, 8.1.2010 kl. 21:35
Helga, takk fyrir þennan fróðleik.
Jens Guð, 8.1.2010 kl. 22:26
Emil, hvað olli vonbrigðum þínum með Bjarnfreðarson? Ég er afskaplega ánægður með þá mynd.
Jens Guð, 8.1.2010 kl. 22:33
Ómar Ingi, hvað er svona byltingarkennt við Avatar? Það hefur enginn sagt mér neitt um þá mynd. Ég verð var við að hún er að skora í aðsókn þvers og kruss um heiminn. Mér skilst að þetta sé teiknimynd. Meira veit ég ekki. Jú, ég las á færeyskri netsíðu að það væri rasismi í myndinni; blámenn séu með ýmis einkenni jamaískra rasta, svo sem flókalokka (dreadlocks). Mér datt í hug að þessir blámenn séu þá vondu kallarnir. Einnig sá ég að einhver skrifaði á Fésbók eitthvað á þessa leið:
"Ég er búinn að sjá þessa sögu 1000 sinnum í annarri hverri Disney mynd."
Ég passa mig á að dæma ekki kvikmynd sem ég hef ekki séð. Þess vegna tók ég fram að hafi ekki séð Avatar en héldi að hún væri klisjukennd barnamynd. Þar var ég að leggja út af þessari stöðufærslu sem ég las á Fésbókinni.
Músík HÖH í kvikmyndum hefur aldrei pirrað mig. Hvorki í MGG eða öðrum myndum. Þvert á móti. Mér þykir hún jafnan styðja hverju sinni afskaplega vel við stemmningu í myndunum og gera mikið fyrir myndirnar. Ég get ekki kvittað upp á að kvikmyndamúsík HÖH sé einhæf. Ég á plötur með kvikmyndamúsík hans og það er fín músík. Það kom mér ekki í opna skjöldu þegar HÖH fékk Felixinn.
Áður en HÖH tók að sér embætti allsherjargoða Ásatrúarfélagsins þurfti hann að búa erlendis því útlend verkefni í kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð hlóðust á hann.
Ég er ekki með aðra upplifun af músíkinni í MGG nema eftir að hafa horft á myndina einu sinni. Það var góð upplifun. Ég hlakka til að fá músíkina á plötu. Þarna er fallegur tvísöngur, magnaður söngur karlakórsins Heimis - sem mér þótti gaman að, þekkjandi flesta söngvarana (gamlir skólabræður mínir og sveitungar úr Skagafirði)...
Jens Guð, 8.1.2010 kl. 23:07
Ég sofnaði ekki undir myndinni. Var glaðvakandi. En sofnaði vel og vært þegar heim var komið.
Jens Guð, 8.1.2010 kl. 23:08
Ég gæti sagt ýmislegt um Bjarnfreðarson. Helsti gallin finnst mér sá að hún stendur ekki sem sjálfstæð mynd heldur miklu frekar sem framhald þar sem ekkert er hugsað um að kynna persónurnar. Söguhetjan Georg sýnir aldrei sína stórkostlega leiðinlegu takta sem hann gerir í þáttunum. Í myndinni er hann hinsvegar mestallan tíman í sjálfsvorkun og jafnvel hálfvælandi. Svo fannst mér það satt að segja frekar aumt að hann skyldi enda í Ameríku íklæddur gallabuxum og leðurjakka, eins og hver annar karakterlaus maður sem fellur í fjöldann. Eiginlega frekar væmið líka. Ég hefði séð fyrir mér að hann fengi uppreisn æru á einhvern annan hátt. En OK myndin var þó samt ekki mjög leiðinleg.
Ég hef ekki séð Avatar, mér heyrist hrifning fólks aðallega beinast að því hversu flott myndin sé útlitslega og mikil upplifun. Söguþráðurinn er hins vegar í stíl Pokahontas, og fjallar um baráttu góðs og ills. Góðir kallar að berjast við þá vondu.
Emil Hannes Valgeirsson, 9.1.2010 kl. 00:10
Ég skellti mér á Avatar og get staðfest að skilningur þinn, Jens, er hárréttur. Avatar er ekkert annað en klisja, vissulega vel gerð og allt það, en samt bara sama gamla, algjörlega fyrirsjáanlega Hollywood-klisjan um baráttuna á milli þeirra vondu og þeirra góðu sem kvikmyndaáhugamenn um fimmtugt hafa séð mörgum sinnum áður. Myndin bætir nákvæmlega engu við, hvorki þá klisju né kvikmyndasöguna, en hrífur auðvitað börn og unglinga sem kunna vel að meta þetta litríka ævintýri.
Ég er enn að hugsa um Bjarnfreðarson ... fannst hún mjög góð og er fullkomlega sáttur við þessi sögulok ... en velti því fyrir mér hvernig myndin kæmi út ef maður hefði ekki kynnst þessum karakterum í Vaktarseríunum og vitað allt um þá. Vildi óska þess að ég gæti farið í svona meðferð eins og þau Kate Winslet og Jim Carrey fóru í í Eternal Sunshine ... og látið þurrka út allar minningar úr þáttunumsvo ég gæti farið aftur á þessa mynd og metið hana frá öðrum sjónarhóli. En það verður líklega ekki.
Hlakka til að sjá Mömmu Gógó.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 01:57
Gaman að sjá staðfestinguna af hverju þú kaust einhvertíma Fokk flokkinn þinn
Dæmir eitthvað eftir öðrum enda hefur enga virka skoðun sjálfur að virðist eftir skrifum þínum , já það eru sumir sem eru með hland í hausnum eða fara sjaldan í bíó og vita ekkert um þessa list sem kvikmyndir eru osfv.
En myndin er tja segðu mér ( sem varla er hægt að biðja um eftir að þú ert nú þegar búin að mynda þér skoðun ) hvað þér finnst þegar þú ert búin að upplifa hana á tjaldi í 3D.
HÖH tónlistin hefur verið mjög fín í mörgum myndum og passað vel en að gera það sama mynd eftir mynd og alveg sama um hvað hún fjallar kommon hann er staðnaður með stóru S i .
Ekki þá vera svo að HALDA einhverju fram sem þú hefur ekki séð og vera með svona dylgjur eftir einhverjum kommum sem hata velgengni manna sem fara á ystu nöf með allt sitt í bransanum.
Handritið er alls ekki flókið og já það má líkja því við Pocahontas í geimnum (frekar barnaleg skýring en ok gott og vel), en ef þið sjáið og finnið ekki upplifunina , þá er lífið ykkar aumt og tómt meira segja í kvikmyndasalnum.
Hey en það er bara mitt mat.
Ómar Ingi, 9.1.2010 kl. 02:51
Emil, ég kvitta ekki undir að Bjarnfreðarson standi ekki sem sjálfstæð kvikmynd. Að vísu er óvíst að ég geri mér fulla grein fyrir því vegna þess að ég var búinn að sjá sjónvarpsseríurnar. Ég reyndi samt að setja mig í spor þeirra sem hafa ekki séð þær. En viðurkenni að það er illmögulegt því vitaskuld þekkti ég alltof vel persónurnar úr sjónvarpsseríunum frábæru.
Ég kannast við þetta viðhorf að það hafi virkað klént á suma að þessi sterki karakter sem Georg var skuli hafa kúvent og orðið Kani. Mér þótti það hinsvegar broslegt og að sumu leyti passa við uppgjör hans við sjálfan sig. Ekki beinlínis alveg rökrétt en gaf samt ferskan vinkil á framvinduna - í aðra rönd.
Já, það er dálítil væmni í þessu. Eftir stendur þó að myndin er skemmtileg.
Jens Guð, 9.1.2010 kl. 03:08
Bergur, takk fyrir upplýsingarnar um Avatar. Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því hvernig Bjarnfreðarson virkar á þá sem hafa ekki séð Vaktarseríurnar. Ef einhverjir slíkir finnast?
Jens Guð, 9.1.2010 kl. 03:10
Ómar Ingi, ég átta mig ekki á hvernig þér tekst að blanda mínum ágæta Frjálslynda flokki í umræðuna um MGG. Ég sé þar engan flöt á. Mér dettur helst í hug að þú sért að rugla saman FF og Ásatrúarfélaginu saman af því að ég er virkur félagi í báðum fyrirbærunum.
HÖH hefur engin tengsl við FF. Þó hann sé góður vinur minn þá hef ég ekki hugmynd um hvar hann stendur í pólitísku litrófi. Við höfum aldrei rætt pólitík. Hann er að minnsta kosti ekki í FF. Því miður. Svo mikið veit ég.
Það er rangt hjá þér að ég dæmi eftir öðrum um Avatar. Allt annað mál er að ég leggi út frá orðum annarra með sögninni "held". Það er síðan ekki það sama og hafa enga virka skoðun eða hafa ekkert vit á kvikmyndum.
Þegar ég hef ekki séð tiltekna kvikmynd og upplýsi það ásamt því að segjast halda að hún sé svona eða hinsegin er ég einfaldlega að bera fram mína einu takmörkuðu vitneskju um myndina. Legg spilin á borðið. Þykist ekki vita meira en ég veit og vísa til þess að ég viti ekki meira en að "halda" eitthvað um hana.
Hitt er allt annað mál hvort ég viti eitthvað um þá listgrein sem kvikmyndir eru. Það kemur þessu ekkert við. Hver hefur vit á kvikmyndum? Hvað þarf til?
Bara til að gera dæmið skemmtilegra og flóknara þá tók ég á sínum tíma í MHÍ kúrs í kvikmyndun. Fékk í kjölfar mikla kvikmyndadellu og var kvikmyndagagnrýnandi dagblaðsins Tímans í nokkur ár. Vann jafnframt í nokkur ár við sjónvarpsauglýsingar og fékk ágæta útrás fyrir þennan þá áhuga minn á kvikmyndum. Það er löngu liðin tíð og skiptir ekki máli. Fékk samt ágæta innsýn í ýmislegt sem snýr að tæknilegum atriðum kvikmyndunar.
Ég hef aldrei séð 3D mynd. Ég er ekkert að gefa mig út fyrir að vera neinn "spesíalisti" um kvikmyndir. Hef satt að segja í dag engan sérstakan áhuga á kvikmyndum. Flestar myndir sem ég sé í dag eru leiðinlegar og eða ómerkilegar.
Mér er slétt sama um hvort einhverjir horfa á kvikmyndir út frá kommúnísku eða nasísku sjónarmiði. Ég horfi ekki á kvikmyndir út frá pólitík, kynþáttum, kynferði, trúarafstöðu eða öðru en því hvort gaman sé að horfa á myndina. Þetta viðhorf mitt nær líka yfir músík, vel að merkja.
Jens Guð, 9.1.2010 kl. 03:45
Ég tók því alls ekki þannig að Georg hafi "kúvent og orðið kani" í pólitískum skilningi, enda var hið kommúníska viðhorf hans ekki hans eigið og hafði aldrei verið, heldur afleiðing andlegs ofbeldis og hrikalegrar skoðanakúgunar. Mér þótti vænt um þegar hann uppgötvar smám saman sannleikann í málinu, ákveður að gera upp við fortíðina og leita síðan uppi þá einu persónu sem þótti einhvern tíma vænt um hann í alvöru en var meinað að hitta hann. Endirinn sló mig því alls ekki sem pólitísk kúvending eða væmni heldur rökrétt (og vissulega "feel-good") lok á sögu um mann sem var svikinn um kærleik en fann hann í faðmi fjölskyldu sem hann vissi ekki einu sinni að hann ætti.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.1.2010 kl. 09:15
Þetta svar þitt segir allt sem segja þarf, álít þitt á kvikmyndum er ekki marktækt , haltu þig við tónlistina
Ómar Ingi, 9.1.2010 kl. 21:15
Bergur, kúvending er kannski ekki rétta orðið. Þú mannst samt eftir að í Fangavaktinni náði Georg bandarískum ríkisborgararétti af meðfanga. Ásamt stóryrtri yfirlýsingu og fordæmingu á Bandaríkjunum. Í Bjarnfreðarson fer Georg úr því hlutverki að mótmæla bandaríska hernum í að vera í lok myndarinnar kominn til Bandaríkjanna inn á heimili bandarísks föður síns.
Eins og þú þykir mér skemmtilegt hvernig framvindan varð. Hún var/er trúverðug og setti flottan punkt fyrir aftan söguna.
Jens Guð, 9.1.2010 kl. 23:38
Ómar Ingi, þegar ég skrifa umsögn um kvikmynd er hún alveg marktæk. Þar lýsi ég minni upplifun af viðkomandi mynd. Hinsvegar er ég ekki til umræðu um 3D. Veit ekki hvað það er. Dettur helst í hug að það sé einhver þrívíddartækni sem ég hef aldrei séð. Á þessu tvennu er allur munur. Einhver ný tækni sem þú kallar nýjan kafla í kvikmyndasögunni hefur engan snertiflöt við kvikmyndina MGG.
Ég held áfram að segja álit mitt á þeim kvikmyndum sem ég kíki á í bíósölum. Vonandi einhverjum til gagns (og gaman). Ég held líka áfram að tjá mig um músík. Oft sumum til pirrings. Þar eru skiptari skoðanir á mínu viðhorfi til músíkur. Það er gaman.
Jens Guð, 9.1.2010 kl. 23:52
En endilega dæmdu eftir áhorf eða hlustun það er skynsamlegra.
Ómar Ingi, 10.1.2010 kl. 15:43
Ómar Ingi, þegar ég skrifa umsögn um kvikmynd eða plötu geri ég það einungis í kjölfar þess að hafa horft á kvikmyndina eða plötuna. Öðru máli gegnir þegar ég er ekki að skrifa slíka umsögn en segist í "kommenti" halda eitthvað um kvikmynd út frá umtali eða einhverju sem ég hef séð út undan mér um skrifað um hana. Á þessu er allur munur.
Jens Guð, 11.1.2010 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.