X-factor og Idol stórskaðlegir samfélaginu

x-factor

  Flestir halda að sjónvarpsþættir á borð við X-factor og Idol séu meinlausir.  Þeir séu saklausir samkvæmisleikir.  Þeir hafi jafnframt þann kost að óþekktum söngvurum er gefið tækifæri á skjótfenginni frægð og frama.  Sálfræðingurinn Anna D. Hentze er heldur betur á annarri skoðun.  Hún fullyrðir að þessir sjónvarpsþættir upphefji einkenni eineltis og hafi þannig skaðleg áhrif samfélagið. 

  Það gerist þannig:  Áhorfendur skilgreina ósjálfrátt dómarana sem fyrirmyndir.  Gallinn sé sá að dómararnir hiki ekki við að gera lítið úr keppendum.  Hæða þá með niðrandi athugasemdum og slá sér upp á meinfýsnum bröndurum á kostnað keppendanna.  Verstu útreið fá þeir keppendur sem standa sig ekki vel.  Vinsældir þáttanna snúast að verulegu leyti um að niðurlægja þá.  Fórnarlambið er í erfiðri stöðu.  Þó það reyni að bera hönd fyrir höfuð sér eru hlutföllin 3 dómarar á móti einum keppanda.  Til viðbótar leika framleiðendur sér að því að klippa þættina þannig að fórnarlambið líti sem kjánalegast út í sjónvarpinu.  Það selur. 

  Áhorfendur fá þau skilaboð að það sé í góðu lagi að niðurlægja aðra.  Og ekki bara það heldur að þannig framkoma sé beinlínis vænleg til vinsælda.
  Ég hef ekki sett mig nægilega vel inn í þessa þætti til að átta mig á hvort eitthvað er til í kenningu sálfræðingsins knáa.  Veist þú eitthvað um þessa þætti?
.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er heilmikið   til í þessu,að mínum dómi.        Svo er önnur    hlið.   Þú sást Susan Boil,allir í salnum settu upp  híáana,svipinn,auk dómara.                  Kella sneri þeim öllum,þarna er mótsögn.     Sýnir að þátttakandi getur ef hann þekkir sín takmörk og veit hvað hann getur,náð að vinna salinn og dómarana,sem þá getur þýtt að vakin er áhugi útgefanda. Það er nokkuð sem flesta dreymir um,sem taka þátt. Það sendir skilaboð til fólks sem horfir, að allt er hægt ef þú bara þorir.

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2010 kl. 03:34

2 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Þetta er náttúrulega eins hallærislegt og hægt er.

Þ.e. keppni í list, það jafnast á við keppni í fegurð eða öðru huglægu mati.

Ég er alltaf að bíða eftir keppnini 'besti vinur í heimi' eða einhverri annari hundasýningu sem ekki er hægt að mæla hlutlægt.

Þetta er náttúrulega bara gripasýning. Þó að eins og Helga segir hérna að ofan að stöku keppendur eins og Susan Boyle og Paul Potts hafi getað snúað salnum og dómurunum með Öskubuskusögum sínum þá er þetta samt elítukeppni - þ.e. ef söngur þinn er minna en fullkominn þá kemstu ekki áfram.

Hvar myndi Megas enda í svona keppni? Kæmist hann inn? Hann yrði sakaður um að líta út eins og illa rökuð hrífa sem hefur verið á fylleríi í 3 vikur, þó maðurinn búi yfir gífurlegum sjarma vegna ófullkomnunar sinnar.

Ófullkomin og hrjúf rödd getur virkað mun betur í flutningi vissra laga - ef tilfinningin er fyrir hendi - en fullkomin rödd. T.d. finnst mér flutningur meistara Megasar á 'Tvær Stjörnur' mun betri en Ragnheiðar Gröndal, með fullri virðingu fyrir henni sem flytjenda þó hún yrði væntanlega strax tekin inn í svona keppni, enda bæði sæt og með nær lítalausa rödd.

Eins er þetta spurning um að hverjum þyki sinn fugl fagur. Í svona 'kynjakattasýningum' er sett upp eitthvað fyrirfram ákveðið mót sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Ég myndi aldrei skrá dýrin mín í slíka keppni, því ég elska þau eins og þau eru og feiti yrjótti kötturinn minn yrði aldrei dæmdur 'best in show' þó hún geti sungið, opnað hurðir, notað klósett og látið vita af bilunum á tækjabúnaði á heimilinu, hún er hinsvegar gæf og ekki uppsnobbaður leiðinlegur Síamsköttur með innræktunarstandard - en slíkur standard er eimmitt það sem er sett á steingeldar kröfur dómara í þessum keppnum þar sem fullkomnir sálarlausir tónar vinna á kostnað þeirra sem syngja frá hjartanu með eigin nefi.

Það er aftur á móti frjálst val að taka þátt í svona keppnum, en hinn almenni asni vill endilega eltast við þá gulrót sem sett er fyrir keppendur með draumum um frægð og frama á la Hollywood.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.1.2010 kl. 09:48

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

PS: svo er málið með dómarana. Hefði Q4U Ellý hleypt sjálfri sér í gegn? Hefði Bubbi jarmað nógu vel fyrir sinn eigin smekk? Var Sigga Beinteins nokkurntíman annað en 'sammála' í sínum dómum?

Rót þessa viðbjóðsfyrirbæris, Simon Cowell þykist hafa rosa auga fyrir hæfileikum en það sem hann hefur fært heiminum er m.a. Curiosity Killed the Cat, Sonia Evans, Five, Westlife, Robson & Jerome, og Ultimate Kaos. Af þeim artistum voru R&J áður þekktir leikarar úr gamanþáttunum Soldier Soldier, Ultimate Kaos, Five og Westlife steingeld hæfileikalítil drengjabönd og hin nánast óþekkt fyrirbæri í dag.

Sharon Osbourne má eiga það að hún dró Ozzy uppúr harðri neyslu og kom 'the Blizzard' saman, en vúbbí dú! 1 dómari af þeim öllum virðist hafa haft auga fyrir hæfileikum - sem voru þó þegar búnir að fá að blómstra áður í umboði föður hennar.

Og David Hasselhoff sem dómari í hæfileikakeppni? Hvað á það að þýða?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.1.2010 kl. 10:02

4 identicon

Þessar keppnir vinna að mínu mati meiri skaða en þær gera gagn.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 16:50

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Já, trúi þér ,ykkur,. Leitaði að Jhon Coltrain á You Tube,eftir færsluna í nótt,reglulega svæfandi að láta hann leika ,,Giant.s step.,, (-:

Helga Kristjánsdóttir, 13.1.2010 kl. 20:49

6 Smámynd: Halla Rut

Mér finnst þessir þættir ákaflega skemmtilegir og þá mesta að dást að þeim listamönnum sem koma fram í þessum þáttum.

En mér hefur oft ofboðið þó og er hreinlega steinhissa að  úr hafi ekki orðið stórslys eftir að einhver viðkvæm manneskja hefur verið niðurlægt.

En svona erum við mannfólkið en við höfum svo gaman að "híja" á aðra.

Halla Rut , 13.1.2010 kl. 21:39

7 Smámynd: Stefán Þór Steindórsson

Halla Rut.. Það er vitað um allavega eitt sjálfsmorð í kjölfar þessara þátta, Kanski flokkast það ekki undir stórslys en það er stóralvarlegt allavega.

Ég get ekki varist því að hugsa aðeins um hvað er búið að vera að gerast hér á Íslandi síðustu daga vegna Söngvakeppninnar. Kanski er betra að skellurinn komi svona in you face í stað þess að fá skellinn frá illa þroskuðum, illgjörnum aðilum sem skrifa í skjóli nafnleyndar mun verri hluti á netinu (meðal annars barnalandi) en koma fram í þessu myndbroti sem er hér að ofan.

Stefán Þór Steindórsson, 14.1.2010 kl. 15:45

8 identicon

Þessi bransi er nátengdu gamla sirkusnum þar sem að fólk fór að sjá slótasta mann í heimi, slöngukonuna, fólk með alls kyns bæklun, fílamanninn ect. Þetta höfðar til sömu kennda hjá fólki. Ég hef horft á nokkra ameríska Idol þætti en það voru lokaþættirnir svo að helstu fyrirbærin voru á bak og burt og eftir stóð bara nokkuð sterk keppni.

Þessi stelpa í myndbandinu hér fyrir ofan fær fyrir ferðina þar sem að hún er með attetude, en fyrst og fremst sökum útlitsins sem dómararnir hafa ekki áhuga á. Í stað þess að segja það þá hreint út, þá er farið að segja stelpunni að hún sé slæmur söngvari. Mjög óábyrgt og unethical.

Því miður segi horfði ég á einn Íslenskann Idol þátt sem endaði með því að ákaflega fær söngvari fékk það í andlitið frá Bubba Morthens, að hann skyldi snúa sér að 100 metra hlaupi og láta músik eiga sig.

Eftir þetta hef ég sem tónlistarkennari bannað mínum framhaldsnemendum að koma nálægt svona keppnum samanber "besti trommari Íslands" þar sem að þær eru einfaldlega ekki unnar á faglegum grunni og geta unnið nemendum mikið tjón andlega, atvinnulega og allavega.

Þá hef ég frétt af söngkennurum sem hreinlega ráðleggja nemendum sínum og aðstoða nemendur sína við að undirbúa sig fyrir Idol keppnina. Það álít ég mjög ófaglegt og óábyrgt athæfi. Raunar svo óábyrgt að ég myndi telja að slíkur tónlistarkennari ætti að starfa við annað. 

sandkassi (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 17:08

9 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  vissulega hafa einhverjir keppendur komið,  séð og sigrað í þessum þáttum.  Ég hef ekki fylgst nægilega með þáttunum - þó ég hafi séð brot og brot úr þeim út undan mér.  Músíkin í þáttunum höfðar illa til mín.  Ég sný mér þess vegna að öðru ef ég er staddur þar sem svona þáttur er í sjónvarpinu.

  Kona sem náði langt í íslenska Idolinu nefndi eitt sinn á blogginu óánægju sína með hvað keppnin snérist að miklu leyti um útlit söngvaranna.  Dæmið sem þú nefnir um þessa Susan bendir til þess að eitthvað sé til í þessu.  Ég hef séð myndbrotið þar sem hún kemur inn á sviðið,  áhorfendur og dómarar líta á hana eins og furðuveru:  Allir eins og spenntir að bíða eftir því að geta virkilega hlegið að henni. 

  Þó að hún hafi haft sönghæfileika í farteskinu skilst mér að breskir fjölmiðlar séu búnir að velta sér upp úr útliti hennar og gera töluvert grín að henni.  Gott ef hún lenti ekki í þunglyndisdýfu í kjölfarið.

Jens Guð, 14.1.2010 kl. 20:53

10 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  þú ert með marga góða punkta þarna sem ég kvitta undir.  Á tímabili var á youtube.com klippa þar sem Sharon Osbourne skvetti úr glasi yfir stúlku í beinni sjónvarpsútsendingu.  Ég man ekki hvernig þetta var.  Mig minnir að sjálf hæfileikakeppnin hafi verið búin og þetta hafi verið aukaþáttur með dómurunum og þeim keppendum sem áttust við á lokakvöldinu.  Eða eitthvað svoleiðis.

  Nema það að ein stelpan sem ekki sigraði gerði lítið úr orðum Sharonar.  Sagði hana ekki vera þekkta fyrir neitt annað en skeina Ozzy.  Við þessu brást Sharon svona illa. 

  Þessi klippa var sett aftur og aftur inn á youtube.com en hent þaðan út jafnóðum. 

Jens Guð, 14.1.2010 kl. 21:04

11 Smámynd: Jens Guð

  Gunnar,  ég tek undir gagnrýni þína á tónlistarkennara sem eru farnir að miða söngkennslu sína við Idol.  Það er fyrir neðan allar hellur og vonandi algjör undantekning.

Jens Guð, 14.1.2010 kl. 21:07

12 Smámynd: Jens Guð

  Helga (#5),  assgoti ertu með góðar fréttir af músíksmekk þínum.  Það er mikið varið í konu sem hlustar á  Giant Step  með John Coltrane

Jens Guð, 14.1.2010 kl. 21:09

13 Smámynd: Jens Guð

  Halla Rut,  það er í eðli margra dýrategunda að leggja aðra í einelti;  pikka einhvern út sem sker sig örlítið úr og sýnir veikleikamerki.  Þetta þekki ég vel úr sveitinni.  Ef trippi verður lasið,  fær kannski sýnilegan húðsjúkdóm á allt stóðið til að veitast að því.  Sparka í það,  bíta í það og hrekkja á alla lund. 

  Þetta er einnig algengt meðal fugla.  Albinóa-fuglar eiga yfirleitt ekki sjö dagana sæla.  Aðrir fuglar eru stöðugt að ráðast á þá.  Sama er oft ef fugl meiðist,  vængbrotnar til að mynda.  Þá þykir öðrum fuglum sport að höggva með goggnum í hann og fljúga svo snöggt frá.  Meiddi fuglinn getur þá ekki flogið á eftir og svarað fyrir sig. 

  Á minni stuttu ævi sem spannar hátt í 6 áratugi hefur orðið kúvending í afstöðu fólks til eineltis.  Á mínum uppvaxtarárum þótti sjálfsagt að fólk sem átti undir högg að sækja félagslega og andlega væri skotspónn almennings.  Fólk skemmti sér konunglega við að hrekkja þetta fólk.

  Í bókinni  Fátækt fólk  eftir Tryggva Emilsson segir hann frá því hvernig komið var fram við hann sem "sveitarómaga" á barnsaldri.  Á einum bæ sem honum var komið niður á reyndi vinnumaðurinn við vinnukonuna á bænum með því að slá barnið snöggt í nefið.  Þegar höggið náði að framkalla blóðnasir varð vinnukonan uppveðruð af hæfileikum vinnumannsins.

Jens Guð, 14.1.2010 kl. 21:27

14 Smámynd: Jens Guð

  Stefán Þór,  hún var sláandi umfjöllun Kastljóss um þetta í gær.  Þessi umræða barst inn á athugasemdakerfi mitt í bloggfærslu hér fyrir neðan.  Mbl.is hafði samband við mig og bað mig um að eyða henni.  Sem var fljótgert.

Jens Guð, 14.1.2010 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.