29.1.2010 | 00:02
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Avatar
- Handrit og leikstjórn: James Cameron
- Einkunn: **** (af 5)
Það hafa ekki allir Íslendingar séð Avatar. En margir. Sumir þeirra hafa hvatt mig til að missa ekki af þessari vinsælu mynd. Ég hef verið tregur til. Með vaxandi þrýstingi lét ég loks undan. Ég var búinn að heyra ýmislegt um myndina og hún kom því ekki á óvart. Sagan er uppfull af klisjum og aftur klisjum. Hún gerist á plánetu sem er langt í burtu frá jörðinni. Þar býr 3ja metra hátt fólk, blátt að lit með svarta flókalokka (dreadlocks) að hætti jamaískra rastafara. Tengsl þeirra við náttúruna eru sterk. Þetta eru sönn náttúrubörn. Talsmenn þeirra tala ensku. Að sjálfsögðu.
Svo óheppilega vill til að á búsetusvæði þessa fólks er verðmætur málmur. Þann málm ásælast siðblindir og herskáir jarðarbúar. Þeir eru tilbúnir að beita öllum meðulum til að hrekja blámennina frá heimkinnum sínum. Og gera það með stæl þó ekki takist ætlunarverkið að öllu leyti.
Sagan deilir á heimsvaldastefnu, hernaðarhyggju og virðingarleysi gagnvart náttúrunni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson vældi sáran á pressan.is undan boðskapnum. Sem þýðir að boðskapurinn er góður og fallegur.
Myndin er óþarflega löng; um 3 tímar með hléi. Það má að skaðlausu stytta hana niður í 2 tíma. Lengdin þjónar sennilega þeim tilgangi að skerpa á ímynd myndarinnar sem stórmyndar. James Cameron er fram til þessa þekktastur fyrir stórmyndina væmnu og leiðinlegu, Titanic.
Avatar er þrívíddarmynd. Við innganginn fær áhorfandinn í hendur sérstök gleraugu til að ná þrívíddinni. Margar senur eru rosalega fallegar og þrívíddin nýtur sín í botn. Sú er ástæðan fyrir því að virkilega gaman er að horfa á myndina.
Ég hvet fólk til að sjá Avatar í kvikmyndahúsi. Á DVD eða í sjónvarpi án þrívíddarinnar verður hún ekki svipur hjá sjón. Þrívíddin gerir upplifunina svo sterka að í nokkrum senum fann ég votta fyrir lofthræðslutilfinningu.
Varast ber að rugla myndinni saman við sænsku þungarokkshljómsveitina Avatar.
Meginflokkur: Kvikmyndir | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
- Pottþétt ráð gegn veggjalús
Nýjustu athugasemdir
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Stefán, ég missti af þessu. Takk fyrir ábendinguna. jensgud 13.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Var að norfa á skemmtilegt viðtal í fréttatíma Stöðvar 2 rétt í... Stefán 13.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Sigurður I B, góður að vanda! jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Þetta minnir mig á vin minn sem fór til Akureyrar um Verslunarm... sigurdurig 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Ómar, takk fyrir það. Skemmtileg uppátæki Önnu mega ekki gley... jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Takk fyrir að deila þessari sögu af Önnu, einum merkasta nágran... omargeirsson 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Stefán, Anna Marta var mjög góð kona. jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Jóhann, svo sannarlega! jensgud 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Fallega hugsað hjá Önnu Mörtu, en auðvitað alveg út úr kortinu ... Stefán 12.11.2024
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna: Frænkan hefði nú kannski mátt lýta á þessi viðbrögð sem UMHYGGJ... johanneliasson 12.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 64
- Sl. sólarhring: 126
- Sl. viku: 1080
- Frá upphafi: 4110454
Annað
- Innlit í dag: 62
- Innlit sl. viku: 905
- Gestir í dag: 61
- IP-tölur í dag: 60
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ég fór ásamt yngsta og elsta barninu mínu að sjá Avatar í 3D, ég 49 ára elsta dóttirin 30 ára og sú yngsta 12 ára við skemmtum okkur allar vel á myndinni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.1.2010 kl. 00:17
Ég var að koma úr bíó að sjá myndina og sé myndina á heimleið gerði ég myndina upp á nákvæmlega sama hátt og þú... semsagt algert konfekt fyrir augað og mikil skemmtun að sjá í 3D bíó, mun fallla mikið á sjónvarpsskjá... enskukunnátta plánetubúa dró niður fíling og alger óþarfi... söguþráður klisjukenndur á köflum... en hinn draumkenndi heimur, fegurðin og tæknin gerði það að verkum að maður lét ekkert pirra sig og naut myndarinnar.
Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 00:40
Jóna Kolbrún, líkast til geta allir aldurshópar skemmt sér vel undir myndinni. Þó hef ég grun um að börn og unglingar eigi auðveldar með að lifa sig inn í þennan óraunverulega ævintýraheim en við sem eldri erum.
Í hléinu heyrði ég á tal tveggja kvenna. Önnur var áreiðanlega um áttrætt eða eitthvað. Hún sagði: "Ég skil ekki neitt í sögunni." Þá spurði hin, sem var kannski um fimmtugt: "Finnst þér ekkert gaman?" Sú eldri svaraði: "Jú, jú. Þetta er voða skemmtilegt. Ég næ bara engu samhengi í söguna."
Jens Guð, 29.1.2010 kl. 01:24
Ólafur, það er gaman að þú hafir upplifað myndina á sama hátt og ég.
Jens Guð, 29.1.2010 kl. 01:26
Ekki aðsóknarmesta kvikmynd ( í tekjum talið ) kvikmynd sögunnar á heimsvísu fyrir ekki neitt , must see í kvikmyndahúsi.
Ómar Ingi, 29.1.2010 kl. 01:28
Það að miss Hannes Hólmsteinn hafi verið að væla yfir boðskap myndarinnar er raunar besti dómur sem myndin getur fengið hér á landi.
Stefán (IP-tala skráð) 29.1.2010 kl. 09:00
Fyrst þegar þessi mynd kom til tals á Íslandi og ég sá myndir úr henni, hélt ég að þetta væri skrípamynd. Strumpar eða álfar. En mikið sem erbúið að ýta á mig að sjá hana. Fólk segir mig geðveikan, fari ég ekki á myndina í þrívíddar sýningu.
Siggi Lee Lewis, 29.1.2010 kl. 18:56
Til gamans má geta að margir halda að þrívíddarsýningar séu allra nýjasta tækni undur kvikmyndarheimsins. Það er ekki. Þrívíddarsýningar voru byrjaðar að líta dagsins ljós í kringum 1890 að einhverju leyti eða formi. En um miðjan sjötta áratuginn hófust reglulegar sýningar á myndum í þessu formi í Bandaríkjunum, í því formi sem við þekkjum það í dag.
Já, það var vart magnað sem hóf innreið sýna um "mid-50's í USA".
Siggi Lee Lewis, 29.1.2010 kl. 19:02
Ómar Ingi, ég var einmitt að lesa það einhversstaðar að Avatar væri búin að toppa Titanic í aðsókn. James Cameron er í góðum málum. Jafnframt las ég að vegna vinsælda Avatar væri búið að ákveða að nýjasta Harry Potter myndin verði í þrívídd.
Jens Guð, 29.1.2010 kl. 23:31
Stefán, þetta var einmitt það sem ég hugsaði og hafði úrslitaáhrif á að ég dreif mig á myndina.
Jens Guð, 29.1.2010 kl. 23:33
Siggi Lee, myndin er töluvert í strumpa- og álfastíl. Þarna eru margar sprækar verur af ýmsu tagi að verja land sitt fyrir stríðsviljugum. Annað mál er að "á mínum æskuárum þegar ungur var," eins og segir í kvæðinu voru þrívíddarmyndir vinsælar. Þó ég sæi þær aldrei vegna þess að ég var að smala kindum í Grjótárdal. Gott ef Kópavogsbíó gerði ekki út á þær um tíma.
Jens Guð, 30.1.2010 kl. 00:05
Já það er gott að búa í Kópavogi.
Siggi Lee Lewis, 30.1.2010 kl. 00:12
Siggi Lee, ég dreg það ekki í efa. Þrátt fyrir að gatnakerfið sé skrýtið í Kópavogi. Þar er erfitt að rata stundum. Jafnvel svo að sumir sem þangað hafa komið rata ekki til baka og eru orðnir íbúar áður en þeir vita af.
Jens Guð, 30.1.2010 kl. 00:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.