Frábær útvarpsþáttur færður um set

  litlahafmeyjan

  Einn alskemmtilegasti þáttur í útvarpi í dag er  Litla hafmeyjan  á rás 2.  Þar hafa snillingarnir Andri Freyr og Doddi litli farið á kostum á föstudagskvöldum.  Nú hefur sú breyting orðið á að þátturinn er sendur út á milli klukkan 16.00 til 18.00 á laugardögum.  Þetta hefur ruglað marga í ríminu.  Mér er ljúft að reyna mitt besta til að vekja athygli á þessu.  Þeir sem misstu óvart af þættinum í dag geta tekið gleði sína á ný með því að fletta honum upp á http://dagskra.ruv.is/ras2/4522424/2010/02/06/

  Vandamálið er ekki stærra en það að nú þarf fólk að rífa sig upp um eða fyrir klukkan 16.00 á laugardögum.  Eða hitt:  Að fletta þættinum upp á netinu.  Kát/ir og hress.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Já þetta eru snillingar

Ómar Ingi, 7.2.2010 kl. 13:43

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Alltaf gaman að hlusta á þá.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 8.2.2010 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.