12.2.2010 | 22:57
Ótrúleg framkoma Sophiu Hansen
Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með málaferlum Sophiu Hansen gegn Sigurði Pétri Harðarsyni. Málið teygir anga sína aftur til níunda áratugarins. Þá var Sophia gift ljúfmenninu Halim Al. Þau áttu tvær dætur. Að sögn Halims var Sophia leiðinleg við hann. Dró meðal annars Sigurð Pétur inn á heimilið. Eða eins og Halim orðaði það þá var Sigurður Pétur eins og köttur í húsi þeirra (frekar en að hann hafi bara verið eins og köttur. Man það ekki alveg).
Þetta leiddi til þess að kjarnafjölskyldan leystist upp. Halim flutti sunnar á hnöttinn. Dæturnar fóru þangað líka. Þá upphófst leiðinleg togstreita. Sigurður Pétur stóð undir nafni. Nafnið Sigurður þýðir verndari/vörður. Nafnið Pétur þýðir klettur.
Sigurður Pétur fórnaði næstu árum ævi sinnar í að styðja Sophiu í bak og fyrir. Hann fórnaði meðal annars sambandi við dætur sínar og fjölskyldu, fjármunum og öllum þeim tíma og fyrirhöfn sem hann gat í þágu Sophiu. Sendi henni meðal annars Prince Póló í ábyrgðarpósti til Tyrklands.
Sigurður Pétur stóð fyrir fjársöfnun meðal landsmanna til handa Sophiu. Hluti af söfnunarféinu fór í fataverslun sem Sophia rak en gekk illa. Annar hluti söfnunarfésins fór í tíð ferðalög Sophiu á milli Íslands og Tyrklands. Fötin í verslun Sophiu voru tyrknesk.
Þegar söfnunarfé þraut voru útbúin veðskuldabréf, skuldaviðurkenningar, viðskiptabréf og tryggingabréf upp á 42 milljónir sem voru undirrituð nafni Sophiu. Í stað þess að standa við skuldbindingar sínar kærði Sophia sinn dygga stuðningsmann, Sigurð Pétur, fyrir að hafa falsað undirskriftir hennar. Þetta gerði hún til að skuldir hennar myndu lenda óskiptar á Sigurði Pétri.
Sænskir rithandarsérfræðingar sáu glöggt að undirskriftir Sophiu eru ófalsaðar. Rithönd er nánast eins og fingraför.
Sophia kom kjánalega fyrir í réttarhöldunum. Reif kjaft og hagaði sér eins og illa uppalinn léttruglaður krakki í frekjukasti.
Nú hefur hún verið dæmd fyrir að bera rangar sakargiftir á Sigurð Pétur. Það er sérkennilegt að stinga hnífasetti í bak hans á þennan hátt eftir fórnfýsi hans og einarðan stuðning. En segir heilmikið um þá persónu sem Sophia hefur að geyma. Ég tek fram að ég þekki ekkert til neins af þessu fólki annað en það sem komið hefur fram í fjölmiðlum og fyrir dómstólum.
Halim Al, alltaf brosmildur og vinalegur Íslandsvinur. Fyrir neðan: Konan sem var ótrú og svikul í hjónabandi og einnig óþokkaleg gagnvart þeim sem ofaldi kálfinn. Þrátt fyrir að hún sé dæmd fyrir að bera rangar sakargiftir á sinn einlæga og fórnfúsa stuðningsmann er það henni refsilaust. Óskilorðsbundinn hálfs árs dómur snertir hana hvergi þar sem hún býr ljúfu lífi í Tyrklandi.
Í skilorðsbundið fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Fjármál | Aukaflokkar: Lífstíll, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt 13.2.2010 kl. 19:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 34
- Sl. sólarhring: 68
- Sl. viku: 1052
- Frá upphafi: 4111537
Annað
- Innlit í dag: 31
- Innlit sl. viku: 882
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Ertu illa til kallaður eða illa sofinn Jens.?Kurteisi kostar ekki peninga,,,ansi grófur á köflum þarna Jens.
Númi (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 23:46
Mikil endemis þvæla er þetta sem þú heldur fram hér. Nr. 1 Soffía býr ekki í Tyrklandi. Hún er með lögheimili í neðra Breiðholti ásamt núverandi eiginmanni sínum en hefst við annarsstaðar í Reykjavík fjarri honum.
Að Sigurður Pétur hafi staðið við hlið Soffíu eins og klettur er nú það næsta sem maður kemst því að ljúga svo illilega að maður fái ekki pláss á himnum.
Sigurður Pétur hefur nánast aldrei unnið handtak og lifði góðu lífi í íbúð Soffíu inni á heimili móður hennar. Mér skilst að ALDREI í þau ár sem Sigurður bjó inn á fjölskyldu Soffíu hafi hann lagt fé til reksturs heimilis hvað þá heldur greiddi hann leigu eða orku.
Aldrei hefur uppgjör safnanna sem hann stóð fyrir verið gert opinbert. Hjá dómsmálaráðuneytinu var vísað á lögreglustjórann í Reykjavík sem kannaðist ekki við að hafa tekið við neinu uppgjöri. Ég held (hér er gerður fyrirvari á því að ég vænti þess ekki að þau verði grunuð um þetta af lögreglu og ég dæmdur í fangelsi fyrir að segja hvað ég held)að þau hafi bara lifað hátt á söfnunarfé og þegar það var uppurið var ekkert eftir til að halda þeim saman svo þá er náttúrulega næst að fara í hár saman.
Óreiða er orð sem margir sem þekkja til hafa notað.
Ég segi að þau hjónaleysin hafi verið fyrstu útrásarvíkingarnir okkar. Það er sammerkt með öllum útrásarvíkingum að þeir elska mottóið "other peoples money"
Að Sigurður hafi yfir höfuð getað lánað Soffíu fé er fásinna því hann hefur sekki haft tekjur til þess. Man einhver eftir því að hafa heyrt það að menn hafi meira en 40 milljóna hagnað eftir skatta, eigin rekstur og neyslu við það að vera með þátt í útvarpi í stuttan tíma? Man einhver eftir að hafa starfað með Sigurði við eitthvað annað sem gefur slík ofurlaun.
Það er líka skrýtið til þess að hugsa að Sigurður skuli skulda vegna bankareikninga sinna sem hún ábyrgðist og svo eigi hún allt í einu að skulda honum. Það sem er skrýtið í þessu að hans reikningar virðast hafa komist í óefni áður en hann á að hafa lánað henni og þessar skuldir voru síðan greiddar af henni árið 2007. Halló getur maður sem ekki stendur í skilum með skuldir sýnar hjá bönkum lánað konu sem hann býr inni á meira en 40 milljónir en samt þarf hún að greiða skuldir hans við bankann þar sem hún ábyrgist þær.
Það er ljóst að einhver hefur ekki lesið heima. Var það dómarinn, lögfræðingurinn eða lögreglan. Vel á minnst vitni Sigurðar er FYRRVERANDI lögreglumaður.
Mér finnst þetta allavega umhugsunarvert pg fásinna að hengja einhverja vængi á Sigurðu þó hann gráti krókódílatárum í sjónvarpi. Það kann hann.
Undrandi (IP-tala skráð) 12.2.2010 kl. 23:58
Númi, ég er ekki kvöldsvæfur. Ég undirstrika að ég þekki nákvæmlega ekkert til málsaðila. En ég greindi snemma að sitthvað var bogið við þetta dæmi.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 00:03
Heill og sæll Jens minn, mér fannst alveg frá upphafi Sophia leika tveimur skjöldum og gat aldrei fundi til samúðar með henni. Hins vegar fann ég mikið til með stelpunum. Það er skelfilegt að setja börnin sín í svona aðstæður það eru alltaf þau sem bera mesta skaðann og í þessu tilviki þá held ég að telpurnar hefðu þjáðst burtséð hjá hvoru foreldrinu þær hefðu alist upp á. Varðandi Sigurð Pétur þá fannst nú fá ansi kaædar kveðjur frá henni eftir alla þá vinnu og fórnir sem færði hennar vegna.
Hulda Haraldsdóttir, 13.2.2010 kl. 00:12
Undrandi, ég ítreka að ég þekki ekkert af þessu fólki. Ég rengi ekkert af því sem þú segir. Hinsvegar liggur núna fyrir að kæra Sophiu á hendur Sigurði Pétri var ekki á rökum reist. Undirskriftir hennar voru sannanlega hennar.
Ég hef margoft falsað undirskriftir og þekki vel til hvað auðvelt er að þekkja falsaðar undirskriftir frá raunverulegum undirskriftum. Til frekari fróðleiks: Mínar fölsuðu undirskriftir hafa í öllum tilfellum verið skrifaðar með samþykki embættismanna sem hafa ekki komið því við að skrá nafn sitt á pappíra á þeim tímapunkti. Ég á auðvelt með að falsa undirskriftir en þekki jafn vel hvað auðvelt er að þekkja þær frá raunverulegum undirskriftum.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 00:13
+Ég þekki ekkert til þessa máls en man þó eftir viðtali við soffiu þar sem hún var að tala um hvað sigurður stæði með sér eins og klettur en væri bara vinur osv fr en sigurður er nú eh undarlegur líka að velja þetta frammyfir fjölskyldu og börn!!en það þarf svosem ekki að undrast upphæðina soffia átti mikla meðaumkvun og marga bakhjarla í þjóðfélaginu á þessum tima en eins og segir "sjaldan launar kálfur ofeldi"soffia er eitthvað búin að missa sig og kjánaleg hegðun þessi réttarhöld.
sæunn (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 00:13
Ég hef ekki forsendur til að mynda mér skoðun á Soffíu, þekki hana ekkert utan þess sem hefur verið í fréttum. En ég hef tvisvar haft kynni af Sigurði Pétri og eftir þau kynni trúi ég ekki orði af því sem frá þeim lúðulaka kemur. Ég bloggaði stuttlega um þessi kynni mín af manninum. Sjá hér.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2010 kl. 00:22
Hulda, ég tek algjörlega undir með þér. Frá fyrstu tíð þegar þessar fjársafnanir fóru í gang varð ég var við að peningar voru notaðir í fleira en því sem snéri beint að togstreitu um dætur þeirra. Það er alltaf ógeðfellt þegar börn verða á milli í átökum foreldra. Ég fordæmi Halim og hans fjölskyldu fyrir að hafa rofið og hindrað eðlileg samskipti dætra þeirra Sophiu við móður sína og hennar fólk. Ég get alveg skrifað langa bloggfærslu um þá framkomu sem ég tel að hafi verið mjög vonda.
En bloggfærsla mín snýr fyrst og fremst að undrun yfir og hneykslun á framkomu Sophiu gagnvart Sigurði Pétri. Á minni löngu ævi kominn langt á sextugsaldur eru vinir án skilyrða mín dýrmætasta eign að slepptum samskiptum við ættingja. Að eiga vini sem eru tilbúnir að vaða eld og vatn fyrir mann er dýrmætara og gefur manni meira en allt sem verður til fjár metið. Ég hef upplifað dæmi þar sem einlæg vinátta hefur skipt meira máli en það sem telur í peningum.
Framkoma Sophiu gagnvart Sigurði Pétri fer langt út fyrir það sem ég vil kynnast af fólki sem ég þekki.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 00:34
Hann hefur verið meira en lítið ástfanginn af Soffíu fyrst hann lét hana teyma sig svona á asnaeyrunum.
Halim hélt því alltaf fram að þau hefðu verið saman meðan hann var giftur Soffíu
Sigurður Þórðarson, 13.2.2010 kl. 00:40
Sæunn, fyrir mörgum árum heyrði ég talað um Sigurð Pétur sem "Silly Pétur". Það var talað um af fólki sem þekkti Sophiu og Sigurð að hún væri að gera út á "sakleysi" og barnslega einfeldni hans. Ég hafði grun um að þetta væri rétt. Margt benti til þess. En aldrei hefði mig samt grunað að hún gengi þetta langt í ósvífni og væri jafn tilbúin að ganga langt í að svíkja þennan góðhjartaða stuðningsmann.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 00:41
Axel Jóhann, því fer fjarri að ég ætli að gera engil úr Sigurði Pétri. Hann og aðra málsaðila þekki ég ekki neitt. Ég þekki hann ekkert umfram það hvernig hann hefur komið fram í þessu máli og spilað vonda músík í útvarpinu.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 00:47
Halim Al var alveg ágætis kall , kynntist honum lítillega í den og eins og allir vissu sem villdu vita , var hann alveg svakalega óheppinn með kvennkost svo ekki harðar sé kveðið.
Það er líka að koma betur og betur í ljós hjá íslendingum hvers konar mannkosti hún ber hún Soffía.
Ómar Ingi, 13.2.2010 kl. 00:53
Sigurður, Halim hélt því fram á sínum tíma að náinn vinskapur Sophiu við Sigurð Pétur hafi splundrað fjölskyldunni. Hversu náin samskipti Sophiu og Sigurðar Péturs var skiptir þó ekki máli í stöðunni í dag. Eftir stendur að hún gengur mjög langt í ósvífni gagnvart Sigurði Pétri. Reyndi að koma sér undan ábyrgð á 42 milljónum með því að svíkja þennan gamla vin sinn með samviskulausri og dæmalausri framkomu. Verra er að framganga hennar er refsilaus: Skilorðbundndir 6 mánuðir á sólarströndum á Tyrklandi.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 00:55
Ómar Ingi, ég þekki ekki þetta fólk. En vitnisburður þinn um samskipti við Halim Al eru samhljóma öðrum sem ég hef heyrt. Ég hef einungis heyrt vinsamleg ummæli um hann af þeim sem áttu samskipti við hann á Íslandi. Hann var að selja leðurfatnað og eitthvað fleira. Ég hef ekki kynnt mér sérstaklega málsaðila. Einn sem átti viðskipti við Halim sagði mér að hann hafi alltaf verið brosmildur, hrifinn af Íslandi og Íslendingum, jákvæður og ljúfur.
Sami maður sagði mér að hann hafi alltaf haft vara á sér varðandi Sophiu. Ég ætla ekki að hafa eftir honum neitt sem hann sagði um hana. Það myndi varða við þá skilmála sem ég hef skrifað undir að halda á mbl.is.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 01:04
Ómar og Jens....ljúfur maður hann Halim Al? Ok...þekki hann ekkert en hann rændi börnunum frá móður sinni.......það er ekki mjög fallega gert kæru vinir!
Ég þekki Sophiu ekkert og get því ekki tjáð mig um þetta mál en ég kalla ekki þann mann ljúfan sem meinar börnum sínum að umgangast sína eigin móður...sorry!
Adda Guðrún Sigurjónsdóttir, 13.2.2010 kl. 02:20
Þetta vídeó synir bara hvernig gengur yfirvaldinu þegar kvenmaður rænir barn af feðrum þeirra. Og það gerist einmitt í dag hér á Íslandi. Ekki er hún Sofía neitt saklaus, frekar sek og slæm persóna. Hvað þá góð móður.
Video 1
Vídeó 2
Vídeó 3
Andrés.si, 13.2.2010 kl. 02:28
Adda. Afhverju horfir þú ekki á staðreyndir að hann elskar dætur en hún stundaði ástarleikir á meðan.
Samkvæmt nýjum skýrslum eru dagsektir settar einmitt á konur. Þær einfaltlega banna feðrum þeirra að kynnast hvað þá vera með feðrum sinnum.
Á sama tíma lenda fleiri og fleiri einstaklingar alnir upp af einstæðum mæðrum í dóp áfengi og fleira. Þarf ég að segja eitthvað meira?
Andrés.si, 13.2.2010 kl. 02:32
Voru tetta ekki bara fallegir astaleikir hja Sigurði Petri?
Brynjar Klemensson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 07:52
Merkilegt hvað þær sleppa alltaf billega frá þessu á Íslandi hann var nú skrautlegur farsinn í kring um þessa. Nú kemur í ljós að Hali hafði rétt fyrir sér allan tímann, og grunti mann það
Síðasti farsinn var í kringum eina frá Akureyri, hún slapp billega líka, hún átti hund sem hét Lúkas, Lúkas þoldi ekki truntuna og stakk af farsinn komst í háar hæðir og kertafleytingar í Reykjavíkurtjörn, með sama sniði og kertafleytingar japana til minningar um milljónirnar sem fórust í kjarnorkuárás á þá í styrjöldinni. svo datt allt í dúnalogn þegar Lúkas kom labbandi ofanaf brekku!
Hvenær kemur næst trunta með farsa, landssöfnun og kertafleytingar
Robert (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 09:13
Heillandi saga
Júlíus Valsson, 13.2.2010 kl. 10:01
Er það bara ég sem finnst óviðeigandi að vera að "kjafta" svona á opnu svæði. Veit að þetta er um opinbert dómsmál en sumir hér eru að fullyrða hluti sem erfitt að ímynda sér að hafi hugmynd um. Aðgát skal höfð í nærveru sálar og allta það. Alla vega, fyrir mitt leyti finnst þetta óviðeigandi umfjöllun.
ASE (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 11:55
Jens, þetta er einhver sú mesta lákúra sem ég hef lesið í bloggheimum í gengum tíðina. Deilumál í fjölskyldum eða milli fyrrum eða núverandi sambúðarfólks á ekkert erindi í bloggumræður. Tilgangurinn með því að draga þetta fram á þessum vettvangi er mér algjörlega óskiljanlegur. Ef ég þekkti til einhverra mála sem Sigurður Pétur hefur komið nálægt og veikti málstað hans ætti ég þá að setja slíka hluti fram hér?
Ég hvet þig til þess að eyða þessu bloggi þínu.
Sigurður Þorsteinsson, 13.2.2010 kl. 13:39
Er ekki málið hreinlega þetta ... er ekki best að láta deilumál óviðkomandi einstaklinga vera einkamál þeirra?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 15:41
Ég man hérna um árið þegar söfnunin "Börnin heim" stóð sem hæst , Héldum við félagar tónleika undir yfirskriftinni "Halim heim" :)
Röggi (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 16:05
Til athugunar fyrir þá sem gagnrýna skrifin um þetta mál, þá hætti þetta að vera einkamál og varð opinbert mál um leið og ákæra var gefin út og það fór fyrir dóm. Þetta er fréttaefni og bollaleggingar því tengt er ekkert merkilegri en um önnur fréttnæm efni.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.2.2010 kl. 19:00
Adda Guðrún, deila Sophiu og Halims fór ítrekað fyrir dómstóla. Þeir komust hver á fætur öðrum að þeirri niðurstöðu að dætrunum væri best borgið á heimili Halims. Sem nú hefur komið enn betur í ljós að var rétt ákvörðun. Manneskja sem svíkur fórnfúsasta vin sinn, reynir að stela af honum 42 milljónum og lýgur fyrir dómstólum án þess að blikka auga er ekki góður uppalandi. Við réttarhöldin fékk hún aðra dóttir sína til að bera ljúgvitni gegn Sigurði Pétri.
Sophia fékk að heimsækja dætur sínar á meðan þær bjuggu hjá Halim. Eftir að þær fluttu að heiman og urðu fullorðnar konur virðist sem þær hafi frekar takmarkaðan áhuga á samskiptum við mömmu sína. En það er önnur saga.
Jens Guð, 13.2.2010 kl. 19:38
hvenær var þetta einkamál ?þegar við gáfum henni pen ?eða öll viðtölin við hana?ég hef ekki fundisð að hún hafi mikið vilja vera í friði eða er það eins og með fleiri fjölnir,bubba o.sv.fr að þetta fólk notar fjölmiðla eins og skeinipappír ,nota á meðan þau þurfa en svo allt íeinu þegar þeim þóknast ekki þá eru fjölmiðlar ágengir og frekir!!! Við erum ekki að tala um eh fólk útí bæ hennar mál hafa alltaf verið opinber þegar var pen. þurrð og eins og með aðrar safnanir, okkur koma við hvort þær eru notaðar eins og lofað var þegar var verið að safna.Og hana nú........... (sagði hænan og beið)
sæunn (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 23:24
Ja hjerna,þekki lítið þessa sögu en bloggfærslan þín er skemtileg að lesa á sunnudagsmorgni.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 14.2.2010 kl. 12:04
Áhugavert að lesa komentin ,datt af mér andlitið að sjá video nr 3 hjá bloggara nr 16 Andréas Að horfa á andlitið á lögreglukonunni er með því ótrulegasta.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 14.2.2010 kl. 12:51
Burtséð frá umræðuefninu..
Ég verð að játa að ég er alveg rosalega forvitinn...
Valgarður Guðjónsson, 14.2.2010 kl. 16:51
Andrés, takk fyrir myndböndin. Af þeim má ráða að móðir hafi flutt til útlanda með barn og faðirinn ekki fengið að hitta barnið í 3 ár. Það vantar eiginlega frekari upplýsingar um þetta mál. Heldur móðirin barninu í felum frá föðurnum? Má hann heimsækja barnið en hefur ekki efni á því að ferðast á milli landa til þess?
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 18:55
Billi Start, við skulum vona að leikirnir hafi að minnsta kosti verið í fallegri kantinum.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 18:57
Robert, farsanum um Sophiu er hvergi lokið. Þetta er bara annar kafli.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 19:04
ASE, Sophia og Sigurður Pétur urðu opinberar persónur þegar þau gerðu forræðisdeiluna við Halim Al opinbera. Þau fóru eins og jó-jó þvers og kruss um fjölmiðla landsins til að vinna málstað sínum samúð meðal þjóðarinnar. Því var síðan fylgt eftir með opinberum fjársöfnunum þar sem íslenska þjóðin gaf þeim milljónir króna. Það var meira að segja gefin út sérstök plata, "Börnin heim", til að kynna málið sem rækilegast og halda því á lofti.
Árum saman héldu þau skötuhjú dyggilega að fjölmiðlum og þar með íslensku þjóðinni hinum ýmsu tíðindum af forræðisdeilunni.
Enn á ný gerir Sophia samskipti sín og Sigurðar Péturs opinber þegar hún kærir þennan trygga vin sinn fyrir skjalafals. Dregur hann fyrir dómstóla, heldur þar uppi hörkulegum átökum, rífandi stólpakjaft, ljúgandi út og suður og virkjar dóttir sína til að bera ljúgvitni.
Frá þessu öllu saman hefur verið fjallað ítarlega og ítrekað í fréttatímum allra útvarpsstöðva og allra sjónvarpsstöðva, ásamt því sem dagblöðin hafa lagt heilar og hálfar blaðsíður vikum saman undir frásagnir af þessu.
Til viðbótar eru málaferlin öllum aðgengileg til lestrar á fjölda netsíða. Meðal annars á vefsíðum dómstóla.
Rödd þín hljómar því dálítið hjáróma þegar þú segir að það sé óviðeigandi að nefna í lítilli bloggfærslu að framkoma Sophiu sé ótrúleg.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 19:29
Sigurður Þorsteinsson, ég hélt að þú ætlaðir kveða fastar að orði en ég varðandi framkomu Sophiu gagnvart Sigurði Pétri; kalla það lágkúru að reyna að stela 42 milljónum með því að kæra þennan tryggasta vin sinn ranglega fyrir skjalafals. Valda honum þannig meiriháttar erfiðleikum, sárindum, vonbrigðum og undrun á ósvífninni.
Um þetta hefur verið fjallað á öllum helstu útvarpsstöðvum, sjónvarpi og umræðan hefur flætt yfir síður dagblaða. Jafnframt hafa vefmiðlar birt dómsskjöl um málið. Þar á meðal netsíður dómsstóla.
En, nei. Þú varst ekki að tala um lágkúru í þessu samhengi heldur hneykslast á því að þetta sé nefnt í lítilli bloggfærslu. Þú kallar þetta fjölskyldumál sem eigi ekki erindi á bloggsíðu.
Heyr á endemi. Þetta fólk, Sophia og Sigurður Pétur, hafa ekki farið með þetta sem einkamál. Aldeilis ekki. Hvorki frá því að þau Sophia og Halim Al slitu samvistum né síðar. Þvert á móti. Þau hafa farið hamförum á forsíðum blaða og tímarita, þanið sig í ljósvakamiðlum og farið mikinn utan og innan dómstóla.
Þú ert eins og geimvera (ég á ekki við myndina af þér). Þú ættir að eyða þessu "kommenti" þínu. Það er þér til skammar.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 21:39
Júlíus, myndin af BB King er meira heillandi.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 21:41
H.T., þjófnaður upp á 42 milljónir, rangar sakargiftir og annað sem að þessu máli OPINBERRA persóna sem árum saman lifðu á fjárframlögum þjóðarinnar er ekki einkamál sem engum kemur við og enginn á að hafa skoðun á.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 21:44
Röggi, náðuð þið að safna peningum undir þeim forsendum?
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 21:45
Axel Jóhann, hárrétt hjá þér.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 21:46
Sæunn, mikið rétt.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 21:47
Sigurbjörg, það er fjör. Myndböndin frá Andrési eru athyglisverð.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 21:48
Valli, þannig er að fyrir mörgum árum vann ég á auglýsingastofum. Þetta var fyrir daga internets og faxtækja. Mitt sérfag hefur verið leturfræði, skrautskrift og þess háttar. Af því að þú ert vel inni í músíkbransanum þá rámar þig kannski í að ég var í árdaga mikið í því að teikna skrift / letur á plötuumslög, plaköt og auglýsingar. Oft þannig að ég þurfti að herma eftir tilteknum rithöndum. Dæmi: Platan "Kona" með Bubba, "Loftmynd" með Megasi, "Ekki enn" með Purrknum...
Svo fór ég að fá verkefni að herma eftir undirskriftum embættismanna ýmissa stofnana á pappíra sem þeir þurftu að undirrita en voru þá staddir erlendis. Þeir og aðrir sem að afgreiðslu pappíranna komu redduðu hraðri afgreiðslu á þessum pappírum með því að láta mig herma eftir þeirra undirskrift til að tefja ekki hlutina.
Þetta vatt hratt upp á sig á tímabili. Öllum til þæginda. Þegar "faxið" kom til sögunnar og síðan internetið fjaraði út þörfin á minni aðstoð á þessu sviði.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 22:08
Takið eftir, ekki bara í þessari bloggfærslu heldur einnig á öðrum vígstöðum, hvað Halim Al er alltaf ljúfur á svip og jákvæður en Sophia hert í frekju- og ólundarsvip.
Jens Guð, 14.2.2010 kl. 23:49
Mér finnst svolítið merkilegt hvað þú tekur oft fram að þú þekkir ekkert til þessa fólks, samt lætirðu þetta mál þér miklu varða. Ef ég hef talið rétt þá eru athugasemdir þínar 21 að tölu. Af hverju þessi áhugi á bláókunnugu fólki?
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 10:52
H.T., ég hamra á því að ég þekki ekki þetta fólk. Það er rík ástæða til að undirstrika að í þessu dæmi tek ég enga afstöðu út frá persónulegum kynnum við neitt af þessu fólki því ekkert slíkt er fyrir hendi.
Þegar fólk á orðastað við mig hér í athugasemdakerfinu er sjálfsögð og eðlileg kurteisi af minni hálfu að svara viðkomandi. Bara alveg eins og þegar einhver ávarpar mann úti í búð eða úti á götu. Spjall í athugasemdakerfinu er oft það skemmtilegasta við bloggið. Oft skilar spjallið fróðleik, nýjum flötum og betri skilningi á umræðuefninu. Það er bara gaman.
Jens Guð, 15.2.2010 kl. 23:29
Jens gerviguð!
Blessaður fáðu þér eldhús þá hefurður eitthvað að gera af viti en ekki hálfviti.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.