Rugl í Fréttablaðinu

  Nýráðinn ritstjóri,  Ólafur Þ. Stephensen,  skrifar leiðara í Fréttablaðið í dag.  Góðan leiðara um margt.  Þar fullyrðir hann að dægurtónlist sé ágætlega sinnt af öðrum útvarpsstöðvum en RÚV.  Þetta er alrangt.  Áður en farið er nánar út í það skal tekið fram að ég er afskaplega ánægður með X-ið 977.  Ekki síst músíkina sem þar er spiluð:  Lauflétt og glaðvært rokk í bland við skemmtilegar umræður í síðdegisþættinum  Harmageddon.  Þar fara Máni og Frosti á kostum. 

  Aðrar músíkútvarpsstöðvar gera út á píkupopp,  hnakkarúnk og skallapopp.  Það jukk er afskaplega einlitt.  Mér er alveg sama um það.  En því fer víðs fjarri að hægt sé að kvitta undir að dægurmúsík sé ágætlega sinnt með þeirri síbylju einhæfs léttpopps.

  Íslensk grasrótardægurmúsík er afskipt í dagskrá þessara dægurmúsíkstöðva.  Þær eru lokaðar fyrir því sem um er að vera í dægurmúsík utan léttpoppsins.  Ég hef margoft tekið þátt í tónlistarviðburðum þar sem allar útvarpsstöðvar eru lok, lok og læs og allt úr stáli - aðrar en RÚV. 

  Ég nefni eitt dæmi:  2002 átti færeyska rokksveitin Týr vinsælasta lagið á Íslandi,  Orminn langa.  Platan með laginu,  How Far to Aasgard,  var söluhæsta platan á Íslandi.  Týr fyllti hverja hljómleikahöllina á fætur annarri þvers og kruss um landið.  Í Ölfusi komst rétt helmingur gesta inn.  Hljómleikar Týs í Smáralind jöfnuðu aðsóknarmet Rottweilerhunda.  Fyrir framan verslun Skífunnar í Smáralind myndaðist lengri röð eftir eiginhandaráritunum Týs-liða en áður hafði sést. 

  Aðeins ein útvarpsstöð spilaði Tý:  Rás 2.  Ég talaði við dagskrárgerðarmenn á öðrum útvarpsstöðvum.  Svarið var:  "Jú,  það er mikið verið að biðja um  Orminn langa  sem óskalag en þetta lag passar ekki inn í þann músíkramma sem okkur er markaður."

  Ég gæti talið upp mörg önnur dæmi.  Jafnvel fráleitari.  Á tímabili voru Megas og Bubbi hvergi spilaðir nema á rás 2.  Það var þegar þessir tveir voru ekki á útgáfusamningi hjá plötufyrirtæki sömu eigenda og Bylgjunnar,  FM957 og hvað þær heita þessar útvarpsstöðvar.

  Sinna þær útvarpsstöðvar Músíktilraunum?  Nei.  Hvaða útvarpsstöðvar spiluðu Kukl,  Sykurmola,  Björk,  Sigur Rós,  Múm,  Sólstafi,  Mugison o.s.frv. áður en þessir tónlistarmenn náðu heimsfrægð?  Ekki Bylgjan.  Ekki FM957.  Ekki Flash.  Ekki Kaninn...

  Sama er upp á teningnum þegar um minna þekktar íslenskar og erlendar hljómsveitir er að ræða sem halda hljómleika hér en falla utan ramma músíkstefnu útvarpsstöðvanna.  Ég hef komið að lokuðum dyrum.  Mætt samt velvilja og skilningi.  En "því miður passar þetta ekki við okkar músíklínu." Nema hjá rás 2.  Þar hef ég aldrei mætt frávísun á þessum forsendum.  Þvert á móti.  Algjörlega þvert á móti.  Bara jákvæðni og opnum dyrum.

  Og hvaða útvarpsstöðvar spila  Þorraþrælinn  hér efst til vinstri í tónspilaranum mínum?  Ekki Bylgjan.  Ekki Flash.  Ekki Kaninn,  Ekki FM957.  Ónei.  En rás 2.  Og Útvarp Saga,  sem reyndar er talmálsútvarp.  Aldeilis ljómandi fínt sem slíkt.  Og rúmlega það. 

  Ólafur Þ. Stephensen er klárlega fæddur og alinn upp á malbiki höfuðborgarinnar.  Hans sýn á útvarpsmarkaðinn ber þess skýr merki.  Þegar ekið er út fyrir miðborg Reykjavíkur byrja músíkstöðvarnar að detta út ein af annarri strax í Ártúnsbrekkunni.  Þegar komið er að Hvalfjarðargöngunum er aðeins Bylgjan eftir.  Rás 2 heyrist hinsvegar um land allt og miðin.

  Fréttablaðið er í eigu 365 sem einnig rekur lungann af músíkútvarpsstöðvum landsins.  Ólafur Þ. er að klappa þeim sem gefur honum að éta.  Þetta er bisness.   Sögufölsun í þágu húsbóndans. 

Hér fyrir neðan er myndband við vinsælasta lag ársins 2002 á Íslandi.  Lag sem einungis var spilað á rás 2.

 

     

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér í þessum pistli.

Svo hefði gaman af að heyra hver niðurstaðan varð hjá þér varðandi beikonið http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1018272/

Magnús (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 01:20

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er stolt af því að allavega helmingur barnanna minna kann textann af Ormurinn langi.  Ég bjarga mér líka :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2010 kl. 01:29

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

1.]
Viljið tær hoyra kvæði mítt,
vilja tær orðum trúgva,
um hann Ólav Trygvason,
hagar skal ríman snúgva.

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[3.]
Knørrur var gjørdur á Noregs landi,
gott var í honum evni:
sjútti alin og fýra til,
var kjølurin millum stevna.

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[8.]
Har kom maður á bergið oman
við sterkum boga í hendi:
"Jallurin av Ringaríki
hann meg higar sendi."

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[10.]
"Einar skalt tú nevna meg,
væl kann boga spenna,
Tambar eitur mín menski bogi,
ørvar drívur at renna."

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[11.]
"Hoyr tú tað, tú ungi maður,
vilt tú við mær fara,
tú skalt vera mín ørvargarpur
Ormin at forsvara."

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[12.]
Gingu teir til strandar oman,
ríkir menn og reystir,
lunnar brustu og jørðin skalv:
teir drógu knørr úr neysti.

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[71.]
Einar spenti triðja sinni,
æt1ar jall at raka,
tá brast strongur av stáli stinna,
í boganum tók at braka.

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[72.]
Allir hoyrdu streingin springa,
kongurin seg undrar:
"Hvat er tað á mínum skipi,
so ógvuliga dundrar ?"

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[73.]
Svaraði Einar Tambarskelvir
kastar boga sín
"Nú brast Noregi úr tínum hondum,
kongurin, harri mín !"

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.

[30.]
Nú skal lætta ljóðið av,
eg kvøði ei longur á sinni;
nú skal eg taka upp annan tátt;
dreingir leggi í minni !

Glymur dansur í høll,
Dans sláið ring
Glaðir ríða Noregs menn
til Hildar ting.


Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.3.2010 kl. 01:32

4 Smámynd: Jens Guð

  Magnús,  ég veit ekki hvort netsamband mitt er svona slæmt eða hvort eitthvað annað veldur því að ég næ ekki að opna hlekkinn sem þú gefur upp.

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 01:39

5 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  ég er búinn að átta mig á að þú hefur - að minnsta kosti í aðra löppina - góðan músíksmekk.  Ég kann þetta kvæði ekki utan bókar en get raulað það með þegar aðrir eru forsöngvarar.  Meðal minna stærstu og merkilegustu upplifunum hafa verið á Ólafsvöku í Þórshöfn í Færeyjum þegar 20 þúsund manns dansa og syngja  Orminn langa  á miðnætti á "Ólafsvökuaftan".  Hringdansinn verður ekki eiginlegur hringdans heldur hlykkjast fjöldinn um margar götur og allir stíga hringdansinn og syngja saman.  Allir/flestir vel vil skál og falla í "trans" sem spannar hátt í hálftíma.  Það er galdur.  Ótrúleg upplifun sem slær flestu við.  Ég hef líka upplifað að vera staddur á 4ðu hæð í húsi og horfa yfir þessa iðandi kös svo langt sem auga eygir þegar miðbær Þórshafnar sameinast í "transinum".  Þá opnast skilningur á dáleiðslu. 

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 01:52

6 identicon

"Góðan leiðara um margt. "

Hvað var gott í leiðara Ólafs?

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 06:02

7 identicon

Hic! Hæ Jens Guð! How is life? Alltaf á uppleið?

Jón bóndi (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 08:14

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Fréttablaðið er í eigu 365, eins og FM, Bylgjan og co...

...og það eina sem ég get sagt að sé ágæt við þetta er 'ágætis tilraun til sögufölsunar í auglýsingamennsku'.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 5.3.2010 kl. 08:14

9 Smámynd: Jens Guð

  Arnþór,  eftirfarandi er til að mynda ágætt í leiðaranum:

  "Þessa dagana blæs um móður alls almannaútvarps,  BBC á Bretlandi,  vegna tillagna stjórnar fyrirtækisins um róttækar breytingar á starfseminni."

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 12:14

10 Smámynd: Jens Guð

  Jón bóndi,  nei,  það er eiginlega kyrrstaða.

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 12:15

11 Smámynd: Jens Guð

  Enar Loki,  takk fyrir þessa ábendingu.  Ég fattaði ekki þetta samhengi.  Ég skelli þessari staðreynd strax inn í færsluna.

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 12:16

12 identicon

Góður pistill. Stundum velti ég því þó fyrir mér hvort það sé ekki nóg að vera með eina ríkisrás, bræða saman Rás 1 og 2. Ég hef tekið eftir því að gufan hefur verið að "yngjast" upp, á sama tíma og Rás 2 að "eldast". Allvega ættu menn að skoða þann möguleika.

Svo er það hitt að auglýsingatekjur Rás 2 hindra kannski fjárstreymi til 'frjálsra' útvarpsstöðva. Gæti fjölbreyttari flóra útvarpsstöðva lifað, ef Rúv myndi ekki taka svona stóran hluta af auglýsingagreiðslum fyrirtækja?

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 15:09

13 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

'Ahugaverður pistill,og í fyrsta skipti sem ég heiri lagið sem mér líst mjög vel á.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 5.3.2010 kl. 18:12

14 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  auglýsingadæmið er vandamál.  Mér finnst óréttlátt að almannaútvarp með fastan (háan) tekjustofn togist á við Baugsmiðla og fleiri um auglýsingatekjur.  Á móti kemur að algengustu rök sem heyrast gegn rás 2 eru að leggja eigi rásina niður til að spara og lækka afnotagjöld.  Þá er gaman að benda viðkomandi á að rás 2 sé sjálfbær og niðurgreiði annan rekstur RÚV.   

  Í fljótu bragði held ég að ómögulegt sé að bræða saman rás 1 og 2 svo vel fari.  Þvert á móti held ég að vænlegra sé að bæta við rás 3 og 4.  Ja,  mér dettur það svona í hug án umhugsunar.

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 19:34

15 Smámynd: Jens Guð

  Sibba,  það var heldur betur kominn tími til að þú heyrðir  Orminn langa  með Tý.  Hvernig gat þetta lag farið framhjá þér í öll þessi ár?

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 19:35

16 identicon

Sæll Jens.Ég er hjartanlega smmála þér að rás 2 spilar bestu tónlistina og þá fjölbreyttustu,sérstaklega á næturnar,þá fær maður að heyra slagara eftir slagara úr öllum áttum.Xið hefur Harmageddon and thats about it,þeir mættu slaka aðeins á með viðbjóð eins og papa roach og creed og álíka ælu en þátturinn Harmageddon er svo að segja ómissandi.Þegar kemur að stöðvum eins og fm957,104,5 o.s.f.v þá hef ég 3 sek þolinmæði og færi mig yfir á aðra tíðni.Þessar stöðvar sem ég var að telja upp ættu að banna!! þ.e.a.s fm957-104,5 ógeðfeld froða sem veldur mér kjánahroll.

Viðir J (IP-tala skráð) 5.3.2010 kl. 22:15

17 Smámynd: Jens Guð

  Víðir,  ég er mest ánægður með hvað starfsfólk rásar 2 er opið, jákvætt og áhugasamt gagnvart öllu sem er að gerast í tónlistarlífi á Íslandi;  tilbúið að taka þátt í "rokkað hringinn",  "plokkað hringinn",  Músíktilraunum,  menningarnótt,  Airwaves og svo framvegis.   

  Ég reyni að missa aldrei af  Harmageddon  á X-inu.  En ég er oft með stillt yfir á X-ið einnig utan  Harmageddon.  Og heyri þar iðulega fín lög.  Þau eru ekki með Papa Roach eða Creed.  En ég er það ánægður með lagaval á X-inu yfir heilu línuna að ég kippi mér ekkert upp við nokkur leiðinleg lög í bland.  Ég skipti þá yfir á aðrar stöðvar á meðan þau ganga yfir.

Jens Guð, 5.3.2010 kl. 23:00

18 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Fór framhjá mér eftirsem ég bjó ekki á landinu,já hef mist af mörgu í tónlistinni HÉR ,og er því fávitandi en er að reyna að bæta það upp.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 6.3.2010 kl. 16:40

19 Smámynd: Jens Guð

  Sibba,  það hlaut að vera.  Þetta lag var rosalega vinsælt hérlendis og er ennþá spilað af og til á rás 2.

Jens Guð, 6.3.2010 kl. 23:26

20 identicon

Þú meinar líklega útvarpsstöðvar sem reykvíkingar hlusta mest áÐ Á Suðurland FM og áður Útvarpi Suðurlands er spiluð tónlist úr öllum áttum og enginn "rammi" þar!

Guðrún Halla (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband