Pálmi Haraldsson er fórnarlamb

  Það er gífurlega fróðlegt að lesa í helgarblaði DV 5 blaðsíðna viðtal við Pálma Haraldsson,  kenndan.  Afsakið.  Ég fékk óvænt hóstakast.  Já,  kenndan við Fons,  Iceland Express,  Skeljung,  Securitas,  Sterling,  FL Group,  matvörukeðjuna Iceland,  Feng og Sölufélag garðyrkjumanna.

  Pálmi iðrast:

  "Ég iðrast þess að hafa verið þátttakandi."

  "Ég axla mína ábyrgð... Ég var þátttakandi í þessu."

  "Ég ætla ekki að draga úr minni ábyrgð... Ég var þátttakandi í þessu."

   "Ég var drifinn áfram af græðgi."

   "Auðvitað gerði ég mistök."

   "Eins og fáráðlingur keypti ég mér einkaþotu 2006."

    "Við verðum að axla okkar ábyrgð."

    "Við fórum fram úr okkur."

    "Við hegðuðum okkur bara eins og fífl og ég tók þátt í því."

    "Við höfum algjörlega misstigið okkur og orðið okkur til skammar."

    "Það var ekkert sem stenst skoðun í því máli siðferðislega séð."

    "Við hlupum fram úr okkur."

    "Algjörlega fram úr hófi."

    "Menn fóru fram úr sér."  

    "Það er alveg ljóst að við fórum fram úr okkur."

    "Þetta var ekki heilbrigt."

    "Það var algjörlega galið og engan veginn réttlætanlegt."

    "Margföldunarstuðlarnir sem notaðir voru til að reikna virði fyrirtækja 2002 til 2008 standast ekki skoðun.  Það var út úr kortinu hvernig fyrirtækin voru verðmetin."

    "Sú eignabóla sem myndaðist stóðst ekki neina skoðun."

    "Frá öllum sjónarhornum fór risna fyrirtækja algjörlega fram úr öllu hófi."

   "Sé ég eftir mannorði mínu?  Já, alveg gríðarlega."

  Pálmi er þó ekki alveg til í taka á sig alla sök þegar betur er að gáð.  Enda engin ástæða til:

    "Ég er fórnarlamb."

    "Ég fór eftir þeim siðferðisreglum sem voru í gildi.  Þær voru galnar."

    "Þú ert í viðskiptum og það er ákveðið siðferði í gangi."

    "Ég var bara þátttakandi í því að fara út á miðin og veiða alveg upp að landhelgi því að það var ekkert sem bannaði það.""

    "Ég braut engin lög."

    "Ég var þátttakandi í leiknum."

    "Ég var þátttakandi í útrásinni.

    "Ég ber ekki ábyrgð á hruninu,  en ég tók þátt í að tjakka upp blöðruna."

    "Það voru einfaldlega gerð mistök."

    "Þetta voru bara þeir tímar sem voru í gangi þá.

    "Þetta voru þeir stuðlar sem voru í gangi þá."

    "Þetta voru þær reglur sem voru í gildi."

    "Þetta voru þær leikreglur sem voru í gangi,  skrifaðar sem óskrifaðar."

    "Við fórum eftir þeim reglum sem voru í gildi á þeim tíma."

     "Við vorum bara að vinna eftir þeim reglum og lögum sem voru í gildi þá."

    "Við tókum þátt í viðskiptalífinu eftir þeim reglum sem voru í gildi þá."

    "Flestir í samfélaginu voru þátttakendur í kerfinu."

    "Myndir þú ekki taka þátt ef bankinn kæmi til þín og biðja þig um að taka lánið gegn 5 milljón króna þóknun fyrirfram auk þess sem þú myndir fá helminginn af hækkun hlutabréfanna?" 

  Hverjum eru hinir raunverulegu sökudólgar?  Pálmi er með það á hreinu:

   "Stjórnvöld settu reglurnar."

    "Ég er ekki í vafa um hverjir brugðust.  Að sjálfsögðu eftirlitsstofnanirnar.  Sá sem setur lög og reglu."

    "Ráðandi aðilar í bönkunum og í atvinnulífinu höfðu langmest áhrif á hvernig staðan var orðin."

    "Seðlabankinn og hið opinbera völdu langversta kostinn."

    "Ég held að Davíð,  Geir og Árni hafi engan veginn gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar þessi ákvörðun þeirra myndi hafa."

    "Það er alveg ljóst hverjir bera ábyrgð á ástandinu.  Það eru að sjálfsögðu þeir þingmenn sem voru í meirihluta á Alþingi þegar leikreglurnar í viðskiptalífinu voru búnar til.  Það eru að sjálfsögðu eftirlitsaðilarnir,  Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið.  Það eru eigendur og stjórnendur bankanna...Forystumenn í atvinnulífinu og samtök þeirra." 

    "Þetta var mjög öfgafullt hagkerfi sem orðið var til á Íslandi."

    "Þetta var einfaldlega bara typpakeppni."

   "Íslensku bankarnir voru engan veginn hæfir til að taka við þessu fjármagni og koma því í umferð."

    "Allir eiga þar hlut að máli sem voru í viðskiptum."

 


mbl.is Ekki enn vor á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Nú reynir á réttarríkið. FME hefur brugðizt en hvað gerir sá sérstaki?  Hann getur úrskurðað þessa fjármálagerninga sem samsæri, sem þeir eru í okkar augum. Markaðsmisnotkun er greinilega í lagi að áliti FME!!  Fuck it!

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 6.3.2010 kl. 02:21

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gubbstuðull minn náði nýjum lægðum við lestur á þessu PR átaki útrásarvíkinga

 "Það var ekkert sem stenst skoðun í því máli siðferðislega séð."

"Ég braut engin lög."

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.3.2010 kl. 05:14

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Dásamlegt alveg.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 6.3.2010 kl. 08:36

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

hehehehehehehehehehehehehehehehehehehehe!

hehehehehehehehehehehehe!

hehehehehehehe!

...erh... erh...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!'

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 6.3.2010 kl. 10:06

5 identicon

Ég vil benda öllum á að ég heiti Helgi Pálmi Aðalsteinn og er frá Vopnafirði ekki Fonsi

Pálmi Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 11:38

6 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Eina eftirsjá Pálma snýst um þá rýrnun sem orðið hefur á þeim fjárhaugum sem hann af taumlausri græðgi hafði dregið sér úr vösum almennings.

Uppsölur hafa klárlega víða fylgt lestri viðtalsins.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.3.2010 kl. 12:35

7 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hvers vegna skilar þessi mannfýla ekki öllum peningum sem hann er með til yfirvalda?

Þetta er AUMINGI með hor frá a-ö.

Alveg eins og bónushyskið og allt hitt. Í steininn með þetta lið strax, sleppum smákrimmunum til að rýma fyrir þessu liði.

Sveinn Elías Hansson, 6.3.2010 kl. 12:39

8 Smámynd: Jens Guð

  Jóhannes Laxdal,  FME var með í sukkinu.  Forráðamenn þess voru í klíkunni.

Jens Guð, 6.3.2010 kl. 14:35

9 Smámynd: Jens Guð

  Jenný Stefánía,  ég vil sjá og heyra fleiri viðtöl við Kók-ólf.  Pálmi og Jón Ásgeir eru ekkert fyndnir í samanburði við hann.  Hann er lang fyndnastur af útrásarvillingunum.  Það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hæla.  Toppurinn er hagfræðikenning hans um að peningar skipti ekki um hendur heldur visni eins og blóm hverfi og fari til peningahimna!

Jens Guð, 6.3.2010 kl. 14:39

10 Smámynd: Jens Guð

  Arinbjörn,  það er lærdómsríkt að kynnast hugsunarhætti svona tappa.  Verst að það gleymdist í viðtalinu að fara yfir kaup hans á málverkasafni Skeljungs.  Þar lét hann óvart verðmeta nokkur ódýr málverk sem hann var ekki að kaupa í staðinn fyrir dýr málverk sem hann var að kaupa.  Til viðbótar borgaði hann fyrir ódýr málverk sem hann átti þegar en gleymdi að borga fyrir sum dýr málverk sem hann var að kaupa.  Annað eftir því.  Hann er myndlistaunnandi - þó hann ruglist svona rækilega á verkum sem hann á og verkum sem hann á ekki.  Öllum getur orðið á.

Jens Guð, 6.3.2010 kl. 14:44

11 Smámynd: Ómar Ingi

Pálmi Pálmi Pálmi er hann búin að gleyma konunni á skrifstofunni sinni sem hann .................................................... og hún reyndar kærði hann og ...............................................

Greyið Pálmi

Ómar Ingi, 6.3.2010 kl. 14:56

12 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

"Bankarnir & mafían var augsjáanlega með PÁLMANN í höndunum..!"  Leiðinlegt að lesa viðtöl við "siðblinda FÍKLA" - algjör afneytun í gangi & það á ekki að koma á óvart.  Hver er munurinn á Jón Ásgeir & Pálma?  Sá sami og á kúk & skít, blæbrigða munur - skítlykt af þessum skítakarakterum sem hafa "ruplað & rænt til sýn FÉ - annara manna fé" og svo stærir Jón Ásgeir sig af því að vera hvergi í persónulegri ábyrgð...lol.....!  Lady GaGa, Solla stirða, Samspillinginn, Bófaflokkurinn og aðrir misvitrir en þrællspiltir stjórnmálamenn gáfu þessum BÓFUM frelsi - sem þeir misnotuðu og það er stjórnmálamönnunum að kenna að hafa gefið þessum mönnum DÓP, ekki þeim að kenna að hafa tekið dópið, enda augljóst að dópisti mun ekki segja NEI við "góðu eða slæmu dópi" - það er jú þeirra eðli að uppfylla sýnar lægstu dýrlegu kvaðir - ljótar sálir með mjög mjög lát tíðnissvið.

Þessir menn eru svo sannarlega ÓSÓMI Íslands og ég er þakklátur Ásatrúarfélaginu fyrir að hafa ríst þeim NÍÐSTÖNG um aldur og ævi!  Ef þessir villimenn fara í leikhús þá verður eflaust ráðist á þá, þeir vita upp á sig skömmina og flytja því flestir erlendis!  Farið hefur FÉ betra!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 6.3.2010 kl. 15:29

13 identicon

Hræðilegt að heyra hræsnina og delluna sem upp úr garminum kemur... hann er að æla yfir okkur öll.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 15:56

14 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Viðtalið sínir hvað þessi maður er siðblindur.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 6.3.2010 kl. 16:32

15 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Jens,  hef ekki húmor fyrir þessum kóna.

Er viss um að allir hafi tekið eftir uppáhalds orðskrúði útrásarróna s.l. ár.  "Stenst skoðun",   hef ég heyrt JÁJ hamra á þessu hvenær sem hann birtist á skjánum.

Enn er þetta orð notað en nú er það  "ekkert sem stenst skoðun" ..............  framför, vissulega enda stendur hvorki né stenst neitt sem þessir kónar hafa bullað í gegnum tímann.

..... og svo má alltaf persónugera "vininn" í 3ju persónu, og hella allri skuldinni á keppnisskap hans í að verða stærstur og stinnastur. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 6.3.2010 kl. 16:32

16 identicon

Hvað segir þú um þetta útspil hans Pálma kisa mín?

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 16:32

17 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Hver er munurinn á kúk í fötu og Pálma í fons?

Það er FATAN.

Sveinn Elías Hansson, 6.3.2010 kl. 17:54

18 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Mín skoðum er þessi: Höfða þarf mál á hendur manninum og veita honum hóflega en eðlilega refsingu samkvæmt lögum. Síðan það mikilvægasta sem er að hindra samskonar athæfi.

Maðurinn hefur augljóslega verið algjörlega fyrrtur Aukasetningin er þessi: Mikilvægara heldur en að berja á mistakamönnum er að endurreysa Ísland (og hjálpa þeim allra verst settu.)  Ísland og íslensk menning mun ekki versna þegar þetta er gengið yfir eftir 5-10 ár, nei þvert á móti batna. Við verðum að hugsa langt vinir góðir.

Guðmundur Pálsson, 6.3.2010 kl. 19:59

19 Smámynd: Jens Guð

  Einar Loki,  ég hlæ með þér.  Viðtalið við kauða er bráðfyndið.

Jens Guð, 6.3.2010 kl. 23:09

20 Smámynd: Jens Guð

  Pálmi,  ég undirstrika það að þið Pálmi Haraldsson eru sitthvor maðurinn.  Og með ólíkan lífsstíl og siðferði. 

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 00:00

21 Smámynd: Jens Guð

  Axel,  ljósmyndin sem þú setur inn er táknræn.  Svo er spurning,  stór spurning,  hvað Pálmi á við með því að segjast axla ábyrgð.  Hann fullyrðir að hann muni ekki þurfa að sæta neinum dómum.  Ég hef grun um að það sé reyndar rétt hjá honum.  Það verður ekki hróflað við þessu liði.

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 00:05

22 identicon

Hann er sá eini sem hefur pálmann í höndunum.

Jón bóndi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 10:57

23 identicon

Ég las þetta viðtal í DV tvisvar sinnum,og hvergi gat ég séð að þessi Stórþjófur Pálmi Haraldsson  Iðrist

Viðtalið við hann  ÉG IÐRAST  er ekkert að marka hann IÐRAST einskis þessi glæpamaður.Ég ber ekki ábyrgð á gjörðum mínum ef ég hitti hann á næsta götuhorni.

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:06

24 identicon

Það sýður í manni reiðin,og hvernig mun skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis líta út,hún er þessa dagana í fegrun.

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:08

25 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn Elías,  hann hugsar áreiðanlega eins og Bjarni Ármanns:  Að það væri óábyrg meðferð á ránsfengnum að skila honum aftur.

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 14:25

26 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  hann er búinn að steingleyma henni.  Hann var líka búinn að steingleyma því að hann átti þegar ódýrustu málverkin sem hann lét verðmeta þegar hann stakk málverkasafni Skeljungs í vasann.  Sömuleiðis var hann búinn að steingleyma verðmætustu málverkunum og lét því ekki verðmeta þau.  Og því síður borgaði hann fyrir þau.

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 14:28

27 Smámynd: Jens Guð

  Jakob Þór,  hann var góður þessi með Lady GaGa og Sollu stirðu

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 14:30

28 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE,  já,  í raun má orða það þannig að hann sé að æla yfir þjóðina.

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 15:53

29 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  viðtalið afhjúpar ansi margt í fari mannsins.

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 15:54

30 Smámynd: Jens Guð

  Jenný Stefanía,  mæl þú manna heilsust!

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 15:56

31 Smámynd: Jens Guð

  DoctorE (#16),  ég er sammála kisu.

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 17:54

32 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn Elías (#17),  þessi er rammur

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 17:55

33 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  ég get tekið undir þetta hjá þér.  Hinsvegar fullyrðir Pálmi að það verði hvergi hróflað við honum.  Mér segir svo hugur að þetta sé rétt hjá honum.  Útrásarvillingarnir eru friðhelgir.

Jens Guð, 7.3.2010 kl. 17:59

34 identicon

Kæri Jens getur þú sagt mér hvað orðið  indenticon þýðir sjá má það við færslur mínar hér ofar.Þarna var myndarammi líkt og hjá öðrum.en það hefir breyst.???

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 22:20

35 identicon

identicon  átti það að vera.

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 22:23

36 identicon

Allt í einu er þetta komið í lag,en hvað skyldi þetta orð þýða.(var skyndilega á fleirri bloggum er ég rita á.)

Númi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 22:44

37 identicon

Pálmi Haralds er typiskur þjónn og hægrihandar drullusokkur Jóns Ásgeirs. Pálmi Haralds var þekktur í viðskiptalífinu og í bankakerfinu fyrir öskur á starfsfólk og það gleymir ekki frekjuköstunum í honum. Pálmi Haralds hefur endanlega stimplað sig út úr íslensku þjóðlífi. Það vill enginn kannast við hann lengur og honum er úthýst alls staðar þar sem hann reynir að komast inn. Best væri að Jón Ásgeir myndi skjóta yfir hann skjólhýsi erlendis í framtíðinni.

Stefán (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband