Eiturlyfjasalar grunaðir um ólöglega starfshætti

  Starfsmenn SÁÁ fylgjast glöggt með þróun verðlags á vinsælustu eiturlyfjum.  Verðið er samviskusamlega uppfært á heimasíðu félagsins.  Verðsveiflurnar eru hinar fróðlegustu og vekja spurningar.  Þannig kemur fram að verð á amfetamíni var 6200 kr.  í desember en hefur lækkað niður í 5470 kr.  Grasið hefur lækkað úr 4800 kr.  í 3710.  Kókaínið úr 18.300 í 12.420.  Þannig mætti áfram telja. 

  Athygli vekur að þróun hefur orðið sú að verð á eiturlyfjum er orðið nákvæmara.  Það er ekki lengur "rúnnað" við 100 kallinn heldur 10 kalla.  Bankastarfsmenn hafa orðið varir við þetta.  Eiturlyfjasalarnir koma í hópum í bankana til að skipta 1000 köllum í 10 kalla.  Á skemmtistöðum má jafnframt þekkja eiturlyfjasala úr vegna þess að vasar þeirra eru bólgnir af 10 köllum.

  Nákvæm verðlagning bendir sterklega til þess að eiturlyfjasalar stundi verðsamráð.  Það er stranglega bannað.  Samkeppnisstofnun verður að taka snöfurlega á því.  Þangað til Samkeppnisstofnun hefur fellt dóm yfir eiturlyfjasölum og sektað þá fyrir ólöglegt verðsamráð er brýnt fyrir eiturlyfjakaupendur að fá nótu fyrir öllum kaupum.  Svo getur farið að þeir eigi skaðabótarétt gagnvart eiturlyfjasölunum.  Verðlækkun á eiturlyfjum væri hugsanlega mun meiri ef ekki væri um verðsamráð að ræða.  Einkum er líklegt að verð á kókaíni væri ennþá lægra vegna þess að flestir útrásarvillingarnir og fylgihnettir þeirra eru fluttir til útlanda.  Eftirspurn er því lítil miðað við það sem áður var.

kókaín

     


mbl.is Handtekinn á leið heim úr fangelsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athugaðu að áfengi og tóbak eru vinsælustu eiturlyfin, litlu eiturlyfjasalarnir eru ekki öfundsverðir að þurfa að keppa við stóra eiturlyfjasalann ÁTVR og því skiljanlegt að þeir beiti öllum brögðum. Ekki einungis vill stóri eiturlyfjasalinn hafa algera einokun á þessum markaði, hann sigar gengi sem kallast Fíknó til að berja niður samkeppni. Í sjálfu sér er það ekki óeðlilegt að eiturlyfjasalar beiti fyrir sig fótgönguliðum en klárt brot á samkeppnislögum er að það eru skattgreiðendur sem kosta Fíknó gengið á meðan aðrir eiturlyfjasalar verða að borga sínum mönnum sjálfir.

Tóti (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 10:43

2 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þetta er skrítinn færsla hjá Tóta.

Hvernig einokar þú markaðinn með hækkuðu verðlagi?

Lækkandi verð á ólöglegum efnum, þýðir það ekki aukið framboð, aukin samkeppni?

Sveinn Elías Hansson, 10.3.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta eru nokkuð léttúðarfull skrif um alvarlegan vanda.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.3.2010 kl. 11:28

4 identicon

LOL AHHAHAHAHHA!  Gaman gaman.  Eiturlyfjasalarnir hafa thó ekki laert ad selja grasid á 4799 eda 3699...skiptir kannski ekki máli thar sem their brjóta lög med thví ad hafa verdsamrád og eru ekki í samkeppni eins og thú bendir réttilega á.

Ég hef alltaf dádst ad gódu valdi thínu á íslenskunni...vil thó gera athugasemd vid thetta: "vekja upp spurningar"

Gjagg (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:39

5 identicon

Tja, Sveinn. Lægra verð þýðir ekki endilega aukið framboð, þó það geti vissulega verið. En skýringin getur eins legið í því að gengi krónunnar hafi verið lægra í desember en núna á svörtum gjaldeyrismarkaði (þetta er jú flest flutt inn og gjaldeyrishöft við lýði).

Sigurður, séu bornar saman rannsóknir sem Bandarísk heilbrigðisyfirvöld (Center for disease control) og Cato Institute létu gera þá kemur í ljós að áfengi drepur bæði hlutfallslega og í heildina fleiri en öll hin eiturlyfin samanlagt (að tóbaki undanskyldu), og tóbak drepur fleiri en áfengi og öll hin eiturlyfin samanlagt (sinnum þrír), bæði hlutfallslega og í heild (http://www.orange-papers.org/orange-ratpark.html).

Þannig að neysla svokallaðra eiturlyfja er minna alvarlegt mál en neysla þess sem ÁTVR selur.

Tóti (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:46

6 identicon

Úr fyrrnefndir grein, tóbak drepur reyndar bara tvisvar sinnum fleiri en allt hitt.

Drug Deaths per 100,000 users per year

Tobacco   (CDC 1) 440
Alcohol   (CDC 2) 100
Heroin   (Cato 3) 80
Cocaine   (Cato 3) 4
Marijuana   (Me 4) 0

Tóti (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:54

7 identicon

Ég trúi ekki einu ordi sem kemur frá thessari svokölludu Cato "Institute".  Thetta er áródursvél hassreykjandi repúblikana (libertarians). 

Gjagg (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 13:58

8 Smámynd: Jens Guð

  Tóti,  er ÁTVR ekki aðallega að keppa við Ámuna og aðrar þessar verslanir sem selja brugggræjur og fleira sem þarf til að brugga áfenga drykki?  Það er næstum sama inn á hvaða heimili komið er:  Maður er jafnan leiddur inn í eitthvað skúmaskot þar sem hálfbruggaður bjór ólgar og hreinn landi lekur úr eimingargræjum.  Það er metnaður í gangi.  Bruggararnir keppast við að eiga flottastar græjur.  Sumir láta meira að segja prenta sérhannaða miða til að líma utan á flöskurnar.

  7% samdráttur í sölu á áfengi í vínbúðum hefur ekkert að gera með minni áfengisneyslu.  Þvert á móti hef ég sterkan grun um að þeir sem eru farnir að brugga sjálfir sitt áfengi drekki mun meira en á meðan þeir keyptu sitt vín úti í búð.  

  Mér virðist líka sem óvenju mikið af smygluðum sígarettum séu í umferð.  Ég er alltaf að heyra frá fólki sem hefur verið að kaupa 10 - 20 sígarettukarton af sjómönnum og útlendingum á "spottprís".

Jens Guð, 10.3.2010 kl. 14:41

9 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn Elías,  það er spurning hvað er orsök og hvað er afleiðing.  Minni eftirspurn getur kallað á verðlækkun alveg eins og lækkað verð getur aukið eftirspurn.  Ja,  ég segi nú sisona.

Jens Guð, 10.3.2010 kl. 14:43

10 Smámynd: Jens Guð

  Sigurður Þór,  mér finnst þetta vera frekar alvörugefin skrif um léttvægan vanda.  Ef vanda skal kalla. 

Jens Guð, 10.3.2010 kl. 14:44

11 identicon

Sko að gefa upp verð á fíkniefnum er ákveðni vörn fyrir fíkla og samfélagið, það gilda einföld hagfræðilögmál um fíknefnamakðinn eins og aðra markaði (framboð, eftirspurn aðgengi að upplýsingum osfrv). Það þykir til dæmis ekki gott ef einn aðili á markaði hefur meiri upplýsingar um hann en annar aðilli, til dæmis ef framleiðendur og sölumenn hafa meiri upplýsingar um markaðinn en neytendur þá gefur það framleiðendum og sölumönnum aukin völd. Völd sem þeir nýta sér til að níðast á veikum fíkniefnanotendum sem hafa ekki stjórn á sér og kaupa þessi efni af þeim hvað verði sem er. Þetta nýtist því sem ákveðin vörn fyrir fíkniefnaneytendur að gefa upp verð.

Verð á fíkniefnum gefa líka hugmyndir um hvernig markaðurinn er að breytast (Framboð og eftirspurn) og gefur mönnum því hugmyndir um hvaða áhrif löggæsla eða forvarnir eru að hafa á hverjum tíma. Til dæmis ef að verð hækkar þrátt fyrir aukið framboð er nokkuð ljóst að hvorki löggæsla né forvarnastarf sé að virka. 

Allar upplýsingar segja manni eitthvað, allar upplýsingar eru góðar, það eru bara ekki allir sem kunna að lesa í þær og telja þær því tilgangslausar. 

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:47

12 Smámynd: Jens Guð

  Gjagg,  dópsalarnir virðast ekki vera búnir að fatta þessa verðlagssálfræði sem stundum er kennd við Hagkaup (en er miklu frekar áberandi í erlendum verslunum).  Það er margsönnuð staðreynd að heilinn skorðar upphæð við fyrsta tölustafinn.  Þannig staðsetur heilinn upphæðina 9999 nær 9000 kalli en 10.000 kalli.  Sömuleiðis gerir heilinn lítinn sem engan greinarmun á upphæðunum 10.000 og 10.100.

  Takk fyrir ábendinguna varðandi að vekja spurningar.  Ég ætla að laga það í færslunni.

Jens Guð, 10.3.2010 kl. 14:50

13 identicon

Já, svo er samkeppni slæm fyrir fíkniefnasala. Aukið aðgengi að upplýsingum (eins og verðupplýsingum) til neytenda eykur samkeppni meðal fíkniefnasala sem hefur þau áhrif að þrýsta niður verði til neytanda sem hefur þau áhrif að ágóði fíkniefnasala minnkar sem hefur svo þau áhrif að völd fíkniefnasala minnka.

Bjöggi (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 14:52

14 Smámynd: Jens Guð

  Bjöggi,  því fer fjarri að ég geri athugasemd við þessar verðupplýsingar á heimasíðu SÁÁ.  Þvert á móti tek ég undir þau sjónarmið sem þú setur fram. 

Jens Guð, 10.3.2010 kl. 14:53

15 identicon

Gjagg, svokallaðir libertarians eða frelsissinnar eru ekki það sama og repúblikanar þó þeir séu nær þeim en demókrötum vegna áherslu frelsissinna á minni afskipti ríkisins af lífi fólks.

Umræddur hugsanatankur fræðimanna er sagður sá 5. áhrifamesti í heiminum samkvæmt wikipedia og kemst því ekki upp með að setja fram eitthvað bull í rannsóknarniðurstöðum sem ekki stenst rýni annarra fræðimanna (peer-review).

En ekki trúa orði af því sem þeir segja, þú skalt bara trúa mér þegar ég segi að svokallað stríð gegn eiturlyfjum er ekkert nema áróðursfroða og stærsta hnattræna nornaveiði síðustu aldar.

Eins og Milton (annar libertarian) sagði þá er jafn óásættanlegt að ríkið skipti sér að því sem þú setur upp í þig eins og hvað þú lætur út úr þér.

Tóti (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 15:40

16 identicon

Libertarians kjósa alltaf Republicanflokkinn thegar til kastana kemur thví theirra flokkur hefur ekki möguleika á ad vinna eitt né neitt.  Thess vegna:  HASSREYKJANDI REPUBLICANAR.

Gjagg (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 17:53

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Gjagg, tekurðu WHO (alþjóða heilbrigðisstofnunin, ekki hljómsveitin), alvarlega?

Þeir hafa komist að nákvæmlega sömu niðurstöðu....tóbak drepur um 5 milljónir í heiminum árlega, áfengi drepur 2,5 milljónir, (og þá eru ekki taldir með þeir sem deyja vegna drykkju annara), og öll hin efnin drepa samtals 200.000 árlega......

Og nýverið beindu þeir þeim tilmælum til allra ríkisstjórna innan UN, að hætta að leggja kapp á baráttu gegn ólöglegu efnunum, og setja það kapp í baráttu gegn tóbaki og áfengi, þetta svokallaða "stríð gegn eiturlyfjum" er löngu tapað, og kostar meira en öll efnin kosta samfélagið.

Skoðaðu til dæmis samtök sem heita LEAP (Law Enforcement Against Prohibition), sem samanstanda af fyrrverandi og starfandi DEA starfsmönnum, möo, þeim sem hafa séð allar hliðar málsins..þú verður kannski hissa....

Haraldur Davíðsson, 10.3.2010 kl. 18:17

18 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Hver er annars tilgangur þess að auglýsa markaðsverð á ólöglegu dópi?

Verðlækkun á dópi vekur athygli og að sjálfsögðu gilda sömu lögmál um svoleiðis "vörur" og aðrar vörur. Verðlistar virka. Fyrirtæki láta prenta vörulista með verðum til að auka sölu, ekki til að draga úr sölu, ekki til forvarna.

Benedikt Halldórsson, 10.3.2010 kl. 18:34

19 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Tja, ef ég ræki meðferðarstöð í atvinnuskyni þá náttúrlega hefði ég alls engan áhuga á að markaðurinn fyrir meðferðir minnkaði eða jafnvel hyrfi. Nei, ég myndi helst vilja vöxt, þannig gengur það fyrir sig í viðskiptum.

Auðvitað er ríkið umsvifamesti fíkniefnasali landsins og drepur hundruði árlega með fíkniefnum sínum og eyðileggur fjölskyldur og grefur undan eigin kerfi - en það skapar líka vinnu fyrir herdeildir vandamálafræðinga og þannig býr þetta geðbilaða kerfi til sínar atvinnuleysisgeymslur. 

Baldur Fjölnisson, 10.3.2010 kl. 19:54

20 Smámynd: Jens Guð

  Tóti (#15),  barátta gegn eiturlyfjum er tvískinnungur út í eitt.  Ekki bara í Bandaríkjunum þar sem opinberar stofnanir hafa tekið þátt í tilraunum með áhrif eiturlyfja (LSD) á almenna borgara heldur hafa íslensk stjórnvöld tekið þátt í bullinu.  Hver man ekki eftir því sem Framsóknarflokkurinn boðaði sem "Ísland án eiturlyfja 2000".  Gott ef Reykjavíkurborg var ekki þátttakandi í því rugli.    

Jens Guð, 11.3.2010 kl. 01:12

21 identicon

"Og nýverið beindu þeir þeim tilmælum til allra ríkisstjórna innan UN, að hætta að leggja kapp á baráttu gegn ólöglegu efnunum"

Gaman vaeri ad thú gaetir bent á heimildir í thessu sambandi.

Gjagg (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 11:40

22 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lestu þetta, þarna er þetta glöggt. Ég finn ekki yfirlýsinguna, en hún kom frá þeim á síðasta ári í tengslum við úttekt á dauðsföllum tengdum áfengi, tóbaki og öðrum fíkni- og vímuefnum. Ég ætla að leita betur, en lestu sérstaklega kaflana " Global status report on alcohol" og " Global status report:Alcohol policy".

En rengir þú líka WHO þegar kemur að þessum tölum sem nefndar voru með vísun í aðra ágæta stofnun??

Ef svo er ertu ekki að fara að sjá neitt annað en þína skoðun, hvað sem öllum skýrslum WHO viðkemur....



Haraldur Davíðsson, 11.3.2010 kl. 12:31

23 Smámynd: Haraldur Davíðsson

http://www.who.int/substance_abuse/publications/alcohol/en/

Haraldur Davíðsson, 11.3.2010 kl. 12:31

24 identicon

Hvar hef ég rengt WHO?.  En ad líkja öfgahaegri áródursvél vid WHO samthykki ég ekki.  Cato öfgahaegri áródursvélin reynir ad gera lítid úr skadsemi hasss.  Öll eru thessi eiturlyf haettuleg á allan hátt ...beint og óbeint og thau valda miklum kvölum hjá adstandendum.  Ég er alfarid á móti tóbaki, áfengi og öllum ólöglegum eiturlyfjum. 

Ég endurtek:

"Og nýverið beindu þeir þeim tilmælum til allra ríkisstjórna innan UN, að hætta að leggja kapp á baráttu gegn ólöglegu efnunum"

Gaman vaeri ad thú gaetir bent á heimildir í thessu sambandi.

Gjagg (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 12:55

25 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Gjagg.... þú sagðist ekki trúa orði sem frá Cato kemur, og það verður að teljast dálítil rökvilla hjá þér að ætla að ég vændi þig um að treysta ekki WHO, ég spurði þig að því hvort þú gerðir það, þar sem Cato og WHO eru að miðla sama hlutnum.

Hitt sagði ég þér, ég er að leita að yfirlýsingunni, (eftir því sem tími vinnst hjá mér við vinnu...), og skal svo sannarlega benda þér á hana. Ég fer í gegnum ógrynni af upplýsingum um þessi mál..því er ekki alveg beinlínis hlaupið að einu atriði, en lestu skýrsluna góði, og ef þér tekst að sjá útfyrir augun þín, þá er þetta þarna, þótt yfirlýsingin sem ég vitnaði í sé ekki þarna...en hún kemur...

En skoðun þín á þessum hlutum gefur greinilega ekki mikið rými til rökræðna, þar sem tilfinningarök eru ekki góður grundvöllur, ef þú telur þig geta sett skoðanir þínar til hliðar, og rætt þetta á forsendum staðreynda, þá er jafnvel von til að sjóndeildarhringur þinn víkki.

Ég mæli með að þú skrúfir aðeins niður í þér, amk meðan þú þorir ekki að koma fram undir nafni.

Haraldur Davíðsson, 11.3.2010 kl. 13:29

26 identicon

Tilfinningarök?  Thú kemur med allskonar fullyrdingar og gefur ýmislegt í skyn.  Thad geta allir lesid okkar texta og dregid sínar ályktanir. 

Ég hef mína skodun á thessari öfgahaegri áródursvél og thad sem frá henni kemur.  Einnig tel ég ad ekkert jákvaett sé vid eiturlyf, áfengi og tóbak.

Ég endurtek aftur:

"Og nýverið beindu þeir þeim tilmælum til allra ríkisstjórna innan UN, að hætta að leggja kapp á baráttu gegn ólöglegu efnunum"

Gaman vaeri ad thú gaetir bent á heimildir í thessu sambandi.

(Ég get ímyndad mér ad thad taki thig drjúgan tíma ad finna thetta)

Gjagg (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 16:03

27 identicon

Gjagg, það er búið að benda þér á heimildir. Mér sýnist þú alveg úti að skíta í þessu máli.

Bjöggi (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 16:40

28 identicon

Ekki rétt elsku kallinn minn. 

Bjöggi minn....viltu kannski hjálpa honum í leitinni ad thessu:

"Og nýverið beindu þeir þeim tilmælum til allra ríkisstjórna innan UN, að hætta að leggja kapp á baráttu gegn ólöglegu efnunum" 

Gangi ykkur vel.

Gjagg (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 18:09

29 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er ekkert sérstaklega jákvætt við fíkniefni, lögleg og ólögleg, en samt er þetta sívaxandi batterí og mikil gróðamaskína fyrir glæpamafíur og peningaþvætti í þessu sambandi mikilvægur þáttur í bankastarfsemi um víða veröld. Síðan tengist megnið af þjófnuðum, innbrotum oþh. fíklum sem eru að reyna að verða sér úti um peninga eða góss til að fjármagna fíkn sína.

Þetta er ákveðið stríð og þarf því að hugsa aðgerðir út frá hernaðarlegu og strategísku sjónarmiði. Skref eitt, þú splittar óvininum og veikir hann þar með. Leiðin er að gera meinlausasta fíkniefnið löglegt með ákveðnum skilyrðum, í áföngum. Þar á ég við marijúana sem er ræktað hér á landi. Fyrsta kastið skal leyfa ræktun til einkaneyslu en síðan velja góða ræktendur sem geta séð um markaðinn og skrá starfsemi þeirra og skattleggja hana á lögformlegan hátt. Þar sem landslýðurinn getur af skiljanlegum ástæðum aðeins torgað ákveðnu magni fíkniefna þá leiðir af sjálfu sér að neyslan mun færast úr hörðum efnum og áfengi yfir í grasið og ég tel jafnframt víst að neysla læknadóps og annars lyfjaáts myndi snarminnka. 

En kosturinn við þessa leið væri ekki síst að löglegir framleiðendur myndu í raun sjá um löggæsluna, það er þeir myndu hafa beinan hag af því að ryðja ólöglegri starfsemi út af markaðinum.  Glæpabísnessinn myndi hrynja og því væri hægt að skera niður drastískt ofbólgnar herdeildir lögreglu, vandamálafræðinga, dómskerfi og annað sem lifir á vaxandi vandamálum.

Skref tvö, þegar skref eitt hefur virkað í þetta fimm ár, er að banna algjörlega notkun reiðufjár, það er gera skylt að hafa öll viðskipti með tækjum af ýmsu tagi, tölvum og símum og öðrum apparötum. Þar með er hægt að rekja allt og síðustu leifarnar af glæpastarfsemi tengdri fíkniefnabraski gufa upp.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2010 kl. 18:45

30 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Áður en þú dettur ofan af hrossinu þínu Gjagg, skaltu lesa skýrsluna sem ég benti þér á. þar sem þetta sjónarmið skín í gegn, hitt færðu um leið og ég finn þetta.

Ætlir þú hins vegar einungis að gefa í skyn að ég sé annaðhvort að búa þetta til eða ímynda mér þetta, skaltu koma fram undir nafni! Þú ert sjálfum þér til minnkunar ef þú ekki treystir þér til að standa undir orðum þínum, en heldur samt ekki kjafti.

Þú segist rengja allt sem kemur fram hjá cato, og rengir þar með ALLT sem kemur frá þeim óháð sannleiksgildis þess...möo þú rengir þetta á tilfinningalegum forsendum....og þá væntanlega alla þá sem segja það sama og cato!?!?

En þú ert greinilega illa læs, því ég held því hvergi fram að þú rengir WHO, heldur spurði ég þig...

En frétt um þessa yfirlýsingu birtist m. a í fjölmiðlum hér, og ég er að grafa og finn þetta bráðum...vertu viss, og ég vænti þess að þú látir þá af gunguhættinum og komir fram undir nafni...

Haraldur Davíðsson, 11.3.2010 kl. 19:50

31 Smámynd: Haraldur Davíðsson

http://www.unwire.org/unwire/20021015/29625_story.asp     hér er ein af skýrslum WHO, þar sem augljóslega má lesa úr að ýtt er á ríkisstjórnir að breyta til og leggja áherslu á tóbakið...þetta er ekki skýrslan sem ég er enn að leita að, en kemur inn á þetta..

...það eru svolítið margar skýrslurnar að leita í...svo þetta tekur tíma...en þessar tölur einar og sér...

uþb 5 milljónir manna deyja árlega af reykingum, uþb 2.5 af völdum drykkju sinnar en "aðeins" 200.000 vegna neyslu ALLRA hinna efnanna til samans...ættu að vekja þig til umhugsunar Gjagg....og ef þú lest og kynnir þér efnið, þá gætirðu hugsanlega staðið fróðari eftir, í stað þess að hamra á "mér finnst"...

Haraldur Davíðsson, 11.3.2010 kl. 20:02

32 Smámynd: Haraldur Davíðsson

http://apps.who.int/gb/ebwha/pdf_files/EB122/B122_R2-en.pdf    hér er annar hluti skýrslunnar...gerðu svo vel...

Haraldur Davíðsson, 11.3.2010 kl. 20:25

33 Smámynd: Haraldur Davíðsson

http://forvarnir.is/forvarnir/frettir/?ew_news_onlyarea=content1&ew_news_onlyposition=2&cat_id=6808&ew_2_a_id=301443   hér eru upplýsingar um skýrsluna og tilgang hennar...nú þarf ég bara að finna yfirlýsinguna...en þetta kemur hr. nafnlaus einskisson

Haraldur Davíðsson, 11.3.2010 kl. 20:26

34 Smámynd: Haraldur Davíðsson

http://proxy.baremetal.com/csdp.org/research/1238.pdf     og enn ein skýrslan sem kemur inn á þörfina á að leggja meiri áherslu á stóru tjónvaldana ( sem færa ríkinu botnlaust fé...en kosta samt meira...)

bara til að sýna þér Gjagg, að það eru fleir og fróðari menn en ég að "ímynda" sé þetta...

Haraldur Davíðsson, 11.3.2010 kl. 20:57

35 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Mér finnst koma sterklega til greina að banna reykingar alfarið og í öllu falli er óverjandi að ríkið stundi brask á slíkum óþverra. Sjálfur hef ég reykt töluvert um ævina en reyndar líka hlaupið og hjólað mjög mikið sem er sjálfsagt helsta ástæða þess að ég er hérna ennþá og ekki dauður enn.

En kerfið elskar vandamál og atvinnuleysisgeymslur þess eru löngu yfirfullar af vandamálafræðingum og meðferðarfulltrúum og öðrum sérfræðingum sem lifa á sívaxandi vandamálum.  Þessi vandamálaframleiðsla hefur með tímanum vaxið því meira sem efnishyggjan - sem kommúnismi og kapítalismi, vinstri og hægri kommúnistar - deila sem hugmyndafræði -, hefur rekið í strand. Og hér erum við nú í ofurskattpíndu skrípakerfi á hvínandi kúpunni með allar þessar afætur á bakinu.

Baldur Fjölnisson, 11.3.2010 kl. 21:30

36 Smámynd: Dexter Morgan

Já, er þetta ekki alveg típískt á íslandi, eiturlyfin LÆKKA en bensínið HÆKKAR

Dexter Morgan, 12.3.2010 kl. 00:22

37 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Heyrðu... já... verðsamráð?

Þarf þá ekki að kvarta í Fíkniefnaneytendasamtökin?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.3.2010 kl. 13:14

38 identicon

Ég endurtek enn og aftur:

"Og nýverið beindu þeir þeim tilmælum til allra ríkisstjórna innan UN, að hætta að leggja kapp á baráttu gegn ólöglegu efnunum"

Gaman vaeri ad thú gaetir bent á heimildir í thessu sambandi.

(Ég get ímyndad mér ad thad taki thig drjúgan tíma ad finna thetta)

Gjagg (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 17:19

39 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Lestu það sem búið er að benda þér á aður en þú rífur kjaft nafnlausa gunga!

Fréttin um þetta, ásamt yfirlýsingunni birtist í fréttablaðinu á síðasta ári.....en allt kemur þetta fram í þeim heimildum sem ég hef þegar bent þér á...ertu ólæs eða bara heimskur?

Haraldur Davíðsson, 12.3.2010 kl. 18:19

40 identicon

Copy & paste.  Yfirlýsinguna hér takk ef thú hefur fundid hana.

Gjagg (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 18:43

41 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Komdu með nafnið þitt gunga! Allt sem þú ert að biðja um er í skýrslunni...sem ég er búinn að benda þér á...linkarnir eru hér að ofan, ég er viss um að þú getur fundið einhvern til að lesa þetta fyrir þig...þar kemur þetta allt fram.....ólæsið á ekki að þvælast fyrir þér ef einhver les fyrir þig....

Haraldur Davíðsson, 12.3.2010 kl. 19:22

42 Smámynd: Haraldur Davíðsson

http://www.unodc.org/unodc/en/world_drug_report.html...hér er skýrslan...Gjagg.

Haraldur Davíðsson, 12.3.2010 kl. 20:36

43 Smámynd: Haraldur Davíðsson

og hér er umfjöllun um skýrsluna...http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1072986

og    http://transform-drugs.blogspot.com/2008/03/unodc-director-declares-international.html  

hér er yfirlýsing forstjóra UNDOC, svo nú máttu bíta í innanvert rassgatið á þér...

Haraldur Davíðsson, 12.3.2010 kl. 20:58

44 Smámynd: Haraldur Davíðsson

og by the way....þá snerist þetta um að færa áherslur...ekki að hætta baráttu gegn einu eða neinu...leskunnátta þín verður greinilega bara toppuð með lesskilningi þínum...trúður.

Haraldur Davíðsson, 12.3.2010 kl. 22:18

45 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Áhugavert er að lesa um plöntuna sem heitir mariuana.Ég á bók sem talar um þessa plöntu og mjög áhugavert að lesa og fræðast um þessa plöntu og við erum að tala um mjög viðkvæma plöntu. Hún er kvenkins og karlskins sem er sérstaskt. það er til plöntur eins og orkidea sem eru mjög viðkvæm og elskuð sem blóm þú þarft að hugsa um hana eins og um mariuana plöntuna. Þarf ást og umhugsun. Nátturan er gjöf.Allt í hófi allt gott.Notum heilan og komon sens. Passa okkur að vera ekki með fordóma .Alchol er hræðilegur óvinur.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 13.3.2010 kl. 00:20

46 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Því hefur verið haldið fram að ef verð á fíkniefnum fer meira en 20% undir opinbert viðmiðunarverð SÁÁ þá sé um vörusvik að ræða.

Sigurður Þórðarson, 13.3.2010 kl. 07:15

47 Smámynd: Óskar Arnórsson

SÁÁ er eina meðferðarheimilið í veröldinni sem gefur út verðskrá á dópi...hvaða máli skiptir hvaða verð er á dópi? Þetta er svartur markaður og stjórnar sér sjálfur.

Óskar Arnórsson, 14.3.2010 kl. 12:21

48 Smámynd: Jens Guð

  Haraldur (#17),  þetta eru fróðlegar upplýsingar og umhugsunarverðar.

Jens Guð, 14.3.2010 kl. 13:51

49 Smámynd: Jens Guð

  Benedikt,  lögum samkvæmt eiga neytendur rétt á upplýsingum um verð á öllum vörum.  Ef verð er ekki sjáanlegt til að mynda á vörum í útstillingaglugga er viðkomandi verslun vítt umsvifalaust.  Ef ekki er bætt úr í snatri er verslunin sektuð.

Jens Guð, 14.3.2010 kl. 13:55

50 Smámynd: Jens Guð

  Baldur (#19),  skilgreint hlutverk ÁTVR er að stuðla að bindindi.   Engu að síður er fyrirtækinu gert að skila hagnaði og veita nútímalega þjónustu.  Þetta er pínulítið skrýtið.

Jens Guð, 14.3.2010 kl. 13:58

51 identicon

Halli skrifar: "Og nýverið beindu þeir þeim tilmælum til allra ríkisstjórna innan UN, að hætta að leggja kapp á baráttu gegn ólöglegu efnunum"

Halli skrifar: "og by the way....þá snerist þetta um að færa áherslur...ekki að hætta baráttu gegn einu eða neinu"

Gott hjá thér kallinn minn ad leidrétta sjálfan thig. 

Gjagg (IP-tala skráð) 14.3.2010 kl. 18:00

52 Smámynd: Haraldur Davíðsson

æææææ...splitting hairs are we?...lestu bara og hættu að snúa útúr...þú ert meiri andskotans kerlingin...

nafnlaus gerfikerling...ómarktækt rykkorn í óravíddum netheima...

Haraldur Davíðsson, 14.3.2010 kl. 19:35

53 Smámynd: Jens Guð

  Dexter,  svona er Ísland í dag.

  Einar Loki,  jú,  Fíkniefnaneytendastofan hlýtur að taka á þessu.

Jens Guð, 15.3.2010 kl. 18:47

54 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  takk fyrir þessa fróðleiksmola.

  Sigurður,  þetta er góð og sanngjörn viðmiðunarregla.

  Óskar,  það er um mikilsverða hagsmuni neytenda að ræða að verð á dópi sé innan sanngjarnra marka.

Jens Guð, 15.3.2010 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.