21.3.2010 | 14:22
Vel heppnað landsþing Frjálslynda flokksins
Um hundrað manns sóttu vel heppnað landsþing Frjálslynda flokksins um helgina. Guðjón Arnar Kristjánsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stað var Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi alþingismaður, kjörinn formaður. Sigurjón er Hegranesgoði, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar, sundmeistari Skagafjarðar, landsmótskóngur í sjósundi, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands, líffræðingur, nemi í stjórnsýslufræðum og þannig mætti lengi áfram telja.
Þetta eru tíðindi. Þetta er í fyrsta skipti í heiminum sem formaður stjórnmálaflokks í heiminum er goði og sundmeistari Skagafjarðar.
Spenna ríkti um kosningu varaformanns. Sitjandi varaformaður, Kolbrún Stefánsdóttir, gaf kost á sér til endurkjörs. Ásta Hafberg gaf einnig kost á sér. Leikar fóru þannig að Ásta var kosin nýr varaformaður Frjálslyndra.
Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi alþingismaður, var kjörinn ritari.
Guðjón Arnar Kristjánsson var kjörinn formaður fjármálaráðs. Aðrir í fjármálaráð voru kjörnir Benedikt Heiðdal, Björgvin Vídalín, Grétar Pétur Geirsson og Pétur Guðmundsson (kallaður Sela-Pétur).
Þessi voru kosin í miðstjórn
Georg Eiður Arnarson
Grétar Pétur Geirsson
Guðmundur Hagalínsson
Hafsteinn Þór Hafsteinsson
Helga Þórðardóttir
Jóhann Berg
Jóhanna Ólafsdóttir
Pétur Guðmundsson
Ragnheiður Ólafsdóttir
Rannveig Bjarnadóttir
Valdís Steinarsdóttir
Þorsteinn Bjarnason
Varamenn í miðstjórn eru: Rannveig Höskuldsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson og Björgvin Vídalín.
Afskaplega léttur og skemmtilegur andi ríkti á landsþinginu. Gaman var að sjá þarna mætt fólk sem hafði hrökklast úr flokknum vegna ofríkis Kristins H. Gunnarssonar og aðra sem yfirgáfu flokkinn með Jóni Magnússyni. Tíðindi bárust af fleirum úr þessum hópum sem eru á leið í flokkinn á ný. Það er bjartsýni og mikill baráttuhugur í fólki. Og ástæða til. Meðal annars sýndi könnun á vísir.is í vikunni að 30% landsmanna telja Frjálslynda flokkinn eiga bráðnauðsynlegt erindi í íslensk stjórnmál í dag. Öll helstu baráttumál flokksins njóta að auki stuðnings meirihluta landsmanna.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Evrópumál, Lífstíll, Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 22.3.2010 kl. 22:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Sela Pétur, er væntanlega Pétur Guðmundsson frá Ófeigsfirði á ströndum. Fínn karl, fór eitt sinn í Ófeigsfjörðinn að vinna þar.
Síðan ert þú með Magnús Reyni´Frænda minn í varastjórn, væntanlega núna fyrrverandi framkvæmdastjóti flokksins.
En heldur þú að þessi flokkur eigi eftir að koma manni á þing?
Hamarinn, 21.3.2010 kl. 14:35
Hamarinn, rétt til getið með Sela-Pétur og Magnús Reyni. Hvað möguleika á þingmanni eða -mönnum varðar eru 3 ár til að byggja flokkinn upp þannig að það verði raunhæfur möguleiki. Það á alveg að takast. Skilyrðin eru til staðar, fólk er hlynnt flokknum og stefnumálum hans.
Næsta skref er að vinda sér í sveitastjórnarkosningarnar. Ég reikna með að flokkurinn bjóði fram og eigi möguleika í nokkrum sveitarfélögum. Að vísu er tíminn knappur fyrir nýja flokksforystu. En þetta er hörkuduglegt fólk. Síðan ræðst framvinda af því hverjir leiða framboðslistana á hverjum stað.
Við náðum 4 fulltrúum inn í síðustu sveitastjórnarkosningum ef ég man rétt og innan við tíu atkvæðum munaði að fulltrúi næði inn í Skagafirði. Ég hef fulla trú á að því sem þá munaði muni skila sér þannig að flokkurinn nái manni inn í Skagafirði í vor.
Jens Guð, 21.3.2010 kl. 14:59
Sammála Jens, þetta var mjög gott landsþing. Við verðum að vona að þetta nýja kraftmikla fólk nái að endurvekja flokkinn. Þarna er komið fólk sem hefur þor til að tala tæpitungulaust um þau málefni sem er svo brýn fyrir þjóðina. Ég vil benda fólki á að lesa vel stjórnmálayfirlýsingu okkar á xf.is. Þar kemur skýrt fram hvað Frjálslyndi flokkurinn stendur fyrir.
Helga Þórðardóttir, 21.3.2010 kl. 15:07
Sæll Jens,
takk fyrir mjög gott Landsþing. Hópurinn sem mætti á þingið og var kjörinn í embætti fyrir flokkinn er allt einvalalið. Framtíðin er bara spennandi.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.3.2010 kl. 15:11
Óska ykkur öllum góds gengis. Málefnin eru mjög gód og fólkid thar af leidandi gott.
Gjagg (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 15:58
Takk
Sigurður Þórðarson, 21.3.2010 kl. 18:11
Helga, ég hef tröllatrú á þessu kraftmikla fólki sem myndar forystuna. Mér segir svo hugur að þetta verði samstilltur hópur sem kemur til með að vinna vel saman og sama gleði muni ríkja og á landsþinginu.
Jens Guð, 21.3.2010 kl. 18:24
Já, eigum við ekki öll að fagna endurkomu þessa flokks inn í íslensk stjórnmál?
Ég tala um endurkomu því enginn gengur þess dulinn að flokkurinn hefur verið lamaður og raddlaus um nokkurn tíma. Aldrei sem nú er þörf fyrir stjórnmálaafl sem berst fyrir því að þessi vinnufúsa, sterka og vel menntaða þjóð verði losuð úr handjárnum reglugerðanna.
Hversu margir muna nú til þeirra tíma þegar við vorum enn á frumstigi tæknivæðingar. Þá voru allir að vinna og fólkið vann við það sem hugur þess og geta stóð til.
Hvernig er ástandið í dag?
Við höfum fjötrað manneskjuna á Íslandi í frumskóg reglugerða. Fyrst hófumst við handa við þetta sjálf "að erlendri fyrirmynd." Síðan fengum við fyrirmæli frá EES um það hvað okkur leyfðist að gera og þó helst hvað bannað væri að gera, bannað að éta, bannað að bjóða gestum sínum með kaffinu o s..frv.
Svo var lífsbjörgin í sjónum gefin verðskulduðum og fiskiplássin áttu líf sitt undir því að einhver sægreifi miskunnaði sig yfir íbúana og legði aflann inn í frystihúsið. Bændum voru fljótlega gerð sömu skil og nú má enginn eiga kind nema hann hafi áður keypt sauðfjárkvóta.
Bannað er að slátra fé nema á örfáum sláturhúsum og sláturfé ekið á þriggja hæða risavögnum þúsund kílómetra vegalengd.
Tveir trillukarlar ætluðu að fiska fyrir jólin á hafnarbótinni hér í Reykjavík til að gefa svöngu fólki í soðið. Allt var það nú auðvitað bannað í nafni vísindanna og verndar þorskstofnsins.
Við höfum fengið haug af reglugerðum frá hinum og þessum innlendum sem erlendum löggæslustofnunum til verndar reglunum sjálfum. Og nú er AGS komið með sínar reglugerðir og svo dreymir okkur um regluverk ESB.
Er vanþörf á stjórnmálaflokki sem stefnir að því að vernda fólkið í landinu fyrir lengri tugthúsvist en orðið er í eigin landi?
Verðum við ekki að sameinast um að losna frá því að þjóna reglunum sem enginn vissi hverjum áttu að þjóna?
Árni Gunnarsson, 21.3.2010 kl. 19:19
Gunnar Skúli, takk sömuleiðis. Ég tek undir hvert orð hjá þér.
Jens Guð, 21.3.2010 kl. 19:46
Ánægjuleg úrslit. Óska formanni og vararformanni til hamingju. Hef fulla trúa á að flokkurinn eigi framtíð fyrir sér og óska honum sigra og góðs gengis. Og umfram allt að flokkurinn fái möguleika til að vinna góða og nauðsynlega vinnu fyrir okkur landsmenn.
Jens! Við hrópum húrra, húrra, húrra fyrir Sigurjóni formanni. Megi honum ganga sem allra best
Auður Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 21:33
Og líffræðingur...ekki gleyma því.
Halla Rut , 21.3.2010 kl. 23:03
Gangi ykkur vel, Öll hljótun við að skilja pointið.
Leifur (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 02:45
Gjagg, takk fyrir góðar kveðjur. Fólkið er gott, málefnin góð og fjórflokkurinn aldrei verri. Forsendur fyrir stórsókn Frjálslynda flokksins eru því bærilegar.
Jens Guð, 22.3.2010 kl. 17:35
Sigurður, takk sömuleiðis. Landsþingið var virkilega skemmtilegt.
Jens Guð, 22.3.2010 kl. 17:36
Árni, bestu þakkir fyrir þennan góða pistil. Þetta var einmitt það sem mig langaði að segja en þú orðar það miklu betur.
Jens Guð, 22.3.2010 kl. 17:37
Auður, ég hrópa þrefalt húrra með þér: Húrra! Húrra! Húrra!
Jens Guð, 22.3.2010 kl. 17:38
Halla Rut, takk fyrir að minna mig á það. Ég gleymdi því í fljótfærni. Ég ætla að bæta því inn í færsluna á eftir - fyrir seinni tíma sagnfræðinga.
Jens Guð, 22.3.2010 kl. 17:39
Leifur, vonandi ná sem flestir punktinum. En því miður ekki allir.
Jens Guð, 22.3.2010 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.