Rokkhátíð ársins

  Það verður brjálað stuð á Kaffi Amsterdam í kvöld.  Um þrjátíu manna hópur úr frumherjadeild íslensku pönksenunnar mun rifja upp helstu pönksöngva frá seinni hluta áttunda áratugarins og þar sem næst.  Bæði erlenda og íslenska.  Meðal þeirra sem spila og syngja eru liðsmenn Fræbblanna,  Q4U,  Tappa tíkarrass,  Svart-hvíts draums,  Taugadeildarinnar,  Das Kapital,  Vonbrigða o.fl. 

  58 lög verða afgreidd úr smiðju eftirtalinna:

Sex Pistols
Ramones
Clash
Jam
Stranglers
Stiff Little Fingers
Blondie
Elvis Costello
Undertones
Buzzcocks
Damned
Television
Sham 69
PiL
Ruts
Specials
Saints
UK Subs
Magazine
Fræbbblarnir
Snillingarnir

  Fjörið hefst klukkan 23.00 (27. mars) og stendur til 2.35 (28. mars).  Þetta er í þriðja skipti á jafn mörgum árum sem gullaldarár pönksins eru rifjuð upp á þennan hátt.  Það hefur verið geðveikt gaman á þessum pönkhátíðum.  Allt stefnir í að þessi verði toppurinn.

  Lögin á myndböndunum sem hér fylgja verða flutt á pönkhátíðinni.  Grunar mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er Þeyr ekkert í þessu dæmi ?

hilmar jónsson, 27.3.2010 kl. 12:27

2 identicon

Er mögulegt að endurtaka þetta merkilega tímabil í tónlist. Virkar allt þetta miðaldra fólk núna ekki beinlínis hlægilegt að reyna að endurlifa þessa daga.

Stundum má gott kyrrt liggja.

Leifur (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 14:12

3 Smámynd: SeeingRed

Maður verður fjarri góðu gamni, fastur í vinnunni fram á nótt

Að venju sakna ég að meistarar Killing Joke skuli ekki vera á þessum lagalista eins og síðustu ár...verður vonadi bætt úr því á næsta ári

SeeingRed, 27.3.2010 kl. 15:21

4 Smámynd: Jens Guð

  Hilmar,  nei,  ég held að enginn úr Þeysurum sé með í pakkanum.  Hópurinn samanstendur meira af þeim sem spiluðu pjúra pönkið.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 15:22

5 Smámynd: Jens Guð

  Leifur,  það er ekki beinlínis verið að reyna að endurlifa þetta tímabil.  Það er enginn að setja upp appelsínugulan eða bleikan hanakamb.  nælur í nef og kinnar eða annað í þá veru.  Þetta er meira eins og þegar gamall skólaárgangur kemur saman eða eins og ættarmót.  Skemmtileg augnablik úr fortíðinni eru rifjuð upp án þess að miðaldra fólk reyni að verða 16 ára á ný.

  Þessar pönkhátíðir hafa tekist afskaplega vel í alla staði.  Það hefur verið gaman að sjá hvað hátt hlutfall gesta eru börn þeirra sem upplifðu pönkbyltinguna beint í æð.

  Það má heldur ekki líta framhjá því að pönkrokk er í dag í raun vinsælla en það var fyrir þremur áratugum.  Hljómsveitir eins og Green Day og The Dreams eru dæmi um það (hvað svo sem mönnum annars finnst um þeirra pönk).  Hérlendis hafa Morðingjarnir og fleiri verið að gera það gott.

  Til viðbótar eru flest ef ekki öll lögin sem flutt verða í kvöld orðin klassísk.  Þetta eru lög sem ennþá eru spiluð í útvarpi og keypt af ungu fólki ekki síður en þeim eldri.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 15:34

6 Smámynd: Jens Guð

   SeeingRed, ég kem óskum þínum um Killing Joke til skila.  Mig grunar samt að menn vilji halda sig frekar við sjálft frumpönkið.

Jens Guð, 27.3.2010 kl. 15:37

7 Smámynd: SeeingRed

Já, þeir voru reyndar aldrei hrifnir af pönkstimplinum sem klínt var á þá í upphafi og voru í raun engir pönkarar. Mér hefur svosem aldrei þótt The Clash hljóma sérlega pönkaðir heldur.

SeeingRed, 28.3.2010 kl. 00:12

8 Smámynd: Jens Guð

  SeeingRed,  Killing Joke voru svona líkt og The Fall og Þeysarar;  ekki pönk heldur í þeim geira nýbylgjurokks sem stóð næst pönki.

  Fyrsta plata The Clash var pönk og hafði gríðarmikil áhrif á pönkið.  Næstu 4 plötur The Clash voru ekki pönk.  Síðasta og sjötta plata The Clash telst ekki með.  Aðeins Joe Strummer og Paul Simonon voru eftir í hópnum.  Þeir hljóðrituðu nokkur lög sem umboðsmaðurinn Bernie Rhodes fékk að fullvinna.  Hann klúðraði dæminu.  Reyndi að búa til einhverskonar popp-pönk.

Jens Guð, 28.3.2010 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband