Ég er kominn heim í heiđardalinn

  Ég er búinn ađ stunda á fullu Götu í Fćreyjum undanfarna daga.  Hef fariđ ţangađ á hverjum degi og heilsađ upp á Fćreyinga.  Svo skemmtilega vildi til ađ ég átti brýnt erindi viđ ţetta fólk.  Međ í för var ljósmyndarinn knái Ingólfur Júlíusson,  gítarleikari Q4U.  Í dag er Ingólfur ţekktastur fyrir ljósmyndir í nýútkominni bók Evu "nornar" Hauksdóttur,  Ekki lita út fyrir - sjálfshjálparbók handa sjálfri mér og öđrum ýlandi drćsum.  Dúndur bók.  Ég mćli međ henni fyrir ađra en teprur. 

  Fćreyingarnir sem ég heimsótti í Götu eru allir gamlir kunningjar og vinir mínir.  Ţess vegna var gaman ađ eiga erindi viđ ţá vegna bókar sem ég hef veriđ ráđinn til ađ skrifa.  Meira um bókina síđar.  Hún er skemmtilegt verkefni.

  Međal ţeirra sem ég heilsađi upp á var styttan af Ţrándi í Götu.  Vegna ţess hvađ Ţrándur var ţver fyrir og stóđ fast á sínu er styttan af honum lárétt. 

fćreyjar - jens og ţrándur 

   Ţessi túlkun á Ţrándi er snilld.  Hverjum öđrum en Fćreyingum dytti í hug ađ heiđra frumkvöđul í menntun og baráttu gegn skattgreiđslum til Noregs og kristnitöku á ţennan hátt? 

  Ţađ var frekar rólegt í Götu og nágrannabyggđum á Austurey undanfarna daga.  Verslanir meira og minna lokađar.  Einnig veitingastađir,  pöbbar og svo framvegis.  Kannski hafđi ţetta eitthvađ međ frjósemishátíđina Páska ađ gera.  Eđa extra langa föstudaginn,  skyrdaginn og hvađ ţeir heita ţessir skrítnu dagar.  Hitt veit ég ađ Fćreyingar fjölmenntu í kirkju dag eftir dag.  Ekki veit ég hvađ ţeir voru ađ gera ţar.  Ég hafđi öđrum hnöppum ađ hneppa en fylgjast međ ţví. 

  Ađ venju var rosalega gaman í Fćreyjum.  Ţađ ţarf ekki ađ nefna ţađ.  Ţó ég geri ţađ.  Gestrisni slík ađ í heimsókn á sitthvort heimiliđ vorum viđ Ingólfur nestađir er viđ kvöddum.  Verra var ađ í flugvélinni á leiđinni heim lentum viđ í einelti af hálfu flugfreyjanna.  Sem annars voru frábćrar. 

fćreyjar - flugfreyjur

  Ţannig var ađ viđ sátum aftast í trođfullri vél.  Drykkir,  samlokur og sćlgćti var boriđ í farţega.  Ţađ var byrjađ ađ dekstra viđ ţá sem fremstir sátu.  Síđan ţeir sem nćst fremst sátu.  Og ţannig koll af kolli.  Ţegar röđin var komin ađ okkur Ingólfi var bakkađ aftur fremst í vélina og fyllt á glös hjá ţeim sem fremstir sátu.  Ţannig gekk ţađ um hríđ.  Loks ţegar kom ađ okkur í annarri atrennu lentu flugfreyjurnar á kjaftatörn viđ ţá sem sátu í nćstu sćtaröđ fyrir framan okkur.  Liđiđ er svo skemmtilega afslappađ og ljúft.  Áđur en yfir lauk var samt ekki hjá ţví komist ađ eineltinu linnti.  Allir voru glađir ţegar upp var stađiđ.

  Viđ hliđ mér í flugvélinni sat "nćstum" 10 ára strákur (eins og hann orđađi ţađ).  Hann var hjá fćreyskum föđur sínum yfir páskana og á íslenska mömmu á Akureyri.  Í klifri upp í heiđloftiđ blátt var ókyrrđ.  Nokkuđ hressileg.  Stráksi varđ verulega hrćddur.  Fullyrti ađ flugvélin myndi hrapa.  Hann bar fćreyska ömmu sína fyrir ţví.  Hún hafđi kvatt hann sérlega hlýlega vegna ţess ađ illa veđrađi og flugvél hrapađi í Danmörku nokkrum dögum áđur.  Rifjađist ţá upp vögguvísa eftir Halldór Laxness:

  Sofnađu svíniđ ţitt

svartur í augum.

  Farđu í fúlan pytt

fullan af draugum.

  


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Izz...

Mér er alveg zama hvađ ţú zegir, gamli göndull.

Ztöndum, & oftar en ekki, ertu znillíngur.

Steingrímur Helgason, 8.4.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Jens Guđ

  Steingrímur,  ég vildi ađ satt sé.  Svo er ţó ekki.  Fjarri ţví.

Jens Guđ, 8.4.2010 kl. 00:17

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garđarsdóttir

Er ţessi mynd alvöru?  Ekki fótosjoppuđ?  Er styttan út á hliđ?   Velkominn heim

Jóna Kolbrún Garđarsdóttir, 8.4.2010 kl. 00:27

4 Smámynd: Jens Guđ

  Jóna Kolbrún,  styttan er svona.  Ţetta er ekki fótósjoppađ.  Ţetta er yndisleg útfćrsla á frćgasta syni Götu.  Merkum manni sem var svokallađur "höfđingi" fyrir röskum 1000 árum í Götu í Fćreyjum.  Hörkutól sem bauđ norska yfirvaldinu byrginn.  Fćreyingar eru ađdáunarvert djarfir í öllu sem snýr ađ myndlist og arkítektúr.  Ég get ekki ímyndađ mér ađ hugmynd ađ svona styttu kćmi upp á Íslandi.  Hvađ ţá ađ hugmyndin yrđi samţykkt og framkvćmd.  Ţetta er yndislegt.  Norrćna húsiđ í Ţórshöfn í Fćreyjum er annađ dćmiđ.  http://www.facebook.com/people/Nordurlandahusid-I-Foroyum/694901929#!/profile.php?id=694901929

Jens Guđ, 8.4.2010 kl. 01:03

5 Smámynd: Jens Guđ

Meiriháttar flott,  Norrćna húsiđ í Ţórshöfn. 

Jens Guđ, 8.4.2010 kl. 01:04

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vertu--- ekki --- ađ---plata---mig . Ţori varla ađ hćla ţessu. Nei annars ţú hefur svarađ Jónu Kolbrúnu,ég bugta mig fyrir ţessum listamanni.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2010 kl. 03:16

7 Smámynd: Heimir Tómasson

Og ţeim sem samţykktu styttuna.

Heimir Tómasson, 8.4.2010 kl. 05:08

8 identicon

Thú hefur heyrt söguna af thví thegar Klaksvíkingar budu yfirvöldunum birginn? 

Leidinlegt thetta med eineltid í vélinni.

Eftirfarandi aetti ad vera andleg hressing eftir thá erfidu reynslu. (copy & paste):

http://www.youtube.com/watch?v=356baKH_nXM 

Thetta er stórkostlegur söngvari.

Gjagg (IP-tala skráđ) 8.4.2010 kl. 12:33

9 Smámynd: Jens Guđ

  Helga,  ég bugta mig líka.  Bćđi fyrir listamanninum og ţeim sem samţykktu tillöguna.

Jens Guđ, 8.4.2010 kl. 13:12

10 Smámynd: Jens Guđ

  Heimir,  einmitt!

Jens Guđ, 8.4.2010 kl. 13:13

11 Smámynd: Jens Guđ

  Gjagg,  ég hef ekki heyrt ţetta međ Klax-arana.  Hvernig var ţađ?  Söngvarinn hljómar eins og Kristján Jóhansson.

Jens Guđ, 8.4.2010 kl. 13:14

12 identicon

Faereyskur laeknir neitadi ad borga 601,50 kr.  Thá fór allt í bál og brand.  Danskt herskip fullt af hermönnum og löggum var sent til Klaksvíkur. 

Einhver Faereyskur vinur thinn hefdi örugglega gaman af thví ad segja thér thessa sögu.  Klaksvík vard nafli alheimsins.

Gjagg (IP-tala skráđ) 8.4.2010 kl. 15:05

13 Smámynd: Jens Guđ

  Gjagg,  takk fyrir söguna.  Ég ţarf ađ fá Fćreyinga til ađ segja mér betur frá ţessu.

Jens Guđ, 8.4.2010 kl. 22:38

14 identicon

Hér eru uppl. um thetta:

http://www.rejsende.dk/faeroerne/klaksvig-striden.htm

http://da.wikipedia.org/wiki/Klaksv%C3%ADkstriden

Gjagg (IP-tala skráđ) 8.4.2010 kl. 23:33

15 identicon

Ég sannfćrist meir og meir, međ hverju árinu sem líđur, ađ ég ţarf ađ fara til Fćreyja.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráđ) 9.4.2010 kl. 00:43

16 Smámynd: Jens Guđ

  Gjagg,  kćrar ţakkir.  Ţetta er frábćr lesning.

Jens Guđ, 9.4.2010 kl. 01:29

17 Smámynd: Jens Guđ

  Grefill,  ţú bara verđur ađ fara ađ drífa ţig.  Ég lofa ađ ţú verđur ekki fyrir vonbrigđum.

Jens Guđ, 9.4.2010 kl. 01:30

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband