10.4.2010 | 23:38
Magnaður texti sigurvegarans
Ég fylgdist með seinni hluta Söngkeppni framhaldsskólanna í sjónvarpinu áðan. Ég minnist ekki að hafa gert það áður. Hvorki fylgst með fyrri eða seinni hluta Söngkeppni framhaldsskólanna. Á árum áður hef ég stundum dottið inn í útsendingu frá keppninni. En verið fljótur að skipta yfir á aðra stöð. Ég veit ekki alveg hvers vegna ég skipti ekki um stöð núna er ég datt inn í útsendinguna. Kannski var það af því að kynnarnir voru í góðum gír og skemmtilegir þegar ég byrjaði að horfa. Kannski voru lögin hlustendavænni fyrir mín eyru en á fyrri árum. Kannski er ég að eldast illa. Kannski var þetta allt í bland.
Nema hvað. Sigurlagið, flutt af nemendum í Borgarholtsskóla, vakti aðdáun mína. Ekki lagið samt heldur magnaður texti annars söngvarans. Textinn var ávarp höfundarins til föður síns, eiturlyfjafíkils. Það var hrífandi að heyra hvað textahöfundurinn er opinskár með tilfinningar sínar, einlægur og beinskeyttur. Framsetningin var einföld og hnitmiðuð. Og túlkun söngvarans sem rappara einnig. Ég heyrði ekki lögin í fyrri hluta keppninnar. En sigur Borgarholtsskóla var verðskuldaður. Það er alveg klárt. Það hefur enginn toppað framlag þessara drengja.
Borgarholtsskóli sigraði í söngkeppninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
Nýjustu athugasemdir
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já ég man það vel þegar Jón Rúnar sagði þetta um heiðursmanninn... sigurdurig 23.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Já Stefán það hafa ekki alltaf verið rólegheit og friður í krin... johanneliasson 21.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann, ég var að rifja upp á netinu þegar Jón Rúnar veittist a... Stefán 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 15), við skulum ekki blanda mömmu drengjanna inn í þ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jóhann (# 14), þú ættir að senda Jóni Rúnari jólakort. Honum ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán (# 13), bræðurnir eru grallarar og ágætir húmoristar. ... jensgud 20.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Jú Jóhann, þeir Jón og Friðrik Dór eru sagðir blessunarlega lík... Stefán 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, ég telst vera Hafnfirðingur enda bjó ég þar áratugum sa... johanneliasson 19.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Afhverju er Hafnfirðingum óglatt yfir máltíðum núna ? Jú, þeir... Stefán 18.12.2024
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur: Stefán, (# 10), skatan er lostæti. Ég veit ekki með bókina. jensgud 17.12.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 17
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1143
- Frá upphafi: 4115658
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 895
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Hrikalega flott blogg hjá þér, ég datt líka aðeins inn á þetta og var alveg viss um að Borgó myndi sigra þetta, þetta var svo áhrifamikill texti hjá drengnum.
Kristinn Rúnar Kristinsson, 11.4.2010 kl. 00:12
Kristinn Rúnar, ég heyrði ekki frumflutning Borgarholtsdrengja í útsendingunni. En heyrði þá endurflytja lagið þegar sigurinn var í höfn. Söngvarinn og texti hans fengu umsvifalaust A+ hjá mér.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 00:19
Heyrði þetta einmitt og fannst þetta rosalega flottur texti. Veistu nokkuð hvar er hægt að hlusta á þetta?
Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 00:21
Skrifaðu "komdu til baka" á youtube. Getur hlustað á hljóðvers útgáfuna og svo live í kvöld útgáfuna líka.
Kristinn Rúnar Kristinsson, 11.4.2010 kl. 00:37
Takk kærlega Kristinn!
Alveg hreint magnað hjá stráknum. Veit að pabbi hans er mjög stoltur af honum.
Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 00:51
Já svo sannarlega,flottir, en er verið að keppa um texta, söng eða kanski fegurð? Dóttursonur minn tók þátt og lék á gítar og söng lagið Neon,eftir Jhon Mayer. Kynnarnir sprelluðu með nafn hans sem er :Öystein Magnús Gjerde,hann er hálf-norskur,en fæddur og alin upp á Íslandi.Ekki reiknaði ég með því að hann ynni,en hann er efni í tónlistamann,er á leið í listaháskóla í Oslo í haust.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2010 kl. 00:52
Það var nú lítið vinur. - Helga, þetta heitir söngkeppni þannig ég held að það sé bara verið að spá söngnum. Ef þetta væri söngvakeppni þá væri bæði tekið tillit til söngs og tónlistarinnar. Ég er samt ekki alveg 100 % með þetta. Frændi þinn stóð sig mjög vel :)
Kristinn Rúnar Kristinsson, 11.4.2010 kl. 01:10
Keppendur og keppnin í heild var bara betri en hún hefur nokkurn tímann verið. Ég er ánægð með unga fólkið - og sammála þér með vinningslagið. Ég er nú svo "soft" að ég táraðist yfir flutningi lagsins, strákarnir svo einlægir og flottir!
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2010 kl. 01:12
Lagið er hér.
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.4.2010 kl. 01:17
Þú varst örugglega ekki ein um að fella tár yfir þessu lagi, Jóhanna. Enda er önnur hver fjölskylda í landinu í sárum yfir svipuðum málum.
Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 01:25
Texti er hluti af söng. Söngur er hluti af texta.
Ég þekki Kristmund Axel og hef gert síðan ég var lítill og þessi strákur er frábær! Hann hefur átt afskaplega erfiða ævi og það er frábært að hann sé að gera það svona gott. Pabbi hans er Mundi, oft kallaður Mundi morðingi og segir eftirnafnið sína sögu. Frábær maður í alla staði eins og hann segir í textanum, hvað þeir eru miklir vinir. Skelfilegt að vera búinn að byggja upp sterka von yfir því að pabbi sinn er hættur í neyslu en fellur svo aftur. Veröldin gjörsamlega hrynur. Kristmundur er undrabarn og ég held að tónlistin, trúin og stuðningurinn sem hann er að fá sé að fleyta honum áfram í lífinu og þess vegna er ég viss um að hann muni standa sig vel og stíga ekki í spor föður síns og bróður. :)
Ég er allavega fáránlega stoltur af honum ! :)
Úlfar (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 01:33
Gunnar Hrafn, ég veit ekki hvar hægt er að heyra þetta. Ég ákalla eftir þessu lagi. Mig langar til að hlusta betur á þetta. Þetta var áhrifaríkur flutningur.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 01:33
Kristinn Hrafn, bestu þakkir. Ég hlakka til að kaupa þetta á plötu. Ég er með þetta lag núna á "repeat" á þútúpunni. Virkilega sterkt dæmi.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 01:36
Gunnar Hrafn, þetta hlýtur að hræra hraustlega í pabbanum. Ég dáist að textahöfundinum og rapptúlkun hans. Klapp, klapp! Sá neglir þetta!
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 01:38
Þetta var magnaður flutningur hjá drenginum í kvöld. Hann syngur greinilega frá hjartanu.....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.4.2010 kl. 01:40
Helga, ég tók eftir þessu með norsk-ættaða söngvarann. Mér þótti gaman að Erpur hélt að þarna væri Færeyingur á ferð. Það var kæruleysislega skemmtileg kynning. Einmitt þessar kæruleysislegu kynningar gerðu svo gott fyrir keppnina. Virkaði vel. Ekki þetta uppskrúfaða sem hefur eyðilagt Edduna, Grímuna og það allt.
Ég hef ekki hugmynd um hverjir voru þeir punktar sem dómnefndin gekk út frá. Tæplega samt fegurð. Ég nennti ekki að horfa á flytjendur og veit ekkert hvernig þeir litu út. Ég var bara að ráða krossgátu á meðan dagskráin lullaði.
Aftur á móti hefði ég ekki látið nein önnur atriði taka neitt frá þessum magnaða texta og túlkun söngvarans. Þó aðrir flytjendur hefðu flassað ljósa"showi", dansi eða öðru. Þetta framlag sigurvegarans var ekki samkeppnisfært.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 01:46
Kristinn minn ég er amma Öysteins.´Allt þetta unga fólk er yndislegt. Það gerir svo mikið fyrir þau,að taka þátt. Gæti sagt ykkur fáranlega skondna sögu af mér,úr æsku,stjarnfræðilega langt síðan elskurnar. Skólinn minn á þIngeyri hélt skemmtun í samkomuhúsinu. Fjórar stúlkur skyldu syngja um ?? artina eða á ég að segja tilfinningar,ein var ég. Saumaðir voru á okkur tjullkjólar hver með sínum lit,sem átti við. Ég var blá (er enn),sem þýddi tryggðin. Önnur rauð,sem var ástin,sú gula var vonin,að lokum ein græn,sem var,hvað man ekki,(þið getið). Við sungum allar saman fyrst,síðan gekk ein og ein fram og túlkaði sína "dyggð". Ég man fyrstu setninguna hjá mér:"Ég er tryggðin byggi brú",röddin brast ég stóð frosin (ekkert icesave)kelling út í sal hló,kvikyndið. Ógleymanlegt.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2010 kl. 01:48
Kristinn, það er rétt hjá þér að nafnið Söngkeppni hlýtur að vera útgangspunktur. En þó jafnframt að söngvararnir - hversu góðir annars - hafi úr bitastæðu efni að spila. Þarna var einfaldlega tromp. Tromp sem ekki var hægt að jafna með neinu öðru.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 01:49
Já Jens Guð þú varst kominn þegar ég sendi seinustu færslu. Hjartanlega sammála þér með frjálslega framkomu,textinn hjá Borgó,minnir mig á,gamalt lag með textanum :"ó pabbi minn kæri kom heim" og eitthvað um Villa litla, sem var veikur og dó,en pabbinn á fylliríi.Það er svo gaman að tala við ykkur ,ungt fólk,djö að eldast,jæja guð ræður.
Helga Kristjánsdóttir, 11.4.2010 kl. 01:54
Jóhanna, takk fyrir hlekkinn. Svakalega kom þetta fljótt inn á Þútúpuna. Þarna kemst kynning til skila: Faðirinn var óvirkur alkahólisti í 11 ár en féll 16. júní 2008. Textinn hreyfir við mér. Kannski líka vegna þess að ég á son sem er í vandræðum. Ákallið til föðursins er áhrifaríkt. Ég sný textanum við að syni minum.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 02:00
Gunnar Hrafn (#10), boðskapur textans á við um marga. En það er fáum gefið að túlka vandamálið á þennan hátt sem snillingurinn í Borgarholtsskóla gerir.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 02:03
Úlfar, bestu þakkir fyrir upplýsingarnar. Þessi Kristmundur Axel er klárlega meira en lítið frábær. Orðið hetja kemur upp í hugann. Það er stórkostlegt að hann vinni úr tilfinningum sínum á þennan hátt. Mega flott hjá honum. Ótrúlega flott. Svona ungur með þetta þroskaða tilfinningagreind. Bara frábært.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 02:12
Ég biðst forláts Helga. Ég las greinilega systursonur í fljótfærni minni.
Kristinn Rúnar Kristinsson, 11.4.2010 kl. 02:17
Jóna Kolbrún, það er einmitt það sem hreif mig: Þessi opinskáu og einlægu skilaboð til föður síns. Þessi ungi söngvari þarf að vera virkilega "kúl" til að opinbera tilfinningar sínar til föður síns á þennan hátt. Hann algjörlega leggur öll spil á borðið og afhjúpar tilfinningar sínar. Þessi drengur er töffaðri en töff, eins og Bob Marley söng (Tougher than tough).
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 02:18
Ótrúlegur drengur. Mjög þroskaður miðað við aldur, fæddur árið 1993!
Kristinn Rúnar Kristinsson, 11.4.2010 kl. 02:18
Helga, takk fyrir þessa skemmtilegu frásögn.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 02:19
Helga (#19), þú ávarpar mig ekki sem ungt fólk. Ég er kominn hátt á sextugsaldur. Þegar ég hlustaði með öðru eyra á Söngkeppnina og sigurlagið datt mér einmitt í hug lagið "Á kránni" með Mánum. Munurinn var sá að sá texti var skáldskapur. Texti Kristmundar Axels er hinsvegar byggður á raunveruleika og upplifun hans. Fyrir bragðið ristir hann dýpra.
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 02:23
Kristinn Rúnar, takk fyrir þessar upplýsingar. Snillingurinn í Borgarholtsskóla er sem sagt aðeins 17 ára. Sá á aldeilis eftir að láta að sér kveða. Þessi byrjun hjá honum á tónlistarsviði er meiriháttar glæsileg. Til hamingju með sigurinn Borgarholtsskóli (sem ég veit ekki hvar er. Held í Grafarvogi eða Grafarholti).
Jens Guð, 11.4.2010 kl. 02:26
Gott dæmi um að Rúv forheimskar alla sem koma nálagt eins og límsniff.
Hannes, 11.4.2010 kl. 02:26
Til hamingju Borgarholtskóli !
Jens, hann er í Grafarvogi !
Segi það við þig eins og marga aðra ,,101 monnthana" , farið og skoðið borgina ykkar til þess að vera viðræðu hæfur !
Annars hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að þið í 101 eigið að vera innan girðingar og látið aðra borgarbúa í friði !
Þið borgið alla skatta fyrir okkur hin, því það eruð þið sem eyðið öllu í tóma vitleysu !
Hvað er í öllum húsunum við Laugaveg, Hverfisgötu og skuggahverfið ?
Er það eitthvað af viti ??
JR (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 02:36
Það er auðvitað ekkert að gerast á Laugavegi eða Hverfisgötunni - hvað þá í skuggahverfinu. Það er hins vegar allt í gangi í Dverghömrunum í Grafarvogi. It's off the hook, eins og þeir segja erlendis.
Gunnar Hrafn (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 02:44
Það að Jens sé farinn að fíla Eric Clapton sýnir að hann sé að þroskast tónlistarlega séð. Ja... eða kannski ekki ?
ScorpionIs (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 03:35
Einlægni í textum og túlkun, hittir í mark og það er augljóst að þarna er mikil einlægni á ferð.
Ég verð þó að segja að textin sem slíkur er eins og allir rapptextar... skelfilegur leirburður. Það sem sker mest í mín eyru er þegar rímið rímar ekki, ef þið skiljið hvað ég meina.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 04:41
http://www.youtube.com/watch?v=9dnRSgMaL5Q
Óskar Þorkelsson, 11.4.2010 kl. 06:57
Tek undir hrósið. Vel gert!
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 08:56
Segi ekki orð.
Siggi Lee Lewis, 11.4.2010 kl. 12:10
Ég svaraði þér nú Gunnar á þínu bloggi, en vil svara þessu hér líka þarsem mig grunar að ekki allir geri sér grein fyrir textanum.
"Þig vantar eflaust eitthvað uppá rímfræði þá, því flestir eiga að hafa heyrt um hálfrím. Þér finnst það ekki ríma, aðeins því þú heyrir orðin og prósessar ekki að þau rími því þú hefur aldrei heyrt til þess. Þú heyrir eflaust rhytmann, sem væri ekki til staðar ef orðin rímuðu ekki.
Hálfrím er annars rím þarsem atkvæðin í orðinu ríma en ekki allt orðið. Hálfrím er miklu fyrirferðarmeira í ensku en íslensku, þó ég hafi nú fundið það hér eða þar.
Dæmi; Maður - Svalur. a-u
Rapparar nota það því með því geta þeir látið textann hljóma eðlilegra en annars, þarsem þeir hafa úr miklu fleiri rímorðum að velja eiga þeir auðveldara með að láta textann hljóma einsog sögu, og þurfa ekki að leita í "ljóðrænt mál", sem er fínt á blaði og ljóðaflutningi en verra í rappi."
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 12:16
Um Jens Guð.
Hann köttar gegnum krappið
og kemur mörgu að.
Ráðslagar með rappið,
ég reyni að melta það.
Hmm. Það mætti kannski halda áfram með þetta.
Sæmundur Bjarnason, 11.4.2010 kl. 12:29
Leifur, ég svara þér þá bara líka hér
Þetta "háfrím" sem þú talar um Leifur, er "ódýra" útgáfan af listforminu. Börn gera þetta gjarna vegna takmarkaðs orðaforða.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 12:36
Minnir að þessi sami strákur hafi komið fram á annari hvorri stjónvarpstöðinni með pabba sínum þá lifandi veit ekki hvort að hann sé nú allur eða ei, en þar kom fram að hann hafi sett saman magnaðan texta til föður síns , um að hann fari nú að hætta neyslu og snúa sér að fjökslydunni osfv.
Það er mjög líklega sami drengur , en það var allavega flottur texti , missti af þessu.
Hilsen og hlustaðu á þenann meistara sem er nýkomin úr fangelsi en hann var og er mikill ljóðskáld og blúsari í den ef ég man rétt , þú manst jafnvel eftir þessum , fór illa á neyslu og öðru sem neyslan kom honum í
http://www.youtube.com/watch?v=mCmMViGSwE4
Ómar Ingi, 11.4.2010 kl. 12:38
Þetta hálfrím sem ég tala um flokkast ekki sem "ódýrt" í neinum skilningi, heldur aðeins öðruvísi tegund af rími sem er vel viðurkennt. Ljóðskáld frá enskumælandi löndum hafa nýtt sér það í mun meira magni en íslensk, vegna takmarkaðra alrímsmöguleika. Alrím í íslensku gefur marga möguleika en hálfrím býður uppá ýmislegt sem alrímið nær ekki að kovera, t.d. rapptexta. Rapparar eru almennt að segja sögur með talmáli og til að halda sem flestum möguleikum varðandi stefnu textans og eðlilegt mál nýta rapparar sér hálfrím. Alrím hefur ekki virkað sem skyldi í íslensku rappi og því forðast rapparar það, til að koma betri textum til skila.
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 12:49
Það er misskilningur hjá þér Leifur, að íslenskt (al) rím sé síður heppileg fyrir rapp. En hún er auðvitað bölvað vesen fyrir þá sem ekki eru sleipir í íslenskunni.
Þetta "hálfrím" er barnalegt....
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 14:23
Nei, það er misskilningur hjá þér að þú haldir þig vita eitthvað um þetta. Margir rapparar eru vel færir í íslensku, sem dæmi má nefna Dóra DNA, afason Nóbelsskáldsins. Langflestir af færustu rapptextahöfundum landsins geta notað alrím til að semja flott ljóð. Alrím virkar hinsvegar ekki í rappi því það hljómar illa í íslensku rappi. Flutningurinn er annar en á ljóðum og eina ástæðan fyrir því að _allir_ rapparar landsins nota hálfrím er sú að alrím hljómar illa í rappi. Þetta er ekki eitt stórt, "barnalegt" samsæri, heldur staðreynd. Þetta er einnig ástæðan fyrir því að parodírapplög, einsog t.d. í Áramótaskaupinu eða Spaugstofunni, hljóma kjánalega. Spaugstofumenn eru frábærir textahöfundar en hafa aldrei skilað frá sér einhverju sem á að vera rapplag án þess að textinn hljómi kjánalega, eingöngu því þeir notast við alrím sem lætur textann hljóma illa í flutningi því þeir teygja málið til og frá til að geta rímað næsta orði við, í staðinn fyrir að textinn flæði einsog svo til eðlilegt talmál.
Þér er velkomið að fíla ekki rapp, en þetta, tjah, barnalega vendetta þitt gegn hálfrími meikar hreinlega ekki sens.
Hvað finnst þér annars um Stein Steinarr, Gunnar? Hann semur ljóð en notar ekki rím. Það er öðruvísi. Ég hef það einhvernveginn á tilfinningunni að þú sért aðeins að fordæma hálfrím fyrir að vera öðruvísi.
Ég vil nefna sem dæmi um góða notkun á hálfrími brot úr Númarímum Sigurðar Breiðfjörð frá 1835.
Númi undrast, Númi hræðist,
Númi grundar, hvað til ber,
Númi skundar, Númi læðist,
Númi undan víkur sér.
undrast, undan, grundar og skundar. Grundar og skundar eru alrím en undrast og undan blanda sér við í hálfrími, svo augljóst er að sjá að hann nýtti sér hálfrím þegar hann samdi þetta. Þetta er ekki barnaleg tilviljun.
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 14:37
Gunnar, hiphop hefur yfir sér ákveðin rímnabrag, Íslendingar hafa oft tekið upp erlend ljóðaform sem byggja ekki á hinu Íslenska alrími, hip hop er eitt þessara forma. Þetta hefur ekkert með barnaskap eða færni manna í að ríma. Rap snýst meira út á flæði en að láta orð ríma, en þú skilur bara ekki flowið, Gunnar, enda ertu gamall og íhaldssamur.
Bjöggi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 14:37
Til að enda með vil ég koma punkt mínum fram í stuttu, auðskiljanlegu máli.
Rapparar, þarmeðtalinn Kristmundur Axel, notast ekki við hálfrím því þeir hafa ekki getu til að semja texta með alrími, heldur vegna þess að hálfrímið hentar betur stílnum sem þeir nota, og því er ekki hægt að gagnrýna þá fyrir að "kunna ekki að ríma" og að vera "lélegir í íslensku", því það er ekki ástæðan fyrir stílnum, og því er hreintútsagt barnalegt að kalla þetta "barnalegan skáldskap". Þér er velkomið að líka illa við formið en gagnrýni þín byggir ekki á rökum heldur eigin sannfæringu og því skaltu halda henni fyrir þig þartil þú getur komið með almennileg rök gegn forminu.
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 14:49
Leifur, Gunnar Th veit alltaf allt betur en allir aðrir :) svona bezzervizzer
Óskar Þorkelsson, 11.4.2010 kl. 15:02
Ef Hallgrímur Pétursson væri fæddur síðar en 1985 væri hann rappari.
Darri (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 15:12
Óskar Þorkelsson kemur reglulega með athugasemdir um MIG en ekki umræðuefnið
Steinn Steinarr er í miklu uppáhaldi hjá mér en hann notaði fjölbreytt bragform. Mörg af hans bestu ljóðum eru án ríms. Varla ertu að leggja að jöfnu ambögur og hroða íslenskra rappara og Stein Steinar, er það?
En varðandi tilvitnun þína í Númarím eftir Sigurð Breiðfjörð, þá veðurðu þar villu og svíma. Innrím er háð öðrum lögmálum en endarím í bragfræðinni.
Ég held að þú ættir ekki að vera að slá um þig með "fræðslu" um íslenska bragarhætti.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 15:42
þú ert svo áhugaverður í tilsvörum gunnar að auðvitað verður maður að kommentera á þig ;) svo veistu svo allt saman svo mikið betur en allir aðrir :)
Óskar Þorkelsson, 11.4.2010 kl. 15:57
Gunnar veit að minnsta kosti allt betur en ég. En það er líklega af því að ég er svo vitlaus.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 16:08
Gunnar, Arnar Freyr úr hljómsveitinni Bróður Svartúlfs er t.d. mjög inflúensd af Steini og er voðalega gaman að textunum hans. Ég myndi alveg leggja hann að jöfnu Steini, en dæmið var annars bara því þú ert á móti hálfríminu fyrir að vera ekki rím.
Annars bið ég þig um að útskýra þína afstöðu nánar. Er í lagi að nota hálfrím í innrími, svo lengi sem það er alrím í endaríminu? Getur innrím verið háð öðrum lögmálum en endarím, en rapp getur ekki verið "háð öðrum lögmálum" (sem það ætti að geta, enda flutningsform) en annar kveðskapur? Hefurðu heyrt alrímsrapp til samanburðar við hálfrímsrapp?
Dæmið var um góða notkun á hálfrími, og þó það hafi verið notað sem innrím skiptir það engu máli. Þetta er engu að síður hálfrím og ég skil ekki hvernig þú getur sakað mig um "bragarháttaheimsku", enda rím alltaf rím sama hvort það er endarím eða innrím. Ég í rauninni skil ekki þetta skot og væri gaman ef þú gætir útskýrt hvernig það kemur umræðunni við.
Leifur Finnbogason, 11.4.2010 kl. 16:34
Þessi texti er ekkert minna en frábær.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 11.4.2010 kl. 16:43
Þvílíkt megafífl þessi....æ þið vitið....
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2010 kl. 18:30
Flottur!!!
Þorsteinn Briem, 11.4.2010 kl. 19:48
Leifur, til að byrja með verð ég að játa að þetta orð; "hálfrím", hef ég aldrei heyrt áður, en ég veit hvað þú meinar með því.... er þetta nýyrði?
"Alrím" veit ég að er til, en það þýðir ekki að orðin ríma algjörlega eða alveg. Og þetta "hálfrím sem þú kallar svo... hversu lík þurfa orðin að vera til að þau teljist hálfrím? Er nóg að þeim svipi örlítið saman?
Ég er ekki bragfróður maður en ég tel mig hafa brageyra sem ekki er óskylt tóneyra. Slíkt er erfitt að kenna en þó er hægt að þjálfa það upp ef vilji er fyrir hendi. Ég lærði mína bragfræði í barnaskóla og hún er ekki merkileg.
Ég mæli með, fyrir áhugasamt fólk um bragfræði, þessari síðu: http://www.heimskringla.net/bragur/Rimnahaettir.php
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 21:51
Í Orðabók Marðar stendur: Hálfrím: Skothent rím, rím um samhljóð en ekki sérhljóð(t.d. valda: elda) eða rím um sérhljóð, ekki samhljóð (t.d. foldar: volgar) andr. alrím.
Svo mörg voru þau orð. Og tilvitnun í Sigurð Breiðfjörð hér á undan sannar ekkert um hálfrím í hefðbundnum kveðskap. Staðreyndin er sú að í innrími í rímnabragarháttum þarf ekki nema eitt atkvæði sem rímar til að rímið teljist gilt (og er þá auðvitað alrím) og í hringhendum er sjaldgæft að önnur kveðan rími nema með einu. Þá eru skothendingar og algengar bæði að fornu og nýju, en sérhljóðahálfrím er hinsvegar afar sjaldgæft síðan sagnadansagerð var gefin upp á bátinn, enda fáir nútímamenn til með að viðurkenna að foldar rími við volgar.
Nú hefi ég ekki heyrt þennan umrædda „hrífandi“ texta svo ég get ekki tjáð mig um hann. Kannski er það þó svo að rapparar séu að hverfa til þess kveðskaparforms sem tíðkaðist fyrir sexhundruð árum. Sé svo sannast enn að ekkert er nýtt undir sólinni. Er það vel.
Tobbi (IP-tala skráð) 11.4.2010 kl. 22:17
Takk fyrir fróðleikinn, Tobbi. Annars held ég að þessi bragarháttur í Sigurðar Breiðfjörð- vísunni sé "nýhenda".
Lagið með hinum "hrífandi" texta er HÉR
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.4.2010 kl. 22:51
Atkvæði hefur alltaf eitt sérhljóð og getur þar að auki haft eitt eða fleiri samhljóð.
"Hálfrím er kallað þegar lokasamhljóð áhersluatkvæðis eru þau sömu en sérhljóðin mismunandi: góð - dáð. Það er táknað með því að lita helming reitanna eða hluta þeirra í sama lit. rímar við . Hálfrím er algengast inni í braglínum eða fremst í þeim [Hafl - Efl en Hafla og heitið eru í hákveðu.
Stuðlar mega ekki vera báðir í lágkveðu og höfuðstafur er alltaf í fyrstu hákveðu. Kveður kallast tvíliður, þríliður eða fjórliður eftir atkvæðafjölda en þegar aðeins er ris en ekki hnig á eftir heitir sá bragliður stúfur og það kallast einrím ef slíkir bragliðir ríma]:
Hafla/dalur/ heitið/ var
hjörðum/ gengið/ svið.
Eflist/ hagur/ aldar/ þar
arð og/ hagsæld/ við.
(Sveinbjörn Beinteinsson)
Stundum blandast hálfrím og heilrím saman eins og í eftirfarandi vísu þar sem heilrímið er einnig hálfrím við grannlínurnar [nótt - þreytt, þrótt - eytt]:
Værrar/ hvíldar/ nú í/ nótt
njóti/ fólkið/ vinnu/þreytt.
Svefninn/ gefur/ þrek og/ þrótt
þeim sem/ hafa/ kröftum/ eytt.
(Sveinbjörn Beinteinsson)
Rauði liturinn táknar t-hljóðið í lok atkvæðis, sá ljósblái táknar ó og sá guli ey."
Bragi - óðfræðivefur
Þorsteinn Briem, 11.4.2010 kl. 23:23
Eitís/ voru/ allar/ þar,
ógnar/ mikið/ flestar/ skar,
Matís/ drakk á/ Móra/bar,
maka/laus ein/ kelling/ var.
Eit- Mat. Hér nota ég ei í eitís en sérhljóð skiptast í einhljóð og tvíhljóð. "Í íslensku eru átta einhljóð (oftast táknuð með bókstöfunum a, e, i, í, o, u, ú, ö) og a.m.k. fimm tvíhljóð (oftast táknuð með ei (ey), æ, au, á, ó)."
Þorsteinn Briem, 12.4.2010 kl. 00:15
27, Jens viltu að ég biðji þig afsökunar? Þetta umrædda kvöld,þegar Söngkeppnin fór fram,var ég að skypta horfa á Real Madrid gegn Barcelóna.(í fótbolta) Þegar Borgarholtsskóli kom með sitt framlag,vissi ég að þessi texti væri um föður drengsins og samið af honum sjálfum. Það er hrífandi.
Helga Kristjánsdóttir, 12.4.2010 kl. 03:13
Það er tæplega hægt að klúðra þessu fallega lagi meistara Eric Clapton og já, flott útfærsla hjá strákunum
Stefán (IP-tala skráð) 12.4.2010 kl. 08:15
Mér sýnist ljóst að þessi hálfrímsorð í textanum, uppfylli ekki þau skilyrði sem þarf til að þau geti kallast hálfrím.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 10:05
Kristmundur Axel Kristmundsson er flottur, bara sextán ára, fæddur 26. október 1993.
Þorsteinn Briem, 12.4.2010 kl. 10:17
Gunnar, þú hefur aðeins litið á hin fjölmörgu dæmi um sniðrím (eða skothent rím) sem komið hafa. Inná milli er falið dæmi um sérhljóðarím, t.d. foldar/volgar, samasem/barnalegt, svæfir/mæði, kær/fæð og dreyminn/leikinn. Rapparar eru ekki aðeins að hverfa til þessa kveðskaparforms, heldur gerðu þeir það um leið og farið var að rappa á íslensku.
Ég skal annars koma með dæmi úr textanum, sem ég hefði átt að gera fyrr.
Það voru einu sinni feðgar sem elskuðu hvorn _annan_
þetta var tveggja manna teymi sem enginn gat _skaðað_
gat enganveginn _hrapað_, þeir voru alltof _nánir_
_sjáið_, _strákinn_ í _návist_ og _báðir_ þeirra _á-i orð sem ég náði ekki_
að _ástin_ varð að _báli_, hvað gerðist, ég _sakna þín_
höfðum það _alltaf fínt_, við lifðum í _paradís_
Þetta er byrjunin á laginu, og einsog sjá má í fjórðu línu kæfir hann hlustandann nánast í sérhljóðarími.
Leifur Finnbogason, 12.4.2010 kl. 11:15
Ég gleymi alltaf hvað þetta verður illa uppsett, en það verður að hafa það. Tilvitnunin byrjar annars á "Það voru" og endar á "paradís" og _línurnar_ eiga að leggja áherslu á rímorðin.
Leifur Finnbogason, 12.4.2010 kl. 11:18
Takk fyrir þetta Leifur
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.4.2010 kl. 14:47
Hannes, Rúv kom þarna hvergi nærri. Þetta var á dagskrá Stöðvar 2. Og bara ágætt dagskráratriði.
Jens Guð, 12.4.2010 kl. 21:44
JR, ég er Skagfirðingur sem flutti til Reykjavíkur fyrir misskilning. Ég fór í gegnum grunnskólanám í Skagafirði og framhaldsskólanám á Laugarvatni. Það er sérkennileg krafa að ætlast til þess að ég þekki nöfn eða staðsetningu einstakra skóla í hinum ýmsu úthverfum Reykjavíkur eða nágrannasveitafélaga. Ég hef aldrei átt nein samskipti við þessa skóla og þarf ekkert að vita hvar þeir eru.
Jens Guð, 12.4.2010 kl. 21:53
Jens það er nægt drasl nú þegar á Rúv til að réttlæta að leggja það niður.
Hannes, 12.4.2010 kl. 22:02
Sæll, Gunnar. Ég var annar þessara rappdela sem lenti í sæti á þessari keppni. Ég vil endilega að þú lítir á textann sem má finna hér:
http://www.muninn.is/frettir/2010/03/01/sigurlag-i-songkeppni-ma-2010/
Darri (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 13:39
Gunnar Hrafn, ég verð greinilega að kynna mér fjörið í Dverghömrum. Ég er áreiðanlega að missa af merkustu málverkasýningum landsins, hljómleikum, leikritum, fyrirlestrum...
Jens Guð, 13.4.2010 kl. 22:22
ScorpionIs, ég hef alltaf hlustað mikið á Eric Clapton. Mér þykir hann oft vera skemmtilegur gítarleikari. Hitt er annað mál að verulega mörg lög með honum eru leiðinleg og jafnvel heilu plöturnar.
Það breytir engu um að hafa má góða skemmtun af að hlusta á plötur eins og Me & Mr. Johnson, From the Cradle, Riding with the King, Unplugged og ýmislegt með hljómsveitunum sem hann spilaði með í gamla daga. Ég á sennilega hátt í tuttugu plötur sem innihalda gítarleik Claptons.
Jens Guð, 13.4.2010 kl. 22:32
Það er rosalega skemmtilegt og forvitnilegt að fylgjast með rappi á íslandi í dag. Hvað textarnir eru orðnir tilfinningalegir og mikill innlifun. Mér finnst Kristmundur Axel vera frábær rappari með frábært lag og svona að ég nefni þetta þá er annar rappari hérna frá suðurnesjunum Ástþór Óðinn með alveg frábært lag sem heitir Mamma og er ásamt Möggu Eddu dóttur Jons Gnarr. Fjallar hann um lát móður sinnar sem lést held ég af völdum krabbameins.
http://www.youtube.com/watch?v=MSy4OU5VHiQ
Anton Bjartmars (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 02:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.