Stórfurðulegt myndband við verulega kjánalegt lag

 

  Í tilefni þess að Erna Kettler hefur verið ráðin dagskrárstjóri sjónvarpsins er upplagt að rifja upp þetta myndband.  Pabbi hennar vann það 1997.  Samt er það ekki honum að kenna hvað myndbandið er klikkað.  Alls ekki.  Ernst vann myndbandið af mikilli snilld og vandvirkni samkvæmt nákvæmu handriti.  Kengrugluðu.  Lagið er svo kjánalegt að annað kom ekki til greina.

  Til gamans má geta að það var óvænt ótrúlega auðvelt að fá svanina til að dansa í takt við lagið.  Þeir eru reyndar ekkert flinkir eða taktvísir.  En viljinn var einbeittur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Þetta er það mikið rugl að þetta væri best geymt í Helvíti.

Hannes, 28.4.2010 kl. 23:34

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það er einmitt geymt þar.

Jens Guð, 28.4.2010 kl. 23:38

3 Smámynd: Ómar Ingi

http://ommi.blog.is/blog/ommi/entry/1048687/

Ómar Ingi, 28.4.2010 kl. 23:42

4 Smámynd: Hannes

Jens Það er gott að vita að við erum sámmála um sumt þegar kemur að tónlist.

Hannes, 28.4.2010 kl. 23:46

5 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  bestu þakkir fyrir þessa færeysku snilld!

Jens Guð, 28.4.2010 kl. 23:53

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  það eru þessar örfáu undantekningar sem telja.

Jens Guð, 28.4.2010 kl. 23:53

7 identicon

Mér fannst þetta nú bara alveg bráðskemmtilegt myndband, svalt soldið og með krúttlegu dýraívafi.

Þessar endur sem voru þarna annars ... eru þetta ekki bloggendur?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.4.2010 kl. 00:28

8 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  þær eru endur-skoð-endur.

Jens Guð, 29.4.2010 kl. 00:39

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það eina sem ég sá í þessu myndbandi var Banana boat auglýsing sem var á gítarnum , svo í lokin var undirspilið í laginu, í sól og sumaryl.  

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.4.2010 kl. 01:29

10 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  hvar sástu auglýsingu?  Það er rétt að þetta endar á "Í sól og sumaryl" eftir Gylfa Ægisson.  Eg hringdi í Gylfa og spurði hvort það væri reiðulaust af hans hálfu að prjóna þetta lag hans aftan við "Þorraþrælinn".  Hann svaraði:  "Steldu eins miklu úr mínum lögum og þú getur.  En mér þætti vænna um ef þú gerir grein fyrir því hjá STEF."  Að sjálfsögðu brá ég við skjótt og lét mæla út hjá STEF hvað "Í sól og sumaryl" er stór hluti af laginu.  Kallinn hefur fengið einhver STEF-gjöld út á þetta því sjálfuir fæ ég 20 - 30 þúsund kall á ári fyrir það sem stendur út af.  Aðallega fyrir spilun í Færeyjum og Grænlandi.   

Jens Guð, 29.4.2010 kl. 01:42

11 Smámynd: Snowman

Jens, gleymdir þú ekki að láta þess getið að þetta er þín útsetning ?  Furðuleg útsetning en það er bara skemmtilegra.  Ef allir endurspiluðu lögin eins og þau voru í upprunalegri útgáfu, þá væri fátt gaman í heiminum.  Og oft verða coverlög betri en orginalinn.  Eins og sjá má á laginu "Umbrella" sem Rhianna gerði frægt og Baseballs hafa nú tekið upp á sína arma.  Mun betra hjá þeim köppum.

 http://www.youtube.com/watch?v=d6fbBSYBy3U&feature=fvst

Snowman, 29.4.2010 kl. 03:31

12 Smámynd: Snowman

P.S.  Banana Boat öskraði líka á mig í myndbandinu

Snowman, 29.4.2010 kl. 03:32

13 Smámynd: Jens Guð

  Snowman,  mér fannst ekki taka því að nefna útsetninguna.

Jens Guð, 29.4.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.