29.5.2010 | 09:30
Hvað er til ráða?
Vítt og breitt um land gráta menn (og nokkrar konur) fögrum tárum yfir því að geta ekki kosið annað en fjórflokkinn. Fólkinu svíður þetta óréttlæti. Það er í uppnámi og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Sumir íhuga að mæta ekki á kjörstað. Aðrir íhuga að skila auðu. Ég hef hvatt þetta fólk til hleypa andanum á skeið og setja saman vísu. Það má vera hvort sem er staka eða limra. Vísuna skal rita á kjörseðilinn. Þannig má koma skilaboðum á framfæri skýrar en með því að skila auðu eða sitja á gólfinu heima hjá sér.
Reykvíkingar eru lausir við þetta vandamál. Hér stendur valið á milli þriggja álitlegra framboða: H-lista, framboð um heiðarleika og almannahagsmuni; F-lista Frjálslynda flokksins; og Ælist-a Jóns Gnarrs og félaga.
Leiðtogi H-lista, framboðs um heiðarleika og almannahagsmuni, Ólafur F. Magnússon, hefur fyrir löngu síðan sannað að hann er gegnheill hugsjónamaður. Hann hefur aldrei þegið féboð (mútur). Spilling er eitur í hans beinum. Hann hefur barist eins og ljón fyrir áframhaldandi staðsetningu flugvallarins í Vatnsmýri. Hann hefur staðið einarður gegn því að eigur og auðlindir almennings lendi í höndum fégráðugra siðblindra braskara. Bara svo fátt eitt sé nefnt. Þar fyrir utan er Ólafur skemmtilegur og litríkur stjórnmálamaður sem hefur oft lífgað hressilega upp á sjórnmálaumræðuna. Til að mynda er hann mælti af munni fram á borgarstjórnarfundi á dögunum þetta kvæði um borgarfulltrúa Björgólfsfeðga, Hönnu Birnu:
Gírug í ferðir, gráðug í fé
grandvör hvorki er hún né
gætir hófs í gerðum sínum
gjafir fær frá banka fínum
Auðmjúk er við auðvalds fætur
ávallt að þess vilja lætur
Velferð viljug niður sker
víða hnífinn fína ber
sjaldnast nálægt sjálfri sér
sárt í annars bakið fer
Laugaveg, flugvöll láttu kjurrt
lata Hanna farðu burt
í Valhöll heim að vefja þráð
með vinum þínum í síð og bráð
Það getur verið hollt að rifja upp hvernig umræðan var fyrir tveimur árum:
Kjörstaðir opnaðir klukkan 9 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Aukaflokkar: Samgöngur, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:23 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Gleymdi - ef ég má vera með kjaft - að ég hef aldrei skilið hve... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Alveg ljóst að þarna var elítan með sína útsendara tilbúín í læ... gudjonelias 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Skemmtilegur og fróðlegur pistill. Getur verið að egóistinn -... ingolfursigurdsson 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 65
- Sl. sólarhring: 106
- Sl. viku: 1220
- Frá upphafi: 4121039
Annað
- Innlit í dag: 54
- Innlit sl. viku: 1083
- Gestir í dag: 54
- IP-tölur í dag: 54
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Já, Ólafur hefur klárlega margt fram að færa en hann hefur svo leiðinlega og stuðandi framkomu að hann gerir fátt annað en að skemma fyrir sjálfum sér alls staðar þar sem hann kemur fram í fjölmiðlum - því miður. Það vantar kjörþokkann hjá blessuðum manninum.
Hjördís (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 09:33
Ólafur F. er ekki vondur maður og eflaust heiðarlegur, en hann er augljóslega viðkvæmt blóm og viðkvæm blóm eiga ekki að vera í blæstrinum.
Jóhanna Magnúsdóttir, 29.5.2010 kl. 10:26
Hjördís, ég stend í þeirri trú að Ólafur F. geisli af kjörþokka.
Jens Guð, 29.5.2010 kl. 12:33
Jóhanna, Ólafur F. er töffari og harður nagli.
Jens Guð, 29.5.2010 kl. 12:34
Ólafur F er flottur og gegnheill, sjaldgæfur kostur sem afar sjaldan prýðir fólk í stjórnmálum.
Gnarr fór á kostum að venju í sjónvarpinu í gær og hans nálgun dró skýrt fram hversu fastir dindlar fjórflokkanna eru fastir í gömlum hártogunum og puttabendingum, óbærilegt að hlusta á morfíslegt þrefið úr gamalkunnum skotgröfum. Hanna Birna virkar á barmi taugaáfalls í hvert skipti sem hún opnar munninn og fulltrúar Framsóknar og Frjálslyndra ullu óbærilegri syfju þegar þeir reyndu að tjá sig, Sóley Tómasar jafn þreytandi og venjulega eins og við var að búast. Nokkuð ljóst að Besti Flokkurinn er að fara að rúlla þessum kosningum verðskuldað upp og Jón Gnarr vonandi næsti borgarstjóri...allt betra en taugahrúgan Hanna Birna.
SeeingRed, 29.5.2010 kl. 12:40
SeeingRed, ég er sammála lýsingu þinni á Ólafi F.
Jens Guð, 29.5.2010 kl. 12:46
það sætir furðu að gervigrasalæknirinn sé ekki í framboði. það er óþolandi að geta bara kosið úr hópi vitleysinga. ekkert nema læknar, viðskiptafræðingar og lögfræðingar!
Þór Ómar Jónsson, 29.5.2010 kl. 14:10
Ólafur F. kann ekkert í PR-mennsku og treystir greinlega engum til að segja sér til um þau mál. Hann er vafalaust góður og gegn maður, en hefur lengi komið þannig fram í fjölmiðlum að hann virkar alltaf í fýlu og er alltaf að kenna öllum hinum um allt ... ekki bara það sem ekki er nógu gott heldur líka um að hann hafi ekki fengið að ráða neinu.
Og þessar margendurteknu fortíðartuggur hans ... "ég hef ... í tuttugu ár" ... og stöðugar áherslur hans á eigið ágæti, plús árásir á aðra frambjóðendur og flokka, er farið að fara verulega í taugarnar á fyrrverandi kjósendum hans og öðrum ... nema þér, greinilega, Jens minn góður.
Skil reyndar ekkert í þér, fyrst þú styður Ólaf, að hafa ekki reynt að útvega honum gott PR ... því þú hlýtur að sjá þetta sem ég er að segja.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 16:07
Þór Ómar, gervigrasalæknirinn er í 7. sæti H-listans. Við þurfum þess vegna ekki einu sinni meirihluta (8 borgarfulltrúa) til að ég sé inni. H-listinn er viðskipta- og lögfræðingafrír.
Jens Guð, 29.5.2010 kl. 16:10
Grefill, ég vann sem almannatengill (PR) á auglýsingastofum til fjölda ára og kann öll "trixin". Meðal annars hef ég sem slíkur tekið þátt í hönnun vel heppnaðra kosningabaráttu 3ja framboðsflokka. Hinsvegar hef ég ekki unnið við framboð Ólafs F. á því sviði. Ég er í meira en fullu starfi á öðrum vettvangi í dag.
Jens Guð, 29.5.2010 kl. 16:21
Ég veit að þú kannt fullt fyrir þér í PR ... þess vegna sagði ég þetta ... þú hefðir bara gert framboði hans gott með inngripi í þess mál.
Hins vegar held ég, eins og ég sagði áðan, að Ólafur sé þannig stemmdur núna að hann taki ekki tiltali frá neinum þvi hann heldur að hann viti og kunni allt best og mest. Það skín í gegn.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 29.5.2010 kl. 16:26
Innlit.Sorry fór ekki að kjósa,því ég hef eingan til að kjósa.
Sigurbjörg Sigurðardóttir, 29.5.2010 kl. 18:17
Helvíti er hann stressaður maðurinn.
Siggi Lee Lewis, 29.5.2010 kl. 19:46
Ólafur F. Magnússon hlaut mitt atkvæði fyrir heiðarleik og hæfni. Hjördís í no. 1 heldur sig geta dæmt hver sé leiðinlegur og telur það skipta máli þarna og Jóhanna í no. 2 setur sig á háan hest og heldur sig geta dæmt um hver eigi ekki að vera í blæstrinum, hvað sem það nú þýðir. Væntanlega er Ólafur þó færari um að dæma það sjálfur en Jóhanna. Maðurinn er ekki fífl og lærður læknir. En ég segi eins og SeeingRed í no. 5: Ólafur er flottur og gegnheill.
Elle_, 29.5.2010 kl. 23:38
Grefill, mín kynni af Ólafi eru þannig að hann sé opinn fyrir gagnrýni; hlusti á og taki mark á góðum ábendingum. Hitt er annað mál að ég skipti mér ekki sérstaklega af hönnun kosningabaráttu H-listans. Ég kem ekki að hönnun markaðssetningar nema taka fullan þátt í hönnuninni að öllu leyti. Það var ekki um það að ræða í þessu tilfelli. Enda vinn ég ekki sem almannatengill í dag.
Jens Guð, 30.5.2010 kl. 04:41
Sigurbjörg, skamm, skamm. Þú áttir að kjósa H eða F.
Jens Guð, 30.5.2010 kl. 04:41
Siggi Lee, nei, nei. Hann er yfirvegaður og afslappaður.
Jens Guð, 30.5.2010 kl. 04:42
Elle, takk fyrir stuðninginn við H-listann. Hjördís og Jóhanna lýsa því hvernig Ólafur virkar á þær. Um það er ekkert að segja annað en að þannig er það. Ég þekki Ólaf persónulega og hann virkar öðru vísi á mig. Ég kann afskaplega vel við hann. Hann er ljúfur og þægilegur, skemmtilegur og glaðvær.
Jens Guð, 30.5.2010 kl. 04:49
Ég kaus XE sem er Reykjavíkurlistinn. Ástæðan fyrir því að ég kaus ekki H listann er af því að hann Ólafur vill halda flugvellinum sem ég vil fá burt enda stærsta skemmdarverk Íslandsögurnar.
Hannes, 30.5.2010 kl. 12:16
Hannes, flugvöllurinn er ekkert á förum. Það eru ekki til neinir peningar til að flytja flug úr Vatnsmýrinni til Keflavíkur eða eitthvert annað. Staðsetning flugvallarins í Vatnsmýri hefur bjargað mörgum mannslífum og heldur áfram að bjarga mannslífum. Miðað við fjölda umferðarslysa og dauðsfalla á þjóðvegum til og frá Reykjavík, svo sem Reykjanesbraut, er ekki gáfulegt að hella 50 þúsund flugfarðþegum inn í þá umferð til viðbótar. Um 500 Reykvíkingar vinna við flugvöllinn í Reykjavík. Það er í fínu lagi að setja það lið á atvinnuleysisbætur í góðu árferði. Í efnahagskreppu er það ekki eins gáfulegt. Annar möguleiki er að flytja þetta fólk ásamt fjölskyldum þess (samtals um 2000 manns) til Keflavíkur. Eða Noregs.
Jens Guð, 30.5.2010 kl. 17:40
Jens. Hefur þú hugsað út í það hvað það að vera með flugvöll á þessu góða byggingarlandi í staðinn fyrir að byggja þarna þétta byggð kostar allmenning í borginni? Það á að byggja þarna þétta byggð í staðinn fyrir að vera að dreifa bygðinu um holt og hæðir sem kostar allmennign miklu meiri ferðatíma innan borgarinnar ásamt því að kosta mikinn gjaldeyri í eldsneyti.
Hannes, 30.5.2010 kl. 23:38
Hannes, ég er hlutdrægur varðandi flugvöllinn í Vatnsmýri. Árlega flýg ég 10 - 20 sinnum til og frá þeim flugvelli til að kenna skrautskrift úti á landi og skjótast til Færeyja og Grænlands. Það er meiriháttar frábært að geta nánast rölt í Vatnsmýrina til að fara þessar ferðir. Einnig að geta rennt þangað til að taka á móti farþegum frá Færeyjum, Grænlandi eða utan af landi.
Byggingarland? Höfuðborgarsvæðið er fullt af tómum og auðum byggingum. Hverjir eiga að kaupa og keppa við það það húsnæði? Verktakafyrirtækin sem eru hvert á fætur öðru að fara á hausinn þess dagana? Hvað má fórna mörgum mannslífum og slösuðu fólki í umferðarslysum til að þau verktakafyrirtæki hrynji í gjaldþrotum við að bæta við auðu húsnæði í Reykjavík?
Jens Guð, 31.5.2010 kl. 00:01
Þar fyrir utan: Sparnaður í gjaldeyri í eldsneyti er horfinn og meira til þegar eða ef 50 þúsund flugfarþegum verður hellt í umferð á Reykjanesbraut.
Jens Guð, 31.5.2010 kl. 00:03
Jens. Þessar byggingar munu fyllast eftir nokkur ár og þá mun þurfa að byggja aftur og þá á flugvöllurinn að fara til að rýma fyrir íbúðabyggð.
Það munar litlu fyrir þig að keyra nokkrar mín auka en það munar um mikið ef vegalengdir innanbæjar eru mun lengri en þörf er á.
Hannes, 31.5.2010 kl. 00:10
Hannes, hvað má fórna mörgum mannslífum í þágu þæginda einhverra sem vilja búa í Vatnmýri? Sem þar að auki liggur ekki fyrir vegna þess að út um allt höfuðborgarsvæði er offramboð á auðu húsnæði. Nálægt flugvallarins í Vatnsmýri við Landsspítala-Borgarspítala hefur bjargað mörgum mannslífum.
Mig munar ekki mikið um að keyra 40 mínutna akstur til Keflavíkur. Slasaðir sjómenn og annað slasað fólk hefur ekki sama svigrúm til að komast undir læknishendur. Þeim munar um hverja mínútu.
Árlega slasast, örkumlast og deyja fjölmargir á Reykjanesbraut. Viðbót 50 þúsund manns á Reykjanesbraut er kannski eitthvað sem hægt er að leggja að jöfnu við þægindi tilvonandi íbúa í blokkum í Vatnsmýri. Kannski.
Jens Guð, 31.5.2010 kl. 00:26
Jens. Það að dreifa byggðinni í staðinn fyrir að hafa hana í Vatnsmýrinni þýðir meiri umferð því að þá þarf fólk allmennt að fara lengri vegalengdir. Þegar byggð er dreifð þá er erfiðara að halda úti allmennings samgöngum sem þýðir fleiri bílar á götum Reykjavíkur sem þýðir meiri slysahætta þar á móti. Umferðin er í miðbæinn mornanna en úr honum seinnapartin. Byggð þarna myndi þýða að umferðin væri jafnari yfir dagin. Það er hægt að gera veg yfir í Álftanes og Kópavog sem myndi létta á Miklubraut.
Þaðð er hægt að finna betri flugvallastæði nálagt Reykjavík eins og Hólmsheiði sem er ekki jafn verðmætt byggingarland.
Hannes, 31.5.2010 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.