Glæsilegur kosningasigur Sigurjóns Þórðarsonar og Frjálslynda flokksins

  Þvers og kruss um landið urðu sviptingar í pólitíkinni í nótt.  Fjórflokkurinn fékk víða skell og rótgrónir meirihlutar féllu kylliflatir.  Fyrir utan stórsigur Besta flokksins í Reykjavík og Lista fólksins á Akureyri vekur athygli glæsilegur kosningasigur Sigurjóns Þórðarsonar,  formanns Frjálslynda flokksins,  í Skagafirði.  Frjálslyndi flokkurinn hefur ekki áður átt þar bæjarfulltrúa.  Nú er Frjálslyndi flokkurinn með næstum 12% meira fylgi í Skagafirðinum en Samfylkingin. 

  Ég vissi að Sigurjón nýtur mikils persónulegs fylgis í Skagafirðinum.  Þar starfar hann sem heilbrigðisfulltrúi.  Úrslitin koma mér því ekki á óvart.  Ég er úr Skagafirðinum og þekki til vinsælda Sigurjóns meðal minna gömlu sveitunga.  Þetta eru engu að síður tíðindi. 

  Frjálslyndi flokkurinn vann sömuleiðis kosningasigur á Ísafirði.  Þar bauð flokkurinn fram í samfloti með fleirum undir merki Í-lista.  Í-listinn náði inn 4 bæjarfulltrúum af 9.  Líklegt er að Kristján Andri Guðjónsson og félagar í Í-listanum myndi meirihluta á Ísafirði ásamt bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins. 

  Það er góð sveifla á Frjálslynda flokknum.

sigurjon   


mbl.is Mætti á margar möppumessur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha ;D

CrazyGuy (IP-tala skráð) 30.5.2010 kl. 11:04

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Já stórkostlegur sigur Frjálslyndra. Afgerandi úrslit flokksins í Reykjavík sýnir það og sannar að flokkurinn má vel við una, Skemmtilegir þessir pólistísku frasar...

Guðmundur St Ragnarsson, 30.5.2010 kl. 11:56

3 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þú hljómar eins og Bjarni Ben.

Brynjar Jóhannsson, 30.5.2010 kl. 13:36

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Vissulega eru þetta góð tíðindi og vekja mér bjartsýni.

Við skulum hafa það í huga að þetta er í raun nýr flokkur vegna þeirrar endurnýjunar hans sem búið var að kalla eftir innan frá.

Við frjálslyndir erum baráttuafl sem höfum tvö höfuðmarkmið í íslenskum stjónmálum.

1. Innköllun kvótans ásamt auknum aflaheimildum og nýrri nálgun á þol fiskistofnanna í stað þeirra vísinda sem hafa rýrt afraksturinn.

2. Afdráttarlaus andstaða gegn inngöngu Íslands í ESB.

Samkvæmt skoðanakönnunum er mikill meiri hluti þjóðarinnar hlynntur þessum þýðingarmiklu stefnumálum okkar.

Þessi stuðningur við formanninn í útgerðarbænum Sauðárkróki er okkur ástæða til mikillar bjartsýni í næstu kosningum til Alþingis.

Árni Gunnarsson, 30.5.2010 kl. 13:37

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árni Gunnarsson.

Þú hefur gaman af að ljúga að sjálfum þér.

Frjálslyndi flokkurinn hefur nánast ekkert fylgi á landsvísu
, eins og þú veist mætavel.

Og það er í hæsta máta einkennilegt að aðalandstæðingur í augum Sigurjóns Þórðarsonar skuli vera Samfylkingin sem hefur á stefnuskrá sinni að "innkalla" alla aflakvóta íslenskra útgerðarmanna næstu tvo áratugina.

Sigurjón er hins vegar með Samfylkinguna á heilanum, samkvæmt skrifum hans hér á Moggablogginu undanfarin ár.

Í Skagafirði fékk F-listi Frjálslynda flokksins 219 atkvæði í kosningunum í gær og S-listi Samfylkingar 197 atkvæði. Báðir listarnir fengu því einn mann kjörinn.

Og að sjálfsögðu verður hér fylgt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar varðandi veiðar úr fiskstofnum á Íslandsmiðum.

Þorsteinn Briem, 30.5.2010 kl. 14:19

6 Smámynd: Jens Guð

  CrazyGuy,  það er gaman.

Jens Guð, 30.5.2010 kl. 16:13

7 Smámynd: Jens Guð

  Guðmundur,  úrslitin í Reykjavík breyta engu um það að Frjálslyndi flokkurinn hlaut glæsilegan kosningasigur í Skagafirði og Ísafirði.  Aðstæður í Reykjavík voru sérstakar.   Borgarfulltrúi F-listans undanfarin kjörtímabil - og þar af borgarstjóri um tíma - bauð fram nýjan lista,  H-listann.   F-listinn bauð þá fram nýjan lista.  Það er að segja nýjan hvað það varðaði að fólk (kjósendur) þekktu ekki frambjóðendur hans.   Fína frambjóðendur en óþekkta.

  Það lagðist illa í marga að verið væri að bjóða fram tvo lista um sömu málefni og sömu áherslur í stað þess að kraftar frambjóðenda þessara tveggja lista væru sameinaðir í einu framboði.  Sjálfur var ég afar ósáttur við þessa þróun mála.  Þó ég væri á framboðslista H-listans þá naut ég mín ekki í kosningabaráttunni út af þessu.  Það átti við um marga aðra á báðum framboðslistunum.

Jens Guð, 30.5.2010 kl. 16:30

8 Smámynd: Jens Guð

  Brynjar,  ég hef ekkert heyrt frá Bjarna Vafningi í háa herrans tíð.

Jens Guð, 30.5.2010 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.