Eivör í 1. sæti i tveimur löndum með sitthvort lagið

  Nýja platan með Eivöru,  Larva,   er töluvert þungmeltari en fyrri plötur hennar.  Jafnframt er músíkstíllinn verulega frábrugðinn þjóðlagakenndri vísnatónlistinni sem Eivör er þekktust fyrir.  Á  Larva  er það rafmagnað tölvuhljómborð sem ræður för.  Engu að síður kunna margir vel að meta þessa frábæru plötu,  Larva.   Og ennþá fleiri eiga eftir að læra að meta hana þegar fram líða stundir.

  Upphafslag  LarvaUndo your Mind,   flaug um helgina upp í 1. sæti vinsældalistans á rás 2.  Svo skemmtilega vill til að á sama tíma flaug annað lag af  Larva,  Vöka,  upp í 1.  sæti færeyska vinsældalistans.  Það er óvenjulegt að sami flytjandi sitji í toppsæti vinsældalista tveggja landa með sitthvort lagið.  En Eivör er ekki venjuleg og ekki Larva  heldur.  Larva  er þessa vikuna í 7.  sæti yfir söluhæstu plöturnar á Íslandi.

  Sjá plötuumsögn:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1057725


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Þetta sýnir vel af hverju á að leggja þessa ömurlegu útvarpsrás niður ásamt móðurfélaginu.

Hannes, 31.5.2010 kl. 21:42

2 Smámynd: Ómar Ingi

Nýjasti diskur hennar er alveg fantafínn

Ómar Ingi, 31.5.2010 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.