Það þarf að laga loka sekúndurnar í myndbandinu

  Myndband sem kynnir og dregur upp ágæta mynd af þessum venjulegu sídansandi Íslendingum er í íslenskum fjölmiðlum jafnan kallað átakið (án frekari skýringa).  Ég veit ekki hvað það er kallað í útlöndum.  Hitt veit ég að myndbandið er um margt vel heppnað.  Það á eftir að skerpa á vinsældum Emilíönu Torríni og hennar fjörlega  Jungle Drum  lagi.  Það er hið besta mál.  Verra er að allt annað lag er undir myndbandinu á þútúpunni (sjá hér fyrir neðan).

  Ef vel er að gáð má sjá í lok myndbandsins að unglingsstelpa neglir hnénu á sér í kviðinn á hundi.  Þetta hefði mátt vinna betur.  Til að mynda með því að hin stelpan sparkaði í hausinn á kvikindinu eða lemdi kröftuglega með skóflu.  Þá kæmi 100 ára gamall bóndi á dráttarvél og keyrði yfir skepnuna.  Því næst tækju stelpurnar og bóndinn nokkur nett dansspor áður en bóndinn færi örfáa kollhnísa í loftinu,  færi síðan í splitt og hlypi út í buskann á annarri hendi. 

  Það væri reisn yfir því.


mbl.is Átakið hefur slegið í gegn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Það var skemmtilegt að horfa á þetta myndband með Benny Hill laginu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.6.2010 kl. 01:38

2 identicon

Já nei hitt er betra.

http://www.youtube.com/watch?v=QlW-Ufpndk4

G. J. (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 04:50

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er auðvitað miklu skemmtilegra.

Það má svo velta fyrir sér í hvaða myndrömmum fólkið er sett inn í myndina. T.d. þar sem flogið er yfir vitann í Dýrhólahey, þar sjást jöklarnir eins og þeir voru fyrir gos, en samt er dansandi manneskja í vitanum. Líka þar sem flogið er yfir jökulinn aðeins fyrr.

Emil Hannes Valgeirsson, 4.6.2010 kl. 08:59

4 identicon

bíddu, hvaða vit hefur gervisgrasalæknir á svona hlutum? sástu ekki beru stúlkuna í miðri mynd?

þórómar (IP-tala skráð) 4.6.2010 kl. 10:48

5 Smámynd: Jens Guð

  Jóna Kolbrún,  "Jungle Drum" er miklu flottara.

Jens Guð, 4.6.2010 kl. 21:48

6 Smámynd: Jens Guð

  Emil,  útlendingar hafa lang mest gaman af að sjá hvað Íslendingar eru flinkir að dansa.  Þeir hafa til að mynda aldrei áður séð sjómann dansa í sjógallanum.

Jens Guð, 4.6.2010 kl. 21:50

7 Smámynd: Jens Guð

  Þórómar,  ég veit allt um þetta.  Ég vann við svona myndbönd í mörg ár.  Ég sá beru stelpuna í myndbandinu.  Það hefði mátt skerpa á því myndskeiði með því að láta stelpuna sprenga sig og strákinn í loft upp um leið og hún hrópaði:  "Guð er mikill!"

Jens Guð, 4.6.2010 kl. 21:53

8 identicon

Jens talandi um sprenga sig...þá vantar í myndbandið Eyja-Sprang

Jóka (IP-tala skráð) 5.6.2010 kl. 09:14

9 Smámynd: Jens Guð

  Jóka,  nú erum við farin að tala færeysku (spranga = afmeyja).

Jens Guð, 6.6.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband