Skiffle

  Í hinum frábæra sjónvarpsþætti  Popppunkti  í kvöld var spurt um flytjanda skiffle-lagsins  Rock Island Line  með skoska söngvaranum Lonnie Donegan.  Skiffle var og er merkilegt fyrirbæri rokksögunnar.  Þetta var upphaflega blúsafbrigði í Bandaríkjunum á þriðja áratugi síðustu aldar.  Þegar Skotinn Ewan McColl kynnti Bretum blúsinn á sjötta áratugnum skall skiffle-æði yfir Bretland.  Þar fór Lonnie Donegan fremstur í flokki.  Hann söng í skiffle-útfærslu fjölda bandarískra laga eftir Woody Guthrie og Leadbelly.  Raðaði þessum skiffle-lögum á breska vinsældalistann.

  Ef svona lög kæmu út í dag væru þau sennilega flokkuð sem létt órafmagnað kántrý-pönk.

  Hljómsveitin The Quarrymen,  sem varð síðar Bítlarnir,  var skiffle-hljómsveit.  Írinn Van Morrison var líka í skiffle-deildinni.  Í myndbandinu hér fyrir ofan flytur skiffle-kóngurinn Lonnie Donegan lag úr smiðju Leadbellys.  Í myndbandinu hér fyrir neðan flytur enska írsk-ættaða þjóðlagapönksveitin The Pogues eitt vinsælasta lag Ewans McColls,  Dirty Old Town.       

  Til gamans:  Dóttir Ewans,  Kirsty heitin (það var siglt yfir hana úti fyrir Mexikó)  átti vinsælt lag í flutningi leikkonunnar Tracy Ullman,  They Don´t Know:

  Sjálf skoraði Kirsty McColl hátt á vinsældalistum með lagi eftir Billy Bragg,  A New England

Annað frægt lag með Kirsty McColl og The Pogues er  Fairytale of New York:

   Annað flott lag með Billy Bragg er  Seven and Seven is:

  Billy Bragg hefur átt mörg lög á breska vinsældalistanum.  Aðeins einu sinni hefur hann þó náð 1. sætinu.  Það var með lagi Bítlanna,  hljómsveitarinnar sem byrjaði sem skiffle-hljómsveit,  She´s Leaveing Home:

 

  Svo haldið sé áfram að teygja á tengingunni þá var eiginkona Ewans McColls,  Peggy Seeger,  systir eins frægasta söngvahöfundar Bandaríkjanna,  Petes Seegers.  Hann er meðal annars höfundur  Turn,  Turn,  Turn.   Eins þekktasta lags The Byrds:

  Og  Bells of Rhymney:

 

Hér er Pétur gamli sjálfur að syngja lag Woodys Guthries fyrir Hussein forseta Bandaríkjanna:

  Af öðrum lögum Woodys Guthries er þekkt  Pretty Boy Floyd   með The Byrds:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Hannes, 19.6.2010 kl. 23:29

2 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er bara flott.  Skiffle var og er skemmtilegur kántrý-skotinn blús.

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 23:36

3 Smámynd: Hannes

Ég hélt að það væri ekkert til verra en Eivör en þér tókst að afsanna það með stæl með þessari færslu.

Hannes, 19.6.2010 kl. 23:43

4 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  hér eru bara gullmolar. 

Jens Guð, 19.6.2010 kl. 23:51

5 Smámynd: Hannes

Það fer eftir einstaklingnum og hversu heill hann er á geði.

Hannes, 19.6.2010 kl. 23:55

6 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er það fjölbreyttur pakki að þú hlýtur að falla fyrir til að mynda  Dirty Old Town   eða   Fairytale of New York.  Trúi ekki öðru.

Jens Guð, 20.6.2010 kl. 00:07

7 Smámynd: Jens Guð

  Ég á við Shane blindfullur og þetta bara frábært. 

Jens Guð, 20.6.2010 kl. 00:09

8 Smámynd: Hannes

Eivör er sköminni skárri þó að hún sé hundleiðinleg. Búinn að hlusta á nóg af þessum lögum til að vita að ég fíla þau ekki.

http://www.youtube.com/watch?v=WYeDsa4Tw0c

http://www.youtube.com/watch?v=BsvoBvheKEE

http://www.youtube.com/watch?v=hKUONCgTRl0

Ég veit að þú fílar að minnsta kosti einn af þessum linkum GAMLI.

Hannes, 20.6.2010 kl. 00:17

9 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  rétt til getið.  Ég fíla eitt af þessum lögum.

Jens Guð, 20.6.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband