25.6.2010 | 20:57
...Þá var hringt í Hólakirkju öllum jólabjöllunum
Hólar í Hjaltadal eru (einn) fallegasti staður landsins. Fátt er ánægjulegra en keyra heim til Hóla eftir löngum beinum vegi og beygja síðan upp með skógarrjóðrinu, kirkjunni og turninum og hringspóla á hlaðinu við skólann. Nei, annars. Það á að aka varlega þarna í svona fögru umhverfi. Um Hóla í Hjaltadal hafa verið ort mörg góð kvæði. Þar á meðal þetta bráðskemmtilega eftir Kristján Runólfsson.
Þegar lít ég heim til Hóla,
horfi ég á marga póla,
biskupinn og bændaskóla,
ber við sjónir nútímans.
Flæðir saga um minni manns.
Garður fylltur grænum njóla,
Guðbrands staðinn skreytir, (þar sem prentsmiðjan stóð)
Þetta eru þankar sundurleitir.
Þarna bjuggu bændur góðir,
betri en gerðust hér um slóðir,
margir voru menntafróðir,
mörg eru áhrif búskólans.
Flæðir saga um minni manns.
Vaxa af því viskuglóðir,
víða hér um sveitir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Stöndug kirkja staðinn prýðir,
stóðu að henni bændalýðir.
Sóknarprestar sungu tíðir,
sinntu boði frelsarans.
Flæðir saga um minni manns.
Maður sá er messu hlýðir,
meira um lífið skeytir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Tíminn líður, flest á Fróni,
fyrnist þó að nýtt við prjóni,
það sannaðist á séra Jóni,
og seinni tíma nafna hans. (Jóni Bjarnasyni)
Flæðir saga um minni manns.
Varla þetta telst með tjóni,
og tæpast nokkru breytir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Fylla loftið fornar sögur,
fram í dali og ystu gjögur,
löngum voru ljóðin fögur,
lofuð á vörum almúgans.
Flæðir saga um minni manns.
Hér var Óðins hornalögur,
handa þeim sem neytir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Sér í hylling Guðmund góða,
ganga um með hökulslóða,
Galdra-Loft hinn galna og óða,
Guðbrand prenta bókafans.
Flæðir saga um minni manns.
Yfir sumu er algjör móða,
á því minnið steytir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Taumlaus áfram tíminn rennur,
tifar hratt sem eldur brennur,
víst hann gerir mörgum glennur,
gefur aldrei nokkurn sjans.
Flæðir saga um minni manns.
Birtist hann með beittar tennur,
brögðin mögnuð þreytir.
þetta eru þankar sundurleitir.
Heilladísir Hólastaðar,
höndum tóku saman glaðar,
að setja allt sem sálu laðar,
saman þar sem gullinn krans.
Flæðir saga um minni manns.
Gleðisólin geislum baðar,
grænka hugans reitir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Sé ég Biskup Gottskálk grimma,
og Guðmund upp í skálar trimma,
þeir fara á stjá er fer að dimma,
og förlar sjónum horfandans.
Flæðir saga um minni manns.
Löng var forðum Rauðskinns rimma,
rifust andar heitir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Líkaböng er löngu brotin,
lenti í Köben sundur rotin,
öll voru kathólsk áhrif þrotin,
endanlega um sveitir lands.
Flæðir saga um minni manns.
Herra Jón var herðalotinn,
og hálsvöðvarnir feitir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Allir vita að Auðunn Rauði,
einnig sat í þessu brauði,
reisti múr af rýrum auði,
ríkt var eðli mannsandans.
Flæðir saga um minni manns.
Hann var ansi klár sá kauði,
klókur sverðabeitir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Lít ég yfir sögusviðið,
sumt er nýtt og annað liðið,
hér hafa ýmsar skepnur skriðið,
og skrefað tímans villta dans.
Flæðir saga um minni manns.
Hafa oft um hérað riðið,
höfðingjarnir feitir.
Þetta eru þankar sundurleitir.
Núna mun ég ljúka ljóði,
og linna þessu kvæðaflóði,
klára það með köldu blóði,
kveð nú sagnir frónbúans.
Flæðir saga um minni manns.
Er ég talinn orðasóði,
sem órum frá sér hreytir.
Þetta eru þankar sundurleitir
Meginflokkur: Ljóð | Aukaflokkar: Ferðalög, Menning og listir, Vinir og fjölskylda | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Bjarki, svo sannarlega! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Þetta minnir mig á... Manninn sem keypt sér rándýrt ilmvatn (ef... sigurdurig 22.1.2025
- Passar hún?: Ömmurnar eru með þetta, takk fyrir mig Jens bjarkitryggva 22.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Brjánn, takk fyrir þetta. jensgud 19.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: áhugaverður samanburður. https://www.youtube.com/watch?v=1651r_... Brjánn Guðjónsson 18.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, ef þú kannt ekki að meta meistaraverkin eftir Mozart, þ... Stefán 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Guðjón, þú ert með skemmtilegan flöt á dæminu! jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Ingólfur, bestu þakkir fyrir góðar pælingar. jensgud 15.1.2025
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit h...: Stefán, takk fyrir fróðleikinn. jensgud 15.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 135
- Sl. sólarhring: 170
- Sl. viku: 1290
- Frá upphafi: 4121109
Annað
- Innlit í dag: 108
- Innlit sl. viku: 1137
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz
Hannes, 26.6.2010 kl. 01:27
Stutt og svona "beint að efninu" ljóð
Gsss (IP-tala skráð) 26.6.2010 kl. 09:49
Afbragðskvæði, skemmtilegt og mjög haglega ort. En auðvitað ekki við hæfi allra, sem ekki kunna gott að meta!
Magnús Geir Guðmundsson, 27.6.2010 kl. 02:10
Hannes, góða nótt!
Gsss, það er ástæðulaust að læðast í kringum þetta. Beint að efninu er best.
Magnús, það hafa ekki allir smekk fyrir kvæðum. Hvorki vel eða klunnalega ortum af öllum sortum.
Jens Guð, 27.6.2010 kl. 14:06
Jens ég var að tala um að færslan væri leiðinleg en ekki að ég væri að fara að sofa þegar ég skrifaði athugasemdina fyrir ofan.
zzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzzz.
Hannes, 2.7.2010 kl. 00:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.