Ný og spennandi útvarpsstöð, Nálin

  Í fjölmiðlapistli í Morgunblaðinu í dag er kvartað undan einsleitu,  ja,  effemmteknóprumpi held ég að það sé kallað,  í íslenskum útvarpsstöðvum.  Undir þau orð má taka.  Því er fagnaðarefni að eftir örfáa daga hefur göngu sína ný og spennandi músíkútvarpsstöð,  Nálin.   Þar verða við dagskrárgerð þungavigtarmenn á borð við Karl Sigurðsson (áður á rás 2 og Útvarp Suðurlands),  Gunni "Byrds" (áður poppfréttaritari Tímans) og þar fyrir utan kannski gamli maðurinn sem hér bloggar.   Svo og ýmsir fleiri.

  Ef svo vindur fram sem horfir verð ég með vikulegan þátt á Nálinni.  Spila annars vegar klassískt rokk sjöunda og áttunda áratugarins (60´s og 70´s) og hinsvegar íslensk dægurlög í bland við popp frá löndum utan engilsaxneska málsvæðisins.  Þetta er allt ennþá til skoðunar.  Ég læt ykkur fylgjast með framvindu mála.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvenær kaupir 365 ykkur ?

JR (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 01:44

2 identicon

Eða átti það að vera , hvenær svíkur sá fyrsti yfir á 365 ?

JR (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 03:04

3 identicon

Get ég fengið að vera með þátt?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 10:39

4 identicon

Hver sér um pönkið ????

Röggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 13:57

5 identicon

Líst vel á þetta, sérstaklega með tónlist frá öðrum löndum en Englandi og USA. Mér hefur þótt Rás 2 alveg ótrúlega slöpp að þessu leiti, hef upplifað að ef tónlistin er ekki spiluð á BBC, þá á hún ekki heima á Rás 2. Ekki það að ég hefði kosið að góð tónlist frá öllum heimshornum myndi heyrast á öllum rásum en RUV er í einstakri stöðu sem ríkisútvarp með tengsl við önnur ríkisútvörp í Evrópu og ætti því að hafa greiðan aðgang að miklu efni.

Ég er sérstaklega hissa á hvað heyrist lítið frá hinum norðurlöndunum, alveg skammarlegt fyrir Rás 2.

Auðjón (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 14:35

6 identicon

Hjartanlega sammála Auðjóni !!!! Hvaða Norðurlanda fordómar eru þetta eiginlega , það mætti sleppa því að spila sömu lögin aftur og aftur viku eftir viku og hafa aðeins meiri fjölbreyttni í staðin og það er verið að búa til frábæra tónlist um allan heim en ekki bara í Bretlandi og USA.

Röggi (IP-tala skráð) 6.7.2010 kl. 15:47

7 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nú, er þetta útvarpsstöð?

hélt þetta væri saumastofa.

Brjánn Guðjónsson, 6.7.2010 kl. 15:48

8 Smámynd: Jens Guð

  JR,  það er Útvarp Saga sem stendur að þessari nýju músíkstöð,  Nálinni.  Þar á bæ eru menn að sækja í sig veðrið.  Fyrir nokkrum dögum hleypti ÚS af stokkunum fréttastofu.  Hún hefur farið vel af stað.  Með músíkstöðinni Nálinni er staða fyrirtækisins styrkt enn betur.

  Á sama tíma hafa 365 miðlar ekki svigrúm til eins né neins.  Samdráttur og niðurskurður er það eina sem við þeim blasir.  Enda var grátið sáran þar á bæ þegar ÚS hætti að kaupa af þeim fréttaþjónustu.  Það munar um hverja krónu í kreppunni.  

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 21:07

9 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  þú skalt tala um það við útvarpsstjórann,  Einar á ÚS.

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 21:09

10 Smámynd: Jens Guð

  Röggi (#4),  fyrstu pönksmellirnir frá miðjum áttunda áratugnum falla undir klassíska rokkið.  Það kæmi mér ekki á óvart þó þeir myndu dúkka upp hjá mér.

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 21:20

11 Smámynd: Jens Guð

  Auðjón,  það litla sem heyrst hefur í íslensku útvarpi af dægurmúsík frá "ekki-enskumælandi" þjóðum er á rás 2.  Þegar ég skipti yfir á rás 2 í dag var verið að kynna til spilunar lag eftir Prince í flutningi sænskrar hljómsveitar.  Núna rétt áðan skipti ég aftur yfir á rás 2.  Þar var Guðni Már að spila lag með hinum danska Kim Larsen.  Ekki leið á löngu þangað til hann spilaði einnig lag með færeysku bítlahljómsveitinni Faroe Boys.  Lag með færeysku söngkonunni Eivöru er á A-playlista rásar 2.  Það þýðir að hún er spiluð daglega á rás 2.  Starfsmenn rásar 2 eru þessa dagana í Hróarskeldu að hljóðrita músík og taka viðtöl.  Ég ætla að þar verði tónlistarfólk frá ýmsum löndum afgreitt.

  Ég hef góða reynslu af rás 2 varðandi jákvæða afstöðu til tónlistar frá löndum utan engilsaxneska málsvæðisins.  Svo ég haldi mig bara við færeyska músík þá hófst færeyska bylgjan á Íslandi 2002 í kjölfar þess að Guðni Már fór að spila á rás 2 "Orminn langa" með færeysku rokksveitinni Tý.  Þetta lag varð vinsælasta lagið á Íslandi 2002 og platan sat vikum saman í 1. sæti íslenska sölulistans.

  Lög Týs voru einungis spiluð á rás 2.  Aðrar útvarpsstöðvar voru ófáanlegar til að spila Tý.  

  Færeyskir tónlistarmenn fóru að troða upp á hljómleikum hér.  Alltaf hefur rás 2 staðið sig vel við að kynna þá.  Fjöldi færeyskra platna hafa verið "plata vikunnar" á rás 2 og fjöldi færeyskra laga hafa verið á föstum spilunarlistum rásar 2.  

  Og nú verður færeysk músík líka spiluð á Nálinni - ásamt asískri músík,  afrískri, a-evróskri,  skandinavískri,  grænlenskri... 

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 22:10

12 Smámynd: Jens Guð

  Röggi (#6),  það er rétt hjá þér að fleiri gera flotta músík en íbúar enskumælandi landa.  Ég ætla að sanna það í þættinum á Nálinni.

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 22:25

13 Smámynd: Jens Guð

  Brjánn,  það er til búð sem heitir Nálin hannyrðaverslun ehf.   Ég dreg í efa að henni verði oft ruglað saman við útvarpsstöðina Nálina.  

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 22:26

14 Smámynd: Ómar Ingi

Er þetta óskhyggja eða er komin eitthvað plan fyrir þesa stöð eða er hún kannski komin í loftið eða !!!

Ómar Ingi, 6.7.2010 kl. 22:54

15 Smámynd: Hannes

Það er spurning hvort maður hlusti ekki á þáttinn þinn ef þú hefur vit á að láta það vera að spila Færeyska draslið.

Hannes, 6.7.2010 kl. 22:59

16 Smámynd: Jens Guð

  Ómar Ingi,  ef allt gengur að óskum fer Nálin í loftið um helgina og sendir út allan sólarhringinn þaðan í frá um alla framtíð.

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 23:14

17 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  fólk grátbiður um færeyska músík.  Eins og glöggt sést á því að nýverið var færeyskt lag vikum saman í efstu og efsta sæti vinsældalista rásar 2 (valinn af hlustendum).  Á sama tíma var færeysk plata ein af þeim söluhæstu hérlendis.  Á undanförnum árum hafa margar færeyskar plötur vermt toppsætið yfir söluhæstu plöturnar á Íslandi.

  Ég veit fyrir víst að fjölmenni mun sækja færeysku tónlistarhátíðina á Stokkseyri um verslunarmannahelgina.  Sennilega hátt í tvö þúsund manns.  

  Það er því næsta víst að ég spili færeyska músík.  Ekki færeyskt drasl.  Reyndar ekkert drasl. 

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 23:24

18 Smámynd: Jens Guð

  Vegna #11 vil ég bæta við að núna er verið að endurflytja á rás 3 Rokkland frá því á sunnudag.  Þar er verið að spila danskar hljómsveitir á borð við Dizz Miss Lizzy og Nephew.  

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 23:34

19 Smámynd: Jens Guð

  rás 2 átti það að vera...

Jens Guð, 6.7.2010 kl. 23:38

20 Smámynd: Hannes

Jens. Ruggludallar?

Hannes, 6.7.2010 kl. 23:40

21 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  hverjir eru rugludallar?

Jens Guð, 7.7.2010 kl. 00:00

22 Smámynd: Hannes

Jens þeir sem hlusta á F.T. meðal annars.

Hannes, 7.7.2010 kl. 00:01

23 identicon

Já, sem betur fer hefur Rás 2 ekki útilokað tónlist frá Norðurlöndunum - að undanskildri Eivör, sem má segja að sé samofin íslenskri tónlistarsenu eftir langtímadvalir og tíðar heimsóknir, þá erum við að tala að lög frá Norðurlöndunum (sem ekki hafa dottið inn í spilun á BBC, Abba og slíkt) eru kannski spilaðuð tvisvar, þrisvar í viku að jafnaði.

Ég efast ekki um að afstaðan er mjög jákvæð á Rás 2 en svo er 'playlistinn' settur saman af BBC radio 1 og því helsta í Íslenskri tónlist. Ef ekki væri upptakan frá hróaskeldu, hvað skildi hljómsveitin eins og Dizzy Mizz Lizzy hafa verið spilaðar oft síðustu 20 ár?

Rás 2 er betri en 365 en viðmiðið er ekki hátt og auðvitað ætti hún að gera miklu, miklu betur sem ríkisútvarpsstöð og ég vona að Nálin bæti þar úr.

Auðjón (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 09:53

24 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  fólk sem hlustar á færeyska músík er úrval annarra manna.  Að öllu jöfnu.  Reyndar er færeysk músík það fjölbreytt að ómögulegt er að setja hlustendur hennar undir einn hatt.  Sumir hafa mikið dálæti á færeyskum djassi.  Aðrir á færeyskum kórsöng.  Enn aðrir á færeyskri harmónikkusveiflu.  Blásarakvintett Reykjavíkur hefur spilað inn á plötu færeysk lög.  Íslenski dansflokkurinn hefur notast við færeyska balletttónlist. 

  Stakar plötur með færeysku álfadísinni Eivöru hafa selst í allt að 10 þúsund eintökum hérlendis.  Stakar plötur með færeysku þungarokkurunum Tý hafa selst í allt að 4 þúsund eintökum hérlendis.  Plötur með færeyska vísnatónlistarhópnum Harkaliðinu hafa selst í þúsundum eintaka hér.  Einnig plötur með færeysku bítlahljómsveitinni Faroe Boys og stuðboltunum í Viking Bandi.  Einning mætti nefna Boys in a Band,  Makrel,  200 og allskonar.  Að ógleymdri færeysku kvæðamúsíkinni.

  Þegar allt er samantalið hafa vel á annað hundrað þúsund færeyskar plötur selst á Íslandi á síðustu 8 árum.  Það jafngildir að færeysk plata sé til á 80 - 90% íslenskra heimila.  Eiginlega má orða það þannig að færeyska músík sé að finna á öllum íslenskum heimilum - nema hjá örfáum furðufuglum. 

Jens Guð, 7.7.2010 kl. 15:40

25 Smámynd: Jens Guð

  Auðjón,  ég á bágt með að trúa að playlisti rásar 2 sé fenginn frá BBC.  Á rás 2 starfa margir dagskrárgerðarmenn með mikla ástríðu fyrir músík.  Mig rámar í að einhver hafi sagt mér fyrir nokkrum árum að playlistarnir á rás 2 séu settir saman á vikulegum fundi dagskrárgerðarmanna.  

  Ég veit ekki hversu oft hljómsveitir á borð við Dizzy Mizz Lizzy eru spilaðar á rás 2.  Hinsvegar er ekki langt síðan ég heyrði á rás 2 hann Andra Frey afgreiða þetta fína viðtal við söngvara DAD.  

  Annars er það sem skiptir mestu máli nú að á næstu dögum verður breyting á þessu öllu.  Þegar Nálin fer í loftið verður spiluð músík frá meginlandi Evrópu,  Færeyjum,  Grænlandi,  Afríku,  Asíu og allskonar. 

Jens Guð, 7.7.2010 kl. 15:50

26 Smámynd: Hannes

Jens. Ég er viss um að allar plöturnar hafi verið keyptar af 10% prósentunum hans Þráins.

Svo er ekki hægt að taka mark á því sem sem stöð spilar sem tekur alla þá sem vilja ekkert með hana hafa í þurrt og ósmurt rassgatið með þvinguðu útvarpsgjaldi sem maður er neyddur samkvæmt lögum til að borga.

Hannes, 7.7.2010 kl. 19:28

27 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þú ert með ranghugmyndir.  Ef þú ert að tala um rás 2 þá borgar þú ekki krónu til reksturs hennar.

  Sama má segja um hugmyndir þínar um færeyska músík.  Þeir Íslendingar eru vandfundnir sem EKKI eiga færeyska plötu eða hafa EKKI sótt hljómleika eða dansleiki færeyskra flytjenda.  Undantekningin er þessi 5% hópur sem Þráinn nefndi.

Jens Guð, 7.7.2010 kl. 20:28

28 Smámynd: Hannes

Jens ég borga nefskattinn og held þess vegna þessum hroða uppi.

Ég veit um margar sem hafa aldrei sótt Fífleyska tónleika og eiga engar Fífleyskar plötur heima hjá sér.

Farðu nú að hlusta á eitthvað allmennilegt eins og Demis Roussos, Leonard Cohen, The Red Army Choir eða Bob Marley.

Hannes, 7.7.2010 kl. 20:34

29 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þú borgar engan nefskatt vegna rásar 2.  Rekstur rásar 2 stendur alveg undir sér.  Meira að segja rösklega það.  Rás 2 niðurgreiðir aðra rekstrarliði Rúv.

  Það stenst illa að þú þekkir marga sem hafa látið færeyska músík afskipta með öllu.  Mér segir svo hugur að þú sért ekki að kíkja í plötuskápa þar sem þú ert gestkomandi eða skiptast á skoðunum um tónlistarviðburði sem þú eða það fólk sækir.

  Ég kiki hinsvegar inn í alla plötuskápa sem á vegi mínum verða.  Jafnframt er ég á flestum færeyskum viðburðum hérlendis.  Þar hitti ég aragrúa af fólki sem ég þekki en myndi annars ekki hafa hugmynd um áhuga þess á færeyskri músík.

  Það breytir ekki því að ég hlusta reglulega á Bob Marley.  Reggí er einn fárra almennra músíkstíla sem heyrast ekki á færeyskum plötum.  Hinsvegar eru margir færeyskir vísnasöngvarar á Leonard Cohen línunni.  Demis og Red Army kórinn þykja mér leiðinlegir.   

Jens Guð, 7.7.2010 kl. 22:55

30 Smámynd: Hannes

Jens ég mæli með að þú kíkir í heimsókn til mín og sjáir diskasafnið ásamt DVD safninu. Ég skal lofa þér því að þú færð hausverk mjög fljótt.

Bob marley er alltaf jafn góður. Það væri fróðlegt að sjá hvort að þeir séu jafngóðir og Leonard Cohen.

Hannes, 7.7.2010 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.