8.7.2010 | 22:22
Vilt þú 100 þúsund kall beint í vasann?
Kuklarar eða skottulæknar (þeir sem stunda "óhefðbundnar" lækningar) og (mis heiðarlegir eða mis óheiðarlegir) lyfjaframleiðendur togast á um veika fólkið. Þessi markaður er stór. Það getur verið góður peningur í honum. Umræða um allt sem snýr að veika fólkinu er oftast af hinu góða. Nema þegar hún er af hinu vonda.
Flest lyf sem boðin eru til sölu á netinu - í svokölluðum "spam" pósti - eru plat. Eins og svo margt annað. Til að mynda fyrirbæri sem kallast heilun, höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, smáskammtalækningar og fugladansinn.
Félagsskapurinn Vantrú býður nú 100 þúsund kr. hverjum þeim sem getur sýnt fram á að lithimnulestur sé annað en bull. Þetta er auðunninn peningur fyrir allan þann fjölda sem hefur árum saman stundað nám við lithimnulestur og vinnur sem lithimnufræðingar. Forvitnilegt verður að fylgjast með biðröðinni. Eða hvað?
James Randi hefur í mörg ár boðið eina milljón dollara þeim sem getur sýnt fram á "yfirnáttúrulega" hæfileika. Ótrúlega fáir miðlar, hugsanalesarar eða aðrir slíkir hafa spreytt sig. Ekki einu sinni Þórhallur miðill hefur lagt í að reyna við milljón dollarana. Eins og þetta ætti að vera létt og fyrirhafnarlítið að ná í þennan aur.
Græddi milljónir á sviknum lyfjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heilbrigðismál | Aukaflokkar: Fjármál, Trúmál og siðferði, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:22 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Alveg rétt Gud....James Randi heitir kappinn eda er kalladur....heitir reyndar annad. Hér er haegt ad skoda thátt sem BBC hefur gert um smáskammta"laekningar":
http://www.youtube.com/watch?v=mffkVYYeHvg
Hómópatar eru náttúrulega bara skottulaeknar. Heimska og trúgirni fólks er mjög mikil. Thad er furdulegt ad homeopathy fái ad vidgangast. Thad er alveg ljóst ad homeopathy er einungis svik og prettir. Svipad og Sjálfstaedisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Fólk kýs thessa flokka aftur og aftur thrátt fyrir ad thad hafi brent sig illilega á thví ad gera thad. Thrái og heimska er slaemur kokteill sem margir landsmenn thjást af. Sýnir bara ad thad er gert út á heimsku fólks á öllum svidum.
Gjagg (IP-tala skráð) 8.7.2010 kl. 23:01
Gjagg, takk fyrir hlekkinn. Maður þarf í raun ekki að hlusta á svona góða útskýringu á þessari smáskammtadellu. Maður þarf varla einu sinni að vera langt yfir mörkum þess að vera vangefinn til að átta sig á þvílíkt rugl þetta er.
Jens Guð, 8.7.2010 kl. 23:30
Skoðaðu þetta, Jens.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 9.7.2010 kl. 00:45
Ingibjörg, bestu þakkir fyrir hlekkinn. Hehehe! Þetta er snilld!
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 01:11
Við getum alltaf huggað okkur við að síðasta fýflið er ekki fætt eða eins og Ítalir orða það mamma vitleysinganna er alltaf ólétt.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 9.7.2010 kl. 06:10
Þið verðið að skella ykkur á James Randi þegar hann kemur til Íslands, hann er væntanlegur.
Auðvitað á lögregla að grípa inn í þegar svona kuklarar eru á ferð... það er algert brjálæði að leyfa svona að viðgangast.
doctore (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 09:14
Guðmundur Ingi, þetta er góður punktur hjá Ítölunum.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 11:00
DoctorE, hann var hérna um daginn. Er hann aftur á leiðinni?
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 11:01
Í alvöru, djísús ég missti algerlega af þessu :/
doctore (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 11:37
Ætli doktorinn hafi ekk verið í einhvers konar einangrun, fyrst að þetta fór fram hjá honum.
Það hlýtur bara að vera. Þetta er eiginlega of vandræðalegt, að hann af öllum mönnum skuli hafa misst af honum misst af sjálfum frelsaranum..............
....Reyndar má setja spurningamerki við kynið miðað við síðustu færslu, jú og ef maður spáir í það, þá gæti þetta nú alveg verið úttauguð kona.
Andrés önd (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 11:44
Þessi lyfleysa sem kallinn var að selja sem stinningarlyf hefur ábyggilega stífað nokkra karlmenn. Trúin flytur fjöll og reisir limi. Hinir ættu að sjálfsögðu að bregða sér til læknis og fá greiningu á vandamálinu og gera viðeigandi ráðstafanir í kjölfarið. Þetta sýnir bara hversu algeng stinningarvandamál eru hjá karlmönnum og hversu margir skyldu sitja heima haldandi að þeir séu eini karlmaðurinn í heiminum sem nær onum ekki upp?
Annars er ótrúlegt hversu góð áhrif smá jákvæð athygli og klapp á öxlina hefur á fólk. Hvort sem fólk borgar fyrir það eður ei. Þegar fólk fer í heilun eða Spjaldhryggjarjöfnun, nudd eða hvaðeina, þá gefur það sér tíma til að leggjast niður í klukkutíma og kúpla sig út úr amstri daglega lífsins. Það eitt og sér gerir fólki gott. Ég hef sótt heilun, nudd og spjaldhryggjarjöfnun og finnst þetta allt saman afskaplega gott. Fólk sem velur sér þessar starfsgreinar er venjulega með góða nærveru, snerting þeirra er góð og já, sumir hafa einhvers konar orku sem mér finnst vera heilandi.
Hjóla-Hrönn, 9.7.2010 kl. 12:48
DoctorE (#9), ég veit ekki hvernig þér tókst að missa af James Randi. Það var mikil umræða um hann. Að minnsta kosti í sumum fjölmiðlum.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 15:12
Andrés önd, áttu við færeysku rokksveitina The Dreams?
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 15:13
Það hlýtur að vera svona gaman hjá mér... Ég er áskrifandi og alles... fékk tilkynningu um að hann væri að koma... svo, karlinn bara farinn hahaha.
Jæja ég tek þessu eins og hverju öðru; Randi er ekki frelsari í trúarlegum skilningi.. hann er afhjúpari loddara, rosalega skemmtilegur og klár að auki.
Kannski er þetta alsheimer... kannski ég gleymi því að ég trúi ekki á hann Gudda ;)
doctore (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 15:32
Hjóla-Hrönn, það má velta þessu fyrir sér: Manneskja sem kaupir lyfleysu en heldur að þar sé um virkt efni að ræða getur látið "lyfið" gera gagn tímabundið. Trúin flytur fjöll og Sendibílastöðin flytur húsgögn.
Til að prófa virkni alvöru lyfja þarf til samanburðar að prófa lyfleysur. Ástæðan er þetta með trúna. Lyfleysur virka á suma eins og alvöru lyf.
Eftir stendur að sá sem selur svikna vöru er "krimmi". Það á líka við um þá sem selja heilun, höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, stjörnuspá, miðilsfundi, sálarþvott, aflátsbréf og það allt.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 15:37
Það má nú alltaf finna milliveginn. Dæmi Höfuðverkur: Vestrænir læknar segja: "taktu aspirin, eftir tvo daga eru verkirnir horfnir" Homeopathískir læknar spyrja: "hvernig líður þér?"
Hugsunargangurinn að baki seinni methódunnar er að mínu mati betri. Auðvitað læknar maður ekki opið beinbrot með tepoka, það vita hómepatharnir líka.
Sumir berjast gegn því sem hefur gerst, aðrir berjast fyrir því að það muni ekki gerast.
Annars er ég sammála Hjóla-Hrönn með að trúin flytur fjöll. Og mikið meira en það. Að svo sé, ber að fagna!
Valgeir (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 15:38
DoctorE, ég held að það sé engin hætta á að þú gleymir að þú trúir ekki á guð, Grýlu og tannálfinn.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 15:39
Valgeir, höfuðverk lagar maður með afréttara.
Trúgirni er veikleiki. Það er ljótt að gera út á veikindi annarra. Í raun er það saknæmt. Enda glæpur. Við höfum ótal dæmi, til að mynda frá Bandaríkjunum, þar sem foreldrar veikra barna hafa lagst á bæn í stað þess að leita til lækna. Eða þar sem geðveikum er misþyrmt í þeim tilgangi að afdjöfla það.
Þó að trúin flytji fjöll þá er árangursríkara og raunhæfara að fá sendibíl þegar flytja þarf húsgögn.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 15:47
Sálarþvott? Hvar hefur verið hægt að fá svoleiðis?
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 15:53
Gud, allt í lagi. Ég er búinn að fatta á hvað stigi þú vilt halda umræðunni hérna. Það er þinn réttur. Annars kem ég hér oft í heimsókn og hef mjög gaman af - þú nærð oft að laga umræðuna og halda henni á ákveðnu stigi (level?) sem mér líkar vel við. Nema auðvitað þegar ég er ósammála þér! :-)
Annars er ég alls ekki ósammála þér, ég segi bara að stundum virkar þetta betur, stundum virkar bara hitt! Og í alvarlegum tilvikum (krabbamein osfrv.) erum við sammála um að þar er glæpastarfsemi svokallaðra "lækna" við lýði. En ef þú hugsar um þann stóra fjölda venjulegra kvilla (ólíðan, þunglyndi, stress, svefnleysi osfrv.) þá er ég hrifnari af spurningunni "afhverju?", en að þurfa að setja ofaní mig chemískar töflur.
Valgeir (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 16:00
Grefill, það hefur verið boðið upp á sálarþvott af og til. Hann fer fram í almyrkvuðu svokölluðu svitatjaldi. Þetta er eiginlega gufubað í myrkri og loftleysi. Þegar viðkomandi er farinn að skynja nálægð buffalóhjarðar er sálin orðin hrein. Þá er viðkomandi óhætt að flýja út í ferskt loft. Til að sálarþvotturinn virki best þarf að fara með indíánasöngl undir leiðsögn sálarþvottameistara áður en farið er inn í svitatjaldið. Á meðan dvalið er inn í tjaldinu er næstum nauðsynlegt að sálarþvottameistarinn haldi sönglinu áfram. Sönglið gegnir einskonar hlutverki sápu við þvottinn.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 16:06
Sagdi Jónína Ben ekki ad ristillinn vaeri spegill sálarinnar?
Gjagg (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 17:57
Þú gleymdir framhaldinu, þar sem hómeópatinn selur viðkomandi vatn sem blanda skal svo í meira vatn og hlær alla leiðina í bankann.
Það er m.a. ástæðan fyrir því að ákveðin hluti af þeim geira sem nefndur er 'óhefðbundnar lækningar' fer í taugarnar á mörgum. Peningaplokkið er ógurlegt og fullyrt er að lækningin lagi hluti sem engin hlutlaus vísindarannsókn hefur sýnt fram á að standist.
Egill Óskarsson, 9.7.2010 kl. 17:59
Valgeir, þetta er allt á léttu nótunum. Sjálfur er ég iðulega í vonda liðinu: Með þeim sem gera út á gagnrýnisleysi og trúgirni. Ég hef gert margan ábatasaman bisness í þessari deild. Og held því áfram. Jafnframt er eg afskaplega andvígur kemískum pillum og mörgu öðru sem tilheyrir því sem kallast vestræn læknisfræði.
Ég fordæmi heldur ekki sitthvað sem tilheyrir því sem kallast náttúrulækningar. Fyrir aldarfjórðungi fékk ég ofnæmi fyrir hundskvikindi á heimilinu. Þegar ég fór langferðir með hvutta í bílnum okkar (míns og hundsins) bólgnaði ég í hálsi og táraðist eins og ég væri að horfa á kvikmyndina ofurvæmnu og viðbjóðslegu, Titanic.
Þá fór ég til ofnæmislæknis. Hann lét mig fá pillur. Daginn eftir hitti ég lithimnufræðing. Snjallan náunga sem er kallaður David indíánalæknir. Hann sagði mér að henda pillunum. Þær gerðu aðeins illt verra. Þeirra í stað mælti hann með að ég myndi kaupa safavél (eða hvað það tæki heitir). Hann lofaði mér því að ef ég myndi hefja hvern morgun á að drekka rauðrófusafa hyrfi ofnæmið algjörlega á 3 vikum. Það gekk eftir og ég hef ekki fundið fyrir ofnæmi síðan.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 22:15
Gjagg, ég efast um að Jónína hafi sagt þetta. Hún veit alveg hvað hún er að gera. Ég veit hinsvegar ekkert um þetta detox - eða hvað það heitir.
Nú er aftur á móti einhver lithimnuskóli að bjóða upp á námskeið í lestri á lithimnum sem upplýsa allt um innri mann. Hægt á að vera að lesa út úr augum fólks hvort það er lygið, líklegt til framhjáhalds, spilasjúklingar, illgjarnt (en þykist vera gott), fégráðugt eða hafi áráttu til að sniffa kók að hætti útrásarvillinga.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 22:20
Egill, þetta snýst allt um peningaplokk, trúgirni og heimsku.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 22:21
Ég er reyndar ekki sammála þér í því að Jónína viti hvað hún er að gera. Bara það eitt að ætla að láta fólk borga fyrir að vera hluti af rannsókn er eitthvað sem einhverjum sem tekur fræðin sín alvarlega dytti í hug að gera.
Egill Óskarsson, 9.7.2010 kl. 22:52
Egill, ég veit ekkert um þetta. En er Jónína ekki lærður næringarfræðingur eða eitthvað svoleiðis? Hún var í einhverju námi í Svíþjóð. Að ég held í næringarfræðí.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 23:18
her er atiglisvert video http://www.youtube.com/watch?v=ZFnP9sU1KW4 tad er vel tes virdi ad horfa a tetta .
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 01:44
tessi er agaetur lika http://naturalnews.tv/v.asp?v=234
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 04:43
Hún er íþróttafræðingur.
Ef hún væri næringafræðingur, þá myndi þetta eiga við.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 16:17
Jens skrifar,
"Eftir stendur að sá sem selur svikna vöru er "krimmi". Það á líka við um þá sem selja heilun, höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, stjörnuspá, miðilsfundi, sálarþvott, aflátsbréf og það allt."
Þú ert svo mikil steik. Þarna blandarðu saman algjörlega ólíkum hlutum. Hvað ætli sé verið að "selja" þér, og t.d. karakterum eins og Ingibjörgu. Svona nett fáfræði og nett andúð á ákv. hópum, jafnvel hatur, getur glatt margar sálirnar Hvar er krimminn þar?
Andres Önd (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 20:46
Um hvað ertu eiginlega að tala Andres Önd?
Það er nákvæmlega það sama að selja einhverjum vatn sem lyf, ef það læknar engann og að selja einhverjum aflátsbréf sem er bara bull og uppspuni. Þetta er svikin vara, sem gerir ekki neitt, hvað þá það sem hún á að gera samkvæmt auglýsingu.
Hvað er málið með, "hver er krimminn þar?" ?
Ertu að segja að með því að vera á móti þessum svikum og kjaftæði sé Jens einhvern veignn á gráu svæði?
Styrmir Reynisson, 11.7.2010 kl. 09:30
Helgi, bestu þakkir fyrir hlekkina. Ég bloggaði einmitt um daginn um hollustu sólbaða. Núsett bann Álfheiðar Ingadóttur við því að fólk undir 19 ára aldri megi fara í sólbað er gjörsamlega galið.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 22:02
Ingibjörg, takk fyrir að leiðrétta mig.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 22:02
Andrés steikta önd, ég dreg þarna saman í eitt fyrirbæri sem eiga það sameiginlegt að verið er að plata fólk. Það skiptir ekki máli þó þau séu ólík. Svindlið og bullið setja þau undir einn hatt.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 22:05
Styrmir, mikið rétt hjá þér.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 22:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.