9.7.2010 | 21:34
Aulalegustu músíkmyndböndin
Netsíðan www.toptenz.net heldur utan um "Topp 10" lista af öllu mögulegu og ómögulegu tagi. Bara nefna það: Stjórnmál, mat, trúarbrögð, kynlíf, músík... Nú hefur verið settur þar inn listi yfir 10 aulalegustu músíkmyndböndin. Íslendingar eiga þar fulltrúa. Og ekki nóg með það. Íslenski fulltrúinn trónir í toppsætinu. Enda sættum við okkur ekki við neitt minna.
Hér eru næst aulalegustu myndböndin:
Númer 3: Mark Gormley og lagið "Little Wing". Þetta er aðal töffarinn í Pensacola í Florida (þar sem ég bjó einu sinni í hjólhýsahverfi). Hér er töffaranum stillt upp fyrir framan bakgrunn (green screen) og þetta er, jú, virkilega illa unnið og kjánalegt.
Númer 2: Kevin Ayers og lagið "Carabbian Moon". Kevin Ayers hefur gert margt flott. Hann var í bresku hljómsveitinni (stundum) mögnuðu og framsæknu Soft Machine. Jakob Magnússon spilaði með Kevin Ayers um tíma. En hefði aldrei sætt sig við svona aulalegt myndband. Jafnvel ekki 1973 þegar músíkmyndbönd voru rétt svo í burðarliðnum.
Og sigurvegarinn er: Leoncie og lagið "Ást á pöbbnum". Skammirnar á toptenz.net vita greinilega ekkert um hina stórkostlegu Leoncie. Þær lýsa þessu sem hámarki samspils vonds lags og vonds myndbands. Þær geta sér þess til að þegar persónurnar í myndbandinu hafi séð útkomuna hljóti þær að hafa gengið berserksgang.
Ég get ekki látið Kevin Ayers liggja óbættan hjá garði - þrátt fyrir aulalega myndbandið. Hér er syrpa með honum og hljómsveitinni Soft Machine. Bútar úr ýmsum lögum og mikið "prog", frábær trommuleikur og verulega vont sánd. Til gamans (ja, ekki rétta orðið) má geta að trommusnillingurinn Robert Wyatt flaug út um glugga á 3ju hæð og ætlaði að fljúga - í LSD partýi - yfir London í góðu veðri. Flugferðin varð ekki lengri en niður á gangstétt. Síðan hefur hann verið bundinn við hjólastól. Sem er frekar óheppileg staða fyrir mann sem var ítrekað sigurvegari í kosningum hinna ýmsu poppfjölmiðla um besta trommara heims.
Hér er Robert Wyatt í þessum líka fína hjólastól. Síðar söng hann inn á Medúllu plötu Bjarkar.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Spaugilegt, Tónlist | Breytt 13.7.2010 kl. 00:37 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
Nýjustu athugasemdir
- Passar hún?: Stefán, Steinn Steinarr klikkar ekki! jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Nýlega sköpuðust miklar umræður hér á þessu bloggi um hunda óme... Stefán 24.1.2025
- Passar hún?: Elskuleg. L 24.1.2025
- Passar hún?: L, takk fyrir skemmtilegt ljóð. jensgud 24.1.2025
- Passar hún?: Í ástarinnar Ômmu er allt í stakasta lagi. Skapaðar að hanna g... L 23.1.2025
- Passar hún?: Stefán, eins og svo oft ber enginn ábyrgð! jensgud 23.1.2025
- Passar hún?: Önnur og verri saga: ,, Litlu leikskólabörnin urðu fárveik af ... Stefán 22.1.2025
- Passar hún?: Jóhann, heldur betur! jensgud 22.1.2025
- Passar hún?: Já þessar jólagjafir eru stundum til vandræða......... johanneliasson 22.1.2025
- Passar hún?: Sigurður I B, góð saga! jensgud 22.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 45
- Sl. sólarhring: 76
- Sl. viku: 1135
- Frá upphafi: 4122050
Annað
- Innlit í dag: 36
- Innlit sl. viku: 919
- Gestir í dag: 34
- IP-tölur í dag: 33
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Tónlist Leoncie er myndi ég segja að væri ásamt myndböndunum hennar bara nokkuð gott skemmtiefni.
Viddi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 21:51
Þetta eru listasóðar, þeir hrauna yfir stórstjörnuna Leoncie. Þvílíkir asnar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.7.2010 kl. 21:52
Viddi, Leoncie er endalaust skemmtiefni.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 22:00
Axel, þetta er hrikalegt. En samt miklu betra að vera númer 1 en komast ekki á lista.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 22:01
Skemmtilega kjánalegt
Ómar Ingi, 9.7.2010 kl. 22:05
Hún hefur greinilega mikla trú á sjálfri sér sem listamanni.
Viddi (IP-tala skráð) 9.7.2010 kl. 22:05
Ommi, ég finn fyrir stolti að "Ísprinsessan" (sem segist tala óaðfinnanlega 5 tungumál. Þar á meðal íslensku og dönsku) skuli toppa þennan lista. Alveg eins og þegar hún sagðist ekki vera spámaður á Íslandi en virtasta sjónvarpsstöð heims, BBC, væri búin að gera um hana heilan þátt. Hann reyndist vera undir yfirskriftinni "Euro trash". Sem ég veit ekki hvernig á að túlka eða þýða. Áreiðanlega eitthvað flott. Leoncie er flottust!
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 22:33
Viddi, það skiptir öllu: Að hafa trú á sjálfri sér.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 22:34
Victor fer líka alltaf á kostum í myndböndum Isprinsessunnar.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 22:35
Tónlist Leoncie ásamt myndböndum hennar er með því ömurlegasta sem gert hefur verið þó víðar væri leitað og sómir sér vel þarna á toppnum.
Spurning hvort að það komist ekki fleiri íslenskir tónlistar menn þarna inn á næsta ári. Kannski Færeyskir líka.
Hannes, 9.7.2010 kl. 23:21
Hannes, vandamálið er að það er aðeins ein sjónvarpsstöð í Færeyjum, Kringvarpið. Hún neitar að spila músíkmyndbönd. Þess vegna gera færeyskir tónlistarmenn ekki myndbönd. Nema þeir séu að gera út á heimsmarkað. Svo sem The Dreams sem nú er í 2. sæti í Þýskalandi: http://www.youtube.com/watch?v=gG__TopapNs
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 23:36
Leoncie er alltaf flott.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 23:43
Mér er sagt að þetta flotta myndband sé gert á pöbba í Sandgerði. Þar er allt svo flott.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 23:46
Jens guð sé lof að Kringvarpið neitar að spila tónlistarmyndbönd.
Leoncie minnir mann á útlenska barmellu sem er að verða of gömul til að vinna sem mella. Að minnsta kosti kemur hún þannig fyrir á þessu myndbandi.
Hannes, 9.7.2010 kl. 23:46
Hannes, það er ljótt að segja þetta. Leoncie ber aldurinn vel. Hún er hámenntuð í tónlist. Að vísu er skemmtarinn hennar dálítið "out of date". En virkar ef við stimplum okkur aftur til ársins 1975.
Jens Guð, 9.7.2010 kl. 23:53
Jens. Horfðu á myndbandið og reyndu að segja mér að hún sé ekki að klæða sig upp og haga sér eins og barmella. Það er árið 2010 en ekki 1975 í dag.
Hannes, 9.7.2010 kl. 23:58
Fjandinn hafi það Jens. Hvað hefur þú gert?
Nú kemur Leoncie tröllið, og tröllríður þér fyrir fordóma og rasisma!
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 00:13
Annars held ég, svei mér þá, að þetta gæti auðveldlega komist á toppinn, fiffi maður aðeins uppá það með einhversskonar samblöndu af gospel og techno.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 00:19
Ingibjörg, ég er harðlínu anti-rasisti. Var giftur til aldarfjórðungs konu af Cherokee indíánaætt. Synir mínir eru með græna kortið sem tilheyrandi Chyerokee ættbálknum. Ég hef enga neikvæða afstöðu til fólks eftir kynþætti, kynferði né trúarbrögðum. Nema síður sé. Fólk er fólk og ég tek afstöðu til einstaklinga en ekki út frá neinu öðru en samskiptum við þá sem einstaklnga.
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 00:39
Cherokee átti það að vera.
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 00:40
hahahaha er í kasti yfir svarinu frá Ingibjörgu Axelsd.FrábærtÞú verður að passa þig Jens litli
Adda Laufey , 10.7.2010 kl. 00:54
Mér fannst myndbandið með kevin Ayers - fyndast- Ég ætlaði að segja að það væri ekkert svo svakarlegt þar til að karldansarnir komu og þá gjörsamlega emjaði ég úr hlátri.
Eitt fannst mér athyglisvert - en fyrstu tvö löginn voru fjarri því að vera eitthvað áberandi slæm- en ég veit ekki hvaða hálfviti sá um ýmyndasköpun fyrir þetta lið. þetta sýnir bara að ýmynd og tónlist er miklu nátengdara en fólk vill viðurkenna.
t.d - Er ýmyndin af Tom waits- Leonard Cohen- Nick Cave - rosalega stór hluti af tónlist þeirra.
Brynjar Jóhannsson, 10.7.2010 kl. 10:06
Til að koma í veg fyrir allan misskilning, þá var ég ekki að væna þig um fordóma Jens.
Heldur var þetta meira skot á Leoncie.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 10.7.2010 kl. 14:45
Ég mun aldrei fá mér neitt nema Jeep Cherokee mundi ekki nenna að standa í hinu.
Hannes, 10.7.2010 kl. 18:26
Adda Laufey, ég er að passa mig.
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 23:20
Brynjar, ég veit ekki hvað var í gangi þarna hjá Kevin Ayers. Einhver dópneysla sennilega í bland við poppstjörnudrauma. Fyrirbærið músíkmyndband var varla orðið til. Og engir peningar settir í það.
Það er rétt að ímynd skiptir miklu máli í músík. Mjög miklu. Allt telur. Framhlið plötuumslags skiptir miklu. Klæðnaður flytjanda. Hárgreiðsla...
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 23:29
Ingibjörg, ég misskildi þig. Ég er svo svakalega fattlaus og fljótfær. Biðst velvirðingar á því.
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 23:31
Hannes, mér líst vel á það. Ég held að þetta séu góðir bílar. Enda nefndir eftir Cherokee indíánum.
Jens Guð, 10.7.2010 kl. 23:32
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 01:40
http://www.youtube.com/watch?v=TtJRNyPK-lc&feature=related
hilmar jónsson, 11.7.2010 kl. 01:41
Jens. Ég er nokkuð viss um að bílarnir séu mun betri og áreiðanlegri en konurnar. Mér líst ágætlega á þessa druslu.
Hannes, 11.7.2010 kl. 02:13
Hilmar, ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta.
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 22:34
Hannes, Cherokee er alltaf gæðamerki. Ég veit ekki hvað Cherokee eru fjölmennir í dag. Varla ná þeir 1% af íbúum Bandaríkjanna. Samt eru Cherokee mjög stórt nafn í bandarískri tónlist: Leadbelly, Woody Guthrie, Johnny Cash, Jimi Hendrix, Tina Turner, Eddie Vedder (Pearl Jam)... og hálfíslensku Pollock bræðurnir Mike og Danny (Utangarðsmenn).
Jens Guð, 11.7.2010 kl. 22:40
Jens. Af hverju losaðir þú þig við Cherokeeinn? Var hún orðin úrelt eða losaði hún sig við þig?
Hannes, 11.7.2010 kl. 23:44
Svo er annar listi á sömu síðu sem að annar rugludallur kemst á, á betri forsendum þó.
http://www.toptenz.net/top-10-acting-performances-by-musicians.php
Heimir Tómasson, 12.7.2010 kl. 18:09
Hannes, eftir næstum aldarfjórðungs langt hjónaband var tími kominn á "splitt". Börnin uppkominn. Grái fiðringurinn og það allt. Það var bara komin röð að öðrum kafla.
Jens Guð, 13.7.2010 kl. 00:13
Heimir, takk fyrir ábendinguna.
Jens Guð, 13.7.2010 kl. 00:14
Jens. Hún var semsagt kominn yfir síðasta söludag með öðrum orðum og þú líka.
Hannes, 13.7.2010 kl. 00:16
Hannes, nei, það er bara þannig að á aldarfjórðungs fresti er röðin komin að uppstokkun. Aldarfjórðungur er langt tímabil.
Jens Guð, 13.7.2010 kl. 00:43
Jens. Í sumum menningarheimum var konum hent fyrir björg þegar þær gátu ekki alið börn lengur.
Hannes, 13.7.2010 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.