Svona býr íslenski sendiherrann í Færeyjum

Ísl.konsúllinn Dalstigjur_27Íslenski konsúllinn Dalstigjur_27-Íslenski-konsúllinn Dalstigjur_27

  Færeyingar eru áhugasamir um fallegan arkitektúr og fögur húsakynni.  Öfugt við Íslendinga sem sækja mest í ljótan arkitektúr og kunna engan veginn það sem einkennir færeyska byggingarlist:  Að byggingar falli vel að umhverfinu. 

  Íslenski sendiherrann í Færeyjum,  Albert Jónsson,  býr í afar fallegu húsi í Þórshöfn.  Svo skemmtilega vill til að konan hans,  Ása Baldvinsdóttir,  býr í sama húsi.  Ennþá skemmtilegri tilviljun er að sonur þeirra,  Baldvin,  er hljómborðsleikari Lokbrár.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Þetta er fallegt hús sem er skemmtilega hannað. Ég er viss um að fermetra nýtingin sé léleg sem gerir það óhagkvæmt.

Hannes, 18.7.2010 kl. 02:23

2 identicon

Ég VERÐ að fara að drífa mig til Færeyja. Er eitthvert gistiheimili þarna í ódýrari kantinum sem þú mælir með Jens?

Grefill (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 04:02

3 Smámynd: Hannes

Þetta er sennilega besti staðurinn til að gista á Grefill.

Hannes, 18.7.2010 kl. 04:09

4 identicon

Ertu eins og ég Hannes, þessa dagana ... sef á daginn, vaki á nóttunni?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 04:54

5 Smámynd: Hannes

Bara um helgar. Fer þá yfirleitt að sofa mjög seint og vakna um 2.

Hannes, 18.7.2010 kl. 05:01

6 identicon

Sérlega skemmtilegt og vel til fundið að kona sendiherrans skuli líka búa í sendiherrabústaðnum.

Hlynur Þór Magnússon (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 09:26

7 identicon

Hvílík tilviljun það er, að eiginkonan deili þaki með eiginmanninum!!! Væri gaman að frétta af fleiri svona tilfellum...

Sveinn (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 09:30

8 Smámynd: Landfari

Ætli Færeyingum þyki ekki illa farið með lánsfé þeirra að halda úti sendiherra þarna. Væri ekki nóg að hafa þarna konsúl eða hvað það nú heitir. Mér finnst alveg með ólíkindum hvað hægt er að bruðla með fé í utanríkisráðuneytinu. Við erum með nokkra sendiherra á fullum sendiherralaunum (sem eru þokkaleg) sem eru bara að dunda sér á Rauðarárstígnum.

 Það mætti spara miljarða með því að hafa nánari samvinnu við norðurlöndin með þessa þjónustu sem sendiráðin veita erlendis.

Landfari, 18.7.2010 kl. 11:20

9 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  færeyskir arkitektar leggja ríka áherslu á að fermetranýting sé góð ásamt því að hiti nýtist sem best,  rigninging valdi lágmarks ónæði (þarna er bratt torfþak.  Það kemur í veg fyrir að heyrist er rigningardropar skella á þakinu) og svo framvegis.  Í íslenskum húsum er algengt að þriðjungur eða hátt í helmingur hússins séu gangar.  Færeyingar eru snillingar í að halda göngum í skefjun. 

Jens Guð, 18.7.2010 kl. 11:36

10 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  ódýrustu gistinguna í Þórshöfn færð þú í farfuglaheimilinu (hostel).  Þar er fín aðstaða í alla staði og nóttin kostar 200 færeyskar krónur (eða danskar).  Ef þú vilt hafa meiri stæl á því þá kostar nóttin 450 FKR á Skansinum og Bládýpi (til gamans:  Lengst af var fangelsið í Þórshöfn í Skansinum.  Færeyingum þykir þess vegna broslegt þegar maður segist vera á Skansinum.  Í eyrum Færeyinga hljómar það líkt og ef við á Íslandi myndum segjast vera á Litla-Hrauni).

  Svo er hægt að fá dýrari gistingu,  eins og þá sem Hannes bendir á.

  Hérna getur þú bókað gistingu (kamar þýðir herbergi.  Bílegg þýðir bókun):   

http://www.bladypi.fo/Default.aspx?ID=8

Jens Guð, 18.7.2010 kl. 11:44

11 identicon

Albert Jónsson, sendiherra, er ekki sendiherra Íslands í Færeyjum. Hann er aðalræðismaður. Sendiherra Íslands gagnvart Danmörku, staðsettur í Kaupmannahöfn er vegna stjórnskipunarlegrar stöðu Færeyja innan danska Konungsríkisins einnig sendiherra gagnvart Færeyjum (og Grænlandi, ef út í það er farið).

Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 13:13

12 Smámynd: Eiríkur Guðmundsson

Áhugaverðast og skemmtilegast fannst mér nú tengingin við hljómsveitina Lokbrá, sem mér fannst með því skemmtilegra sem ég hafði heyrt í lengi á Íslandi þegar Army of Soundwaves kom út. Því miður hefur ekki mikið heyrst frá þeim síðan.

Eiríkur Guðmundsson, 18.7.2010 kl. 14:03

13 identicon

Albert er bara ræðismaður. Þá er skýringin fengin hvers vegna konan hans býr í sama húsi og hann.

Gissur Jóhannesson (IP-tala skráð) 18.7.2010 kl. 15:16

14 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#3),  vissulega er Hótel Föroyar frábært hótel í alla staði.  Á meðan íslenska krónan var einhvers virði var allt í lagi að gista þar.  Það er að segja á meðan færeyska krónan var 10 íslenskar krónur.  En núna þegar færeyska krónan kostar 24 íslenskar er í of mikið lagt að gista þarna.  Farfuglaheimilið er vænlegri kostur.

Jens Guð, 18.7.2010 kl. 21:53

15 Smámynd: Jens Guð

  Grefill (#4),  sólarhringurinn um helgar er skemmtilegastur.  Þá er nóttin ung til morguns og dagurinn góður til hvíldar.

Jens Guð, 18.7.2010 kl. 21:54

16 Smámynd: Jens Guð

  Hannes (#5),  góð regla.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 20:20

17 Smámynd: Jens Guð

  Hlynur Þór,  mér þykir það vera til fyrirmyndar.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 20:22

18 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  ég hef verið að spyrjast fyrir og fundið fleiri tilfelli.  Þetta er ekki eins sjaldgæft og flestir halda.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 20:23

19 Smámynd: Jens Guð

  Landfari,  á öld tölvunnar og internetsins eru íslensk sendiráð til óþurftar.  Öll með tölu eða án tölu.  Nema það færeyska.  Af því að Færeyjar eru hluti af danska konungsdæminu sjá dönsk sendiráð um málefni Færeyja.  En Færeyingum langar til að vera með eigin sendiráð.  Þeim þykir það gríðarmikið sport að skiptast á sendiráðum við Íslendinga.  Það er gustuk að taka þátt í því sprelli.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 20:28

20 Smámynd: Jens Guð

  Friðrik,  þetta er rétt hjá þér.  Þannig er þetta skráð og skilgreint hjá Utanríkisráðuneytinu. 

  Embætti ræðismanns er yfirleitt ólaunað "hobbý".  Það er virðingarstaða eða titill fremur en alvöru starf sem kallar á daglega vinnu.  

  Sendiráð Íslands í Færeyjum er rekið á sama hátt og önnur íslensk sendiráð.  Þó íslenski sendiherrann sé titlaður ræðismaður þegar hann starfar í Færeyjum er hann hluti af sendiherraliði Íslands.  Íslensku sendiherrunum er hrært fram og til baka á milli sendiráðanna með reglulegu millibili.  Færeyska sendiráðið er þar lagt að jöfnu við önnur sendiráð.  Albert Jónsson var færður úr íslenska sendiráðinu í Bandaríkjunum í sendiráðið í Færeyjum.

  Þar er Albert á fullum launum.  Góðum launum.  Og sinnir sendiráðinu í fullu starfi.  Ásamt því að njóta allra sömu hlunninda,  eftirlaunarétti og aðrir sendiherrar.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 21:03

21 Smámynd: Jens Guð

  Eiríkur,  strákarnir eru að vinna að annarri plötu.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 21:09

22 Smámynd: Jens Guð

  Gissur,  það er alltaf til skýring á öllu.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 21:10

23 identicon

Skýring á öllu? Jæja? Geturðu þá útskýrt fyrir mér út af hverju kakkalakkar hafa ekkert þróast í 200 milljón ár? Ég og kunningi minn höfum mikið velt þessu fyrir okkur en aldrei fundið skýringu.

Grefill (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 21:17

24 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  þó að það sé til skýring á öllu þá fer því fjarri að ég kunni skýringu á öllu.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 22:34

25 identicon

Mátti reyna. Ég dey áreiðanlega áður en einhver getur skýrt þetta út fyrir mér með kakkalakkana. Kannski þeir hafi gleymt að lesa þróunarkenninguna? Neeee ...

Grefill (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 22:55

26 Smámynd: Landfari

Færeyingar geta haft sendiráð hér þó víð höfum ekki sendiráð þar. Ég hefði haldið að það væri nóg að hafa eitt sendiráð t.d. á Norðurlöndunm og síðan samvinnu við hin þar sem hægt væri að leigja skrifborð í sendiráðum hinna norðulandanna í hverju landi um sig.

Grefill, kakkalakkarnir eru bara góðir eins og þeir eru og þvi engin þörf á frekari þróun.  Einföld skýring á einföldu máli.

Af hverju hafa hlutina flókna þegar hægt er að hafa þá einfalda?

Landfari, 19.7.2010 kl. 23:04

27 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  er það ekki þannig að dýr þróast að öllu jöfnu til að bæta möguleika sinn á að komast sem best af?  Kakkalakkar eru lífseigari en flest kvikindi.  Þörfin á að bæta það er ekki brýn. 

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 23:07

28 Smámynd: Jens Guð

  Landfari,  ég held að það sé einhvern veginn þannig að þegar sendiráð er opnað í einhverju landi þá sé gerður svokallaður stjórnmálasamningur.  Í honum felst að löndin hýsi sendiráð hvort frá öðru.  Ég held að það sé ekki hægt að opna sendiráð einhliða í einhverju landi.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 23:15

29 Smámynd: Landfari

Ég hélt að ríki gætu verið í stjórnmálasambandi án þess að vera með sendiráð með öllu því sem því tilheyrir. Það er hinsvegar forsenda til að opna sendiráð.

Þú manst nú  að það var ekki sendiherra frá Bandaríkjunum hér í lengri tíma þó við værum allan þann tíma með sendiherra þar.

 Ég er næstum viss um að það er ekki rétt hjá þér að það sé skilyrði að það verði að vera frá báðum ríkjunum í hinu landinu.

Við erum nú þegar með á nokkrum stöðum samvinnu við hin norðurlöndin með sendiráð eða aðstöðu hjá þeim fyrir starfsmann á vegum íslenska ríkisins.

Landfari, 19.7.2010 kl. 23:32

30 identicon

Landfari og Jens: Ég bara trúi ekki að einhver VILJI vera kakkalakki ef hann á séns á að vera eitthvað annað - eða þróast í það.

Svo er annað með kakkalakkanna sem mér finnst skrítið: Allt umhverfi kakkalakkanna hefur breyst talsvert á 200 milljón árum og slíkar umhverfisbreytingar hafa iðulega haft þau áhrif á dýr að þau lagi sig að þeim ... sem sagt ... þróist til að geta tekist á við breyttar aðstæður.

En ekki kakkalakkar ... það er eins og þeir hafi vitað fyrir 200 miljón árum að þeir myndu einn góðan veðurdag búa undir eldhúsvöskum, inni í húsveggjum, og borða pulsur og brauðmylsnu? Hvernig gátu þeir verið búnir undir það fyrir 200 milljón árum? Vita þeir eitthvað sem önnur dýr vita ekki?

En ... ég er að rugla hérna umræðuna með þessu kakkalakkatali. Biðst afsökunar. Skyldu vera kakkalakkar í íslenska sendiherrabústaðnum í Færeyjum?

Grefill (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 23:34

31 Smámynd: Landfari

Grefill, þetta sannar nú bara hvað þeir eru góðir (þróaðir).

Ekki margar tegundir sem leika þetta eftir.

Landfari, 19.7.2010 kl. 23:40

32 identicon

Já, það er satt Landfari. Kannski eru kakkalakkar í raun þróaðasta tegundin. Svo þróaðir að þeir geta tekist á við allar aðstæður. Þess vegna þurfa þeir ekkert að þróast meira og þess vegna hafi þeir verið nákvæmlega eins í 200 milljón ár. En má þá ekki leiða líkur að því að þeir hafi búið undir eldhúsvöskum, inni í húsveggjum og borðað pylsur og brauðmylsnu einhvern tíma fyrir MEIRA en 200 milljón árum fyrst þeir voru þá þegar orðnir vanir slíku umhverfi?

Sé svo, hvað segir það þá okkur? Jú, það bendir til að einhverjar verur, kannski mannverur, hafi í raun þróast áður, þ.e. fyrir meira en 200 milljón árum, upp í að búa í húsum, vera með eldhúsvaska, elda pulsur og baka brauð ... en svo hafi það dáið út. Skyldi lífið á jörðinni vera búið að fara í nokkra hringi ... og allir dáið út á einhverjum tímapunkti NEMA kakkalakkar?

Grefill (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 23:54

33 Smámynd: Jens Guð

  Landfari,  ég hef ekki fullyrt neitt um þetta vegna þess að ég er ekki með þetta á hreinu.  Ég ætla að reyna að muna eftir því að ganga úr skugga um þetta á morgun.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 23:55

34 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  ég held að kakkalakkar séu ekki í Færeyjum.  Að minnsta kosti hef ég aldrei orðið var við kakkalakka þar né heyrt minnst á kakkalakka þar.

Jens Guð, 19.7.2010 kl. 23:58

35 Smámynd: Hannes

Það eru til nokkrar dýrategundir sem eru mjög gamlar t.d kakkalakar og krókódílar sem voru til fyrir til þegar risaeðlurnar voru uppi. Þau dýr sem þurfa að aðlagast breytast til að deyja ekki út en þau sem lifa góðu lífi eins og þau eru þurfa ekki að breytast um lögun.

Hannes, 20.7.2010 kl. 00:01

36 Smámynd: Landfari

Grefill, þeir eru svo þróaðir að þeir gátu lifað við þær aðstæður sem voru fyrir 200 milljón árum og líka við þær aðstæður sem eru í dag. Það segir okkur að þeir hafa mikla aðlögunarhæfni. Ekki að aðstæður nú séu þær sömu og voru fyrir 200 milljón árum.

En svona í framhjáhlaupi,  hvað hefurðu fyrir þér að kakalakkin hafi verið eins í dag og fyrir 200 milljón árum.

Landfari, 20.7.2010 kl. 10:14

37 identicon

Ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég veit ekkert um kakkalakka.

Grefill (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 10:29

38 Smámynd: Landfari

Þetta var nú ekki gott svar Grefill. Nú er botninn dottinn úr kakkalakkauræðunni hinni miklu í boði sendráðs Íslands í Færeyjum með velvilja og aðstoð Guð sins Jens.

Landfari, 20.7.2010 kl. 11:16

39 identicon

Eina svarið sem ég hafði. Ég veit ekkert um kakkalakka og því best að segja það bara hreint út. Annars er mér farin að leiðast þessi endalausa kakkalakkaumræða.

Grefill (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 12:06

40 Smámynd: Jens Guð

  Landfari,  ég hringdi í Utanríkisráðuneytið í dag.  Þetta er rétt hjá þér með að það er hægt að opna sendiráð í öðrum löndum án þess að þau séu með sendiráð hér.  Japan opnað sendiráð hér áður en íslenskt sendiráð var opnað í Japan. 

Jens Guð, 20.7.2010 kl. 20:05

41 Smámynd: Jens Guð

  Svo langt aftur sem ég man hefur verið talað um að kakkalakkar,  silfurskottur og fleiri kvikindi hafi ekki séð ástæðu til að þróast neitt í hundruð milljóna ára.  

  Kakkalakkar þola geislavirkni betur flestum lifandi verum.  Ef ég man rétt er geislavirkniþol kakkalakka 150 sinnum meira en manneskjunnar.  Þar fyrir utan eru kakkalakkar alætur.  Borða allt sem að kjafti kemur og gera engan mun á bragðgóðu og bragðvondu.

  Þegar ég bjó í hjólahýsahverfi við Pensacola í Florida var dálítið um kakkalakka þar.  Skrokkurinn getur verið 4 - 5 cm langur og pattaralegur.  Við skrokkinn bætast sterkbyggðir fætur þannig að skepnan virðist ennþá stærri.  Svo flýgur þetta helvíti með vænghafi sem getur verið 15 - 18 cm.  

  Ég hef króað svona skepnu af og úðað hraustlega yfir hana skordýraeitri.  Hún hló bara að mér.  Hnerraði ekki einu sinni.    

Jens Guð, 20.7.2010 kl. 20:24

42 Smámynd: Hannes

Hér má lesa um kvikindin. Jens það er spurning hvort ekki ætti að flokka Þá sem tala um Kakkalaka á síðunni þinni sem meindýr ásamt þér og Færeyingum?

Hannes, 20.7.2010 kl. 20:41

43 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  þetta er ljóti ófögnuðurinn.  Ég man eftir því að það var alltaf krökkt af kakkalökkum inni á svæði bandaríska hersins á Miðnesheiði.  Ég veit ekki hvernig á því stóð að þeir virtust aldrei fara neitt út fyrir svæði hersins.  Og þegar herinn fór hurfu kakkalakkarnir með honum.

  Kakkalakkarnir hljóta að hafa borist stöðugt með vistum frá Bandaríkjunum til herstöðvarinnar á Miðnesheiði.  Það er mikið um kakkalakka í suðurríkjum Bandaríkjanna.  En ég hef aldrei orðið var við þá í Norðurríkjunum.  

  Kakkalakkar eru meindýr (öfugt við til dæmis silfurskottur).  Þeir bera allskonar bakteríur og sjúkdóma í fólk og mat.  Þetta eru óþverrar - þó þeir séu vinalegir á svipinn.

Jens Guð, 20.7.2010 kl. 21:07

44 Smámynd: Hannes

Jens. Ef maður er í vandræðum með Kakkalaka þá má steikja þá á pönnu enda prótein ríkir eins og önnur skordýr.

Þetta eru lítil kvikindi sem geta leynst á ótrúlegustu stöðum. Þeir finnast inní veggjum og í innstungum að vísu steiktir.

Hannes, 20.7.2010 kl. 23:11

45 identicon

Þetta hefur bara verið einhver blómailmur eða húsflugnasprey sem þú hefur úðað á kakkalakkana. Hér nægir eitt púst af maura- og kakkalakkaeitri á kvikindið og það er hreyfingalaust eftir rúma mínútu.

Sveinn (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 23:38

46 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  kakkalakkar eru ekki í rafmangsinnstungum. Þeir láta lítið fara fyrir sér að degi til.  En þegar maður sefur koma þessir skrattar,  skoða á manni tærnar og ef einhver er svo klaufskur að sofa með opinn munn kíkja þeir upp í viðkomandi í leit að mat.  Ég hef vaknað við þessi kvikindi þegar þau skoða á manni tærnar.  Þá brosa þau hæðnislega.  

Jens Guð, 20.7.2010 kl. 23:39

47 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  ég hef verið með sterkt skordýraeitur á kvikindin.  Ég hef meira að segja kvefast af að úða svo hressilega yfir þau hjólhýsið var einn mökkur.

Jens Guð, 20.7.2010 kl. 23:41

48 Smámynd: Hannes

Jens. Á Spáni hafa þessi kvikindi fundist í innstungum þegar þau eru að fara inn í eða úr veggjunum.  En gaman að fá þetta í munnin eða að skoða tærnar.

Hannes, 20.7.2010 kl. 23:43

49 identicon

Þá kunna þessir Kanar ekki að búa til eitur. Nema þá að USA-lakkar séu 150 sinnum harðgerðari en EURO-lakkar.

Sveinn (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 23:43

50 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  innstungur eru kannski hálfur cm á breidd.  Bandaríski kakkalakkinn er heill cm á breidd.  Ég veit að þýski kakkalakkinn er mun minni.  Kannski fer hann í rafmagnsinnstungur.  Sá bandaríski gerir það ekki.  Hann er bara á rölti stór og mikill á gólfinu og uppi í rúmum á nóttunni.  Við erum að tala um flykki sem er kannski 4 - 5 cm á lengd og heill cm á breidd. 

Jens Guð, 21.7.2010 kl. 00:06

51 Smámynd: Jens Guð

  Sveinn,  Kanar halda því fram að þeir búi til sterkasta skordýraeitrið.  Meira veit ég ekki.  Nema að þýski kakkalakkinn er bara peð í samanburði við þann bandaríska.

Jens Guð, 21.7.2010 kl. 00:07

52 identicon

Alveg er það makalaust hvernig kakkalakkar smeygja sér inn alls staðar, jafnvel inn í umræður um íslenska sendiherrabústaði í Færeyjum. Sýnir bara hvað þeir eru í raun áhrifamiklir. Annars er ég nú endanlega kominn á þá skoðun að kakkalakkar séu í raun næstæðsta lífsformið á jörðinni á eftir mykjuflugunni sem ég komst að fyrir löngu, eftir ítarlegar rannsóknir, að er langæðsta og langþróaðasta lífsform jarðar.

ps. Mykjuflugur held eg að sumir kalli taðflugur, en sjálfur kallaði ég þær alltaf bara kúkaflugur og geri enn. Kúkaflugur eru svipað stórar og svipaðar í laginu og fiskiflugur, en brúnar á litinn og svifaseinni, og eingöngu finnanlegar á stöðum þar sem tiltölulega nýr og helst volgur beljukúkur er í nánd.

Grefill (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 01:21

53 identicon

Jens, það er rétt að gera greinarmun á milli heiðursræðismanna og ræðismanna sem eru á launum. Ísland á þeirri gæfu að fagna að út um allan heim búa menn og konur sem sinna hlutverki heiðursræðismanna án endurgjalds. Eiginlegt starfsálag vegna þessa hlutverks er hins vegar mismikið eins og gengur, og oft beintengt við stærðir íslendinganýlendna í grennd.

Launaðir ræðismenn sem eru útsendir starfsmenn utanríkisráðuneytisins eru hins vegar ekki margir, og að því að ég best veit eru ræðisskrifstofur með launuðum starfsmönnum þrjár, í Færeyjum, New York og Winnipeg. Það er einungis á ræðisskrifstofunni í Færeyjum sem forsvarið er á hendi sendiherra í utanríkisþjónustu Íslands. Það hefði ekki þurft að vera svo, en á þeim tíma sem skrifstofan var opnuð ákvað þáverandi utanríkisráðherra að sýna færeyingum þann virðingarvott að skipa háttsettan embættismann og sendiherra úr utanríkisþjónustunni sem fyrsta útsenda aðalræðismann Íslands.

Færeyingar tóku þessu fagnandi, enda þannig hægt að dansa í kringum þá prótókollsstaðreynd að ræðismaðurinn var ekki sendiherra Íslands gagnvart Færeyjum, en hins vegar hægt að ávarpa ræðismanninn sem sendiherra, þ.e. sendiherra Íslands í Færeyjum, en ekki gagnvart Færeyjum!

Hins vegar er það rétt að ekki er mikill eðlismunur á ræðisskrifstofu með útsendum starfsmanni og sendiráði.

Friðrik Jónsson (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 06:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband