19.7.2010 | 21:41
Kúvending hjá Baugssystkinum
Hingað til hefur Baugsfjölskyldan verið afskaplega samheldin og samstíga í málflutningi. Það hefur reynst henni öflugur styrkur þegar á móti hefur blásið. Nú er hinsvegar þrengt svo að Jóni Ásgeiri að hann kúvendir í stíl. Hann sakar systur sína um grófa skjalafölsun; að hafa án hans vitneskju falsað nafn hans undir lánasamning vegna láns frá Glitni til eignarhaldsfélaginu 101 Chalet. Þetta þýðir að vitundarvottar á samningnum eru sömuleiðis ósvífnir glæpamenn.
Kristín, systir Jóns Ásgeirs, segir þetta vera svívirðilega haugalygi. Það er alvarlegt mál: Að lýsa því yfir að Jón Ásgeir sé ófyrirleitinn lygari.
Þegar þessi staða er komin upp er full ljóst að annað hvort þeirra systkina er siðblind og forhert glæpamanneskja. Hver er meira í kókinu og hver er meira í diet kókinu?
Systkinin ósammála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Löggæsla | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál, Vinir og fjölskylda | Breytt 20.7.2010 kl. 01:35 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 32
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 1056
- Frá upphafi: 4111581
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 885
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Innskráning
Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.
Athugasemdir
Það er auðvelt að kenna öðrum um þegar öll skuldasúpan er að falla yfir þau og er að senda þau beina leið til helvítis.
Hannes, 19.7.2010 kl. 21:48
Já Kók er það trúlega .
Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 19.7.2010 kl. 21:50
Jens, myndir þú vilja vera í sporum Jóns Ásgeirs ?
Aðalsteinn Agnarsson, 19.7.2010 kl. 22:18
Hannes, menn saka systir sína ekki um grófan glæp á borð við skjalafölsun - nema mikið liggi við. Hvort sem ásökunin er rétt eða röng.
Jens Guð, 19.7.2010 kl. 22:32
Guðrún Þóra, það er kók. Mikið kók.
Jens Guð, 19.7.2010 kl. 22:32
Aðalsteinn, ég væri í sporum Jóns Ásgeirs ef ég vildi vera í sporum hans.
Jens Guð, 19.7.2010 kl. 22:33
Jens, staðan væri örugglega ekki svona hefðir þú farið í hans spor.
Aðalsteinn Agnarsson, 19.7.2010 kl. 23:32
Þetta er bara hluti af leikriti þeirra,að teygja þetta eins og hægt er.
Númi (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 23:40
Dálítið skjalafals er nú bara svipað og að fara yfir gangbraut á rauðu kl. 04:10 aðfararnótt fimmtudags á gatnamótum Snorrabrautar og Laugavegs þegar enginn bíll er sjáanlegur svo langt sem augað eygir. Hver hefur svo sem ekki gert það?
Grefill (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 02:09
Jón hlýtur að stefna systir sinn fyrr dóm. Þetta eru alvarleg meiðyrði sen hún lætur falla gegn honum!
Gunnar Heiðarsson, 20.7.2010 kl. 09:07
Já KÓK er það og alveg örugglega ekki Diet KÓK . Ég held að þetta sé sett fram hjá þeim systkinum aljgörlega undirbúið, liður í fléttunni sem Jón er að flétta, sýnir hann sem fórnarlamb skjalafalsara reynir að skapa vorkunn hjá landanum ef það er mögulegt miðað við allt. Það kæmi mér ekki á óvart þótt systirin kæmi allt í einu fram með þá yfirlýsingu að allt væri satt sem Jón segir. Honum veitir ekki af plotti frá fjölskyldunni núna til að efla trúverðuleikann. Jón er enginn bjáni og myndi ekki hafa slengt þessu fram án samráðs við rétta fólkið.
Inga Sæland Ástvaldsdóttir, 20.7.2010 kl. 10:57
Að setja nafn einhvers á eitthvert skjal þarf ekki að vera skjalafals. Það hefur enginn sagt svo ég viti að hún hafi skrifað undir eitthvað með hans nafni eða fyrir hans hönd án umboðs.
Ég get farið og keypt bíl og skráð hann á nafn konunnar án þess að hafa framið eitthvert lögbrot eða skjalafals.
Þetta er bara leikur í fléttu sem Jón er þekktur fyrir. Með þessu móti nær hann að draga málið á langinn meðan fyrningarfrestir eru að líða því nú þarf að rannsaka þetta og svo verður því áfríað og svo framvegis.
Þið sáuð þetta leikrit í Baugsmálinu á sínum tíma. Endalausir ágallar á ákæru því frændi einhvers var vinur annars og því vanhæfur, í þriðju málsgrein 14 liðar ákæru nr. 22 stóð "í" en ekki "á" og því bæri að vísa málinu frá vegna tækilegs galla. Öllum úrskurðum vísað til hæstaréttar og allir frestir fullnýttir.
Þið verði að hafa í huga að þið eruð að tala um einn færasta flækumeistara landsins með áralanga reynslu og mjög flókinn orðstýr.
Landfari, 20.7.2010 kl. 11:05
There is no honor among thieves....
Það sem þáttakendur í spillingu þurfa að átta sig á er að samglæpamenn munu benda á aðra þegar þyngist róðurinn...
doctore (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 13:46
Manni verður bara hálf óglatt að sjá fréttaflutning af þessu liði þegar það ætlar enn og aftur að valta yfir okkur. Nóg komið af þessu. Í raun á bara að handtaka þetta lið og henda beint í steininn. Það á ekki að leyfa þeim að misnota dómstólana og enda svo á að labba burt frá öllu saman "frjáls" vegna tæknilegs galla eða einhvers annarri fáránlegu ástæðu.
Sennilega kók og diet kók (verð að hafa broskall svo ekki sé hægt að saka mann um neitt)
Kjarri thaiiceland, 20.7.2010 kl. 17:16
Aðalsteinn (#7), staðan væri svona ef ég væri í sporum JÁJ. Annars væri ég ekki í hans sporum. Hitt er annað mál að ég myndi aldrei skrökva upp á aðra manneskju skjalafölsun. En ef mitt nafn væri falsað á svona pappíra myndi ég taka því illa. Svoleiðis gerir fólk ekki - nema glæpaeðli og siðblinda séu á háu stigi.
Jens Guð, 20.7.2010 kl. 20:31
Númi, það er einn möguleikinn: Að þetta sé hluti af einhverri útpældri leikfléttu. Þetta fólk hefur efni á að kaupa sér aðstoð og leiðbeiningar færustu og slóttugustu verjenda heims.
Jens Guð, 20.7.2010 kl. 20:32
Jens var farið í ármúlann um helgina? KV
Brynjar Klemensson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 23:56
Billi, ef þú ferð í Ármúlann fer ég þangað líka.
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 00:11
Grefill, það er stór og mikill glæpur að falsa nafn annarrar manneskju án hennar vitundar á pappíra á borð við lánasamninga. Einn kunningi minn gerði slíkt fyrir nokkrum árum og var stungið inn á Litla-Hraun til margra mánaða og hýddur.
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 14:09
Gunnar, ekki spurning. Og ef hann verður ekki snöggur að því þá kærir saksóknari konuna fyrir glæpinn.
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 14:10
Nú? Fangelsi? Rasskelltur? Alltaf lærir maður nú eitthvað nýtt við að koma inn á bloggsíðuna þína Jens. Ég get þó að minnsta kosti verið glaður yfir því.
Grefill (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 15:31
Inga Sæland, nú hefur JÁJ sent frá sér yfirlýsingu á Pressunni um þetta mál. Þar heldur hann því fram að þessi frétt sé lygi frá rótum. Þeim systkinum hafi aldrei greint á um nokkurn hlut nema Bónus nafnið. Systir hans hafi skráð nafnið á sig.
Nú verður JÁJ að kæra fréttastofu RÚV fyrir meiðyrði.
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 22:23
Landfari, eftirfarandi stendur í Mogganum:
"Jón Ásgeir Jóhannesson heldur því fram í kyrrsetningarmáli sínu í Lundúnum að Kristín, systir hans, hafi skrifað nafn hans undir lánasamning án hans vitundar."
Af þessu verður ekki annað ráðið en að hún hafi skrifað nafn hans án umboðs.
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 22:26
DoctorE, það er eitthvað skrítið við þetta. Og það skrítnasta er að í yfirlýsingu frá JÁJ á Pressunni segir að fréttin sé skrökulýgi. Þá er næsta spurning: Hvaðan fékk fréttastofa RÚV frétt af þessu?
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 22:30
Kjarri, nú er þetta komið fyrir dómsstóla í útlöndum líka. Það hlýtur eitthvað að koma út úr þessu fyrr eða síðar.
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 22:31
Brynjar, ég las í gær eitthvað vitlaust út úr spurningu þinni. Já, ég fór í Ármúlann um helgina. Rosalega gaman.
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 22:33
Grefill, hér eru helstu tíðindi og "skúbbin".
Jens Guð, 21.7.2010 kl. 22:34
Ég taldi mig hafa séð að hún hefði skrifað eða sett nafnið hans á lánasamninga. Á því er eðli málsins samkvæmt verulegur munur og biðst ég velvirðingar.
Landfari, 22.7.2010 kl. 18:05
Held nú að það sé ekki leyfilegt að skrá bíl á nafn annars og skrifa nafn hans undir kaupsamninginn á vitundar viðkomandi.
það er ólöglegt.
hvað varðar þetta leikrit baugsfjölskyldunnar að þá hefur komið fram nú að Jón hafi ekki sagt þetta og gott sé á milli þeirra systkina.
maður fær hausverk af svona bulli. hvenær ætli þetta fólk átti sig á því að partíið sé búið?
ThoR-E, 23.7.2010 kl. 23:57
Landfari, þú þarft ekki að biðjast velvirðingar á neinu.
AceR, JÁJ ber frétt RÚV til baka. Fréttastofa RÚV stendur samt við sína frétt og ber fyrir sig greinargerð lögmanns JÁJ í London.
Jens Guð, 24.7.2010 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.