Furðulegur siður Seltirninga

  Stundum á ég leið um verslunarmiðstöðina á Eiðistorgi.  Ég held að hún heiti ekki neitt en sé kölluð Eiðistorg.  Þar er Hagkaup,  banki,  apótek,  pósthús,  pöbb,  vínbúð,  ritfangaverslun og ýmislegt annað.  Þarna er líka sjoppa.  Fyrir framan sjoppuna,  á gangi verslunarmiðstöðvarinnar,  eru 3 borð og nokkrir stólar.  Eitt borðið er stærra en önnur.  Sennilega ætlað til að fólk standi við það.  Að minnsta kosti eru engir stólar við það.

  Svo gott sem daglega eru á þessu stóra borði nokkrir vettlingar og húfur.  Bæði vettlingapör og stakir vettlingar.  Ég fatta ekki hvers vegna í ósköpunum Seltirningar geyma vetlinga sína og húfur á þessu borði,  stundum dögum saman.

húfa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tilraun til gríns, ,,Allir þeir sem geta ekki vettlingi valdið,,

Helga Kristjánsdóttir, 26.7.2010 kl. 00:29

2 identicon

Myndin er þvílík snilld

OskarJ (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 16:07

3 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  þessi er góður hjá þér

Jens Guð, 27.7.2010 kl. 10:39

4 Smámynd: Jens Guð

  Óskar,  myndin er gull.

Jens Guð, 27.7.2010 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband