17.8.2010 | 20:56
Skagfirskri söngkonu vel tekið í Færeyjum
Ein af stærstu árlegu tónlistarhátíðum í Færeyjum heitir Summarfestivalurin(n). Færeyingar skrifa ekki ákveðinn greini með tveimur ennum. Summarfestivalurin(n) er haldinn í Klaksvík á Borðey, höfuðborg Norðureyjanna. Klaksvík er Akureyri þeirra Færeyinga. Summarfestivalurin(n) er meiri popphátíð en G!Festivalið í Götu sem er rokkhátíð. Gestir á Sumarfestivalinu fyrir viku voru um 10 þúsund. Það er góð tala þegar tekið er með í reikninginn að Færeyingar eru 49 þúsund. Og meira að segja góð tala þó það sé ekki tekið með í reikninginn.
Íslenskir fjölmiðlar töluðu um metfjölda á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Þar voru gestir um 16 þúsund. Miðað við höfðatölu hefðu þeir þurft að vera 45 þúsund til að jafna metaðsóknina á Summarfestivalinu í Klaksvík í ár. Samt var þetta ævintýralega góð aðsókn á þjóðhátíð í Eyjum.
Um þrjátíu hljómsveitir komu fram á Summarfestivalinum að þessu sinni. Þar á meðal voru Westlife (heimsfrægt strákaband), The Dreams (heimsfrægasta færeyska hljómsveitin), Brandur Enni og hljómsveit, Maríus (rokkhljómsveit sem spilar á Airwaves í október) og rokksveitin Páll Finnur Páll (nafnið er samsett úr fornöfnum liðsmanna).
Ein af hljómsveitunum kallaðist Ingunn & Herborg. Þar var um að ræða skagfirsku söngkonuna Ingunni Kristjánsdóttur, færeyska gítarleikarann og söngvahöfundinn Herborgu Hansen og færeyska trommu- og gítarleikarann Pætur Gerðalið.
Ingunn og Herborg hófu samstarf á tónlistarsviðinu þegar þær voru skólasystur í Rauða kross skóla úti í Noregi 2008. Síðan hafa þær haft atvinnu af tónlistinni. Í bland við frumsamda söngva flytur tríóið útlenda slagara með íslenskum textum. Þetta eru lög á borð við Blue Suede Shoes eftir Carl Perkins og Alone úr smiðju Heart. Í myndbandinu hér fyrir ofan syngur Ingunn lag eftir Herborgu. Þetta er ekki mitt pönkrokk en læt það liggja á milli hleina.
Ingunn & Herborg fengu afskaplega lofsamlega dóma í færeyskum fjölmiðlum fyrir frammistöðuna á Summarfestivalinu. Þess er getið að Færeyingar séu sérlega ánægðir með að Ingunn syngi á íslensku. Það gefi músík tríósins heillandi þokka (sjarma).
10 þúsund Færeyingar gerðu góðan róm að íslensku söngkonunni Ingunni Kristjánsdóttur.
Af færeysku pönksveitinni The Dreams er það að frétta að lag hennar Revolt hefur trónað að undanförnu í efstu sætum þýsku MTV sjónvarpsrásarinnar og fleiri þýskra vinsældalista. Áður hefur The Dreams farið mikinn á dönskum vinsældalistum. Telst vera í hópi alvinsælustu hljómsveita í Danmörku. Bandarískur umboðsmaður Linkin´ Park og þar áður Pantera hefur í sumar gengið með grasið í skónum á eftir The Dreams. Boðið þeim Draumliðum gull og græna skóga og er ólmur í að stimpla þá inn á bandaríska markaðinn. Drengirnir hafa ekki farið sér að neinu óðslega. Enda heilmikið mál að fylgja eftir óvæntum vinsældum í Þýskalandi, fjölmennasta ríki Evrópu, 90 milljón manna þjóð. Og þýski markaðurinn nær að auki yfir til Austuríkis, Swiss og víðar. Þar fyrir utan er bandarískur umboðssamningur flókinn og þarfnast yfirlesturs snjallra lögfræðinga. Samningurinn er á stærð við þykka bók. Samningsstaða The Dreams er að auki gjörbreytt eftir að hljómsveitin hefur slegið í gegn í Þýskalandi og stefnir í að verða ófurvinsæl á þeim vettvangi. The Dreams er þegar orðin heimsfrægasta færeyska hljómsveitin.
Meginflokkur: Tónlist | Aukaflokkar: Ljóð, Menning og listir, Spil og leikir | Breytt 18.8.2010 kl. 00:11 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
- Varð ekki um sel
- Gátan leyst
- Hrakfarir strandaglóps
- Breytti bíl í mótorhjól
- Togast á um utanlandsferðir og dagpeninga
- Vegg stolið
- Hvað þýða hljómsveitanöfnin?
- Staðgengill eiginkonunnar
- Að bjarga sér
- Neyðarlegt
- Anna á Hesteyri - undarlegt aksturslag
Nýjustu athugasemdir
- Leifur óheppni: Jóhann (#8), bílstjórinn á rauðabílnum reyndi að hrekja hinn b... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán (#7), takk fyrir upplýsingarnar. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég fór að skoða myndina með blogginu og ég get ekki með nokkru ... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Svona geðröskun flokkast undir þunglyndi. Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Jóhann, þetta er einhverskonar masókismi að velja sér að búa v... jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Mönnum sem eru svona neikvæðir hlýtur að líða frekar illa og þe... johanneliasson 19.11.2024
- Leifur óheppni: Stefán, svo var hann ákafur reggí-unnandi. jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Sigurður I B, þessi er góður! jensgud 19.11.2024
- Leifur óheppni: Ég hef oft lesið um tónlistarmenn sem hlusta mest á aðra tegund... Stefán 19.11.2024
- Leifur óheppni: Þetta minnir mig á! Vinur minn sem er mjög trúaður (hvað svo se... sigurdurig 19.11.2024
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 1028
- Frá upphafi: 4111553
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 864
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Takk fyrir þetta
Ómar Ingi, 17.8.2010 kl. 21:15
Ómar Ingi, þekkir þú til Ingunnar? Ég veit ekkert um hana annað en það sem kom fram í færeyskum fjölmiðlum eftir Summarfestivalið.
Jens Guð, 17.8.2010 kl. 21:57
Á fésbókinni fékk ég núna upplýsingar um Ingunn sé skagfirsk. Ég var snöggur að setja það í fyrirsögnina.
Jens Guð, 17.8.2010 kl. 22:34
Já, Ingunn er af afar sterkri rót skagfirskra söngmanna eins og þeir gerast bestir. Í móðurætt tengist hún Eyþóri Stefánssyni tónskáldi, Stefáni Íslandi og svo var langafi hennar Svavar Guðmundsson þekktur tenórsöngvari og langafi Sverris Bergmanns söngvara.
Móðurafi Ingunnar er Ingimar Pálsson frá Starrastöðum, einn þróttmesti tenór sem ég hef heyrt til og hefur að ég hygg verið efni í stórtenór á heimsvísu. Það standa hvarvetna miklar og góðar söngraddir að Ingunni litlu Kristjánsdóttur.
Árni Gunnarsson, 17.8.2010 kl. 23:18
Árni, bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar. Ég sé á myspace síðu Ingunnar að hún skráir sig Sauðkræking. Mér segir þó hugur að hún sé búsett erlendis. Sennilega í Færeyjum. Það er gaman að heyra hvernig hún afgreiðir færeyskuna: Hermir ekki beinlínis eftir færeysku sérhljóðunum heldur fer í humátt að þeim. Færeyingar eru hrifnir af færeyskum framburði hennar.
Jens Guð, 17.8.2010 kl. 23:42
Áhugaverð færsla hjá þér.
Hannes, 18.8.2010 kl. 00:08
Hannes, takk fyrir það. Kannski er Ingunn skagfirsk frænka þín. Eða okkar.
Jens Guð, 18.8.2010 kl. 00:18
Jens það er aldrei að vita.
Hannes, 18.8.2010 kl. 00:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.