Dúndurflott hljómsveit

skálmöld 

  Ég var að uppgötva assgoti ljúfa hljómsveit sem kallast Skálmöld.  Af þeim örfáu lögum sem ég hef heyrt með þessari hljómsveit virðist hún spila notalegt víkingarokk.  Það sem er ennþá betra er að þessi hljómsveit semur og syngur ágæta texta á sínu eigin móðurmáli,  íslensku.  Hér má heyra tvö lög með Skálmöld:  http://www.myspace.com/skalmold

  Ég veit fátt sem ekkert um þessa yndælu hljómsveit.  Gaman væri að heyra frá einhverjum sem veit allt um hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Viðar

Þetta eru bræðurnir Bibbi og Baldur Ragnarssynir úr Innvortis og Ljótu hálfvitunum (Bibbi er á bassa og Baldur á gítar), Þráinn sem var í Klamidíu X (síðar Kalk) og er einnig í hljómsveitinni Blóð.

Hina tvo þekki ég ekki en það er eflaust ekki vegna þess að þeir hafi ekki gert neitt heldur vegna skorts míns á gáfum

Haukur Viðar, 19.8.2010 kl. 01:39

2 Smámynd: Jens Guð

  Haukur Viðar,  bestu þakkir fyrir þessar upplýsingar.

Jens Guð, 19.8.2010 kl. 03:06

3 Smámynd: Haukur Viðar

Það var nú minnsta

Haukur Viðar, 19.8.2010 kl. 03:44

4 identicon

 Aðrir meðlimir eru Gunnar Ben, áður m.a. í hljómsveitinni Hraun, Jón Geir Jóhannsson sem trommaði m.a. með Ampop, og Björgvin Sigurðsson, sem ég kem ekki fyrir mig í svipinn. En allt fantagóðir músíkantar. Hljómsveitin er með fasbókarsíðu og líka á myspace:

http://www.facebook.com/home.php?#!/skalmold?ref=ts

http://www.myspace.com/skalmold

Hjörvar Pétursson (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 07:39

5 identicon

Björgvin var í Innvortis með Bibba , þá á gítar en þenur þarna raddböndin af miklu móð.

Röggi (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 14:23

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Og þeir eru að spila á Sódómu í kvöld ásamt fleirum...

Ingvar Valgeirsson, 19.8.2010 kl. 16:26

7 Smámynd: Jens Guð

  Hjörvar,  takk fyrir þetta.

Jens Guð, 19.8.2010 kl. 17:10

8 Smámynd: Jens Guð

  Röggi,  kærar þakkir.

Jens Guð, 19.8.2010 kl. 17:12

9 Smámynd: Jens Guð

  Ingvar,  ég er einmitt að skoða hvort ég hafi svigrúm til að skreppa á Sódómuna.

Jens Guð, 19.8.2010 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband