Skúbb! Goðsagnakennd hljómsveit endurreist með nýjum trommara

  Við erum að tala um hljómsveit sem var í hópi mest áberandi og umtöluðustu hljómsveita pönkbyltingarinnar á Íslandi á fyrri hluta níunda áratugarins.  Því var gert skil í heimildarmyndinni sívinsælu  Rokki í Reykjavík.  Ári eftir frumsýningu myndarinnar sló hljómsveitin rækilega í gegn með spræka tölvupönklaginu  Böring  og hélt fræga hljómleika í Stuð-búðinni.   

  Ég veit ekki hvenær eða hvort hægt er að staðsetja að Q4U hafi einhverntíma hætt.  Kannski má frekar segja að hljómsveitin hafi af og til tekið sér allt upp í 12 ára hlé - á milli þess sem hún hefur komið fram á einum og einum hljómleikum. 
.
  Nú er hinsvegar verið að endurvekja Q4U til lengri tíma og með stórum áformum.  Til að það gangi eftir hefur nýr trommuleikari verið ráðinn til starfa.  Sá er heldur betur góður fengur:  Halldór Lárusson,  sem á árum áður gerði garðinn frægan með Bubba og MX-21.  Þar áður var hann í hljómsveitunum Bodies,  Með nöktum og Spilafíflum.  Dúndur skemmtilegur trommari,  eins og heyrist í myndbandinu hér fyrir neðan.  Það er eyrnakonfekt að hlera trommuleika Halldórs. Hann er svo laus við sýndarmennsku og stæla en þeim mun uppteknari af að styðja við framvindu tónlistarinnar.
.
  Liðsmenn Q4U stefna á hart og þétt hljómleikahald,  bæði hérlendis og erlendis,  plötuupptöku og sitthvað fleira.  Það verður hvergi gefið eftir.  
.
  Auk Halldórs er Q4U skipuð söngkonunni Ellý,  hljómborðsleikaranum Árna Daníel,  bassaleikaranum Gunnþóri og gítarleikaranum Ingólfi Júlíussyni.  
  Það verður kátt í höllinni.  
.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Áhugavert

Ómar Ingi, 3.9.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband