16.9.2010 | 18:40
Veitingahússumsögn - Færeyskir dagar
- Veitingahús: Smurbrauðsstofa Sylvíu, Laugavegi 170
- Réttur: Ræstkjötssúpa og brauð með áleggi
- Verð: 500 kr. + 1000 kr.
- Einkunn: **** (af 5)
Þessa dagana eru færeyskir dagar á Smurbrauðsstofu Sylvíu. Þar er boðið upp á ræstkjötssúpu (rast kjöt). Einnig bakka með fjórum brauðsneiðum. Á einni brauðsneiðinni er skerpukjöt (skerpikjöt). Á annarri er færeysk rúllupylsa. Á þeirri þriðju eru niðursneiddir knettir. Á þeirri fjórðu eru niðursneiddir fríkadellur.
Ræst kjöt og skerpukjöt eru hvorutveggja þurrkað lambakjöt. Ræstkjötið er hryggur og frampartur og hangir skemur uppi. Það er á stigi svipuðu því sem við köllum siginn fisk. Skerpukjötið er læri (sjá mynd) og hangir lengur uppi en er ekki jafn þurrt og harðfiskur. Bæði skerpukjötið og ræstkjötið eru bragðsterk og gefa endingargott eftirbragð.
Það er algengt að Íslendingum þyki þetta ekki góður matur þegar það er smakkað í fyrsta skipti. Eftir að hafa smakkað það oftar vex sterk löngun í að komast í svona kjöt oftar. Þetta er svipað og löngunin í kæstan hákarl, kæsta skötu og hangikjöt. Eitthvað sem maður verður að fá sér í það minnsta árlega. Helst miklu oftar.
Ræstkjötssúpunni svipar mjög til íslensku kjötsúpunnar. Þetta er matmikil grænmetissúpa með rófum, gulrótum, lauk, hrísgrjónum og þess háttar. Hlutfall ræstkjötsins er minna en kjötið í íslensku kjötsúpunni. Í Færeyjum er algengt að ræstkjötið sé fjarlægt úr súpunni og borðað sér með soðnum kartöflum. Á Smurbrauðsstofu Sylvíu er kjötið í súpunni. Bragðið af ræstkjötinu gefur súpunni töluvert skarpara bragð en er af íslensku kjötsúpunni. 500 krónur fyrir súpuna á Smurbrauðsstofu Sylvíu er gott verð og auðveldar óvönum að smakka. Innifalið í verðinu er ábót ef einhver er rosalega svangur. Ég hef aldrei þurft á því að halda. Súpan er saðsöm og ein besta ræstkjötssúpa sem ég hef fengið. Alveg súper. 5 stjörnu súpa.
Það er ósanngjarnt að gefa einföldu "smurðu heimilisbrauði" hefðbundna einkunn (þó ég láti það draga heildareinkunn örlítið niður í þessari umsögn). Smurðu heimilisbrauði er ekki ætlað að vera veislumatur sem keppir við alvöru "danskt smurbrauð". Brauðbakkinn gefur góða hugmynd um hefðbundið smurt brauð á færeyskum heimilum. Þó er skerpukjöt meira til spari í Færeyjum en snætt hvunndags.
Færeyska rúllupylsan er keimlík þeirri íslensku. Sú færeyska er mildari og hlutfall kjöts meira á móti fitu. Það er töluvert af lauk í henni og smávegis af púðursykri.
Knettir eru soðnar fiskbollur. Uppistöðu hráefnið í knöttum er þorskur og kindamör. Saman við það er blandað lauk, salti og pipar. Sumir hafa örlítið af sykri með. Færeysku knettirnir eru blessunarlega lausir við hveitibragð íslensku fiskbollanna. Fyrir bragðið (í bókstaflegri merkingu) eru knettirnir eins og ferskari. Að öðru leyti er bragðið líkt.
Fríkadellur eru steiktar fiskbollur. Að öðru leyti eru þær alveg eins og knettir.
Þannig er frá brauðbökkunum gengið að hægt er að grípa þá með sér heim. Það er upplagt að gera. Meðal annars til að gefa öðrum að smakka með sér. Og þess vegna að grípa með sér nokkra bakka til að eiga daginn eftir. Jafnvel marga bakka til að eiga í marga daga.
Smurbrauðsstofa Sylvíu er lítil og hlýleg. Þar eru 14 sæti sem raðast við fjögur borð.
Færeysku dagarnir standa fram á helgi. Þið hafið morgundaginn (föstudag til klukkan 22.00) og laugardaginn (opið til klukkan 14.00) til að upplifa færeyska stemmningu í mat fyrir lítinn pening.
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt 17.9.2010 kl. 18:13 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Tónlistarspilari
Spurt er
Nýjustu færslur
- Af hverju hagar fólk sér svona?
- Passar hún?
- Þegar Paul McCartney yfirtók frægustu hljómsveit heims
- Framhald á frásögn af undarlegum hundi
- Furðulegur hundur
- Undarleg gáta leyst
- Lífseig jólagjöf
- Spennandi sjávarréttur - ódýr og einfaldur
- Til minningar um gleðigjafa
- Þegar Jón Þorleifs kaus óvænt
- Heilsu- og megrunarkúr sem slær í gegn
- Leifur óheppni
- Anna frænka á Hesteyri hringdi á lögguna
- Erfiður starfsmaður
- 4 vísbendingar um að daman þín sé að halda framhjá
Nýjustu athugasemdir
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Stefán, takk fyrir þennan fróðleiksmola. jensgud 1.2.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: ... og smá framhaldssaga hér um hættulega illa þjálfaða hunda .... Stefán 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: L, ég veit ekki hvort parið sé saman í dag. jensgud 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þau hõguðu sér allstaðar vel nema heima hjá sér. Viss um hávær ... L 31.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Sigurður I B, snilld! jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þetta minnir mig á.... Hjónin eyddu um efni fram og maðurinn sa... sigurdurig 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Jóhann, ég veit ekki hvar þau kynntust. Þín ágiskun er alveg ... jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Stefán, góður! jensgud 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Getur verið að þetta unga par hafi kynnst í "KLÚBBNUM" og skem... johanneliasson 29.1.2025
- Af hverju hagar fólk sér svona?: Þetta minnir mig á átök innan stjórnmálaflokka þar sem hatur og... Stefán 29.1.2025
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 8
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 1447
- Frá upphafi: 4123452
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 1185
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- sigurjonth
- asthildurcesil
- siggith
- hallarut
- reykur
- rannveigh
- skulablogg
- fiski
- gudruntora
- asgerdurjona
- zeriaph
- jevbmaack
- lehamzdr
- ffreykjavik
- fuf
- stormsker
- xfakureyri
- jonmagnusson
- palmig
- jonaa
- jakobsmagg
- ktomm
- th
- jenfo
- gurrihar
- kiddirokk
- hlynurh
- skessa
- prakkarinn
- maggadora
- skinkuorgel
- agustolafur
- einherji
- heidathord
- atlifannar
- konukind
- gudnim
- 730
- blekpenni
- heida
- annabjo
- vglilja
- sleggjan007
- markusth
- bergruniris
- aevark
- rannthor
- katrinsnaeholm
- birgitta
- jullibrjans
- fararstjorinn
- agny
- ippa
- hugrunj
- aring
- ikjarval
- gujo
- bjorgvinbjorgvinsson
- drhook
- runarsv
- sjos
- doriborg
- haukurn
- gammon
- millarnir
- robbitomm
- korntop
- killjoker
- vantru
- evathor
- partners
- heiddal
- meistarinn
- skrifa
- heidistrand
- iaprag
- semaspeaks
- svei
- jonthorolafsson
- sverrir
- bonham
- bjarnihardar
- sigurgeirorri
- ladyelin
- birnamjoll
- veraknuts
- fia
- plotubudin
- ringarinn
- nonninn
- larahanna
- juliusvalsson
- skari60
- ingvarvalgeirs
- lubbiklettaskald
- kolgrimur
- olinathorv
- hreinsi
- baddinn
- hrolfur
- jenni-1001
- handsprengja
- ahi
- perlaheim
- gudrunmagnea
- ommi
- hemba
- grumpa
- bergthora
- grafarholt
- mummigud
- athena
- sigaxel
- bjolli
- gummiarnar
- kerchner
- rustikus
- hordurj
- thegirl
- birna-dis
- siggivalur
- krizziuz
- fridaeyland
- evabenz
- quackmore
- andres08
- bleikaeldingin
- bardurorn
- snorris
- ver-mordingjar
- nexa
- thorasig
- lindalinnet
- gudni-is
- mordingjautvarpid
- arh
- sinfonian
- raggipalli
- mongoqueen
- lovelikeblood
- holi
- jakobk
- rannveigbj
- stebbifr
- credo
- ylfalind
- herdis
- steinnhaf
- halo
- gullilitli
- 810
- motta
- leifurl
- janus
- ljonid
- kerla
- solir
- nilli
- guru
- steinnbach
- skagstrendingur
- hemmi
- gunnar
- hannamar
- mosi
- geislinn
- hlekkur
- luther
- zumann
- jara
- hector
- malacai
- polly82
- hughrif
- einarlee
- loopman
- sign
- destiny
- gilsneggerz
- thuridurbjorg
- liljabolla
- saethorhelgi
- svatli
- siggiholmar
- folkerfifl
- sigurjonsigurdsson
- eythora
- kiddijoi
- kjartanis
- rosagreta
- gurkan
- killerjoe
- gthg
- gebbo
- laugatun
- tru
- presley
- siggileelewis
- helgamagg
- doddilitli
- kjarrip
- steinibriem
- huldumenn
- jobbisig
- id
- mp3
- blomid
- ketilas08
- lilly
- hjolaferd
- lostintime
- skordalsbrynja
- birtabeib
- karitryggva
- marzibil
- zunzilla
- fjola
- storibjor
- rannug
- glamor
- venus
- eurovision
- skjolid
- einarsigvalda
- minna
- austurlandaegill
- coke
- eyja-vala
- harpao
- ljosmyndarinn
- doriegils
- lordbastard
- neddi
- holmarinn
- vga
- bus
- dolli-dropi
- vefritid
- eirikurgudmundsson
- hallibjarna
- svetlana
- blues
- huxa
- judas
- asdisran
- omarpet
- skattborgari
- himmalingur
- neytendatalsmadur
- salkaforlag
- kje
- laufabraud
- vestskafttenor
- gunnarggg
- esb
- ingvarari
- gunnarpalsson
- hreinn23
- saltogpipar
- hergeirsson
- jea
- arniarna
- psychosurfer
- metal
- hreinsamviska
- godinn
- krissa1
- robertb
- perlaoghvolparnir
- brandurj
- madddy
- tibet
- minkurinn
- hallidori
- liso
- graceperla
- mrsblues
- gummiogragga
- sisvet
- vild
- holar
- presleifur
- helgadora
- xjonsig
- helgananna
- meyjan
- tungirtankar
- visindavaka
- borgarfjardarskotta
- mal214
- vilberg
- brandarar
- einarhardarson
- steffy
- adhdblogg
- litliper
- audunnh
- gotusmidjan
- saemi7
- dorje
- sterlends
- jgfreemaninternational
- aloevera
- lucas
- olibjossi
- bestfyrir
- helgigunnars
- gleymmerei
- leifur
- ace
- diesel
- methusalem
- astroblog
- lynx013
- brell
- kikka
- doddyjones
- sigurjon
- birnast
- gunnarbjorn
- disdis
- valdinn
- ragnar73
- helgatho
- cigar
- parker
- manisvans
- kerubi
- mis
- bmexpress
- drum
- gisgis
- finni
- tbs
- topplistinn
- rognvaldurthor
- pjeturstefans
- gullfoss
- lotta
- thjodarsalin
- freyrholm
- olii
- gattin
- bjornj
- olafiaherborg
- rallysport
- sur
- sigrunzanz
- rafng
- hrannsa
- draumur
- aslaugas
- aeon
- gumson
- glamur
- skinogskurir
- launafolk
- bjarnimax
- westurfari
- bookiceland
- braskarinn
- elfarlogi
- komediuleikhusid
- elismar
- emilhannes
- fingurbjorg
- frida-litlah
- gudjul
- gp
- gusg
- gubo
- vgblogg
- hafthorb
- morgunblogg
- sveinnelh
- rattati
- diva73
- itlajh
- minos
- kliddi
- daliaa
- axelma
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- fun
- jaisland
- jeremia
- johanneliasson
- eyfeld
- johannesthor
- stjornun
- josefsmari
- x-d
- kristjan9
- larusg
- lifsrettur
- lifsyn
- loftslag
- ludvikludviksson
- margretsverris
- mofi
- sumri
- skari
- raffi
- rso
- roslin
- runarf
- jardytan
- sigridursig
- joklamus
- siggifannar
- sigurdurig
- stjornlagathing
- stefanjul
- stommason
- steinki
- svanurg
- spurs
- sveinneh
- tryggvigunnarhansen
- myworld
- valdimarjohannesson
- valmundur
- vest1
- totibald
Athugasemdir
Gód ábending. Mér thykir vaent um matarmenningu fraenda okkar. Skerpukjötid er mjög gott.
Gjagg (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 22:30
Holly shit..Þetta lítur spennandi út..Tékka á þessu.
hilmar jónsson, 16.9.2010 kl. 23:21
Ómar Ingi, 16.9.2010 kl. 23:46
Gjagg, ég segi alveg það sama og þú um þennan mat.
Jens Guð, 17.9.2010 kl. 10:35
Hilmar, ég hvet þig.
Jens Guð, 17.9.2010 kl. 10:35
Ómar Ingi, þú hefðir gaman af að smakka þetta.
Jens Guð, 17.9.2010 kl. 10:36
Aldrei að vita nema ég prufi Færeyska matarmenningu við tækifæri.
Hannes, 17.9.2010 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.